Morgunblaðið - 02.11.1961, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 02.11.1961, Blaðsíða 8
8 MORGVJSBLAÐÍH Fimmtudagur 2. nóv. 1961 Leifur Sveinsson Greinargerð um stör- eignaskattsmálið MEÐ BRÉFI dags. 5. apríl s.l. féllst Fjármálaráðuneytið á foeiðni stóreignaskattsgreiðenda, um frestun á innheimtu stóreigna skatts, gegn nánar til teknum skilyrðum. Hafði beiðni þessi verið send ráðuneytinu sameiginlega frá Skattanefnd atvinnuveganna og Félagi stóreignaskattsgjaldenda, og var svohljóðandi: „Til Fjármáiaráðuneytisins Reykjavík. Við undirritaðir fulltrúar neð- antaldra aðila. leyfum okkur foér með að fara þess á leit við hið háa ráðuneyti, að innheimtu stóreignaskatts skv. 1. 44/1957 verði frestað, þar til reglulegt Alþingi kemur saman haustið 1961. Ástæður fyrir beiðni þess- ari eru eftirfarandi: 1. Greiðslugeta atvinnuveganna er nú slík, að greiðsla á skatti þessum í núverandi mynd hans er útilokuð. Fjöldi atvinnufyrirtækja get ur eigi staðið í skilum með gamla skattinn, nú að eftir- stöðvum kr. 20.715.000,00, fovað þá nýju álögurnar. 2. Samtök atvinnuveganna höfðu bundið miklar vonir við fyrirheit ríkisstjórnarinn ar um leiðréttingu á skatta- og útsvarslögum. svo og verð lagsákvæðum. Þar sem þetta hefur brugðizt á yfirstandandi Alþingi eru von- forigði atvinnurekenda eðlilega mjög mikil. Þó þykir bót I máli, að loforð foafa verið gefin um samþykkt nýrra skatta- og útsvarslaga á faaustþinginu 1961. Þykir samtökum atvinnurek- enda það því sanngjörn krafa, að innheimtu stóreignaskatts skv. 1. 44/1957 verði frestað. þar til er nýtt skattalagafrumvarp verður lagt fram á Alþingi 1961, og þá jafnframt lagðar fram foreytingatillögur við I. 44/1957, foannig að tekið verði fullt tillit til núverandi greiðslugetu at- vinnuveganna og jafnréttis milli rekstrarforma. Hefur ársþing Félags ísl. iðnrekenda xvýlega samfoykkt ályktun í þá átt, sem við leyfum okkur að vísa til. þar sem henni var beint til foæstvirts fjármálaráðherra. Treystum við því að hið háa ráðuneyti sjái sér fært að verða við þessari beiðni okkar, svo at- vinuvegirnir þurfi eigi að gjalda meira afhroð en þegar er orðið.“ f. h. Skattanefndar atvinnu- veganna Gunnar Guðjónsson f. h. Félags Stóreignask.gjald. Leifur Sveinsson Þar sem svar Fjármálaráðu- neytisins við bréfi þessu reynd- ist já'kvætt svo sem fyrr getur, leyfa stóreignaskattsgjaldendur sér að vona, ríkisstjórnin hlutist foll um það, að lögunum verði foreytt á Alþingi því, sem kvatt var saman til funda þann 10. ökt. s.l. Þykir því rétt að gera nokkra grein fyrir baráttunni fyrir af- námi skatts þessa. Rannsókn á „verðbólgugróðanum". 1 athugasemdum við 1. 44/1957 segir svo m. a......þykir rétt, að þyngstu byrðarnar komi á foá, sem mest hafa hagnazt á verðbólgu undanfarinna ára, þá sem mestar eignir eiga“. — Verð ttr þetta orðalag eigi skilið á annan hátt, en megintilgangur laganna hafi verið sá, að ná aft- ur verðbólgugróða áranna 1950 —1956, þar sem stóreignaskattur inn eldri, skv. 1. 22/1950. lagður á miðað við ársiok 1949, var tal inn syndakvittun fyrir allan verð foólgugróða fram að 31. 12. 1949, en nýi skatturinn miðaður við 31. 12. 1956. Fullyrðinguna í athugasemd- um frumvarpsins um, að þeir hagnist mest á verðbólgu, sem mestar eignir eiga, verður að telja alranga, og skal þetta nú skýrt nánar. Málsvarar stóreignaskattsins skv. 1. 44/1957 hafa haldið því fram, að hefðu allar lánveiting- ar fjárfestingarlánastofnana ár- in 1950—56 verið með gengis- lækkunarfyrirvara, hefði álagn- ing stóreignaskattsins verið óþörf. Fyrst engar slíkar kvað- ir fylgdu þessum lánum. en lán Leifur Sveinsson takendur höfðu ó'hrekjanlega grætt á verðfellingu krónunnar, þar sem þeir greiða meginhluta afborgana með miklu verðminni krónum, þá lá beint við að taka verðbólgugróðann samkvæmt upplýsingum um fjárfestingar útlán þessara ára. Stóreignaskattsgreiðendur hafa því látið taka saman skrá um þessi lán, og hafa fengið upplýsingar sínar hjá Hag- fræðideild Landsbanka íslands. Fer skráin hér á ef.tir og til samanburðar er getið hluta hverrar atvinnugreinar í stór- eignaskattinum: vel enga lækkun, foar til snemma á þessu ári, að Jón Þorsteins- son, iþróttakennari, fékk 60% dregið frá fasteignamati íþrótta- húss síns að Lindargötu 7. þann- ig að skattur hans lækkaði um ca. 85%. — Virðist hér vera um gleðilega stefnubreytingu að ræða bjá Ríkisskattanefnd og Fjármálaráðuneytinu, og bíða nú aðrir einstaklingar eftir sams konar lækkun hjá þessum aðil- um. III. Prófmál enn fyrir dóm- stólunum. Enn eru nokkur prófmál fyr- ir dómstólum landsins út af giidi 1. 44/1957 og er foar bent áfjöl- mörg atriði, sem eigi var vikið að við fyrri prófmál, en geta haft úrslitaþýðingu í málinu. Má foar helzt nefna: A) Lóðamatið B) Hlutafjármatið C) Matið á íbúðarhúsnæði. IV. Áskoranir atvinnurekenda- samtakanrra. Loks má geta hinna mörgu áskorana atvinnurekendasamtak- anna, sem sendar hafa verið Al- þingi og ríkisstjórn, um afnám eða leiðréttingu stóreignaskatts- laganna nr. 44 frá 1957. Má foar nefna: Fél. ísl. iðnrekenda Fél. ísl. stórkaupmanna Kaupmannasamtök Islands Verzlunarráð Islands Vinnuveitendasamb. íslands. Hafa samtök þessi mótmælt skattlagningunni á síðustu aðal- fundum og skorað á Alþingi og ríkisstjórn að afnema lögin. Auk þess hafa forustumenn samtak- anna rætt við fjármálaráðherra um málið á s.l. vetri, en hann taldi útilokað að afnema lögin og endurgreiða þeim, sem þegar hafa greitt. Þess vegna hafa fundarsamþykktir samtakanna á aðalfundum 1961 gengið í foá átt, að ógjaldfallnar eftirstöðvar skattsins verði felldar niður, eft- ir að einstaklingar og sameign- arfélög hefðu fengið leiðréttingu til samræmis við hlutafélög. Málið er í sjálfu sér einfalt. Samanburður á fjárfestingarlánum til atvinmiveganna árin 1950__56 annars vegar og skipting stóreignaskatts eftir at- vinnugreimim hins vegar. Fjárf.lán 1950-56 Hlutur af stóreignask, Landbúnaður .. kr. 194.965.000,00 —- 50,87% — 00,00% Sjávarútvegur .. — 169.917.000,00 44,33% — 17,53% Verzlun — 500.000,00 0,13% — 50,24% Iðnaður — 17.880.000,00 4,67% _ 32,23% Samt. kr. 383.262.000,00 100,00% 100,00% Ef Vinstristjórnin svonefnda hefði í fullri alvöru ætlað að leggja á verðbólguskatt, að upp- hæð kr. 80 milljónir, eins og hún upphaflega tilkynnti, og hafa síðan möguleika til að inn- heimta þann skatt, þá hefði sú álagning orðið að vera sam- kvæmt ofangreindri skrá. Hefði þá þurft að taka tæpt 21% af heildarupphæð fjárfest- ingarlánanna, kr. 383 millj.. til að ná þessum 80 milljónum. Fullkomlega eðlilegt er því, að innheimta skattsins hafi stöðv- azt. þar sem eigi varð lengur ætlazt til, að verzlun og iðnað- ur greiddu verðbólgugróða ann- arra atvinnuvega. — II. Mismunun hlutafélaga og ein- staklinga í skattgreiðslum. Upphaflega var stóreignaskatt urinn 136 milljónir. en eftir að Hæstiréttur hafði með dómi sín- um í málinu nr. 116/1958 lagt fyrir skattayfirvöld að miða matsverð hlutbréfa við sann- virði, lækkaði skattur hlutafé- laga úr 81 milljón í 24 millj. Einstaklingar fengu þó lengi — Alþingi leggur 136 milljóna skatt á ca. 600 gjaldendur. Hæsti réttur fellir skattinn í 66 millj- ónir. Með því skapast slíkt misrétti milli rekstrarforma. að rekstur einstaklinga og sameignarfélaga getur með engu móti keppt við samvinnu- og hlutafélög, ef leiðrétting fæst eigi þar á. Taka átti verðbólgugróða með skatti þessum, en skýrslur sýna, að forðazt var að taka foann, þar sem hann hafði raun- verulega orðið, en verzlun og iðnaður áttu að greiða verð- bólgugróða annarra atvinnu- greina. Greiðslugeta atvinnuveganna er nú slík, að innheimta skatts- ins í núverandi mynd foans er útilokuð. Er það því von atvinnu rekenda og annarra stóreigna- skattsgjaldenda, að ríkisstjórnin leggi nú fram frumvarp á Al- þingi, er feli í sér þær breyting- ar, sem getur hér að framan. Mun þá leiðrétt eitt hrópleg- •asta ranglæti. sem dæmi eru til í vestrænni löggjöf. Reykjavík, 16. okt. 1961. Leifur Sveinsson. VETRAKSVIPCR Sýning Steinþðrs Sigurðssonar ÞAÐ ER góðs viti hjá ungum listamanni að efna ekki til stórr- ar einkasýningar, fyrr en hann hefur náð töluverðum árangri. Að bíða þolinmióður og vinna af alúð að viðfangsefnum sínum, •kryfja hlutina eftir beztu getu og koma síðan fyrir almenningssjón- ir með árangur sinn og segja yfir- lætislaust, en samt ákveðið: — „Þannig er ég góðir foálsar, hvort ykkur líkar betur eða verr“. — Þetta er háttur Steinþórs Sig- urðssonar. Eftir margra ára nám og vinnu hefur Steinþór Sigurðsson nú efnt til einkasýningar á verikum sínum í Listamannaskálanum. Hann hefur látið frá sér fara nokkrar myndir á samsýningar að undanförnu, og hann sýndi einnig verk sín erlendis fyrir nökkrum árum og vakti athygli. En með þessari, sýningu haslar hann sér fyrst verulega völl meðal málara okkar. Og hann gerir það með mdkilli prýði. Steinþór er ekki við eina fjöl- ina felldur, ef svo mætti til orða taka. Myndir hans eru stundum mjög ólíkar hver annari og hann virðist enn ekki vera búinn að finna algerlega fast undir fótum. Hann gerir margar og skemmti- legar tilraunir, er lifandi og hik- laus og ekki línumaður neinnar stefnu. Hann lætur stjórnast af persónulegri þörf til tjáningar. Þar af leiðir, að sýning hans hef- ur margt að bjóða og er fjöl- breytt að efnisvali. Þetta eru góð- ir köstir hjá ungum málara, og Steinþór kann vel að notfæra sér þá möguleika, sem verða á vegi hans. Nokkuð er sýning Steinfoórs misjöfn að gæðum, en þar eru mörg aðlaðandi verk að finna. Heildarsvipur er ágætur, og þetta er í stuttu máli sagt falleg sýn- ing, sem gefur miklar vonir um, að hér sé ferskur og nýr kraft- ur að bætast við myndlist okkar. Ekki tekst Steinþóri alltaf að ná verulegum krafti í liti sína, en hann hefur annan kost, sem ef til vill er ekki síðri. Hann hefur mjög mjúka og þægilega litameð- ferð, sem fellur sérlega vel að myndbyggingu hans. Stemningar af ýmsu tagi eru margvíslegar í verkum Steinþórs og einkennast aðallega af ljóðrænni og róman- tískri tilfinningu. Mér liggur við að segja, draumórar, sem tengdir eru nöktum raunveruleika, mót- aðir í skorður myndbyggingar- innar. Myndirnar eru gerðar per- sónulega, af látleysi og skilningi Og öruggri kennd fyrir því, hvað lifir og hvað ekki innan sjálfs ramma hvers verks. Auðséð er einnig, að eldri verk Steinþórs standast ekki snúning við hlið þeirra seinni, og er það öruggt dæmi um, að listamaður- inn er I miklum vinnuham og sækir ört fram. Það mætti segja mér, að hann ætti á næstu árum eftir að ná meiri styrk og spennu í verk sín og að hæfileikar hans fái á næstunni sterkari útrás með áframhaldandi reynslu. Þessi sýning er án nokkurs efa ein allra skemmtilegasta sýning, sem ungur málari hefur látið frá sér fara. Enda hefur Steinþór Sigurðsson haft réttan hátt á. Hann hefur menntað sig vel í sínu fagi og síðan sýnt verk sín, en ekki sýnt gervilist til að hafa fé út* úr fávísum almenningi og haldið síðan til náms. Gott for- dæmi, sem sumir mættu leggja niður fyrir sér til umhugsunar. Það hefur verið lífsmark með myndlist hér á þessu hausti, og Steinþór Sigurðsson á sinn skerf í því. Sigurjón Ölafsson, Eiríkur Smith, Guðmunda Andrésdóttir og nú síðast Steinþór Sigurðsson hafa öll auðgað menningu okkar með fmbærum sýningum, mjög ólíkum en samt eiga þær það sameiginlegt að þær hafa túlk- að umhverfið og nútímann á list- rænan og persónulegan foátt. Það er skemmtilegt, hressandi og upplífgandi að heimsækja sýn ingu Steinþórs Sigurðssonar i Listamannaskálanum. Geri það sem flestir, og þeir muniu ekk/ iðrast. Valtýr Pétursson. HBINOUNUM. '/*IJ fajfn/3)JTtutÍZ 4 IJnglinga vantar til að bera blaðið út víðsvegar um bæinn. o r<jimX>taíi tt> Sími 22480.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.