Morgunblaðið - 04.11.1961, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 04.11.1961, Blaðsíða 20
20 MORGVNBLAÐIÐ Laugardagur 4. nóv. 1961 Dorothy Quentin: Þðqlaev 32 Skáldsaga Vinir þínir fara víst með þeirri ferð, er ekki svo? sagði André. sem misskildi fölvann á andliti hennar, en eftir sex vikur gefcurðu farið á eftir þeim, hve- nær sem er, án þess að eiga á hættu að missa eignina. Ég veit það. Hún átti fullt í fangi með að halda aftur af mót- mælunum, sem voru komin fram á varir hennar. I>að vaeri betra ef André héldi. að henni væri farið að leiðast hérna á eynni. Ég gæti vel hugsað mér að taka mér einhvernfcíma frí og fara þá til Bandaríkjanna. Eg get ekki þolað þessa fjar- vistar-landeigendur, sagði gamla konan gremjulega. Ef þú á annað borð ætlar að lifa á eigninni, áttu að vera þar sjálf til að líta eftir henni. En vitanlega væri það alveg vonlaust fyrir unga stúlku. Laurier ætti að ganga til Andrés — enda ætlaði hr. Lauri- er honum eignina fyrir sjúkra- hús. Edward vildi láta F .ncoise ráða þessu sjálfa, mamma, sagði André með furðulegri einbeittni. En þá kom Paul inn að segja til matarins. svo að frekari umræð- ur urðu ekki um þetta. Frankie sat andspænis Simone við gljáfægða borðið, sem endur- kastaði þægilegu kertaljósinu. Helena sat, gribbuleg og teinrétt í svarta kjólnum sínum með hvítu slaufunni á brjóstinu, við annan enda borðsins, en André við hinn. Hann smakkaði á vín- inu hjá þjóninum og lét hann síðan hella í glösin fyrir þær. og brosti til Frankie. Þegar loks glas hans hafði verið fyllt, stóð hann upp og lyfti því fyrir hana. Til hamingju með afmælið, mín fagra Francoise! sagði hann hlæjandi og um leið fór hann að geta sér til um, hvað hún hefði gert við blómkransinn, sem hann gaf henni þegar hún kom heim. hvort hún hefði fleygt honum í sjóinn, svo að hún kæm; aftur, ef hún einhverntíma yfirgæfi eyjuna, eða hvort hún hefði látið þjónustufólkið fleygja honum ásamt með öðru rusli. Fagra Francoise.... Hún vissi vel. að þetta var sagt í gamni, án þess að nokkur hugur fylgdi máli. Hún vissi, að nú hafði André varpað frá sér fordómum sínum gegn hinni full- orðna Francoise, en minntis# að- eins með velvild stelpukrakkans. sem honum hafði þótt vænt um forðum, og að nú ætlaði hann að gera þetta að gleðidegi fyrir hana. En um leið vissi hún, að þessar tvær konur fylgdu hverri hennar hreyfingu, með allskonar grunsemdir um þessa nýju vin- áttu hennar og Andrés. enda þótt þær tækju undir hamingjuósk- irnar með kurteisisbrosi. Skál, Francoise! Þakka ykkur fyrir. Frankie kunni það mikið til samkvæmis- siða, að hún svaraði þessum kveðjum brosandi um leið og hún lyfti glasi sínu. Og nú vil ég óska ykkur til hamingju, Simone og André! Helena klippti með augnalok- unum meðan hún drakk skál sonar síns og tengdadótturinnar tilvonandi. Paul bar súpuna á borðið og nú hófst almennt sam- tal. Líklega vegna þess að hún byggist við að nú færi að styttast í veru hennar á staðnum. gat Frankie talað opinskátt um Am- eríku og dvöl sína þar í návist Andrés, enda þótt hún forðaðist að tala um starf sitt í nánari smáatriðum. Stundum kom hún honum til að hlæja með skrítlum um Ted yngra og Lindu, og svo klaufastrik sjálfrar sín. þegar hún kom fyrst í skólann. Ég skil. Það fór eins fyrir mér í Frakklandi. Hann hleypti brún- um glettnislega, og bætti við þurrlega: Ég er ekkert viss um, að við fáum verulega góðan und- irbúning hér á eynni yrir dvöl í þessum miklu framfara- og tæknilöndum. Eða ég ætti kann- ske að segja siðaðri löndum. Við erum nú engir villimenn hér, sonur sæll, sagði Helena með beizkju. Og það var líka mála sannast. að þessi máltíð var allt annað en frumstæð. Á- gætur matur og vel framreiddur, fínn borðbúnaður f þessari fallegu stofu, sem hafði verið gerð svo skrautleg í þessu ný- tízkulega húsj með skrautlausu herbergjunum. Nei, kannske ekki villimenn, sagði André hugsandi. en óbrotn- ari ef ég mætti svo segja. Af því að við erum hér afskekkt og í hitabeltinu, höfum við sloppið við margar af þessum flækjum siðmenninngarinnar nú á dögum —• hann leit afsökunaraugum á Frankie — fyrirgefðu mér, að það er orðið mér kappsmál að geta bætt eitthvað fyrir íbúunum hérna, án þess þó að glata þess- um einfaldleik. Hann fer nú samt af með ári hverju, sagði Helena nístandi. Og nú. þegar fólkið fer að sjá sjálft sig á kvikmyndum, verður það ennþá heimtufrekara. Kann- ske verðum við líka ferðamanna- land og þá yerða þeir innfæddu ekkert nema ágirndin, rétt eins og á Tahiti. Æ, vertu ekki að þessu! André glotti og Frankie hló, því að báð- um datt í hug útibíóið í Belle- fleur. Það verða mörg ár þang- að til þessi -ynd. sem þeir voru að taka, verður sýnd hér. Og þegar.að því kemur, verður hún skaðlaus. Okkar fólk eru engir blábjánar — þeir vita alveg hvað fram fer í heiminum — þeir, sem sækjast eftir framför- um, fara bara burt héðan. en hinir, sem eftir sitja, verða á- nægðir. Og samt ætlarðu að fara að slíta þér út við að bæta lífsskil- yrði þeirra og kenna þeim heilsu fræðireglur, sagði Simone lágt. André gretti sig ofurlítið. Já. hvað læknishjálp snertir, vil ég láta þá fá allt það, sem bezt er og nýjast. En að öllu öðru leyti vil ég, að þeir séu sem líkastir því sem nú er — blátt áfram — ánægðir — óspilltir. Er það ekki barátta milli heim- speki. og raunvísinda? spurði Frankie glettnislega. Jú einmitt. Vitleysislegt og sjálfu sér ósamkvæmt, en svona er það nú samt. Allt kvöldið höfðu eldingar verið að sjást á himninum með nokkru millibili. Simone. sneri að glugganum, hröltk við í hvert sinn og horfði niður í borðið. En nú heyrðust fyrstu drunurnar langt í burtu yfir fjöllunum og þá sleppti hún skeiðinni svo að hún glamraði á borðinu. Fyrirgefið þið, sagði hún við Helenu, rétt eins og hún hefði framið einhvern glæp. Kannske var það glæpur hér í húsinu að missa niður skeicjina sína. hugs- aði Frankie. Þessi þrumuveður.. þau gera mig svo hrædda.. Þú verður nú að venjast þrumuveðrunum hérna, sagði Helena, og sízt af öllu máttu láta nokkur innlendan mann sjá á þér hræðslu. Röddin var harð- neskjuleg, en André lagði hönd- ina á hönd Simone á borðinu. Veslingurinn litli. sagði hann brosandi við stúlkuna og leit svo næstum ávítunaraugum á móður sína. Við erum nú ekki öll eins hörð og þú. mamrna. Fólk, sem er hrætt við þrumuveður, getur ekki að því gert. Ragmennska. hverrar tegund- ar sem er, framan í svertingjun- um, er vítaverð! Helena mætti augnaráði sonar síns með ein- beittni. Hræðslan er til þess að sigrast á henni, sonur minn. Komdu, Simone. við skulum setjast inn í sal og koma í piqu- et; þá geturðu gleymt þrumu- veðrinu. Frankie, sem elskaði hinn stór brotna ægileik hitabeltisstorm- anna, fann í fyrsta sinn til ofur- lítillar samúðar með Simone, sem þurfti að vera undir járn- hæl þessa gamla harðstjóra .... en jafnframt minntist hún sjálfr- ar sín og Andrés, þegar þau voru að hlaupa, berfætt og ber- hausuð í þrumuveðri, hlæjandi eins og vitfirringar og sleikj- andi regnið, jafnóðum og það skall framan í þau. Viltu hafa mig afsal.aða — ég fæ höfuðverk af því.... Simone var orðin náföl í framan. >f >f >f GEISLI GEIMFARI >f >f >f Maddi morðingi lætur geimskip .... Þar lendir hann skipi sínu. langdræga geislabyssu hérna. Ef hún jarðareftirlitsins elta sig niður á — Fyrir mörgum vikum faldi ég er virk þurfum við ekkert að óttast! Titan, eitt af timglum Saturnusar Það þarf að gefa henni tolanin sagði Frankie í hugsunarleysi. Stúlkuveslingurinn skalf og nötr aði af hræðslu. André leit á hana með furðu- svip' áður en hann sneri sér að Simone. Farðu og leggðu þig út af, góða mín, sagði hann blíð- lega. Ég skal senda Anne-Marie með eitthvað róandi handa þér. Hún sendi honum aðdáunar- bros. áður en hún gekk út, og afsakaði sig eitthvað við Helenui um leið og hún gekk fra,m hjá stólnum hennar. Þegar þau höfðu komið gömlu konunni fyrir í salnum, fór André fram að taka til meðalið. Þið farið alveg þveröfugt að þessu, snörlaði Helena, og stokk- aði fín frönsk spil með krækl- óttun. höndunum. André er af- Ieitur með að dekra ofmikið við alla, hvort sem það eru krakk- ar. skepnur eða fullorðið fólk. Simone ætti að sitja hérna hjá okkur og bara gleyma þrum- veðrinu. Þetta, að André dékraði við nokkurn mann, kom brosi fram á varir Frankie. Ég held hann geri það ekki nema þeir eigi I hlut, sem eru ungir eða hræddic eða veikir, sagði hún rólega. Gamla konan starði á hana yf- ir spilin. Alltaf hafði þessi stelpa hjálpað André til að setja sig gegn vilja hennar. hægt og kurt- eislega að vísu, en mótþrói var það nú engu að síður. En í kvöldl var eitthvað í fari Franooise, sem var öðru vísi en áður. Náttúr- lega mundi þessi kjóll gera hverja stúlku fallega. En það var bara eitthvað meira en kjóllinn í kvöld. Francoise hafðil lagt sér til einhvern virðuleik — hún var orðin uppkomin. Þú ert ekki hrædd við höfuð- skepnurnar! snörláði hún, eins og gegn vilja sinum. Ég er hér fædd og uppalin, frú .... Frankie mætti augnaráðí hennar án þess að líta undan. Ennþá hófst einvígi milli þeirra. í þetta sinn vildi bara svo skríti- lega til, að Frankie var farin að taka svari Simone. Það er allt annað með hana. svaraði hún. Þegar fram líða stundir vensfc hún alveg af þessari hræðslu, en fyrir þann, sem er nýkominn frá Evrópu, getur eyjan okkar stund um verið.... dramatísk. Laugardagur 4. nóveniber 8:00 Morgunútvarp (Bæn: Séra Ósk- ar J. Þorláksson. — 8:05 Morgun leikfimi: Valdimar Örnólfsson stjórnar og Magnús Pétursson leikur undir. — 8:15 Tónleikar. — 8:30 Fréttir. — 8:35 Tónleik- ar. — 9:10 Veðurfregnir. — 9:20 Tónleikar). 12:00 Hádegisútvarp (Tónleikar. 12:25 Fréttir og tilkynningar). 12:55 Óskalög sjúklinga (Bryndís Sig- urjónsdóttir). 14:30 L.augardagslögin. 15:00 Fréttir og tilkynningar. 15:20 Skákþáttur (Guðmundur Am- laugsson). 16:00 Veðurfregnir. — Bridgeþáttur (Stefán Guðjohnsen). 16:30 Danskennsla (Heiðar Ástvaids- son). 17:00 Fréttir. — Þetta vil ég heyra: Haraldur Adolfsson leikhússtarfs maður velur sér hljómplötur. 17:40 Vikan framundan: Kynning á dagskrárefni útvarpsins. 18:00 Útvarpssaga barnanna: ,,Á leið til Agra" eftir Aimée Sommer- felt; V. (Sigurlaug Bjömsdóttir). 18:20 Veðurfregnir. 18:30 Tómstundaþáttur barna og ung. linga (Jón Pálsson). 18:55 Söngvar í léttum tón. — 19:10 Tilkynningar. 19:30 Fréttir. 20:00 Frá danslagakvöldi i Beriin — (Michael Naura kvintettinn og Rita Reyes flytja). 20:20 Upplestur: „Ófullkomin játning", smásaga eftir Laszló Böti, í þýð- ingu Stefáns Sigurðssonar (Þýð- andi les). 20:40 í vetrarbyrjun: Jón R. Kjartans- son kynnir ýmis konar lög, sem minna á veturinn. 21:25 Leikrit: „Morgunn í lífi skálds", gamanleikur eftir Jean Anouiih, þýddur af Óskari Ingimarssyni, — Leikstjóri: Ævar R. Kvaran, Leikendur: Þorsteinn Ö. Stephen sen, Inga Þórðardóttir, Arndis Björnsdóttir, Guðbjörg Þorbjarn ardóttir, Gísli Halldórsson, Rúrils Haraldsson, Gestur Pálsson, Jón Aðils, Guðrún Stephensen, Sig- ríður Hagalín, Flosi Ólafsson og Karl Guðmundsson. 22:00 Fréttir og veðurfregnir. 22:10 Danslög. 24:00 Dagskráriok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.