Morgunblaðið - 04.11.1961, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 04.11.1961, Blaðsíða 10
10 MORGlllSllL AÐlb Laugardagur 4. nóv. 1961 rÚNCAR*>/Nt* ryr*’. 0t/rHS//*,+*r^i/J-4 og veitti ánni á land Þrasa í Eystri-Skógum og er þar nú Skógasandur. Þennan leik léku þeir karlarnir til skipt- is og spilltu landi hvor ann- ars, en að lokum tókust þó með þeim sættir og íéllust þeir á að Jökulsá skyldi falla í farvegi þeim. sem hún fellur nú í dag. v Það hefði vissulega ekki þótt minni galdur, ef síðan hefði komið maður á borð Galdramenn á Skdgasandi EKKI veit ég hvað valdið hef- ur, að Skaftfellingar þóttu öðrum landsmönnum fremur göldróttir tii forna, svo þóttu raunar Vestfirðingar einnig. Vera kann að þetta stafi af hrikalegu landslagi og stór- fengiegum náttúruhamförum, sem á þessum svæðum lands- ins eru meiri og afdrifaríkari heldur en víðast annars stað- ar. Óhætt mun að fullyrða, að fyrr á öldum hefðu hinar miklu ræktunarframkvæmd- ir á Skógasandi verið taldar hinn rammasti galdur. Eyfell- ingar þóttu líka fjölkunnug- ir og segir frá því þegar Loð- mundur bjó á Sólheimum og var gamall orðinn. þá bjó Þrasi í Skógum. Á milli þeirra skilur, eins og kunnugt er Jökulsá á Sólheimasandi, en þar eru sýslumörk 'Vestur- Skaftfellinga og Rangæinga Báðir voru þeir Loðmundur og Þrasi fjölkunnugir og Þrasi í Skógum þó talinn illgiarnari. Þrasi er sagður hafa með göldrum veitt Jökulsá austur í landareign Loðmundar á Sól'heimum og hafi þá Sól- heimasandur myndast, en Loð mundur gamli hefndi þessa við Pál Sveinsson, sand- græðslustjóra, í Gunnarsholt og gert 230 hektara af Skóg asandi að iðgrænum töðu velli. En einmitt þessi galdur hefur nú gerzt og blasir þessi fallegi völlur við sjónum. er menn standa heima í Skóg- um. Fréttamaður blaðsins hitti að máli staðarráðsmann inn í Skópum, Árna Jónsson frá Grænavatni í Mývatns- sveit, en h<-nn mun allra manna kunnugastur um fram kvæmdir þarna eystra. Við spyrjum Árna nú of- urlítið um þessar framkvæmd ir og afraksturinn af beim. Tók 15 mín. að rækta hektara. — Árið 1955 var byrjað að rækta Skógasand upp. Voru þá teknir fyrir 100 hektarar og við ræktunina voru not- aðar fjórar dráttarvélar Fyrsta vélin fór og sáði fræi, önnur vélin sáði þrífosfat- áburði, en hin þriðja fór með diskaherfi, líti' skekkt, og hin fjórða kom með valtara- Það tók sem svaraði 15 mín- útum að rækta hvern hekt- ara með þessum fjórum vél- um. Það þurfti ekkert að frumvinna landið. í það fóru á hvern hektara 40 kg. af grasfræi, 200 kg. af þrífosfati og 350 kg. af kjarna. Þessi Þessi mynd sýnir ræktunina á Skógasandi undir Eyjafjöllum. ahurðarskammtur hefur ver- ið notaður áriega síðan. Hins- vegar hefur kalí ekki verið dreift á þetta land, en við at- hugun hefur komið í ijós að það mun gefa nokkru meiri uppskeru, ef nokkurt magn af því er notað og er fyrir- hugað að svo verði gert á næstunni. Vaxandi uppskera. Uppskeran á Skógasandi virðist fara vaxandi. Upphaf- lega var notað til sáningar bæði túnvingull og vallarfox- gras, en nú er túnvingullinn orðinn alveg einráður. Nú fást 40 hestar af hektaranum, en landið er aðeins einslegið Það er mikili kostur við hey- hirðingu á Skógarsandi, að lítið sem ekkert þarf að sinna heyinu, eftir að það hefur verið slegið, utan að taka það saman. Því er aldrei snúið og sé sæmilega góður þurrk- ur, þá þornar það á einum degi og er engu líkara en það liggi í bakaraofni eða á steik- arpönnu. Sólin hitar sandinn og verður þurrkunin því mun fljótvirkari en á venjulegu landi. Þá kemur annað til, að í sandtöðunni er þurrefnis- magnið um 50%. Hinsvegar er þurrefnismagn > töðu á venju legu túni ekki nema um 20%. Heyið af sandinum er ákaf- lega lystugt og ézt vel, bæði sem kúafóður og kindafóður. Hinsvegar er beit ekki góð þarna. Fé vill ekki ganga á þessu, og bendir það til þess að til beitar sé grasið þarna of einhæft. Leiðir til ófrjósemi í ám. Árni telur sig hafa komizt að raun um. að sé þetta hey mikið notað handa sauðfé, þá leiði það til nokkurrar ófrjó- semi í ám, einkum ef það er notað til fóðurs um fengitím ann. Að öðru leyti hefur ekiki komið fram, annað en að þetta sé eitt hið bezta fóður fyrir allar skepnur. Samvinna er nokkur við heyskapinn þarna, en gæti kannski verið meiri. Til dæmis er alger samvinna um dreifingu áburðarins og gengur hún mjög vel. Bændur hafa þarna misstóirar skákir. Þeir sem mest eiga slá um 20 hektara, en alls eru 36 bændur, sem standa að þessarj sléttu, sem nú er orðin 230 hektarar. Fyrstu 100 hektararnir tekn- ir 1955. næstu 100 hektararnir árið eftir en 30 hektarar síð- ar. Friðað land á Skógarsandi er nú alls 1200 hektarar, svo að óhætt er að fullyrða að þar er hægt að rækta tölu- vert mikið ennþá. Sand- græðsla ríkisins kom máli þessu af stað og kom girð- ingunni upp, og Páll Sveins- son, sandgræðslustjóri, stjóm aði öllum byrjunarfram- kvæmdum. Átti að verða beitiland. Árni Jónsson sagði, að upp- haflega hefði meginhugsunin verið sú að fá þarna beitiland, einkum fyrir sauðfé, en það er mjög af skornum skammti undir Eyjafjöllum. Þetta hef- ur þó ekki reynzt hægt. Hins vegar hefur öll aðstaða heima á jörðunum breytzt mjög við þessa ræktun. Áður var allt sem nýtilegt var á útengjum nytjað, en eftir að Skógar- sandur var ræktaður upp, er alveg hætt að hirða um út- heyskap, og útengjar allar teknar fyrir beitiland. svo að segja má að þegar allt kem- ur til alls hafi þessi ræktun gert sama gagn, eða jafnvel meira gagn, heldur en upp- haflega var ætlað. Engja- löndin heima fyrir eru nú notuð sem beitiland en heyið tekið á sandinum. Þannig er nú komið, að land það serr þeir Loðmund- ur í Sólheimum og Þrasi 4 Skógum eyðilögðu forðum með göldrum, er orðið iðja- grænn töðuvöllur. vig. Mynd bessi er tekin af túnvinguisreit viff Jökulheima 10. sept. síffastliðinn. Grasiff Iá þá í legum og var ekkert tekiff að söina. — Ljósm.: Sig. Þór. Ræktunartilraun á söndum í 700 m. hæð t HAUST var í fyrsta sinn mæld uppskera í tilraunareit í Tungna- ár botnum uppi undir Vatnajökli. Mbl. sneri sér til dr. Sturlu Friff- rikssonar. erfffafræðings, og spurði hann hver árangurinn hefffi orffiff af þessari ræktun í 700 m. hæff yfir sjávarmáli. — Sturla sagffi, aff túnvingullinn gæfi bezta raun, hefffi í haust fengizt sem svarar 48 hestum á hektara af þurrheyi. Sagði hann mjög athyglisvert hve sáning þessi hefffi tekizt vel og lofi hún góffu um framtíffarmöguleika á uppgræffslu afréttanna. Sumarið 1960 var gerð tilraun með að sá grasfræi í smáreiti á afréttarlönd og öræfi norðan Tungnaár, allt upp undir vestur- rönd Vatnajökuls. Er þarna um mjög víðáttumikla brunasanda að ræða og sér þar varla á nokk urn gróður á hundruðum hektara lands. Tilraunareitum þessm voru valdir staðir við Þórisvatn, Fossavatn og Jökulheima. Var fræmagn og áburður svipað-ur og notaður er við rækt-un sanda í byggð. Strax á fyrsta ári gaf upp- græðslutilraun þessi bendingu um að unnt væri að festa gróður á þessum söndum með slíkri ræktun. Var spretta orðin talsverð um haustið. Gat þar að líta hvann- grænar skákir á svörtum eyði- sandinum. segir Sturla Friðriks- son. í vor var enn borið á blett- ina.. Þéttist gróðurinn enn og gaf allgóða slægju, jafnvel í um 700 m. hæð, svo sem áður er sagt.. Seinni hluta sumars var safn- að fræi af ýmsum Innlendum grastegundum og verða væntan- lega gerðar tilraunir með að sá því fræi á afrétti næsta vor. Sturla segir, að líkur séu til að innlendar grastegundir henti betur þegar til lengdar lætur og geti bjargað sér af eig'n ramm- leik, þótt áburðargjöf ljúki. Ný bdk Hallgrímur Jónasson: Á öræfum. Prentsmiffjan Leiftur. HÖFUNDUR bókar þessarar, Hall grímur Jónasson, kennari, er löngu orðinn þjóðkunnur maður. Hann hefur flutt mörg erindi í útvarp og er ákaflega vinsæll út- varpsmaður, mun á fáa meira hlustað en hann, enda að verð- leikum, því útvarpserindi hans bera af flestu, sökum vandaðs frágangs og góðs flutnings. Oft- ast hefur hann sagt frá ferð- um sínum um óbyggðir og öræfi landsins, þótt fleira hafi á stund- um borið á góma, svo sem skáld- skapur, kvaeði og stökur, því Hall grímur Jónasson er ágætur hag- yrðingur og skáld gott. Sumir af þáttum bókar þeirrar, er nú er komin út, eru útvarpserindi, þó nokkuð aukin og breytt. Hall- grímur hefur lengi verið farar- stjóri hjá Ferðafélagi Islands og einkum farið með hópa fólks um öræfi landsins og fáfarna fjalla- vegi. Hann er manna kunnugast- ur hálendinu og hinum miklu auðnum okkar fagra lands, hann er þrekmenni, kjarkmikill, úr- ræðagóður og ötull og verður sjaldan eða aldrei ráðafátt þótt úr vöndu sé að ráða. Oft eru útlendingar með í ferðahópnum ög kemur sér þá vel að Hall- grímur er prýðilega menntaður maður sem hefur dvalið lang- dvölum erlendis við nám og er því vel fær í málum nágranna- landanna. Þekking hans á nátt- úru landsins er mi'kil og kemur það ætíð fram í ræðum hans og ritum. Mun það einróma álit allra að hann sé hinn ákjósan- legasti fararstjóri og leiðbeinandi í hópferðum um auðnir ög öræfi, svo og byggðir, því sögukunn- átta hans engu síður en land- fræðileg þekking í bezta lagi. 1 bók þessari eru 18 þættir; auk formála. Flestir af þáttunum eru ferðasögur, ýmist um áður ófarna og illfæra eða ófæra vegi á bifreiðum eða þá um ferðalög um fjallvegina á síðari árum. Um slíkar leiðir eru raunar eng- ir vegir ennþá, ár óbrúaðar víða og illfært þótt klöngrazt sé. Reyn ir því jafnan mikið á fararstjóra og þá er farartækjunum stjórna. Margar eru þessar ferðasögur af- burðavel ritaðar og allar skemmti legar. Þetta eru ekki þurrar leiðarlýsingar eingöngu heldur lifandi frásagnir um náttúru landsins, samferðafólkið og at- burðina, sem gerðust á ferðalag- inu. Lifandi, segi ég, þvd Hall- grímur Jónasson á í ríkum mæli andríki og frásagnarhæfileika. Hann er skáld. Frásögn hans ber þess vott að hann sér, heyrir og skilur hið tignarlega, dularfulla, töfrandi í stórfenglegri fegurð landsins okkar, hann ann því af hjarta og skortir hvorki smekk- vísi, menntun né vit til þess að segja söguna vel, án óþarfa mála- lenginga og mælgi. Frásögnin er ætíð skemmtileg. Maður fylgir honum og ferðafélögum hans með áhuga, hann dregur upp skýrar, lifandi myndir af atburðunum, stundum er lesandinn milli von- ar og ótta hvernig fara muni eða komizt út úr ýmsum ógöngum, t. d. hyldjúpum, straumhörðum fljótum, illfærum urðum og snar- bröttum skriðum, á bifreiðum, þar sem aldrei hefur verið farið áður með slík farartæki — eða þegar hann lenti í stórhríð á Blá- fellshálsi með nær 50 nemendur úr Kennaraskólanum, svo ég nefni nokkur dæmi úr ferðasög- unum. Þessar ferðasögur Hall- gríms Jónassonar tel ég alveg Framhald á bls. 16

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.