Morgunblaðið - 02.11.1961, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 02.11.1961, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIb Fimmtudagur 2. nóv. 1961 Dorothy Quentin: Þðglaey 30 Skáldsaga André borðar venjulega há- degisverð með okkur, svaraði Simone hóglega. og svo ekur hann mér upp á flötina, þar sem veggurinn beygir að sjúkra- húsinu. Það er sama sem enginn krókur fyrir hann. Þá gaeti hann nú séð af fimm mínútum til að heilsa upp á mig, hugsaði Frankie, og um leið datt henni í hug, að hann hafði forð- azt hana síðan veizlukvöldið. En rétt sem hún var að hugsa þetta. seildist Simone allt í einu niður í handtöskuna sína og tók að róta í henni. Æ, ég var næstum búin að gleyma því! Greifafrúin bað mig fyrir bréf til þín — ég hugsa, að það sé boð til kvöldverðar á sunnudaginn. Hún rétti henni bréfið og hló aftur. Ég sagði henni nú annars, að þér mundi þykja það þunn skemmtun eftir alla þessa skemmtilegu gesti þína hérna. Þakka þér fyrir.... Frankie fyrrtist við þetta, sem lá að baki orða stúlkunnar og sneri sér að bréfinu. sem var skrautritað á vandaðan pappír með skjaldarmerki efst á örkinni. Fyrst þú átt afmæli á sunnu- daginn og við sjáum þig svo sjaldan hérna, væri okkur á- nægja ef þú vildir borða með okkur þann dag. Það verður ró- legt — aðeins heimafólkið, .... André og ég. Og svo kom nafnið undir með miklu útflúri. Hún hefði eins vel getað gert þetta rækilega og haft það í þriðju persónu, hugsaði Frankie og fór að velta því fyrir sér, hvernig André hefði farið að því að pína þetta, boð út úr móður sinni. En upphátt sagði hún: Ég skil bara ekki í. hvemig nokkur hér man afmælisdaginn minn — en þetta er fallega hugsað af frúnni. Segðu henni, að ég hlakki til að koma, Simone. Ég hugsa, að André hafi minnt hana á það — hann er svo try£g- ur, er það ekki? Simone brosti eins og Mona Lisa og Frankie datt í hug- hvort einhver auka- merking mundi liggja í orðun- um. Hann gleymir aldrei neinu .— hvorki afmæli, stefnumóti né loforði. Það er alveg dásamlegt, hvemig maður gefur reitt sig á hann með allt! Já, það er sannarlega dásam- legt, samþykkti Frankie kulda- lega og leit á smávöxnu stúlk- una> sem var að sauma úti við gluggann. 1 daufU, grænleitu birtunni, sem kom gegnum trén úti fyrir, leit Simone út eins og ofurlítil fílabeinsmynd. blóðlaus og beinlaus — ekkert nema slétt og hrukkulaust yfirborð. En það er nú enginn leikur að vera gift lækni, gat hún ekki stillt sig um að bæta við þurr- lega. Hann kemur ofseint í mat- inn er kallaður út um miðja nótt og hugsar ,ekki um annað en starfið sitt.... svo að tíundi hluti af umhyggju hans kemur fram við fjölskylduna — hátt reiknað. Simone rétti úr sér og leit for- vitnislega á hina stúlkuna. Þú talar rétt eins og þú hefðir sjálf verið gift lækni! sagði hún ~ieð ofurlitlum hneggjandi hlátri. Ég var það næstum einu sinni. En það er nú alls ekki svo frá- leitt ef maður tekur þátt í starfi hans. Frankie brosti, því að nú hljóp í hana glettni. Hefur þú áhuga á lækningum og uppskurð um og sjúkrahúsum, Simone? Ég hata það! Simone beinlínis skalf. þrátt fyrir molluhitann. etta var i fyrsta sinn, sem Frankie hafði orðið vör nokkurrar hreinskilni í orðum hennar, og hún varð hissa á allri þeirri tilfinningu, sem Simone sýndi af sér, þó ekki væri nema rétt snöggvast. En hún var samt fljót að draga í land og sagði eins og afsakandi: Auðvitað er þetta ekki alvara mín. Vitanlega fæ ég áhuga á starfi Andrés. þegar hann er orð- inn maðurinn minn. Það er bara þetta, að ég er svo hrædd við sjúkrahús, síðan.... Vitanlega. Fyrirgefðu, að ég skyldi vera að minna þig á það, sem þú vilt ekki muna. Frankie sá eftir spurningunni sinni. Simone setti upp fyrirgefn- ingarbros. Mér finnst þú ættir að skrifa greifafrúnni þakkar- bréf fyrir boðið. sagði hún hóg- lega. Þú veizt hvað hún er alltaf formföst. Frankie fór alltaf til morgun- messu á sunnudögum, og Sol og Mike og Colly fóru með henni. Sætið, sem tilheyrði Laurier, var innst í kirkjunni, en hinumegin við ganginn var sæti Tourville. Þegar hún kraup þama að morgni tuttugasta og þriðja af- mælisdags síns. reyndi hún af öllum mætti að einbeita sér að bæninni og því sem fram fór fyr- ir altarinu, en hún fann alltaf á sér nærveru Andrés, sem kraup, aðeins nokkur fet frá henni og laut svarthærða höfðinu í löngu grönnu henchirnaiv- Hinumegin við hann sat móðir hans, bein eins og kerti — hún gat ekki kropið vegna gigtarinnar. Og loks Simone. Frankie var fegin að hafa Sol með sér, og eins því, að drengirnir skyldu vera ka- þólskir. Hún yrði einmana í langa bekknum, þegar þeir væru farnir. En það yrði nú aldrei lengi. Ef hún ætlaði sér að fara, yrði það að verða fljótt. Hún vildi ekki fara með Eydrottningunni, ásamt kvikmyndafólkinu, það mundi kosta ótal, útskýringar á því, hversvegna hún væri að fara strax aftur og áður en mánuð- irnir þrír væru liðnir, og þetta mundí angra fólikið, eftir þessa skemmtilegu dvöl heirna hjá heruii. Nei, hin skyldi lofa því að fara í friði, rétt eins og allt væri í lagi, svo að það gæti átt skemmtilegar endurminning- ar um dvöl sína á Þögluey. en svo skyldi hún læðast, svo lítið bæri á, með næsta skipi, sem færi frá Bellefleur. Hitt vissi hún ekki, hvernig hún færi að því að segja André þessa fyrirætlun sína. Hún yrði að gera það. rétt eins og ekkert væri um að vera. Ein- hvernveginn varð hún að koma því inn hjá honum, að þessi káta, skemmtanafíkna og bandaríska Frankie, sem hann hafði skapað í huga sínum, væri raunveruleg. Hitt mundi spilla allri fórn henn- ar ef hún gæfi honum til kynna- hvað það kostaði hana að yfir- gefa eyna. Góði guð, gefðu mér hugrekki. Gefðu mér kraft til að gera þetta fyrir hann! bað hún innilega. Hér kraup hún í kirkjunni, sem hún mundi svo vel frá barnæsku sinni — og hún minntist þess um leið, þegar þau krakkarnir höfðu verið að trufla hvort annað í guðrækninni forðum daga! Nú, þegar hún vissi allan sannleik- ann um þessi töpuðu ár. gat hún ekki hugsað sér að yfirgefa þenn an stað fyrir fullt og allt. Því að færi hún á annað borð, var engin heimkomu von. Ite — missa estf Rödd séra Filuppusar, sem af einhverjum ástæðum var aldrei hörð á latín- unni, mælti fram seinni blessun- ina. Deo gTatias/ svöruðu svörtu kórdrengirnir fjálglega. Söfnuðurinn flýtti sér ekkert heim, heldur stóðu menn í smá hópum úti fyrir dyrunum. meðan klerkur var að afskrýðast, því að flestir vildu segja eitt orð við hann að lokinni messu. Hóparnir stóðu þarna í sól- skininu en í skugganum af stóru trjánum. Þetta voru marglitir hópar. karlmennirnir í hvítum hitabeltisfötum, en konumar í stífum sumarkjólum og með barðastóra sólhatta. Þarna blönd uðust saman Vestur-Indíamenn, j írar og Frakkar og skröfuðu sam an eins og fólk gerir oft að lok- inni messu. aðeins börnin voru óþolinmóð að komast úr spari- fötunum og ge,ta farið að leika sér... j Þessí sjón, eem henni var svo kunn og kær, en um leið ólík öllu öðru í heiminum, myndi geymast í huga Frankie, hversu gömul sem hún yrði. hugsaði hún, meðan hún var að þakka fyrir heillaóskirnar með afmælis daginn frá Helenu, André og Simone, ásamt áminningum um að vera nú stundvís í kvöldboð- ið. Að baki henni voru Sol og drengimir að tala við Bill kerr- yns. André hafði farið til prests- ins, líklega í sambandi við lýs- ingarnar. Frankie beið eftir gestunum sínum og hálflangaði til að sjá André áður en hún færi. en jafn- framt vildi hún forðast þetta mót þeirra. Það yrði víst nóg að sitja með honum við kvöldverðar borðið, svo skemmtilegt, sem það nú yrði. En í sama bili var hann kom- inn. Séra Filuppus var farinn að tala við Helenu og André kom beint til Frankie, lyfti hönd henn ar upp að vörum sér og brosti framan í hana, rétt eins og þau væru tvö ein í allri eynni. Til hamingju með afmælisdag- inn. Francoise sagði hann lágt og þrýsti ofurlitlum böggli í hönd hennar og lokaði máttlaus- um fingrum hennar um hann. Þetta er bara verðlaus smá- hlutur, en hann er fallegur. Ég vona að hann fari vel við hárið á þér. Við mamma hlökkum af- skaplega til að sjá þig í kvöld. Henni tókst að tauta einhver þakkarorð og losa augu sín frá grágrænu augunum, sem horfðu niður á hana og snúa sér síðan að bílnum til förunauta sinna. En um leið og hún setti bílinn í gang, datt henni í hug, að þetta að skilja við André yrði nú erf- iðara en henni hafði nokkurn tíma dottið í hug. Af því að hann elskaði hana enn.... Hún fann það alve á sér. að ef hún yrði kyrr og berðist við Simone á heimavígstöðvunum, gæti hún unnið, og þarna var versta freist- ingin, sem hún hafði nokkurn tíma orðið fyrir á ævinni. XV. Það hvíldi þung þögn yfir eynni, þegar Frankie var að búa sig í boðið hjá greifafrúnni. Sólin var sigin í ólundarlegum eirrauð um bjarma og nóttin varð snögg- lega dimm. stjörnulaus og tungl- skinslaus. Kvöldgolan hafði gleymt að koma, svo að engin hreyfing var á þurrum pálma- blöðunum. Jafnvel skordýrin, sem aldrei þögðu, létu nú ekki til sín heyra. Það var heitt — rakt og heitt — eftir regnið og sólar- hitann, og öll eyjan virtist eins og grafkyrr að bíða eftir ein- hverju. Eina hljóðið. sem Frankie heyrði, var hmnar eigin hjarta- sláttur og fjarlægt suðið í sjón- um á rifinu úti fyrir, og svo snörlandi andardrátturinn I Claudette, þegar hún var að taka saman fötin, sem Frankie hafði farið úr. Nú kemur stormur — mikill stormur. sagði gamla konan og andvarpaði. Stormar voru óað- skiljanlegur þáttur lífisins í -Kar- íbahafinu, sem fólk varð að gera sér að góðu, af því að ekkert var við þeim að gera, en þeir gátu nú samt eyðilagt uppskeruna og veikbyggðu kofana, jafnvel þót ailltvarpiö Fimmtudagur 2. nóveinber 8:00 Morgunútvarp (Bæn: Séra Ósk* ar J. Þorláksson. — 8:05 Morgun leikfimi: Valdimar Örnólfsson stjórnar og Magnús Pétursson leikur undir. — 8:15 Tónleikair. — 8:30 Fréttir. — 8:35 Tónleik- ar. — 9:10 Veðurfregnir. — 9:20 Tónleikar). 12:00 Hádegisútvarp (Tónleikar. «« 12:25 Fréttir og tilkynningar). 13:00 ,,Á frívaktinni"; sjómannaþáttur (Sigríður HagaJín). 15:00 Síðdegisútvarp (Fréttir og tilk. — Tónleikar — 16:00 Veðurfr. — Tónleikar — t7.*00 Fréttir). 17:40 Framburðarkennsla í dönsku og þýzku. 18:00 Fyrir yngstu hlustendurna (Guð- rún Steingrímsdóttir). 18:20 Veðurfregnir. — 18:30 t>ingfrétt- ir — Tónleikar. 18:50 Tilkynningar — 19:30 Fréttir. 20:00 Um efnafræði; I. þáttur: Til- brigði og þróun (Dr. Sturla Frið- riksson). 20:15 Einsöngur: Herman Schey syng- ur „Vier ernste Gesánge" eftir Brahms. 20:35 Erindi: Ólögleg mannanöfn; fyrra erindi (Dr. Halldór Halldórsson prófessor). 21:00 Tónleikar: Capitol sinfóníuhljóm sveitin leikur hljómsveitarút- setningar á vinsælum óperulög- um; Carmen Dragon stjómar. 21:30 Úr ýmsum áttum (Ævar R. Kvaran leikari). 21:50 íslenzk tónlist: Andante fyri»r selló og píanó eftir Karl O. Runólfsson (Einar Vigfússon og Jórunn Viðar leika). 22:00 Fréttir og veðurfregnir. 22:10 Kvöldsagan: „Draumleir", eftir William Lindsay Gresham; siðari lestur (Þórarinn Guðnason lækn- ir). — 22:35 Djassþáttur (Jón Múli Amason), 23:05 Dagskrárlok. Föstudagur 3. nóvemher 8:00 Morgunútvarp (Bæn. — 8:05 Morgunleikfimi. — 8:15 Tónleik- ar. — 8:30 Fréttir. — 8:35 Tón- leikar. — 9:10 Veðurfregnir. — 9:20 Tónleikar. — 10:00 Veðurfr.). 12:00 Hádegisútvarp (Tónleikar. — 12:25 Fréttir og tilk.) 13:15 Lesin dagskrá næstu viku. 13:25 „Við vinnuna": Tónleikar. s 15:00 Síðdegisútvarp (Fréttir, tilk. — Tónl. — 16:00 Veðurfr. — Tónl. — 17:00 Fréttir. — Endurtekið tónlistarefni). 17:40 Framburðarkennsla f esperanto og spænsku. 18:00 „Þá riðu hetjur um héruð": Ingl- mar Jóhannesson segir frá Gísla Súrssyni. 18:20 Veðurfregnir. 18:30 Þingfréttir. — Tónleikar. 18:50 Tilkynningar. 19:30 Fréttir. 20:00 Daglegt mál (Bjami Einarsson cand. mag.). 20:05 Efst á baugi (Björgvin Guðmund* son og Tómas Karlsson). 20:35 Frægir söngvarar; II: Claudia Muzio syngur. 21:00 Upplestur: Guðmundur Böðvars- son skáld les frumort kýæði. 21:15 Tónleikar: Fjórir rómantísktP þættir fyrir fiðlu og píanó eftir Dvorák (Jasef Suk og Josef Hala leika). 21:30 Útvarpssagan: „Gyðjan og ux- inn" eftir Kristmann Guðmunds- son; XXIII. (Höfundur les). 22:00 Fréttir og veðurfregnir. 22:10 Um fiskinn (Stefán Jónsson f réttamaður). 22:30 Á síðkvöldi: Létt-klassísk tónlist. a) Húmoreksa í B-dúr op. 20 eftir Schumann (Svjatoslav Rikhter leikur á píanó). b) Maria Callas, Tito Gobbi, kór og hljómsveit Svala-óperunn- ar flytja atriði úr „I Pagliacci** eftir Leoncavallo; Tullio Sera- fin stjórnar. c) Annar þáttur úr sinfóníu nr, 5 1 e-moll op. 64 etftir Tjai- kovsky (Hljómsveitin Phil- harmonia í Lundúnum leikur; Herbert von Karajan stj.). 23:25 Dagskrárlok. — Hvei móðir þín er? Það man ég ekki! * >f Xr GEISLI GEIMFARI * Xr Xr ARPALA, lígSP YOOE eY65 PEELED FOK ANY 6ACTH PATKOi IHTEZCePTOR ■— Ardala, líttu vel í kringum þig eftir leitarskipum frá jörðu. . .— En hvert erum við að fara Maddi minn? — Á felustað, þar sem jarðareftir- litið getur aldrei fundið okkur. En gerðu nú eins og ég segi! — Sjáðu! Þarna koma tvö geim- skip jarðareftirlitsins!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.