Morgunblaðið - 02.11.1961, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 02.11.1961, Blaðsíða 13
Fimmtudagur 2. nóv. 1961 MORGUNBLAÐIÐ 13 Edward Crankshaw skrifar um 22. FLOKKSÞING sovjezka fcommúnistaflokksins verður sí- fellt furðulegra. 1 ræðunum, sem sovjetpressan birtir hvergi nærri ftil fullnustu (um allar meiri hátt ar árásir á skeikula flokksbræður er yfirleitt farið fáum og vægum orðum, til þess að hneyksla ekki utanflokksmenn) hafa komið fram þrjár bitrar meginstað- reyndir; í) mikil gagnrýni á öll hugsjónaleg frávik frá stefnu Krúsjeffs varðandi stríð og frið. iðnað og landbúnað; 2) fordæm ing fyrri ofbeldisaðgerða Stalíns, -— og þar til nefnd dæmi, sem aldrei áður hefur .verið minnzt lá:; óg 3) hin skelegga gagnrýni á stjórn minnsta og fátækasta ikommúnistalandsins, Albaníu, — fþar sem Enver Hoxha ræður ríkj ium — fyrir að skella skollaeyr- ium við stefnu Krúsjeffs og heiðra minningu Stalíns. Klappað í Kreml — fyrir ræðu Krúsjeffs svo sem siður er í Sovétríkjunum klappaði ræðumaður hressilega fyrir sjálfum sér. Hins vegar klappaði Sju En-lai ekki. Á mynd- inni má m. a. sjá Furtsevu menntamálaráðherra — sem ekki náði endurkosningu til framkvæmdastjórnar flokksins. • flokksþing rússneska kommúnistafl Hvemig mega þessar stefnur ná saman? Og hvernig samræm ist allt þetta öðru því. sem rætt er á þinginu? • „TTnaðsIegir og heillandi hamingjudagar“ Menn skulu ekki halda, að ein tmgis hafi verið rætt um glæpi andflokksmanna síðustu daga (Voroshilov, ser.i til þessa hafði fcomizt klakklaust áfram, fékk nú vænan skell), eða um villu- trú Albaníu, sem aðeins er yfir- varp, til þess að tjá sig í deil- unni milli Rússlands og Kína. Síður en svo. Mestur tími hefur verið helgaður hinni nýju stefnu flokksins, eflingu kommúnism- ans; meinbugum og ávinningum síðustu fimm ára — ekki hvað sjálft kerfið snertir, heldur ein- staklinga. sem ábyrgir voru gagn yart hinu margflókna kerfi ,,Unaðslegir og heillandi ham- ingjudagar", sagði hinn gáfaði og heillandi kvenskörungur, frú • Fúrtsjeva, menntamálaráðherra, eíðustu árin. Sjálf hefur hún — þótt í litlu sé — lagt sitt af mörkum til endurvakningar þess ara ára, sem að visu voru áhrifa- inikil — en jaínframt ófögur ár mikillar óhamingju. Hlutverk hennar var að lýsa iþví yfir, að Molotov, Malenkov, Kaganovitsj „og aðrir“ væru sam cekir um falsar ásakanir. á hend ur meginhíuta valdamanna í Sovjetríkjunum árið 1937 — Tusjasjevski, Yaklr, Uborevitsj, Eidemann, Yegorov, Kork „og öðrum“. Ef ekki hefur verið skýrt frá hamingju- og dásemdarhliðum flokksþingsins til fullnustu á Vesturlöndum, eins og sumir æskja, er það vegna þess að þetta er langt mál, sovjezkir ræðu- skörungar málugir, og ekkert nýtt hefur komið fram. Það eru takmörk fyrir því, hversu oft menn geta hlustað með athygli á endurtekningu á eilífu sjálfs- hóli, jafnvel þótt þeir háu herrar játi á sig einstaka yfirsjón. En forvitni manna eru engin takmörk sett. þegar um er að ræða stjórn, sem virðist traust í sessi, stjórn, sem þykist á góðri leið með að leiða menn inn í fyrirheitna landið; en jafnframt stjórn, sem þó óskapast feiknin öll yfir smáhóp albanskra stjórn málamanna, lýsir opinberlega yfir misklíð við bróðurlandið góða, Kína, og telur nauðsynlegt og uppbyggjandi að fordæma fyrrverandi flokksfélaga og vini sem allir héldu að svipt hefði verið úr sögunni fyrir fullt og allt, fyrir meira en þremur ár- um. Segja mætti reyndar, að þessi nýja árás á andflokksmenn nafi virzt Krúsjeff nauðsynleg og æski leg, þar sem 21. flokksþingið 1957, þegar þeir voru dæmdir og tröllum gefnir, hafi ekfci verið fullgilt flokksþing, og þar sem hið nýja 20 ára tímabil framþró unar kommúnismans gæti ekki hafizt á sæmandi hátt, án þess að særa fram fortíðina og reka þannig rembihnútinn á málið. En þessi rök væru enn sterkari. ef eitthvað benti til þess, að þetta væri í rauninni rembihnúturinn. Hvar endar þetta? Það, sem nú er borið á borð, er ekki einfald- lega endurtekning á hinum upp- runalegu ásökunum á hendur andflokksmönnum, heldur koma nú fram nýjar ásakanir, sem þarfnast náinnar skýringar. Þeg- ar farið er að rifja upp hreins- anir her-sins frá fyrri dögum, þegar skyndilega og óvænt er ráðizt að Voroshilov, bendir það til þess. að fyrst nú þykist Krús- j jeff (næstum fjórum árum eft- j ir sigurinn á meginkeppinautum hans) geta lyft hulunni af hinni flekkuðu fortíð. sem til þessa hefur ekki mátt minnast á. Hverj hefur aftrað honum hirigað til? Enn furðulegra verður að telja meðferðina á Molotov — í stað þess að virða hann ekki viðlits, manninn, sem lætur sér nægja stöðu við kjarnorkumálanefnd- ina í Vín, manninn, sem fær sér daglega heilsubótargöngu og læt- ur móðan mása í diplómataveizl um, þótt ekki sé lengur hátt á honum risið — í stað þess að hundsa hann, hampa nú fyrri flokksfélagar hans honum og hæla á hvert reipi. Aðeins örfáum dögum fyrir þingið, lýsti Satjukóv, aðalrit- stjóri Pravda, því yfir, að Molo- töv hefði skrifað bréf, þar sem hann fordæmdi stefnu Krúsjeffs fyrir friðsemi og aðgerðaleysi og réðist ennfremur á miðstjórnina. Hverjum skrifaði Molotov? A hvern ætlaði hann að hafa áhrif? Ekki skýrði Satjukov frá því. En þær syndir, sem Molötov er sak- aður um — almerinan stalínisma, trúna á óumflýjanleika styrjald- ar, vanmat á afli sósíalismans og ofmat á afli kapítalismans (var Krúsjeff að reyna að kveða slíkt í kútinn, með því að hampa hinni ógurlegu sprengju?) — þess ar syndir eru einmitt þær sömu syndir, sem Kínverjar eru ásak- aðir fyrir (í júní 1960, í Búkarest, í desember sl. í Moskvu), og al- banir opinberlega í vikunni, sem eið. # Eru yfirburðir Krúsjeffs hf imafyrir ennþá ótryggir? Það var Sjú En-lai, sem fór fyrir kínversku sendinefndinni til Moskvu. Þótt hann sé mikils met- inn, stóð hann þó hvergi jafn- fætis öðrum flokksleiðtogum úr öðrum mmni kommúnistaríkjum. Hann hlustaði á Krúsjeff ásaka Albaníu, reis á fætur og mót- mælti og ásakaði alla þá, sem opinberlega skýrðu frá misklíð innan kommúnistaríkjanna. Menn létu mótmæli hans, sem vind um eyru þjóta: hver ræðumaðurinn á fætur öðrum tók í sama streng og Krúsjeff og áður en yfir lauk, flaug S]ú En-lai heim, þar sem Mao Tse-tung og kínverskir kommúnistaleiðtogar tóku á móti hönum með pomp og pragt á Pekingflugvelli. Kínversku blöðin héldu áfram að bergmála kenningu Sjú En-lais um það, að Aibanía væri og hefði ávallt verið, tryggt og hollt kommúnistaríki — og loks var á fimmtudaginn birt nákvæm og bitur gagnrýni á hendur Moskvu í albönskum blöðum. 1 stuttu máli sagt hefur hvorug- ur aðilinn viljað láta sig, og Krú- sjeff hefur greinilega falið Mao Tse-tung að ákveða, samkvæmt sk?/rslu Sjú En-lais, hvort rétt væri að játast Rússum og for- dæma villutrú Albaníu — eða hann léti sig hvergi og lýsti því yfir opinberlega, að meiriháttar stefnufrávik yrðu til þess að kljúfa flokkinn. Þetta er nægilegt til umhugs- unar. Mönnum hefur lengi verið ljóst, að Krúsjeff hefur ekki farið varhluta af deilum og misklíð, ekki aðeins við Kínverja, heldur einnig við eigin flokk, þótt allt sé þar á huldu — ekki aðeins vegna umburðarlyndisstefnu hans Og trúarinnar á endanlegan sigur kommúnismans, heldur einnig vegna innanríkismála m. a. hvað snertir framgang iðnaðar í Sovétríkjunum, landbúnaðar- Framhald á bls. 23. Fer ekki út úr húsi S IÐ A N árásirnar á þá Molotov, Malenkov og fé- laga hófust á 22. flokks- þinginu í Moskvu, hafa blaðamenn og Ijósmyndar- ar fylgzt náið með hverri hreyfingu við íbúð Molo- tovs í Vínarborg. Hann býr þar á þriðju hæð hússins að Mtílotov hafi rétt brugð ið sér til rússneska sendi- izt sem fulltrúi Rússa í Alþjóðakjarnorkunefndinni. Óstaðfestar fregnir herma, að Molotov hafi rétt skroppið til rússneska sendi ráðsins í gær — en aðrar fregnir að hann hafi ekki stigið fæti út úr húsi síð- an á fimmtudag. Þá hafði hann sagt blaðamönnum, að hann myndi svara árás- um Krúsjeffs síðar. Mönnum er mikil for- vitni á að vita hvað verð- ur um gamla manninn — hann er nú 71 árs. — Ýmsir telja að honum verði leyft að dveljast áfram óáreittum í Vínarborg, — en aðrir geta sér til um að réttarhöld verði sett í máli þeirra félaga og hann verði þá fluttur til Moskvu. Alla vega þykir ljóst, að honum sé ekki beinlínis rótt — hann reiki um í íbúð sinni, fylgist vel með fregnum frá Moskvu, en neiti með öllu að tala við blaðamenn. Gfunnar Dal skrifar Vettvanginn í dag. Nefnir hann greinina: Péturssyni svarað.“ Hannesi EINS og áður hefur verið skýrt frá lítur Mbl. á þessa dálka sem frjálsan vettvang og birtir hér greinar án þess að þær þurfi að túlka skoðun blaðsins. — Ritst. 0 ÞaS hefur á vissan hátt verið farið illa með Hannes Péturs- son. Honum hefur verið hossað ef pólitískum ástæðum og talin trú um, að hann væri arftaki Jónasar Hallgrímssonar í Ijóða- Igerð, þótt flestum, sem á annað Iborð skynja ljóð, gangi illa að fcoma auga á skáldskap hjá Hannesi, sem sambærilegur get- ur talizt við Jónas eða aðra snill- Inga ljóðsins. Ljóð Hannesar eru velflest fremur ómerkileg, og boðskapur þeirra ósköp hvers- j dagslegur Hedonismi um, að ekk ert líf sé til eftir dauðann. og því um að gera að lifa líðandi stund o. s. frv. — E:. Hannes trúir greinilega á þjóðsöguna, sem' menningarpáfi kommúnista | Kristinn E. Andrésson samdi um hann í upphafi, — og það mun vera þessvegna, sem Hannes er í seinni bók sinni byrjaður að yrkj a upp Jónas Hallgrímsson og , kveður — „Hvað er svo gott,' sem glaðra vina fundur!“ — Hverjir vilja klappa fyrir hin- um nýja Jónasi Hallgrímssyni? j — Og hér í blé-ðinu í gær ekur þessi stríðskappi fram brynvagni sínum út á vettvang dagsins til að ráðast á afmælisgrein um skáldið Kristmann Guðmunds- j son sextugan! Haldast hér enn í hendur gáfnafar og smekkur hins verðandi Jónasar! — Er nú beðið eftir því að Hannes fari að hefja árásir á eftirmæli um menn! — Vitanlega er enginn höfundur hafinn yfir gagnrýni, en ýmsir mundu telja smekk- legra að velja til þessarar gagn- rýni annan tíma en sextugsaf- mæli skáldsins. Hin loðmullulega „afmælis- grein“ Hannesar er samin í þeim tilgangi að gera sem minnst úr þeirri viðurkenningu, sem Krist mann hefur hlotið og dylgja um allt, sem Hannes telur að geti á einhvern hátt rýrt álit manna á skáldinu. Það er á allra vit- orði, að það er stefnuskrárat- riði hjá kommúnistum að róg- bera og ófrægja alla svokallaða „borgaralega rithöfunda“. Að gera þetta er skylda hvers virks kommúnista. Allir vita, að þann ig var Gunnar Gunnarsson leik-I inn, sama máli gegnir um Guð- mund Hagalín, Kristmann Guð- mundsson og aðra höfunda, sem óþarfir eru kommúnistum. — En hvers vegna tekur þá Hannes sem nú er Sjálfstæðismaður þátt í herferðinni gegn Kristmanni? — Enginn getur verið svo barna- legur að halda, að það sé af ein- skærri sannleiksást eða heiðar- legum bókmenntaáhuga! Spurn- ingin er hvort ástæðan sé ein- feldni og meðfæddur skortur á háttvísi, — eða hvort Hannes er að biðja um gott veður í Þjóð- viljanum á undan útkomu hinn- ■ar nýju bókar sinnar með því að vera einskonar Trójuhestur kommúnista í Morgunblaðs- herbúðunum? — Víst er um það, að þeir austanmenn telja sér meira virði að haldið sé uppi níði um borgaralega höfunda í mál- gögnum hægrimanna en nokkuð annað. Og þótt sami höfundur skammi Rússa öðru hvoru er það engum verulega hættulegt. Það sem afmælisgrein minni er einkum fundið til foráttu er að i henni birti ég ummæli 9 er- lendra bóknienntamanna, er fara mjög lofsamlegum orðum um bækur Kristmanns Guð- mundssonar, sem þýddar hafa verið á meir en 30 tungumál. • Hannes bendi. réttilega á, að höfundur sem skrifað hefur ver- ið jafn mikið um og Kristmann Guðmundsson, hljóti einhvern- tíma að hafa verið skammaður erlendis. En að þessar skammir ættu að birtast í afmælisgrein minni um hið sextuga skáld eins og Hannes gerir kröfu til, mun flestum finnast vafasöm hátt- vísi og ekki að ástæðulausu. Mér er vel kunnugt um. að t. d. Finn Halvorsen. sem varð einn af for Framhald á bls. 14.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.