Morgunblaðið - 02.11.1961, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 02.11.1961, Blaðsíða 22
22 MORGVNBLAÐIÐ Fimmtudagur 2. nóv. 1961 Stökk 1,75 í hástökki án atrennu, sem er 1 sm. hærra en eldra heimsmetið í GÆR varð hið gamla og sögufræga ÍR-hús við Túngötu vettvangur fyrsta heimsmetsins sem sett er á íslandi. Þar fór fram keppni í hástökki án atrennu og Vilhjálmur Ein- arsson ÍR stökk þar 1.75 m en það er 1 sentimetra hærra en skráð heimsmet í þessari grein. Norðmaðurinn Christian Evandt átti gamla metið, sem var 1.74 m, sett á sl. ári. Allar aðstæður voru löglegar. Þrír dómarar voru viðstadd- ir, Jóhannes Sölvason, form. Frjálsíþróttasambandsins, Örn Eiðsson og Ólafur Unnsteinsson. Við endurmælingu á hæð stökksins kom í ljós að ráin var 1.755 m yfir gólfi. Verður skrá um afrek þetta sé sent Alþjóðafrjálsíþróttasambandinu sem skráir met í atrennulausum stökkum en þau eru ekki lengur formlega staðfest. ir Keppnin Hástökkskeppnin í gær var aug lýst með tilskildum fyrirvara. Keppendur voru þrír Jón Þ. Olafs son og Karl Hólm auk Vilhjálms. Vilhjálmur fór 1.50 í 1. tilraun og 1.60 einnig. 1.69 fór hann í 3. tilraun en það er sentimeter hærra en gamla Islandsmetið hans ir I fyrstu tilraun Næst var hækkað í 1.75. Vil hjálmur fór yfir í fyrstu til- raun. Hann snerti rána og það svo, að hún hreyfðist á okun- um en ekki féil hún. Síðan var hækkað í 1.76 og átti Vilhjálmur þjár góðar til- raunir við þá hæð og var nærri því að fara yfir. mmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmm BIÐJIÐ UM SÖIMDERBORG GARN Þórður Sveinsson & Co. h.f. Þetta frábæra danska prjónagarn er ódýrt, fallegt og vandað. SELT UM ALLT LAND ★ Oft höggvið nærri Atrennulausu stökkin eru ekki mikið iðkuð og hætt er að stað- festa met í þeim. Alþjóðasam- bandið skráir þau hins vegar en þetta met verður staðfest Norður landamet, því á Norðurlöndum er allmikill áhugi fyrir þessum greinum — og raunar alls staðar þar sem góðir stökkmenn koma fram og mikið er æft innanhúss. Vilnjálmur hefur lengi höggv- ið nærri þessu meti. Heimsmetið var 1.69 m og Vilþjálmur gerði oft tilraun við það þá. En hann náði aðeins 1.68 og á meðan bætti Norðmaðurinn sig, bætti heims- metið fyrst í 1.73 og síðar í 1.74 (á s.l. ári). tslendingur hefur aldrei fyrr sett heimsmet í íþróttum. Eng- inn hefur höggvið nærri -þeim nema Vilhjálmur í þessari grein og einnig í sinini aðal- grein — þrístökkinu. Þar hef- ur hann um árabil verið í fremstu röð í heiminum og stokkið fjórða lengsta stökk sem sögur fara af. Feril Vil- hjáims, sem nú er 27 ára þekkja allir og er óþarfi að rekja hann. Vilhjálmur hefur verið IR- ingur um 6 ára skeið. Og það er gaman og skemmtileg til- viljun að þetta fyrsta heims- met tslendings skuli sett í hinu gamla ÍR-húsi, sem er elzta fimleikahús landsins — byggt úr gamalli kirkju. Enska knattspyrnan FYRSTA umferð ens-ku bikarkeppn- innar fer fram n.k. laugardag og taka nú liðin úr III. og IV. deild þátt í keppninni. 40 leikir fara fram að þessu sinni og þau 40 lið, sem sigra munu síðan dregin saman og fara þeir leik- ir fram 25. nóvember. Þau 20 lið, sem þá verða eftir fara svo í 3. umferð, sem fram fer 6. janúar. t>á koma liðin úr I. og II. deild inn í keppnina og má þá segja að keppnin hefjist fyrir alvöru. Þessir leikir fara fram n.k. laugar- dag: Aldershot — Tunbridge Barry --- Q.P.R. Bournemouth — Margate Bradford — Port Vale Bradford City — York Brentford — Oxford Bridgewater — Weston Brierley — Grantham Bristol City — Herford Chelmsford — Kings Lynn Chester — Ashington Coventry — Gillingham Crewe — Lincoln Crystal Palace — Portsmouth Darlington — Carlisle Dopcaster — Chesterfield Exeter — Darford Hartlepools — Blyth Frh. á bls. 23 Danirnir náðu jafntefli við KR á síðustu sekúndum Frábær markvarzla Morfensens vakti atbygli jóns markvarðar tókst það. John Bernht skoraði í mann- laust markið með lausu skoti úr aukaspymu, því Guðión. var of seinn að taka sér stöðu. ÞAÐ var spenningur og fjör að Hálogalandi í gær — frá upphafi til leiksloka, er danska liðið Efterslægten lék sinn fyrsta leik hér ogmætti þá gestgjöfum sínum KR. — Spenningurinn náði hámarki á síðustu sekundum leiksins — en þá tókst Dönum að jafna leikinn og 20 sekund- um síðar var flautað til leiks loka. KR-ingar, sem áttu slaka byrjun, sóttu sig mjög í síðari hálfleik og komust þá þrívegis yfir, en misstu af sigrinum fyrir hreinan klaufaskap á síðustu sekund- unum. Danska liðið er svipað ís- lenzkum iiðum. Beztir leik- manna eru lánsmenn þeir er liðið fékk með sér í íslands- förina og ber markvörðinn Bent Mortensen hæst. Hann varði með afbrigðum vel og er óvíst að áður hafi sézt hér á landi eins góð markvarzla og nú. Án hans hefði KR án vafa farið með sigur af hólmi, því leikmenn eru í knattleikni og leikaðferð mjög svipaðir íslenzkum leikmönnum yfir- leitt. Báru þeir nokkuð af á vellinum Reynir Ólafsson og Karl Jóhannsson, svo og John Bernth, sem Efterslægten fékk einnig lánaðan til ís- landsfararinnar. Enda eru þetta reyndir landsliðsmenn Islands og Danmerkur. Mort- ensen markvörður hefur marg oft fengið það orð að vera bezti markvörður heimsins — en slíkt er þó alltaf matsatriði. •k Glæsileg markvarzla Strax í upphafi sló Morten- sen í gegn. Hann varði tvívegis mjög glæsilega falleg og snögg og föst skot KR-inga. Og eitt slíkt í viðbót stöðvaði markstöng Dan- anna. Og þá vökmuðu Danirnir. John Bernth skoraði tvívegis af línu og Nielsen bakvörður bætti því þriðja við. En þá hóf Reynir sína sigurgöngu, fann veika punktinn hjá Mortensen og sendi inn niður við gólf og gerði það oft síðan. Dönsk forysta Hélzt síðan dönsk forysta í leiknum með 1 til tveimur mörk- um framan af og síðar þremur og í hálfleik stóð 10:7 fyrir Dani. — Mortensen bætti enn á glæsilega markvörzlu sína með því að verja vítakast frá Reyni. 1 síðari hálfleik náðu KR-ing- ar fastari tökum á leiknum. Guð- jón markvörður þeirra fór nú einnig.að verja hin ótrúlegustu skot og bilið minnkaði í 1 mark, 10:9. — JAFNAÐ Og hraðinn og harkan urðu enn meiri ok þegar 15 mín eru til leiksloka jafnar Karl fyrir KR 11 :11. Síðan skipt- ast liðin á mörkum. Danir á undan til að skora. en KR jafnar off 11 mín fyrir leiks- lok er staðan 13 :13. Mínútu síðar komast KR- ingar í fyrsta sinn yfir. Skor- aði Þórir Þorsteinsson með snöggu lágskoti Næstu tvö mörk skora Dan- ir og spenningurinn eykst enn. KR tekst að jafna — osr ná forystu 16 :15 og var aðeins 114 mín til leiksloka. Sigur- inn biasti við er Danir tóku að leika „maður á mann“ til að freista þess að ná jafn- tefli. Og fyrir mistök Guð- MÖRKIN I heild var jafnteflið kannski réttlátustu úrslitin. Og leikurinn var góður og skemmtilegur, oft- ast. — Danirnir leika mjög svip- áðan handknattleik og ísl. leik- mennirnir. Þarna börðust jöfn lið — en Mortensen, Bernht, Reynir, Karl og Guðjón settu skemmtilegastan svip á leikinn. Reynir á þarna sérstakan heið ur skilið. Hann skoraði 9 af mörkum KR — og svekkti oft Mortihensen. Karl skoraði 3 og Þórir 2. Sigurður og Heinz sitt hvort. Hjá Dönum var Berndt markahæstur skoraði 4 mörk. — A.St. Lið Reykjavíkur á föstudaginn HANDKNATTDEIKSRAÐ Reykjavíkur hefur samþykkt lið það, er mæta á danska liðinu Efterslægten á föstudagskvöldið. Pétur Bjarnason valdi liðið í fjar veru Þoileifs Einarssonar. Liðið er skipað þessum mönnum. Ingólfur Oskarsson, Guðjón Jónsson, Sigurður Einarsson, Karl Benediktsson og Agúst Odd- geirsson allir úr Fram. Karl Jó- hannsson, Guðjón Olafsson, Reyn- ir Olafsson allir úr KR. Rósmund- ur Jónsson Víking, Guðmundur Gústavsson Þrótti og Gunnlaugur Hjá’.marsson IR. Aðalfundur AÐALFUNDUR frjálsíþrótta- deildar KR verður haldinn f kvöld kl. 8,30 í félagsheimili KR við Kaplaskjólsveg.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.