Morgunblaðið - 02.11.1961, Page 12

Morgunblaðið - 02.11.1961, Page 12
12 MORGVWBLAÐIÐ Fimmtudagur 2. nóv. 1961 Cftgefandi: H.f Arvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Lesbók: Arni Óla, sími 33045. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og avgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargjald kr. 55.00 á mánuði innanlands. í lausasölu kr. 3.00 eintakið. LITILSVIRTIR ÞREMENNINGAR Eins og kunnugt er greiddu þrír þingmenn Alþýðu- bandalagsins atkvæði með mótmælatillögu Alþingis gegn kja'norkusprengingum Rússa. Menn þessir voru: Finnbogi Rútur Valdimars son, Hannibal Valdimarsson og Alfreð Gíslason. Síðan þetta gerðist hafa þremenn- ingarnir verið grátt leiknir. Daginn eftir atkvæða- greiðsluna birti Þjóðviljinn nær heillar síðu frásögn af ræðu Lúðvíks Jósefssonar, en sjónarmið þremenning- anna fengu ekki inni í Moskvumálgagninu. Um sömu mundir lýsti sjálfur Krúsjeff því yfir, að allir þeir, sem að mótmælum stæðu gegn spreningunum væru sefasjúkir, svo að ekki vandaði hann þessum þjónum sínum kveðjumar. Í gær ritar Lúðvík Jósefs- son grein, þar sem hann leggur á það áherzlu að „smávægilegur munur varð á framkomu Alþýðubanda- lagsmanna við lokaafgreiðslu mótmælatillögunnar“. Þann- ig vill þessi leiðtogi ís- lenzkra kommúnista undir- strika að þremnningarnir séu enn tryggir Krúsjeff, þrátt fyrir þennan „smávægilega" mun. Og formaður þing- flokks Alþýðubandalagsins bætir við: „Við Alþýðubandalags- menn vorum fullkomlega sammála um efni málsins“. Nú hlýtur að vera komið að þremenningunum að upp lýsa, hvort þessi fullyrðing Lúðvíks Jósefssonar sé rétt, hvort þeir séu fullkomlega sammála mönnum þeim í kommúnistaflokknum, sem neituðu að fordæma athæfi Rússa. En þrátt fyrir þessa ein- kennilegu „málefnalegu sam stöðu“ sem Lúðvík Jósefs- son talar um, þá telur hann samt ástæðu til að senda þremenningunum kaldar kveðjur. Hann segir orðrétt: „Tilgangur tillögumanna var aðeins sá að taka þátt í kalda stríði NATO-ríkj- anna og hefja áróður gegn pólitískum andstæðingum“. Tillögur þjóna ákveðnum tilgangi. Þeir, sem vilja styrkja þann tilgang, greiða þeim atkvæði, aðrir eru mót fallnir. Nú upplýsir formað- ur þingflokks Alþýðubanda- lagsins, að þrír af mönnum hans hafi viljað taka þátt í kalda stríði NATO-ríkj- anna og hefja áróður gegn pólitískum andstæðingum. Áður í greininni hefur Lúð- vík sagt: „Það var ætlun NATO- liðsins á Alþingi að koma höggi á okkur Alþýðubanda- lagsmenn með mótmælatil- lögu sinni“. Þá vita menn það, að Hanni bal, Finnbogi og Alfreð vilja gjarnan koma höggi á Lúð- vík Jósefsson og hans menn, og er það raunar í samræmi við vitneskju Morgunblaðs- ins um innanflokksástandið í kommúnistaflokknum, þar sem hver hendin er uppi á móti annarri og allir sitja á svikráðum við félaga sína. HVERJUM ÞARF AÐ HALDA í SKEFJUM ? Hér í blaðinu voru s. 1. þriðjudag birt svör for- manna allra þingflokkanna við spurningunni: „Hvað viljið þér segja um seinustu helsprengju Sovétríkjanna?“ Formaður kommúnista- flokksins, Lúðvík Jósefsson, neitaði sem fyrr að segja nokkuð um sprengjuæði hús- bænda sinna, en formenn þingflokka lýðræðisflokk- anna fordæmdu allir atferli Rússa. I niðurlagi svars síns sagði Bjarni Benedikts- son, forsætisráðherra: „Augljóst er, að slíkt til- ræði við mannkynið hefur þveröfug áhrif við það, sem ætlað er á frjálsa menn. Þeir hljóta að fylkja sér saman og treysta varnir sínar. Sú spurning verður þess vegna æ áleitnari, hverja sé verið að hræða, hverjum þurfi að halda í skefjum með þvílík- um örþrifaráðum“. Sannarlega er þessari spumingu ekki varpað fram að ófyrirsynju. Á flokks- þingi kommúnista hefur kom ið í ljós, að djúpstæður á- greiningur er milli kommún- istaflokkanna, einkum hins rússneska og þess kínverska. Þá er það á hvers manns vit orði, að þjóðir þær, sem Rússar undiroka í Austur- Evrópu eru sem heild mjög andvígar kommúnistískum yfirráðum og mundu nota fyrsta tækifæri til að brjót- ast til frelsis. En loks er þess að gæta að harðvítug valdabarátta á sér stað í Rússlandi sjálfu og hefur nokkur innsýn verið gefin í hana með uppljóstrunum um glæpaverk Stalíns og annarra kommúnistaleiðtoga. Allt er þetta þess eðlis, að hinir samvirku kúgarar hafa talið sér nauðsynlegt að grípa til nægilega harðvít- ugra ógnarráðstafana, sem skelfa mættu þjóðir þær, sem þeir kúga, svo að þær dirfðust hvorki að hreyfa legg né lið. BYGGINGAR- KOSTNAÐUR FYRR OG NÚ Framsóknarmenn hafa ver- ið að klifa á því, að í tíð Hús á hvolfi MARGT er skrýtið í kýrhausn um, stendur einhversstaðar. Þeir Norman Johnson og Hanley Wolf reka fyrirtæki í Florida í Bandaríkjunurn, sem annast húsasmíðar. Þeir voru báðir sannfærðir um að fyrir- tæki þeirra framleiddi vönduð liammarskjöld og ferðafélagið og góð hús. En eitthvað var salan treg og svipuðust þeir því eftir einhverri auglýsinga- brellu til að vekja á sér at- hygli. Eitt sinn var Johnson geng- ið fram hjá bílasala og sá þá sýningarbifreið, sem stóð á hvolfi úti á miðju gólfi. Fékk hann þar þá hugmiynd að smíða sýningarhús á hvolfi. Smíði hófst fljótlega og í ágúst 1960 var húsið opnað gestum. Fyrsta árið kom rúm- lega 200 þúsund manns að skoða þetta nýstárlega hús víða að úr heiminum. Það er sagt að auglýsinga- brellan hafi tekizt vel og sala stóraukizt hjá þeim félögum. ÞEGAR erfðaskrá Dags Hammarskjölds var opnuð — en hann var ókvæntur og barnlaus — kom það á dag- inn, að hann hafði ráðstaf- að dýrmætustu eignum sín- um til „Svenska Turistfören- ingen“, sænsku akademíunn- ar og kgl. bókasafnsins. Hann varð aldrei auðugur að fé, en átti góðan bústað, fágæta muni og ágætt bókasafn. Hann ánaínaði kgl. bóka- safninu ýmsar fágætar bæk- ur ásamt skjalasafninu, sem hann lét eftir sig. En „Svenska Turistfören- ingen“ arfleiddi hann að eign sinni Bac'kákra í Löderup í Suður-Svíþjóð, ásamt bók- um og húsgögnum, er þar skuli verða, og nánar grein- ir frá í erfðaskránni. Enn- fremur fylgja gjöfinni verð- bréf og sparisjóðsbækur, samtals 50.000 sv. krónur, sem nota skal til að halda eigninni við. Einn skilmáli fylgir gjöfinni: að sænska akademían hafi full umráð yf ir húsinu, til eigin þarfa, tvo mánuði á ári hverju. Hammarskjöld var alla æfi mikil „Ferðafélagsmaður" og taldi gönguferðir og fjalla- brölt meðal sinna ánægjuleg ustu stunda. Og eigi hefur hann séð aðra l«ið hentugri, til að þakka ferðafélagi sínu fyrir þær stundir, en að á- nafna því sæluhús — húsið sitt á Bakkaakri. Sk. Sk. Viðreisnarstjórnarinnar hafi byggingarkostnaður mjög hækkað. Enginn neitar því, að um verulega hækkun hef- ur verið að ræða, enda vissu það allir menn fyrir og var raunar sagt það af stjórnar- völdunum sjálfum. Þess er þó rétt að geta, að Fram- sóknarmenn ýkja nokkuð, þegar þeir ræða um bygg- ingarkostnaðinn. Vísvitandi sleppa þeir að geta þess, að 9% framleiðslu- sjóðsgjald og söluskattur á byggingarvinnu var afnumið með viðreisnarráðstöfunum og kemur því til l'ækkunar þeim liðum, sem þeir benda á að hafa hækkað. Sann- leikur málsins er sá, að bygg ingarvísitalan var 132 stig, þegar viðreisnarráðstafanirn- ar voru gerðar í febrúar 1960, en varð 153, þegar öll áhrif þeirra voru komin fram og hafði því hækkað um 15,9%. Vegna hinna óraunhæfu kauphækkana í sumar og af- leiðinga þeirra hækkar vísi- talaá ennþá og verður vænt- anlega eitthvað yfir 160 stig, þegar hækkanirnar af þess- um sökum eru komnar fram, og hefur þá byggingarkostn- aður frá því 1959 hækkað um fjórðung eða ef til vill rúmlega það. En í þessu sambandi er rétt að minna á, að á tímum vinstri stjórnarinnar hækk- aði byggingarkostnaður um rúmlega þriðjung. — Þegar vinstri stjórnin tók við völd* um var byggingarkostnaður venjulegrar 100 fermetra íbúðar 280 þúsund, sam- kvæmt hagskýrslum, en þeg- ar þessi auma stjórn gafst upp, þá kostaði sama íbúð 375 þúsund krónur. Þannig þolir Viðreinsar- stjórnin fullkomlega saman- burð við vinstri stjórnina í þessu efni og sá er munur- inn á, að efnahagsráðstafan- irnar, sem nú eru gerðar, koma að þeim notum að þjóðin tryggir fjárhagslegt sjálfstæði sitt, en á tímum vinstri stefnunnar seig stöð- ugt á ógæfuhliðina.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.