Morgunblaðið - 02.11.1961, Síða 16

Morgunblaðið - 02.11.1961, Síða 16
M O na U N BL AÐIL Fimmtudagur 2. nðv. 1961 10 Gott skrifstofuherbergi til leigu nú þegar á fögrum stað við Miðbæinn. Uppl. 1 síma 24753. við Vitatorg. Mercedes-Benz 180 ’55, mjög góður bíll. Opel Record ’59, mjög falleg- ui. Opel Caravan ’59- nýkominn til landsins. Volkswagen ’61 ’60 ’59 ’58 ’57 ’56 ’55 ’54 ’53 ’52 ’51 ’50. Chevrolet ’52. Morris ’47, mjög góður. Opel Kapitan ’57 og ’55, einkavagn. Opel Rekord ’57, nýkominn til landsins. ^llnienna S/'/n/ : h 11 4 4 íslenzk frímerki Verðlistinn 1962 nýkominn. Sendum í póistkröfu. Frímerkjastofan, Vesturg. 14. Opið virka daga 5 til 7 og 8 til 9.30 e. h. nema Miðviku- dagskvöld og laugardagskvöld Skíði Skautar Bakpokar Svefnpokar Ferðapríinusar Útiæfingaföt Handboltaskyrtur Sundbolir Sundskýlur Badmi n tonspað ar Borðtennissett Aflraunagormar Atlaskerfið Körfuboltaskór Leikfimiskór Leikfimibúningar Allt til íþróttaiðkana. HELLAS Skólavörðustíg 17. Sími 15196. Til sölu Amerískt eldhúsborð og 4 stólar úr stáli. Borðstofuborð og 6 stólar úr eik. Saumavél í hnotuskáp Neccki. Stofuskápur. — Allt notað. Upplýsingar í síma 35753. Bjarni Runólfsson minning Þar sem góðir menn fara þar eru guðs vegir. MER eru þessi orð hugstæð, er ég minnist hins ágæta drengs Bjarna Runólfssonar, sem drukkn aði með m.s. „Helga“ frá Horna- íirði þann 15. sept. sl. Þegar þessi helfregn barst okk ur til eyrna, áttum við í fyrstu erfitt. með að trúa því að þetta væri raunveruleiki. Svo mun flestum varið, þegar dauðann ber skjótt að og ekki sízt, þegar hann tekur svo marga í einu, sem í þetta sinn, frá ungum börnum, eiginkonum og öldruðum foreldr- um. Þessi saga hefur endurtekið sig svo oft i okkar litla þjóðfélagi um aldaraðir. að, hafið gefi okkur mikinp auð, en taki líka þunga skatta. Samt sem áður er þessi saga alltaf ný í hvert sinn, sem hún er endurtekin. Það einasta, sem víð mennirnir vitum með öruggri vissu er þetta: „Eitt sinn skal hver deyja“, samt sem áður erum við alltaf jafnóviðbúin þeg- ar kallið kemur. Sárin sem dauð- inn veldur, gróa furðu fljótt, vegna þess að hann er þjónn lífsins, sem við erum öll háð og lútum skilyrðislaust, samkvæmt lögmálinu. Bjarni Runólfsson var slíkur, að hann gleymist aldrei þeim, sem honum kynntust sökum mannkosta, sem hann hlaut í vöggugjöf og hvernig honum tókst að ávaxta sitt pund. Það eru samir menn þannig gerðir, að það ar eins og frá þeim streymi guðlegur andblær, líkastur ylmi frá blomabeði. Þannig var Bjarni. Slík var bókmenntaþekking hans og alhliða þroski að unun var að eiga við hann tal um tilveruna og ég held að hver, sem þess naut, hafi farið auðugri’ frá hans garði. Aðal einkenni hans voru skarpskyggni, góðvild og sjálfs- agi. Lífið er eilíf endurspeglun gleði og sorgar, sem virðast vera óað- skiljanlegar einingar. Ef annað þessa ber hitt ofurliði, bíður þroski vor tjón. Okkur þykir hver dagur fljótur að líða og hver dagur öðrum líkur, þó fel- ur örstutt stund úr degi í sér veraldir, sem umbreyta lífi ein- staklinga svo gjörsamlega að hvergi nálgast þær áætlanir, sem gjörðar höfðu verið. Bjarni var fæddur á Kálfafelli í Suðursveit 11. maí 1921. For- eldrar hans eru þau hjónin Sig- urborg Agústsdóttir og Runólfur Bjarnason. Fluttist hann með þeim barn að aldri til Horna- fjarðar og ólst þar upp í for- eldrahúsum. Arið 1951 útskrif- aðist hann úr Stýrimannaskóla Islands með fyrstu einkunn. Réðst þá á olíuskipið Skeljung Og síðar æ Kyndil hjá sama félagi. Var hann þar fyrsti stýrimaður og siðan skipstjóri í forföllum. Ar- ið 1955 kvæntist hann Rögnu Sig- rúnu Guðmundsdóttur, Bjarna- sonar frá Skaftafelli í öræfum og konu hans Sigríðar Gísladótt- ur. Þau eignuðust 5 börn. Elzta barnið misstu þau rúmlega eins árs, eru því fjógur á lífi. Lífið leggur sjaldan þyngri byrðar á herðar einstaklinga, en þeir eru f ærir um að bera, ef þeir leyta styrks þangað, sem hann er að finna, það er í hinu guðlega afli tilverunnar, sem skapar og viðheldur. Virðist það sjónarmið ríkja í hjörtum ' þeirra nánustu ættingja Bjarna, sem nú eiga um svo sárt að binda. Guð veri þeim öllum styrkur. Sigrún Gísladóttir \ OMO þveginn þvottur stenzt alla athugun og isfnrfni — vegna þess að Omo hreinsar burt hveru auefil, af óhreinindum, meira að segja óhreinindi, sem ekki sjást með berum augum. Og Omo er engu síður gagn- legt fyrir litað lín, því eftir Omo-þvottinn verða lit- irnir fegurri og skýrari en nokkru sinni fyrr. —• © -ið skilar Og þw nákvcemar sem þtð athugið þvf betur sjáið þið-að HVITASTA ÞVOTTINUM framk&ííar fegurstv litina-um l&ið og það hreinsar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.