Morgunblaðið - 04.11.1961, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 04.11.1961, Blaðsíða 6
6 MORC r V F> r 4 m Ð Laugardagur 4. nóv. 1961 Hvers vegna flýja menn ófrelsið? Austur-þýzkir flóttamenn á fundi með íslendingum MIKIÐ fjölmeimi var á fundin- um í Tjarnarbiói á fimmtudaes- kvöldið. sem Samtök um vest- ræna samvinnu og Varðbere efndu til með tveimur flóttamönnum frá hernámssvæði Sovétríkjanna í Þýzkalandi og Rehlinser stjórn arráðsfulltrúa í Bcnn. Lauslesa var skýrt frá fundinum í Morir- unblaðinu í gær, oe í Dagbók í dafr er viðtal við Þjóðverjana. Formaður Samtaka um vest- ræna samvinnu, Pétur Benedikts son bankastjóri, setti fundinn, en síðan tóku Þjóðverjamir til máls. Þeir mæltu allir á þýzka tungu, og túlkaði Bjarni Guðmundsson blaðafulltrúi mál þeirra. Rehlinger, stjómarráðsfulltrúi I Bonn, talaði fyrstur. Minnti hann í upphafi á það, að Uibricht 'hefði verið spurður um það á blaðamannafundi nokkru áður en markalínan í Berlín var girt múrum og gaddavír, hvort til stæði að hindra frekar flótta- mannastrauminn með því að girða hemámssvæði Sovétríkj- anna í Berlín af. Hann svaraði: „Enginn hefur í huga að reisa múrvegg". Gaddavírsgirðingin Þá sagði Rehlinger: „Gadda- virsgirðingin í Berlín er greini- leg gjaldþrotayfirlýsing komm- únismans á hernámssvæði Sovét ríkjanna á Þýzkalandi". Atburð- irnir í Austur-Þýzkalandi hefðu þýðingu fyrir allar þjóðir, því að þeir sýndu Ijóslega, að komm únistastjórn getur ekki sannfært þegna sína um gildi kenninga sinna og fengið þá til að vinna af frjálsum og fúsum vilja að hinni svokölluðu „uppbyggingu sósíalismans", heldur verður hún að beita ofbeldi. A sovétsvæðinu geta menn ekki látið skoðun sína í ljós með frjálsum kosningum, kúgunin er skipulögð út í æsar, jafnvel í smávægilegustu atrið- um daglegs lífs. Flóttinn var e.k. atkvæðagreiðsla með fótunum. Rehlinger benti á. að síðan 1945 hafa tæpar 4 milljónir Þjóð- verja flúið að austan, og á árinu 1960 einu t. d. 200.000 marms, eða fleiri en íbúar Islands eru. Um það bil helmingur flóttamanna er wndir 25 ára aldri. Sú staðreynd sýnir, að kommúnistum hefur mistekizt að ala æskuna upp í sínum anda, þótt allt kapp hafi einmitt verið lagt á það. Flóttinn hefur verið úr öllum stéttum, en mismunandi hverju sinni eftir því, á hverja stéttina kommún- istar hafa lagt mest kapp í það skiptið. Bændur og sveitafólk hafa flúið í stórum stíl, enda eru 95% ræktanlegs lamds á sovét- svæðinu nú unnið af svonefnd- um „landbúnðaarframleiðslufé- lögum“. þ.e. af samyrkjubúum, sem bændur eru knúnir til að gefa jarðir sínar og gerast verka rnenn hjá. A þremur mánuðum (marz-maí 1960) flúðu 5.706 toændur að austan, (eða fleiri toændur en eru á íslandi). Menntamenn flýja. Gifurlegur fjöldi menntamanna hefur flúið. 1954—1960 flýði t.d. 3.371 læknir, 1.329 tannlæknar, 16.724 kennarar og hvorki meira né minna en 17.082 verkfræðing- ar og tæknifræðingar. Þessar tölur tala skýru máli. Kommúnistar halda því fram úti um heim, að Vestur-Þjóðverjar lokki landa sína í austri til að flýja heimkynni sín, þótt allir Þjóðverjar viti, að enginn ábyrg- ur stjórnmálam. íþýzka sambands lýðveldinu hefur nokkru sinni skorað á íbúa sovétsvæðisins að flýja. (Þvert á móti hefur ein- mitt verið skorað á þá í útvarpi, sjónvarpi og hátölurum að gera það ekki). Þá rakti ræðumaður, hvernig allir íbúar sovétsvæðisins eru þvingaðir til þess að taka þátt í alls konar kommúnistiskri félags starfsemi, þannig að reynt er að skipuleggja líf hvers borgara, og þeir neyddir til þess að gefa stöðugt út yfirlýsingar í einni eða anharri mynd um trúnað sinn við stjómarstefnuna. Ræðumaður tók sem dæmi úr daglega lífinu, að engin lög eða reglugerð væru til á sovétsvaéð- inu, sem bönnuðu að hlusta á vestur-þýzkar sjónvarps- eða út- varpsstöðvar. Nú hafa verið skipu lagðir sérstakir flokkar manna, sem ráðast undir stjóm kommún- ista inn á heimili manna og taka tæki þeirra úr sambandi, ef þau 'eru stillt á vestrænar stöðvar. Sjónvarpsstengur á þökum uppi sýna oftast, úr hverri átt er hlust að. Þótt athæfi þetta sé með öllu ólöglegt, þorir enginn að kæra það, enda myndi enginn dómstóll á sovétsvæðinu taka slík mál fyrir. Rehlingar lauk máli sínu með því að segja, að það væri ekki einungis fátæktin og vond lífs- kjör, sem fengi menn til að flýja vestur og yfirgefa heimili sitt, lönd og eignir, — „ihr Haus und Hof, Hab und Gut“. heldur kúg- unin og skoðanaófrelsið. Fölsk hugsjón. Þá talaði læknirinn dr. med. Ingrid Podlesch. en hún flýði vestur yfir mörkin 15. ágúst í krafti læknisvegabréfs síns, en vinkona hennar leyndist í far- angursgeymslunni. Dr. Podlesch bjó í Austur-Berlín. Hún kvað hina kommúnistísku hugsjón heita öllum frelsi, velmegun og friði, og á þetta hefði hún eitt sinn trúað. Hún kvaðst hins veg ar hafa sannfærzt um hið gagn- stæða þau 16 ár, sem hún hefði búið við kommúnisma. Ófrjálsar kosningar. Stjórnmálalegt frelsi var ekki til. Við kosningar varð maður að k:ósa hinn eina lista í framboði. og þeir seðlar, sem voru yfirstrik aðir í mótmælaskyni voru ýmist taldir ógildir eða sem já-seðlar. Ekki var hægt að sitja heima á kjördegi, því að þá var einhver „Wahlhelfer" (kosningasnati) á eftir manni allan daginn. sagði dr. Podlesch, og léti maður ekki skipast, kostaði það alls kyns ó- þægindi á vinnustað. Þróun efnahagsmála hefði ver ið með ósköpum á sovétsvæðinu. Sífellt hefðu verið gefnar út nýj- ar og nýjar áætlanir, ný loforð, sem ekki var hægt að halda. T.d. átti að ná Vestur-Þýzkalandi á árinu 1961. en einmitt þá hefði efnahagskreppan á sovétsvæðinu náð hámarki. Vikum saman voru nauðsynjavörur eins og t.d. kart- öflur ófáanlegar, og smjör var strengilega skammtað. Venjulegt grænmeti var sjaldséð, og á- vexti var næstum aldrei hægt að fá. Affskilnaður. Til þess að örðugra væri að gera samanburð á lífskjörum manna í V- og A-Þýzkalandi, var allt gert til þess að koma í veg fyrir ferðir til V-Þýzkalands. — Heimsóknir Vestur Þjóðverja til sovétsvæðisins voru ekki bannað ar, en mjög takmarkaðar. Ein- ungis nánustu vandamenn þess. sem heimsækja átti' eins og fað- ir og móðir, fengu ferðaleyfi, og þá aðeins einu sinni á ári. For- eldrar voru aðskildir frá börnum sínum, bræður frá systrum. unn ustar frá unnustum o.s.frv. Nú hefur jafnvel verið komið enn rækilegar í vég fyrir heimsóknir vandamanna: Þær eru algerlega bannaðar. Lóðsinn vísar kapteininum leiðina. — Ófrelsið í Austur- Þýzkalandi er ægilegra en á dögum Hitlers, segja austur- þýzkir flóttamenn. (tarantel press) Menningarlegt ófrelsi. Allt raenningarlíf var í þröng- um slcorðum. Bókmenntir voru skammtaðar — bækur eftir vest ræna höfunda fengust ekki, nema þeir væru kommúnistar, og jafn vel voru leikrit ,.leiðrétt“ áður en þau voru sýnd. Flokksstarfs- menn ákváðu, hvað væri góð list. Óhóf og spilling. Þetta, sem hér hefur verið rak ið, kvað dr. Podlesch hafa verið meðal ástæðna þess að hún kaus að flýja heimkynni sín. Engin stefnubreyting væri í vændum fyrir austan. Flokksforingjarnir búa ásamt þjónustufólki sínu. vinnukonum, bifreiðastjórum og þjónum, í sérstöku bæjarhverfi, þar sem enginn fær aðgang nema sjálfir þeir og vinnufólkið. Níðzt á verkamönnum. Að lokum talaði Kurt Wismach verkamaður, sá sem stóð uppi j hárinu á Ulbricht á verkamanna fundi. eins og frægt er orðið, og er getið í Dagbók í dag. Hann var framan af árum enginn sérstakur andstæðingur kommúnistastjórn- arinnar, enda vann hann sæmi- lega vel launaða vinnu, en upp úr uppreisnartilrauninni 17. júní 1953 fór hann að snúast gegn henni, eins og svo að segja allir vinnufélagar hans í verksmiðj- unni. Kjör verkamanna fóru hríð versnandi. Jólauppbótin á laun var afnumin, því að okkur var sagt. að hún væri ósæmileg ölm- usa, sagði Wismach. Orlofslaun voru afnumin með öllu, og að lok um voru „ástundunaruppbætur14 minnkaðar úr 250 austurmörkum í 25 mörk að meðaltali. Stórauk- in afköst voru heimtuð án launa aukningar, og einkalíf manna var ekki látið í friði. Ráðið var í stöð ur og menn hækkaðir í tign ekki eftr hæfileikum, heldur flokks- trúnaði. Frumvarp um skemmt- anaskattsviÖauka Á FUNDI neðri deildar í gær var tekið til 1. umr. stjómar- frumvarp um, að heimilt sé að innheimta skemmtanaskatt af kvikmyndasýningum með 200% og af öðrum skemmtunum með 20% álagi. Þó skulu leiksýning- ar, hljómleikar og söngskemmt- anir innlendra manna auk sýn- inga á íslenzkum kvikmyndum undanþegin álaginu. Menntamálaráðherra Gylfi Þ. Gíslason skýrði frá því, að sú venja hefði skapazt, að skemmt- anaskattsviðauki skuli fram- lengdur um eitt ár í senn á hinu háa Alþingi. Og þar sem Al- þingi hefði ekki séð ástæðu til að gera þar breytingu á, legði ríkisstjórnin viðaukann fyrir þingið á sama hátt og áður. Matthías Á. Mathiesen (S) benti á í þessu sambandi, að með því að undanþiggja Leik- félag Reykjavíkur til jafns við Þjóðleikhúsið, gæti það for- dæmi skapazt, að leikfélög í ná- grenni Reykjavíkur færu fram á hið sama. Frumvarpinu var vísað til 2. umræðu og menntamálanefndar. • Þjóðsöngnum þvælt út G. A. skrifar: Hvers á.okkar fagri þjóð- söngur að gjalda? Enn er vet- ur genginn í garð og enn býð- ur okkar vinsæla „Utvarp Reykjavík" upp á nýja vetr ardagskrá. Mér þótti vænt um að heyra það álit útvarps- stjórans, að engin ástæða sé tíl að við reynum svO mjög að etja kappi við erlent út- varp að við glötum okkar sér- kennum. Vegna þessa álits útvarps- stjórans okkar, vil ég nú bera fram þá ósk og von, að hann íhugi hvort eigi sé nú meir en mál til komið að bjarga okkar göfuga þjóðsöng frá því ömurlega híutskipti að „deyja úr leiðindum", þ. e. a. s. að honum verði þvælt svo lengi með því að endurtaka hann í sífellu kvöld eftir kvöld og ár eftir ár, þangað til vart er til það heimilí í landinu, þar sem fólkið ekki flýtir sér að slökkva á útvarpinu áður en þjóðsöngurinn verður leik- inn í vökulokin eða a. m. k. langar til að losna við að hlusta á hann án nokkurs há- tíðlegs tilefnis. • Endurtekningar leiðigjarnar Nú kynni einhver að spyrja: Þykir ykkur íslenzki þjóð- söngurinn ekki fallegur? Jú, einmitt af því að við dáumst að honum og þykir vænt um hann, viljum við ekki láta gera okkur hundleiða á hon- um að óþörfu. Flestir þeir sem komnir eru til vits og ára hafa rekið sig á þá óþægilegu staðreynd, að of tíð endurtekning á því,.sem annars hrífur hugann meira eða minna, deyfir furðu fljótt þá hrifningu, svo hún verður hversdagsleg — og einskis virði, hvað sem um er að ræða, t. d. skartklæði, fögur blóm Og jafnvel það sem sízt skyldi, ástvinirnir sjálfir. Sennilega verður fólk þó á engu eins fljótt leitt, og síendurteknu lagi eða ljóði, hversu fagurt sem það þykir í fyrstunni. • Við hátíðleg tækifæri En sé þetta rétt, er ekki að furða þótt okkar óvenjulega hátíðlegi þjóðsöngur sé fyrir löngu hættur að vekja þá hrifningu meðal fjöldans, sem honum ber og hann óneit- anlega gerði áður fyrr, er hann var leikinn eða sunginn við hátíðleg tækifæri. Við eigum sannarlega nóg af öðrum fallegum lögum, sem velja mætti til að ljúka með dagskránni. T. d. mætti leika hvert lag í eina viku, svo ein- hver regla væri á þessum þætti. Eg vil svo loks ítreka þessa ósk mína til útvarpsins: Látið ekki þjóðsonginn okkar vesl- ast upp vegna þess hversu þióð in er orðin leið á honum.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.