Morgunblaðið - 02.11.1961, Page 14

Morgunblaðið - 02.11.1961, Page 14
14 MORGUNBLAÐ19 Fimmtudagur 2. nóv. 1961 Lítið skrif um Ijóðabók „Minni og menn“ eftir ÍCristin Reyr Prentsmiðjan Hólar 1961. KRISTINN Reyr hefur áður gef- ið út fjórar ljóðabækur, en það er enginn mælikvarði á skáldskap að gefa út bækur, því sumir hverjir og sér í lagi þeir sem kalla sig ljóðskáld nútímans, setja niður með hverri nýrri bók. Kristinn Reyr fer hér öfugt að. 1 þessa bók hefur hann safnað saman um langt árabil ljóðum sínum um minnisverða atburði Og menn, og gert flest þau Ijóð svo vel að ekki dylst að skáld gengur þar um götur. Persónumyndir eru dregnar fám dráttum, skýrum og mark- andi og eðli atburða samanþrýst og rneitlað, svo vart verður bet- ur skílið eða skýrt á annan hátt. Fyrir sjónum birtast minni at- burða og menn líðandi stundar, allt frá því að Eilífur lítur um veg allra vega Og sér þegar stjarn þokur stráðust Og runnu úr stjórnvirkri hendi skapara him- ins og jarðar og þar til að bónd- inn syngur við loðna torfu. Fjall- konan ávarpar fólk sitt í fiski- bæ og Flóki stýrir eftir hrafni til stranda Islands. Þessi ljóð Kristins eru öll gædd innsæi og djúpri hugsun og háttbundin bragform gefa þeim hugþekkan blæ. Þau eru að því leyti vin í eyðimörk nútíma skáld skapar. Jafnvel tekst Kristni Reyr að gera fallegt ljóð — sem slíkt — um jafnóhugnanlegt fyrirbæri og Keflavíkurgöngu, enda lítur hann þann skrílhóp lituðum gler- augum lítils anda og dregur þar nafn Islands í svaðið, 'sem sjald- an áður. Það hafa á undanförnum ár- um, nokkrir misvitrir menn sett ljóðagerð og ljóðabók í skúma- skot orðhengilsháttar og and- leysis — samstöflun orða án mein ingar — menn, sem fátt hefur tekizt nema að reisa fyrir aug- um almennings merki varúðar við Ijóðabók — þess vegna verð- ur að gefa góð kvæði út sem handrit, prentað í 300 eintökum til handa áskrifendum. Eitt gerviskáldið hefur látið prenta ljóðabók sína í 75 ein- tökum og þykir mér það spor í rétta átt, því sem mest að slíku væri bezt komið í óprentuðum handritum einum saman. — Það yrði til þess að ljóð hlytu aftur verðugan sess meðal ljóðaþjóðar, sem nu er í vafa um sæmd þess heitis. Eg vona að fáir eigendur að „Minni og menn“, verði fúsir til Iána á þeirri bók, svo sannast megi að ljóðsnilld lifir enn og að skaid eru til. Helgi S. Innilegustu þakkir færi ég öllum vinum og vanda- mönnum nær og fjær, sem heiðruðu mig á 80 ára af- mæli mínu 25. okt. með heimsóknum, gjöfum og skeyt- um. — Guð blessi ykkur öll. Ólafía Kr. Magnúsdóttir, Fálkagötu 25, Reykjavík Ég sendi mína innilegustu þökk til allra þeirra, sem glöddu mig á 75 ára afmæli mínu, með heimsóknum, skeytum og höfðinglegum gjöfum. Guð veri ykkur allt. Ragnheiður Rögnvaldsdóttir frá Hnífsdal Móðir okkar HENDRIKKA BETÍNA WAAGE andaðist 31. okt. í sjúkradeild Elliheimilisins Grufidar. Jónas Ólafsson, Sigurður Waage, Matthías Waage. Móðir mín ÁSTA JOHNSEN lézt í I andspítalanum aðfaranótt 1. nóvember. Ruth Johnsen Maðurinn minn, faðir okkar og tengdafaðir, ÓLAFUR ÞÓRARINSSON, Njálsgötu 32 B, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju, föstudaginn 3. nóv. kl. 10,30. — Alhöfninni verður útvarpað. —Blóm afþökkuð. Björnína Kristjánsdóttir, börn og tengdabörn. Jarðarför GUÐJÓNS JÓNSSONAR Holtsgötu 34, fer fram frá Fríkirkjunni föstudaginn 3. nóv. kl. 1,30 e.h. Vandamenn jarðarför KRISTJÁNS GUÐMUNDSSONAR frá Merkisteini á Eyrarbakka, fer fram laugardaginn 4. þ.m. frá heimili dóttir hans og tengdasonar Breiðabliki Eyrarbakka. Athöf.nin hefst með húskveðju kl. 1 e.h. Börn og tengdabörn. VETTVANGUR Framhald af bls. 12. ustumönnum kvislinga í Noregi skrifaði alla tíð illa um Krist- mann, en hann var þar hjárómal rödd. því almennt kunnu norsk-' ir gagnrýnendur mjög vel að! meta bækur Kristmanns. Og það má hver lá mér það sem vill. að ég skyldi ekki minnast á t. d. dóma Halvorsen í afmælisgrein-' inni! Og vegna þess að ummæli hinna níu erlendu bókmennta-j manna skipa Kristmanni háan; sess í bókmenntunum, reynirj Hannes að gefa í skyn að á þeim' sé ekkert mark takandi, vegna þess að tilvitnanirnar séu of „fáar og gloppóttar til þess að af þeim verði ráðið um álit manna erlendis — almennt — á skáldskap Kristmanns." Að mínuj viti eru þessi ummæli nægilega I skýr hverjum læsum manni, til þess að enginn þurfi að vera í vafa um merkingu þeirra eða skoðun þessara gagnrýnenda á Kristmanni. Svo að menn geti sjálfir dæmt ,birti ég þau hérj aftur. — Og ef Hamres vill get ég, án þess að fá nokkuð lánað frá Kristmanni, til viðbótar til- fært ummæli 70 ritdómara. sem öll ganga í sömu átt. Anders Österling. ritari sænsku Akademíunnar, segir í ritdómi í „Stockholmstidningen" um „Gyðjuna og uxann": „Óvenjulegt afrek í norrænum bókmenntum. sem fáir geta leik- ið eftir“. „New Statesman and Nation“: „Morgun lífsins er Iæsilegri en flestar sögur frá Norðurlönd- um“. New York Times um Morgun lífsins: „Kristmann Guðmunds- son er sambærilegur við Sigrid Unset í þeirri gáfu að geta látið allan straum skáldsögunnar renna að einum meginósi. — Þetta er ágætlega byggð saga. Það er ómögulegt að lýsa þeim öflugu áhrifum, er höfundinum tekst að skapa með kunnáttu sinni, honum tekst að láta sér- hvert atvik og hverja einustu persónu vinna sitt hlutverk í heildarþróun verksins. Þetta er áhrifamikil s^aga.... Guðmunds- son ritar af hugnæmri samúð og sálfræðilegri skarpskyggni, er skipar honum háan sess í bókmenntum nútímans“. The Times. Uondon, segir um sömu bók: „Bókin sýnir eftir- tektarverðan styrkleika. Hún hrífur lesandann og heldur hon- um föstum frá byrjun til enda“. 1 Politiken er skrifað um K. G.: „Boðskapur íslands til Norð- urlanda hefur ávallt verið merkur. Mér varð það ljóst fyr- ir alvöru, þegar ég las hina nýju bók Kristmanns Guðmunds sonar Det Hellige fjell, en með henni hefur þetta unga skáld rutt sér til rúms í fremstu röð meðal stórskálda Norðurlanda. — Þó sagan sé 500 blaðsíður, hef ég aldrei lesið jafn saman- þjappaða bók, hvert smáatriði er ómissandi. Og þar við bætist. að efnið er eitthvert hið um- fangsmesta, er fundið verður. Bókin eykur þekkingu vora á mannlífinu og veitir innsæi í vandamál tímans. — Það sem gerir þessa bók að mikilli list og sönnum skáldskap er, að hún dregur upp lifandi safnmynd frá landnámstíð íslands. en gegnum hana talar til vor hin leyndar- dómsfulla rödd mannshjartans, sem er eins á öllum tímum, vér skynjum gleði þess og angist, fryggð þess og kvíða, hamingju og þrá“. Folket i bild, (Svíþjóð) segir: „Kristmann Guðmundsson, hinn ungi íslendingur er skáld af náð guðanna, engum er fært sem honum að ljá frásögn sinni ljóma stálsins. dúnmýkt og hina tæru lýrik kvöldhimins- ins“. Carl T. Hambro (höf. „Inn- rásin í Noreg“) segir í Morgen- bladet um „Gyðjuna og uxan'n" „Það liggur mikið starf og rannsóknir til grundvallar fyrir hinni nýju bók Kristmanns Guð- mundssonar. — Saga þessi. sem rituö er af stórmerkri listræimi hugkvæmni og sköpunargáfu. er táknræn lýsing á þjóðfélagshátt- um nútímans og þeirri hættu, sem menninguimi stafar af henni. — Guðmundsson hefur verið athugull sjáandi og ekki einungis hvað viðvíkur skiln- ingi á arfi liðinna alda. Hann hefur raunverulega skapað vold- ugt verk“. Og um „Den förste vaar“ segir þessi sami bók- menntamaður: „Mjög sjaldan hefur hinu eilífa og ójarðneska í ástum æskunnar verið lvst með svo skáldlegum næmieik og djúpum skilningi eins og hér er gert“. I Þýzkalandi ruddu bækur Kristmanns sér snemma til j rúms og voru jafnvel gerðar um þær kvikmyndir. Lengi voru j þeir Gunnar Gunnarsson og i Kristmann einir íslenzkra' skálda, sem Þjóðverjar kunnu einhver veruleg skil á. Sem sýnishorn úr dómum þýzkra blaða um bækur Kristmanns skulu hér aðeins tilfærð um- mæli Dr. Ernst Harms í Berlin- er Tagblatt 1932: „Furðulegt. að orð skuli geta skapað svo voldugan og jafnframt mildan samhljóm. Engu orði er ofaukið. Hver þáttur er ofinn spenningu hins óvænta og þeir eru sam- tengdir með velvitandi list- tækni. Yfirsýn, skyggni og eðli- leg heilbrigði, sem beinir hug- anum til verka Goethe. Sjálfráð og altæk listvitund. Heill mað- ur, sem lýsir lífinu á mikilfeng- legan og heilbrigðan hátt, sem yrkir lífið sjálft, þann vitnis- burð á þessi íslendingur". Og í Frakklandi skrifar Leon Pineau í hið þekkta blað „Jouriral des Debats“ um Morgun lífsins: ,,Mér kæmi það mjög á óvart, ef þessi „Matin de la vie“ reynist ekki upphaf glæsilegs rithöfundarferils“. 1 „afmælisgrein“ sinni segir Hannes m. a. „Hinum neikvæðu ritdómum sleppir Gunnar (cic!) — eða þá að þeim hefur ekki ver ið haldið saman af skáldinu sjálfu, því þaðan hlýtur þessi vitneskja um viðtökurnar, sem verk hans fengu erlendis að vera runnin“! Þetta er bæði illgjörn og heimskuleg athugasemd. Þær tilvitnanir um skáldið. sem birt- ust í grein minni og birtar eru hér að ofan voru teknar upp úr riti, sem Ragnar Jónsson í Smára gaf út á sínum tíma, og Hannes hefði átt að þekkja. Það er rétt hermt hjá Hannesi, að ég hafi sagt í grein minni, að öfund og rógur lítilmenna hafi jafnan fylgt Kristmanni Guð- mundssyni. — Hins vegar tek- ur Hannes illa eftir og fer rangt með, þegar hann segir að ég geri Kristmann Guðmundsson að píslarvotti, sem öll þjóðin mis sikilji og vanmeti. Hér er sann- leikanum alveg snúið við, eins og hver maður getur séð. Eg sagði: — „Þrátt fyrir mótblást- urinn hefur Kristmann eignazt j fleiri vini en e. t. v. nokkur ann ar íslenzkur rithöfundur. Menn' eru aldrei hlutlausir gagnvart' honum. Sumum hefur orðið trú- aratriði að vera á móti honum,! aðrir hafa staðið fast með hon- j um og metið hann umfram aðra höfunda.“ Ber þetta vitni um að ég hafi sagt, að öll þjóðin van- meti Kristmann Guðmundsson? — Þannig er allt á eina bókina lært, illvildin ber vitglóruna of- urliði, svo Hannes er ekki leng- ur læs á augljócustu hluti. Til að freistast til að sýna mönnum fram á það. að erlendis hafi Kristmann fengið dóm sem sé „nokkurn veginn samhljóða þeim, sem felldur hefur verið hér á landi af þeim mönnum, sem taldir eru vinna gegn Krist- manni Guðmundssyni,“ vitnar Hannes í aðeins eina heimild. — Heimildin er Illustrert norsk litteratur historie. — og Hannes er drjúgmontinn af að hafa les- ið svo eðla bók. og segir um þetta í grein sinni: „Bókmennta- saga þessi er til á Háskólasafn- inu og stalst ég stundum til að glugga í hana. þegar mér hefði verið nær að lesa námsbæk- urnar“(!!) En hvernig er þá þessi vitnis- burður, sem er „samhljóða dómi þeirra, sem taldir eru vinna gegn Kristmanni“? Hannes tilfærir alllangan kafla, sem raunar er að lang- mestu leyti hól um Kristmann. Fyrsta setningin er: — „Han (þ. e. Kristmann Guðmundsson) er et týpisk forfattertalent, en ekte romanforfatter.” Eg minnist þess ekki að hafa nokkurn tíma heyrt islenzkan kommúnista eða nokkra úr hin- um andlegu föðurhúsum Hann- esar Péturssonar. sem „taldir eru vinna gegn Kristmanni,“ fara slíkum lofsyrðum um skáldið. Eg minnist ekki heldur að hafa heyrt þá herra hafa gefið Krist- manni viðurkenningu á borð við eftirfarandi ummæli, sem einnig eru úr tilvitnum Hannesar: — „Han (þ. e. Kristmann Guð- mundsson) er særdeles under- holdende“. Hvar hafa Hannes og hans foglar látið þess getið. að hækur Kristmanns séu með afbrigðum skemmtilegar af- lestrar? Eða þá þetta úr sama kafla: — „Han eier dessuten stemning og det er en fölsom rytme í beretningen, og han kan í höj' grad levendegjöre en situation, og menneskene i den. Og ban kan ogsá fremstille en karakter og konflikter mellem mennes- ker. særlig í de unge ár.“ Hér er Kristmann einmitt sagður hafa þá kosti sem sögu- skáldi er þýðingarmest að hafa til að bera, kosti sem mér er ekki kunnugt um að Hannes hafi flíkað í fyrri rógsgreinum um Kristmann. — Og ástæðan til að Hannes vitnar í þennan kafla er eingöngu sú að þar er einnig talað um að skáldverk Krist- manns skorti dýpt, en það er ekki eins mikið áfall fyrir skáld ið eins og Hannes virðist halda. Á þeim árum sem hin norska bókmenntasaga er skrifuð var það tízka í Skandínavíu að halda að bölsýni og .lýsingar á ömur- leikanum væri „dýpt“ í skáld- verki. — „Dýpt“ í þessari merkingu kann að vanta í sögur Krist- manns. Hitt væri algjör fölsun á staðreyndum að halda því fram, að Kristian Elster. höfund ur hinnar norsku bókmennta- sögu, sem Hannes vitnar í, telji í dómi sínum um bækur Kríst- manns, að skáldið skorti djúp- skyggni á eðli mannlífsins og gerð þeirra persóna, sem bækur hans fjalla um. Ef Hannes hefði „stolið fleiri stundum frá námi sínu“ og aflað sér haldbetri þekkingar á dóm- um Kristian Elster um bækur Kristmanns, mundi hann vita, að Kristian Elster hefur einmitt hælt Kristmanni fyrir ihygli og skarpskyggni á mannlegt eðli. — í Aftenposten. stærsta blaði Noregs, segir t. d. hinn títtnefndi Kristian Elster um Kristmann Guðmundsson: — „Det er menneskesyn, fantasi og tekning i hans böker“. — f bókum hans er skyggiri á mannlegt effli, husr- arflug og íhygli“. — Og enn- fremur í sömu grein, segir Elster. — „Det er í skildringen af det store gallari, av de mange typer. at bóken har sin styrke, og det er særlig her man igjen fornemmer den tenkende og talentfulle forfatter“. — Styrk- ur bókarinnar er affallega fólg- inn í lýsingum hinna fjölmörgu persóna, hinnra mörgu mann. gerffa. og þaff er einkum á þessu sviffi, sem maffur skynjar enn hinn íhugula og gáfaffa rithöf- und.“ Af þessu má öllum ljóst vera, að það er aðeins Hannes sjálfur, sem gutlar hér á grunnmiðum, þrátt fyrir „gluggið“ í hina „illustreruðu" historíu sína. Eins ætti Hannes að vita, að éft ir að Kristian Elster skrifaði bók menntasögu sírna, hefur Krist- mann sent frá sér margar bæk- ur, þar á meðal „Gyðjuna og uxann", sem eins og kunnugt er, og þau ummæli sem vitnað er til í þessari grein bera með sér, hefur hlotið mikið lof bók- menntamanna. — fyrst og fremst fyrir djúpan skilning á vanda- málum mannlífsins, sem þar eru tekin til meðferðar á listrænan hátt. — Dylgjur Hannesar byggjast því hvorki á þekkingu eða skilningi, heldur illvild einni og löngun til að rýra álit manna á Kristmanni Guðmundssyni. En það er tilgangslaust fyrir Hannes að berja höfðinu við vegg staðreyndanna. — Krist- mann er og verður fyrst og fremst rakið söguskáld með öll- um þess einkennum og höfuð- kostum, — eða eins og stend- ur í hinni norsku bókmennta- sögu „et typisk forfattertalent, en ekte rómanforfatter." Það er von min að Hannes láti framvegis af árásum á af- mælisgreinar, en snúi sér aflur að þeirri „list“ sinni að yrkja upp Jónas Hallgrimsson og kveði af eigi minni rembingi en áður „snjallar" og „djúpar'* hendingar á borð við „Hvað er svo gott, sem glaðra vina fund- ur!“ — Gunnar Dal.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.