Morgunblaðið - 04.11.1961, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 04.11.1961, Blaðsíða 2
2 MORCVNTtl 4 ÐIÐ Laugardagur 4. nóv. 1961 Hlíðarborg afhent Sumargjöf 2. áfanga HliBarskóla lokið 1 GÆR afhenti borgrarstjórinn í Reykjavík, Geir Hallgrímsson, Barnavinafél^grinu Sumargjöf formlega leikskólann við Eski- hlíð til afnota> og lilaut hann nafnið Hlíðarborg. Leikskólinn við Eskihlíð var fullgerður 1954 og var þegar tekinn til barna- skólahalds, en í haust var lokið við 2. áfanga Hiíðarskólans og átta nýjar kennsiustofur teknar í notkun, til viðbótar þeim átta sem fyrir voru. Sú viðbót á Hlíð- arskólanum gerði mögulega af- hendingu leikskólans við Eski- hlíð nú. í Hlíðarborg dvelja nú um 100 b"rn á degi hverjum í árdegis og s' ’cgisvist. 1 orstöðukona er Guð rún Guðjónsdóttir. — ★ — Blaðamönnum og öðrum gest- um var boðið að skoða Hlíðar; borg og Hlíðarskólann í gær. í Hlíðarskólanum fór fram form- leg afheriding leikskólans og rit- aði Páll S. Pálsson, formaður Barnavinafélagsins Sumargjafar nafn sitt á afhendingarskjalið. Við það tækifaeri hélt borgar- stjóri ræðu þar sem hann rakti gang leikskólamálanna frá 1948. Það ár ákvað bæjarstjóm Reykja víkur að byggja tvo leikskóla og var Þór Sandholt arkitekt falið að teikna húsin í samráði við fræðslustjóra bæjarins og Þór- hildj Ólafsdóttur, forstöðukonu. Þrísetning úr sögunni 1963. Leikskólarnir Drafnarborg og Barónsborg voru afhentir Sumar gjöf til reksturs árið 1950. Brák- arborg 1952 og dagheimilið Lauf- ásborg einnig 1952. Sumarið 1954 voru byggð tvö hús eftir leik- skólateikningunni. annað við Eskihlíð, hitt við Háagerði, og voiru þau tekin til barnaskóla- halds, þar sem mjög mikil þrengsli voru í skólum bæjarins. En síðustu árin hefur skólabygg ingum miðað allvel áfram. í haust var fjölgað um 28 kennslu stofur og eru þá almennar kennslustofur í Reykjavík 239 og bekkjardeildir 461. Þó er enn þrísett í 24 kennslustofur> en haustið 1963 er gert ráð fyrir að þrísetning verði alveg úr sögunni. Um 1000 börn í daggæzlu. A s.l. ári var afhenti Reykja- víkurbær Sumargjöf nýtt barna- heimili til eignar, Hagaborg, gegn því að fá Tjarnarborg til eignar og niðurrifs. En í samráði við félagið var hætt við að rifa Tjarnarborg. húsið endurbætt og afhent Sumargjöf til afnota fyrst um sinn. Reykjavíkurbær á þvi 5 leikskóla og eitt dagheimili. sem Sumargjöf rekur og dvelja þar daglega um 600 böm, en alls dvelja á heimilum þeim sem Sumargjöf starfrækir, um 1000 börn. — ★ — Páll S. Pálsson, formaður Sumar gjafar þakkaði Reykavíkurbæ fyrir þann vinsemdarvott. sem hann hefði sýnt starfsemi þeirra, og fyrir samstarfsvilja. Ræddi síðan um, hvemig heildarútgjöld Sumargjafar skiptust og lagði til grundvallar tölur frá síðaata ári. Vistgjöld, sem foreldrar barn- anna greiddu væm 47,40% af heildarkostnaðinum- styrkur frá Reykjavíkurbæ næm; 45,27% og styrkur frá ríkinu 3,70% og stingi ríkisstyrkurinn mjög í stúf við' það sem gerist í nágrannalöndum okkar Heildarútgjöld Sumargjaf ar hefðu á síðastliðnu ári numið kr. 5.725.555.84 og væri aðalkostn aðarliðurinn vinnulaun, sem væri um 61%. Sex skólar i smíðum. Jónas B. Jónsson, fræðslustjóri. ræddi um skólabyggingar þær,! sem ekki væru fullgerðar, en þæru er 6 talsíns: Breiðagerðis- skólinn, Réttarholtsskólinn. Haga skólinn, Vogaskólinn, skólinn við Rauðalæk og Hlíðarskólinn. Eins og fyrr segir er 2. áfanga Hlíðarskólans lokið og fullgerðar 16 almennar kennsustofur, 8 hvorri ámu. í næsta áfanga er gert ráð fyrir að fullgera eina álmu til> þar næst kemur röðin að miðbyggingunni, sem á að innihalda samkomusal, og kennslustofur fyrir ýmsar sér- greinar, svo sem handavinnustof um, skólaeldhús. söngherbergi o. fl., einnig kennarastofur. Ekki hefur enn fengist samþykki fyrir byggingu miðbyggingarinnar, né heldur gagnfræðaskólans og í- þróttahúss, sem fyrirhugað er að standi suðaustan við miðbygging una. Álmurnar þrjár liggja sam- síða norð-vestan við miðbygging una og eru þær tengdar með tveimur göngum, sem liggja gegn um allan skólann. Milli ganganna og álmanna eru snyrtileg leik- svæði. Margir inngangar eru á skólan um, eða einn á hverjar fjórar kennslustofur. Kennslustofurnar eru mjög bjartar og nýtízkuleg- ar og er fatahengi í hverri stofu, svo og hólfaðir skápar, þar sem börnin geta geymt bækur o.fl. Taflan er úr stáli. Fyrirhugað er að skólinn verði fulbyggður eftir áratug. Teikn- ingu að skólanum gerði Sigvaldi Thordarson, arkitekt. Skólastjóri hans er Magnús Sigurðsson. 4000 tunnur til Akrnness AKRANESI, 3. nóv. — 4000 tunn ur síldar bárust hér á land í dag af 11 bátum. Síldina veiddu þeir 20 sjómílur undan Jökli. Megnið af síldinni er saltað en hitt hrað- fryst, nema örlítið, seim fer í bræðslu. Aflahæstir voru þessir þrír: Sigrún 997 tunnur, Harald- ur 757 og Sigurður 563 tunnur. Síldin er Ijómandi falleg. —O. Úr leikskólanum Hlíðarborg. Geir Hallgrímsson, borgarstjóri, (lengst til vinstri), Magnús Ástmarsson, bæjarfulltrúi (í miðjunni) og Páll Líndal, skrifstofustjóri, virða fyrir sér Vatnslitateikningar elztu barnanna á leikskólanum. Leikstof- umar í Hlíðarborg era þrjár að tölu, ein fyrir 3ja ára böm, önnur 4ra ára og sú þriðja 5 ára. Fjöldi skemmtilegra og fallegra leikfanga era í hverri stofu. Vísitasíuferð biskubs í Arnes prófestsdæmi BISKUPINN yfir íslandi vísiter ar Árnessprófastsdæmi. Verður vísitazíunni þannig hagað: Þriðjud. 7. nóv. kl. 1 Búrfells- kirkja. Sama dag kl. 5 Stóru- Borgarkirkju. Miðvikdaginn 8. nóv. kl. 2 Miðdalskirkja. Sama dag á nánar auglýstum tíma Laugarvatn. Fimmtud. 9. nóv. kl. 2 Mosfellskirkja. Síld til Sandgerðis SANDGERÐI, 3. nóv. — 1 dag komu hingað síldarbátarnir Jón Garðars með ca. 400 tunnur, Jón Gunnlaugs með 300 tunnur, Guð- björg 250 tunnur. Síldin er góð og fer ýmist í söltun eða frystingu. Síldin er veidd vestur af Jökli, á svipuðum slóðum og áður. — Hrönn II er á sjó í dag, en ekki komin að. — P.P. Merk j asöludagur í Langholtssókn HINN árlegi merkjasöludagur Kvenfél. Langholtssóknar verð- ur næsta sunnudag til ágóða fyrir kirkjubyggingu Langholts- safnaðar. Safnaðarfólk hefur allt af veitt þessari merkjasölu góð- an stuðning, og nú er stóri sai- urinn í kirkjubyggingunni að verða fulgerður, og verður hann tekinn til notkunar um næstu jóL Luthuli fær að fara til Osló og veita viðtöku friðarverblaunum 3. nóvember — (AP). STJORN S-Afríku tilkynnti í dag, að ákveðið hefði verið að veita Albert Luthuli vegabréf og heim- ild til þess að fara úr landi og veita móttöku friðarverðlaunum Nóbels, en þau verða afhent í Osló í desember nk. Stjórnin segir, að ákvörðun þessi sé mjög óvenjuleg. Luthuli hafði óskað eftir leyfi til að fara til Oslóar og taka við verðlaun- unum 10. des. og flytja ávarp nökkrum dögum síðar, svo sem venja er. Ennfremur hafði hann óskað eftir leyfi til að þiggja heimboð til Tanganyika. Fyrri bón hans var veitt en ekki hin síðari. Deklerk, innanrikisráðherra S-Afríku sagði í dag, að leyfi þetta væri veitt, þrátt fyrir þá staðreynd, að ríkisstjórnin gerði sér að fullu ljóst, að friðarverð- launin hefðu ekki verið verðug- um veitt. Einkenndist úthlutun þeirra nú af hlutdrægum áróðri, sem hlyti að ræna friðarverð- launum Nóbels þeim ljóma, sem til þessa hefði af þeim stafað. Luthuli var að koma frá lækni í Durban, — en hann þjáist af of háum blóðþrýstingi, — er hann heyrði um heimild stjórnarinnar Varð hann glaður við en sagði að ummæli innríkisráðherrans um, að verðlaunaveitingin væri hlut- drægur áróður, væri móðgun við Kommúnisk kenning: Þjððirnar afsali sér sjálfstæði og jafnvel tungu sinni XOMMÚNISTAMALGÖGNIN ræða oft fjálglega um það ekki sízt í sambandi við um- ræður um hugsanlega þátt- taku Islands í Efnahagsbanda- lagi Evrópu, að varðveita þurii íslenzka menningu og iungu og sjálft sjálfstæðið. Er ekki skorið utan af því að öliu þessu eigi að fórna. í grein frá fréttaritara Moskvumálgagnsins í Rúss- landi, sem birtist í gær, gef- ur að líta nokkuð aðra afstöðu til nauðsynjarimuar á því að gæta sjálfstæðis og menning- arverðmæta. Þar er rætt um bollaleggingar rússnesks manns og segir m. a.: „Hann gerir ráð fyrir því, að með tíð og tíma muni manukynáð tala eitt og hið sama tungumál . . . Síðan ger- ir bann ráð fyrir tveim hugs- anlegum möguleikum: annar er sá að mannfólkið komi sér saman um það (af frjálsum vilja) að leggja einhverja af liinum útbreiddustu tungum til grunidvallar heimsmáli framtíðarinnar. Hinn er sá að búið verði til á vísindalegan hátt nýtt mál úr málaforða heimsins. Nú liggur það í augum uppi að fyrri möguleikinn er mjög ólíklegur: það er harla ótrú- legt að enskumælandi menn muni nokkurn tíma sætta sig við að rússneska verði lögð til grundvallar alheimsmáli eða öfugt“. Höfundur er hér að ræða um það, að mannkynið muni renna saman í eina heild, „mynda smám saman eina þjóð.“ Moskvufréttaritarinn segir í iok greinar sinnar: „I raun og veru verður „gervimál" eina lausnin á þeim vanda, sem ég minntist á áðan, eina leiðin fyrir þær smáþjóðir, sem vilja bjarga sjálfstæðri menningu sinni og tungu undan rás sögunnar — hvort sem hún verður frið- samleg eða ekká. Auðlært al- þjóðamál gefur ölium þjóðum kosí á þvi að mæla á tveim tunigum, vera bæði menningar- lega sjálfstæðir og um leið eitt mannkyn.“ Menn vita hvað átt er við, þegar talað er um friðsamlega eða stríðandi „rás sögunnar“: þá er átt við tilkomu þess al- heimsríkis, sem stjórnað verði frá Kreml. Þá er ekki lengur nauðsynlegt að varðveita sjálfstæði eða menningu. Og jafnvel eru þegar byrjáðar umræður um það að afnema öll tungumál önnur en rúss- neskuna. þá menn, er verðlaununum út- hlutuðu. Kona Luthuli vonast til að kom ast með manni sínum, en margir vinir þeirra hjóna hafa boðizt til að greiða far hennar fram og aftur. Hún vildi þó ekki sækja um heimild til fararinnar um leið Og Luthuli til þess að það yrði ekki látið standa í vegi fyrir leyfi honum til handa. Happdrætti DAS I GÆR var dregið í 7. fl. Happ- drættis DAS um 55 vinninga og féllu vinningar þannig: 2ja herb. íbúð Ljósheimum 20 tilbúin undir tréverk kom á nr. 25524. Umboð Aðalumboð. Eig- andi Jóhann Gunnlaugsson, Lang holtsveg 97. 2ja herb. íbúð Ljósheimum 20 tilbúin undir tréverk kom á nr. 90. Umboð Aðalumboð. Eigandi Hilmar Skúlason, Rauðagerði 20. TAUNUS Station-bifreið kom á nr. 27852. Umboð Aðalumboð. Eigandi Ingibergur Grímsson, Langholtsvegi 155. MOSKVITCH fólksbifreið kom á nr. 19217. Umboð Hreyfill. Ekki hefur enn náðst í eiganda. Eftirtalin númer hlutu hús- búnað fyrir kr. 10.000.00 hvert. 3023 (Vestmannaeyjar), 6849 (Ólafsfjörður), 28286, 30223, 31249 (Aðalumboð). Eftirtalin númer hlutu hús- búnað fyrir kr. 5.000.00 hvert: 1439 (ísafjörður), 1629 (Sveins- eyri), 2166 (Sjóbúð), 7081, 7147 (Aðalumboð), 8368 (Akranes), 9468, 9680 (Aðalumboð), 9806 (Flateyri), 12668 (Keflavíkur- flugv., 12971 (Aðalumboð), 13120 (Grafarnes), 14573 (Aðalumboð), 15451 (Suðureyri), 16268 (Aðal- umboð), 16686 (Hjalteyri), 17404 (Aðalumboð), 18287 (Akranes), 19442 (Aðalumboð), 23912 (Flat- eyri), 24246, 25599 (Aðalumboð), 29234 (Neskaupstaður), 32755 (Keflavíkurflugv.), 33347 (Vest mannaeyjar), 35511 (Aðalum- boð), 36354 (Sjóbúð), 39211 (A3 alumboð), 40949 (Vestm.eyjar), 41736, 41860, 43066, 43669 (Að- alumboð), 46750 (Akureyri), 47416, 48054, 52763, 53064, 53631, 55486 (Aðalmuboð), 59723 (Ólafsvík), 60420 (Aðalumboð), 63125 (Réttarholt), 63827, 63891 (Aðalumboð), 64164 (Seyðisfj.) (Birt án ábyrgðar).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.