Morgunblaðið - 02.11.1961, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 02.11.1961, Blaðsíða 24
BERLÍN Sjá bls. 10. 248. tbl. — Fimmtudagur 2. nóvember 1961 ÍÞRÓTTIR Sjá bls. 22 Leidangur vísinda- manna í Oskju til jarðeðlisfrœðilegra athugana í DAG leggur leiðangur vísinda manna aí stað áleiðis til Öskju. Eru það þeir Gunnar Böðvarsson og Guðmundur Pálmason, verk- fræðingur. sem ásamt aðstoðar- mönnum ætla að gera jarðeðlis- fræðilegar athuganir á nýja hrauninu og hafa með sér tæki til þeoo. Sigurður Þórarinsson mun slást í för með þeim, en hann hefur fylgst með þróun gossins frá upphafi og getur því gert sam anburðarathuganir. Ætla þeir fé lagar til Ai ureyrar í dag og munu hafa í hyggju að taka þar snjóbíl, ef ástæða þykir til, en mikill snjór er nú þar innfrá. Auk þess fara norður í öðrum Þrír gigar gjósa enn Akureyri, 1. nóv. TRYGGVI Helgason flaug yfir Öskju laust fyrir kl. 11 í dag. I>á var veður þar bjart og úr- komulaust. Hann skýrir svo frá, að nýfallinn snjór sé á öllu gos- svæðinu, og allt vikurlagið sé horíið unair snjó. Enn gýs úr þremur gígum, Og er miðgígur- inn mestur. Spýr hann rauðgló- andi hraunleðju í um 100 metra hæð. Stóri gígurinn fyrir miðju Öskjuopi virðist svo til hjaðnað- ur. Hraunelfan hefur lengzt að mun síðan á laugardag. Engan bíl og engar mannaferðir sá Tryggvi í Öskju. Einn til tvo km frá gígunum sést í rauða glóð. Gigabarmarnir hafa hækkað geysimikið síðan á laugardag. St. E. Sig. Flóttomenn fró Berlín í Tjorn- orbíói í kvöld FLOTTAMENNIRNIR frá Austur-Berlín, kvenlæknir- inn Ingrid Podlesch og verka maðurinn Kurt Wismarch, sem komu til landsinis í gær kvöldi með flugvél Loft- leiða, munu tala í Tjarnar- bíói í kvöld kl. 8,30 á vegum „Samtaka um vestræna sam vinnu" og félagsins „Varð- berg“. Bjarni Guðmundsson blaðaiulltrúi túlkar mál þeirra. Er öllum heimill ókeypis aðgangur. Flóttamennirnir, sem flúðu frá Austur-Berlín ekki alls fyrir löngu, munu lýsa ástandinu í Berlín eins og það var, meðan flóttamanna straumurinn var sem mest- ur, og eins og það er nú, eftir að mörkunum milli Austur- og Vestur-Berlínar hefur verið að fullu lokað með múrveggjum og gaddavír. Ceisla- virknin tvöfald- aðist GEISLAVIRKNI í lofti hér yfir Reykjavík var mæld í gærmorgun, og reyndist hún tvöfalt meiri en sólarhringi áöur. bíl þeir jarðfræðingarnir Tómas Tryggvason og Guðmundur Kjart ansson, og ætla þeir einnig að kynna sér eldstöðvarnar. Fór þrjár og hálfa veltu HROÐALEGT umferðarslys varð við Elliðaárnar í gær, þegar vöru bifreið valt ofan af háum vegin- um við aðra brúna og niður í ár- kvíslina. Bifreiðastjórinn, Guðjón Vigfússon- slasaðist allmikið. Nánari tildrög eru þau, að um kl. 13,30 í gær var Guðjón Vig- fússon, þaulvanur bifreiðastjóri og aðgætinn, á leið í bæinn á vörubílnum R-619. með hlass af rauðamöl. Neðarlega 1 Ártúns- brekkunni fór hann fram úr öðr um bíl, og fylgdist bílstjórinn í þeim bíl síðan með ferðum Guð- jóns. Þegar bifreið Guðjóns var ljósastaur, sem þar er, og ók síð an vestur eftir vegbrúninni. Mun Guðjón þá hafa reynt að ná hon um inn á veginn aftur. en í sama bili runnu afturhjólin út af vegin um. Valt bíllinn þá eina og hálfa veltu og lenti á hvolfi niðri í ár kvíslinni. Eins og myndirnar bera með sér, var aðkoma ófögur. Guðjóni var náð mjög slösuðum úr flak- inu og fluttur í slysavarðstofuna, en síðan á Landakot. Bifreiðin er talin ónýt, pallur- inn brotnaði og stýrishúsið lagð- ist saman. Mildi var. að ekki varð meira slys úr, því að böm eru oft að leik þarna niðri í ánni, sulla þar og vaða. Hríðarveður á Höfðaströnd BÆ á Höfðaströnd, 1. nóv. ■— Hér hefur verið hríðarveður und anfarið og töluvert frost. Þung- fært er orðið fyrir bíla, þar sem ekki eru háir vegir. Margir bænd ur eru búnir að taka fé sitt inn, en þó mun enn eitthvað fé vera úti, jafnvel frammi í afréttum. Nú er lítið róið frá Hofsósi vegna storma, en góður reytings- afli var síðast, þegar róið var, sér staklega af smásíld. Þó mun vera minna af henni inni í firðinum en síðastliðið haust. Héraðslæknir telur að mestu mannheilt, a. m. k. eru engar far- sóttir á ferðinni. — Björn í Bæ. Myndir þcssar tók Sveinn Þormóðsson, blaðaljósmynd ari, inni við EUiðaár í gær dag, og sýna þær bifreið- ina, sem valt ofan í vest- ari kvíslina. Samkomuiag á næstu grösum um framkvæmdastjðra SÞ komin yfir eystri kvíslina, fór hún allt í einu að sveigja til hægri. Fór hún utan megin við Bandalag kvenna mótmælir sprengj- um Rússa EFTIRFARANDI samþykkt var gerð á fundi bandalags kvenna í gær. Aðalfundur Bandalags kvenna í Reykjavík haldinn 30. og 31. okt. 1961 mótmælir harðlega risa kjarnorkusprengingum Sovétríkj anna sem vitað er að leiða mun geigvænlega hættu yfir allar þjóðir heims. Alveg sérstaklega vill fundurinn vekja athygli á þeirri hættu sem íslenzku þjóð- inni vegna hnattlegu landsins og veðurfars er búin af þessu atferli. Jafnframt lýsir fundurinn yfir andúð sinni á tilraunum með kjarnorkuvopn og heitir fullum stuðningi við sérhverja tilraun sem miðar að bví að koma á alls herjarbanni við framleiðslu kjarn orkuvopna, og um leið raunhæfu eftirliti með því að slíku banni sé framfylgt. SÞ New York. 1. nóv. (AP) — Bandaríkja.nenn og Bretar lögðu i dag fram miðlunartillögu varð andi val eftirmanns Hammar- skjölds fyrrverandi framkvæmda stjóra Sameinuðu þjóðanna. Eftir að Valerian Zorin aðstoðarutan- ríkisráðherra Sovétríkjanna Hallbjörg syngur í Keflavík í kvöld HALLBJÖRG Bjarnadóttir er nú komin til bæjarins úr för um norður- og austurland þar sem hún hélt margar skemmtanir. Hér syðra tekur hún aftur til við að skemmta fólkinu. I kvöld heldur hún skemmtun í Félags- bíó í Keflavík. Skemmtunin þar hefst kl. 9 síðdegis. hafðí kynnt sér tillöguna, sagði hann. Ég tel að við séum að kom ast að samkomulagi — á mjög skynsamlegum grundvelli. Tillagan er á þá leið að væntan legur framkvæmdastjóri ákveði sjálfur hve margir ráðgjafar skuli starfa með honum. En um Samkoma í Glaðheimum Sjálfstæðisfélag Vatnsleysu- strandar byrjar vetrarstarf- semi sína með kvöldvöku í samkomuhúsiniu Glaðheimum í Vogum n.k. laugardag 4. nóv. kl. 9 síðdegis. Avörp flytja alþingismenn- irmr Alfreð Gíslason og Sveinn S. Einarsson. Skemmti- atriði og dans. þetta atriði hefur ríkt ágrelning ur milli Sovétríkjanna og Vestur veldanna. Að öðru leyti hefur náðst samkomulag um að skipa U Thant frá Burma aðalfram- kvæmdastjóra SÞ. Sovétríkin hafa krafizt þess að ráðgjafarnir verði sjö, þ.e. frá Sovétríkjunum, Bandaríkjunum* Suður Ameríku, Afríku, Vestur* Evrópu, Austur Evrópu og Asíu. Bandaríkin. Bretland og Frakk land hafa hinsvegar talið að ráð gjafarnir ættu að vera fimm, ali- ir þeir sem Sovétríkin tilnefna nema fulltrúar Austur Evrópu og Asíu. Búizt er við að Öryggisráðið komi saman á föstudagsmorgun og leggi þá til að U Thant verði skipaður framkvæmdastjóri SÞ það sem eftir er af kjörtímabili Hammarskjölds, eða þar til I apríl 1963. Ætti hann þá að geta tekið við embættinu síðdegis á föstudag. Bíll veltur í Elliðaár

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.