Morgunblaðið - 04.11.1961, Side 1

Morgunblaðið - 04.11.1961, Side 1
48. árgangur v U Thant tekur við embætti framkvæmdastjöra SÞ Skipan hans samþykki einróma bæbi i Öryggisrábinu og á Allsherjarþinginu A LOKUÐUM fundi Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna í morgun var samþykkt einróma, að fela U Thant, aðal- fulltrúa Burma hjá S. Þ. að gegna embætti framkvæmda- stjóra samtakanna til ársins 1963, er fimm ára ráðningar- tímabili Dags Hammarskjölds hefði verið lokið. Síðdegis í dag kom Allsherjarþingið saman til fundar og var ákvörðun Öryggisráðsins þar staðfest í einu hljóði. Fundur öryggisráðsins í morg- un stóð aðeins í fjörutíu mínútur og stjórnaði honum Valerian Zor- in, fulltrúi Rússa. Eftir ákvörðun ráðsins lýsti Adlai Stevenson, tastafulltrúi Bandaríkjanna mik- illi ánægji; sinni með kjör U Thant og kvaðst vona að þessi atburður leiddi til meiri og betri samvinnu aðildarríkjanna í ná- inni framtíð. A fundi allsherjar- þingsins sem hófst kl. 17,30 í dag, var kjör U Thants samþykkt í einu hljóði með handaupprétt- ingum Og síðan tók Mongi Slim, ofrseti þingsins við af hinum nýja framkvæmdastjóra. A eftir flutti hann stutt ávarp og kvaðst vona, að samvinna aðildarríkj- anna eflist svo að samtök hinna Sameinuðu þjóða gætu stöðugt ©rðið virkara afl í baráttunni fyr- ir heimsfriði. Kvaðst hann mundu reyna að vinna í anda fyrirrenn ara síns, Hammarskjölds, en til þess þyrfti hann aðstoð Og skiln- ing alira aðildarríkjanna. • Mikill aðdáandi Hammarskjölds U Thant er 52 ára að aldri, Polaris- tilraun KANAVERALIIÖFÐA, 3. nóv. — AP. — í dag var Skotið á loft þrem Polaris flugskeytum, frá kjarnorkukafbátnum Ethan All- en. Var báturinn á siglingu neðan sjávar er tilraunin var gerð. — Flugskeytin hittu nákvæmlega til ekilið mark, sem var um 1500 miiur frá kafbátnum. maður kvæntur og á tvö börn, dóttur 22 ára og son 19 ára. Hann hefur verið aðalfulltrúi Burma hjá Sameinuðu þjóðunum síðan 1957 og er mikill vinur og náinn samstarfsmaður U Nu forsætisráð herra lands síns. Fyrr á árum starfaði hann lengi sem kennari og blaðamaður. Almennt er álitið, að U Thant sé mjög vel til þessa ábyrgðar- mikla starfa fallinn, en embætti framkvæmdastjóra krefst mikill- ar háttvísi, stjórnkænsku og lip- urðar. Hann er kunnur að því að halda fast við sínar skoðanir, en virða jafnframt skoðanir ann- arra manna og gera sér mikið far um að dæma öll mál af sanngirni og hlutleysi. U Thant var einnig mikill og einlægur aðdáandi Hammarskjölds og hefur í ræðum sínum lýst stuðningi sínum við skoðanir hans á hlutverki Sam- einuðu þjóðanna. U Thant er Búddatrúar og þykir mörgum vænlegt að maður þeirrar trúar muni fá nokkru áorkað í hinu vandasama embætti framkvæmda stjóra Sameinuðu þjóðanna. Svo sem frá hefur verið skýrt í fréttum varð það að samkomu- lagi milli stórveldanna að fram- kvæmdastjóranum yrði í sjálfs- vald sett hverja hann veldi í e-nbætti aðstoðarframkvæmda- stjóra og hversu margir þeir yrðu. Verður það nú eitt fyrsta verk- efni U Thants. U Thant framkvæmdastjóri S.Þ. Innrásin út um þúfur? j Dr. Sture Linner, fulltrúi SÞ i j J Kongó, segir stjórn Katanga hafa J J margbrotið vopnahléssamninginn J Elisabethville, 3. nðv. — (NTB-AP-Reuter) — ÚTVARPIÐ í Katanga til- kynnti í dag að allir her- menn miðstjórnarinnar í Leo poldville hefðu verið hraktir frá Katanga. Virðist innrás herliðsins undir stjórn Mob utus hafa farið gersamlega út um þúfur. Katanga-útvarpið segir, að hermenn Katangastjórnar, undir forystu Oberts Moke, hershöfð- ingja, hafi hrakið Kongóher- mennina á brott yfir Lubalishi ána, sem rennur um 110 km á mörkum Katanga og annarra hluta Kongóríkis. Segir útvarp- ið ennfremur, að þorpið Kis- amba og járnbrautarstöðin þar hafi verið hrifin úr höndum mið stjórnarnarmanna. Hafi her- menn Katangastjómar tekið nokkra fanga og lagt hald á birgðir skotfæra. Síðari fregnir frá Elisabeth- ville, sem byggðar voru á op- inberum heimildum, hermdu að enn héldu hermenn miðstjómar- innar nokkrum stöðum um 30 km innan landamæra Katanga, einkum fyrir sunnan Kivu-hér- að. — Fulltrúi Sameinuðu þjóð- anna í Kongó, dr. Sture Linn er, hefur í skýrslu sinni tit Öryggisráðs Sameinuðu þjóð- anna, sakað Katangastjórn um að hafa margbrotið vopna hléssamningana, sem gerðir voru í milli hennar og her- stjórnar SÞ í sept. sl. Framh. á bls. 23. 9 0°Jo allra bygginga eyðilagðar Guatamala, 3. nóv. — (AP — NTB). FRÉTTAMENN sem komu í dag frá Belize í Brezku Honduras þar sem fellibylur gekk yfir fyrri hluta vikunn ar, segja að tala látinna sé a. m. k. um 340 manns, og eflaust eigi eftir að finnast fleiri lík, er hreinsað hefur verið til í rústum. Sambands laust er enn við borgina en samkvæmt fregnum, sem borizt hafa til Kingston á Jamaica hafa um 90% allra bygginga borgarinnar eyði- lagzt í fellibylnum. Brezkir hermenn. hafa ver ið sendir á vettvang, búnir allskyns hjálpargögnum og lyfjum, því mjög er óttazt að farsótt gjósi upp í bæn- um. Sammála um vanda- mál Afríkuþjóða Washington, 3. nóv. (AP). Forseti Senegals, Leopold Sedar Senghor, sem auk þess að vera mikilhæfur stjórnmálaleiðtogi, er kunnur sem skáld og rithöfundur, kom í opinbera heimsókn til Washington í dag. Kennedy Bandaríkjaforseti tók á móti hon um á flugvellinum. 1 ávarpi sem Kennedy flutti Senghor á flugvellinum sagði hann m.a. að þar færi ekki að- eins lagasmiður sá, er hefði lagt grundvöllinn að sjálfstæði Sene- gals, heldur einnig ljóðasmiður og hugsuður. Síðdegis í dag ræddust for- setarnir við um vandamál Afríku Og sagði Senghor, að þeim við- ræðum loknum að sér væri á- nægja að því að finna að skoðan ir þeirra væru í mörgum atrið um samhljóða. Senghor er áttundi Afríkuleið- toginn, sem sækir Kennedy Bandaríkjaforseta heim. SÞ vilja bann New York, 2. nóv. (AP). ALLSHEJARÞING SÞ samþykkti í dag með 72 atkvæðum gegn 21 tillögu Indlands og fimm annarra ríkja þar sem skorað er á stór- þjóðirnar að hætta tilraunum með kjarnorkusprengjur meðan verið er að semja um algert bann við slíkum tilraunum. Ellefu ríki en bæði Sovétríkin og Bandaríkin sátu hjá við atkvæðagreiðsluna, greiddu atkvæði gegn tillögunni. Norðurlöndin öll greiddu tillög- unni atkvæði. Meðfylgjandi mynd var tek- in sl. þriðjudag á fundi í finnska þinginu, þar sem rædd var orðsending Rússa til Finna sem frá hefur ver- ið skýrt. A myndinni má sjá Kauno Kleemola, sem gegndi embætti utanríkisráð herra í fjarveru Karjalain- ens — í þungum þönkum yfir hinni alvarlegu orðsend iriigu sovctstjórnarinnar. Ekki er talið líklegt, að nokkuð verði látið uppi um afstöðu linnsku stjórnarinn- ar í þessu máli fyrr en á sunnudag, en þá mun Kekk- onen fordseti flytja þjóð sinni útvarpsávarp. Kekkon.cn kom heim úr Bandaríkjaferð sinni í dag, eftir skamma viðdvöl í Kaup mannahöfn, þar sem hann ræddi stundarlangt við Jens Otto Kragh. Fjöldi blaða- manna var á flugvellinum í Helsinki við komu forset- anis en hann neitaði með öllu að ræða við þá um afst.ðuna til rússnesku orðsendingar- innar. *

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.