Morgunblaðið - 04.11.1961, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 04.11.1961, Blaðsíða 22
22 MORGVNBLAÐIÐ Laugardagur 4. nóv. 1961 Yfirburðasigur Efter- slægten í gærkvðldi Sigraði úrvalið með 23:15 ANNAR leikur hins danska handknattleiksliðs, Efterslægt- en, var í gærkvöldi, gegn úrvali HKRR. Leikum lauk með stórum sigri gestanna, flestum á óvart, en menn höfðu gert sér vonir um sigur úrvalsins eftir jafnteflið gegn KR. • Silaleg’ur leikur úrvalsins. Strax í upphafi tóku Danir for ustuna og höfðu að 10 mínútum liðnum skorað 5 mörk gegn 1 Var leikur þeirra léttur og hrað- ur, en leikur úrvalsins sundurlaus og silalegur. Guðjón átti þó á- gaetan leik í markinu, þrátt fyrir þennan mun. Næstu 6 mínútur kom ágætur kafli úrvalsins, sá eini góði í leiknum, og þeir náðu að minnka bilið í 5:6. En Danir tóku völdin strax aftur í sínar hendur og á 25 mín. var staðan orðið 10:6. A síðustu mínútu tókst úrvalinu að höggva inn á muninn og í hálf- leik stóð 11:9. • Harka. Bæði liðin léfcu af allt of mik- i'lli hörku og voru okkar menn þó brotlegri. Leiðinda pústur og allra handa stimpingar voru tíð ar, en dómarinn, Magnús Péturs- son tók of vægt á hlutunum í upphafi Og þess vegna ágerðist slagurinn. í fyrri hálfleik voru dæmd 6 vítaköst, 4 á Dani og 2 á íslendingana. Réttlætanlegt hefði verið að vísa einum til tveim leikmönnum af velli, en það var ekki gert fyrr en í síðari hálfleik og hitinn var farinn að færast um of í leikmenn. • Spenningur — vonleysi. 1 byrjun síðari hálfleiks lék Efterslaegten rólega og hugðist auðsjáanlega bíða færis og opna vörn úrvalsins þannig. En brátt færðist sami hraðinn aftur í leik inn. Landsliðsmaðurinn Bernth bætti við tveim fallegum mörk- um (13:9), en Reynir og Gunn- laugur færðu töluna aftur í sama horf og um miðjan hálfleikinn stóð 14:12. Var á því augnabliki hvað roest spenna í leiknum og menn vonuðu nú, að úrvalinu tæfc ist að ná yfirhöndinni. En Dan- irnir léku betur og hinn frá- bæri markvörður, Morthensen varði hvert stórskötið á fætur öðru. Var leikur úrvalsins nú hreint Og beint lélegur, lítið ann að en skot í tíma og ótíma, flest af löngu færi, en það eru uppá- haldsskot Morthensens. Danirnir léku létt og skemmtilega, enda skoruðu þeir nú hvert markið á fætur öðru og þessi kafli gerði í raun og veru út um leikinn. A 20. mín. var staðan orðin 20:14 og vonleysi í herbúðum úrvals- ins. Síðasta kafla leiksins áttu Dan ir nær allan og lauk leiknum eins og fyrr segir með stórum sigri þeirra, 23:15. • Vísað af velli. Þrem leikmönnum var vísað af velli í tvær mdnútur hverjum, Hansen og Nielsen úr liði gest- anna, en Ingólfi úr úrvalinu. 1 liði Dananna var Mörthensen beztur eins og fyrri daginn, en aðrir, sem athygli vöfctu voru Brenth og Baun. í liði úrvalsins bar einna mest á Gunnlaugi og Karli, en þeirra var vand'lega gætt. Guðjón átti ágætan leik í markinu, en í síðari hálfleik kom Guðmundur Gústafsson inn í staðinn fyrir hann og varði lítið. • Röng uppstilling. Á pappírnum er þetta úr- valslið sterkt, en þegar þess er gætt hve frábær markvörður Efterslægten er, virðist eðlilegra að leggja megináherzlu á sterka línuspilara. Með fleiri línu- mönnum og færri stórskyttum, hefði munurinn ekki orðið eins mikill. En hvað um það, Dan- irnir sigruðu og voru vel að þvi komnir. Gaman verður að sjá hvernig FH tekst á morgun í Keflavík, og eru allar líkur fyrir skemmtiiegum og spennandi leifc. Mörk Efterslægen skoruðu — Brenth 5, Nielsen og Vigh 4 hvor, Hansen, Housman og Baun 3 hver og Deneske 1. Mörk úrvalsins — Karl Jó- hannsson og Gunnlaugur 5 hvor, Guðjón, Agúst I>ór ,Reynir, Ing ólfur og Sigurður 1 hver. K o r m á k r . * Graves hinn um- deildi mabur Myndin sýnir hinn umdeilda Jimmy Greaves. I Englandi segja menn að hann sé öllum knattspyrnumönnum fremri. Áftalíu vilja menn losna við hann. Island eitt á móti Frjálsíþróttasamband Norður- arson gjaldkeri FRÍ. Aðalmál landa hefur setið á ráðstefnu að undanförnu. Fulltrúi íslands á ráðstefnunni var Björn Vilmund Stórum vaxandi aðsókn að körf u knattleiksmótum Frá aðalfundi körfuknattleiksráðsins AÐALFUNDUR KKRR var hald inn að Hólatorgi 2, þriðjudaginn 31. nóv. Fundinn sóttu fulltrúar frá öllum félögum í Reykjavík, sem hafa körfuknattleik á stefnu skrá sinni. Þór Hagalín formaður ráðsins setti fundinn og tilnefndi sem fundarstjóra Hafstein Stefánsson og fundarritara Guð- mund Þorsteinsson. Skýrsla stjórnarinnar og end- urskoðaðir reikningar fyrir starfs arið 1960—’61, lágu fyrir fundin- um fjölritaðir. Helztu störf ráðs- ins voru framkvæmd Reykjavík- ur- og Islandsmóts og einnig hrað móta og einstakra leikja við Varnarliðið á Keflavíkurflug- velli. Ráðið athugaði möguleika á landsleikjum og einnig hafði það forgöngu um æfingar fyrir væntanlega landsliðsmenn en þjálfarar voru þeir Helgi Jóhanns son og Benedikt Jakobsson. Með stofnun KKl. hurfu þau mál úr umsjá ráðsins. Aðsókn að mótum fór vaxandi og var oft ágæt, einkum virtust hraðmót vinsæl. Þetta og hin mikla þátttaka og áhugi í yngri flokkunum sýnir, að íþróttin á vaxandi fylgi að fagna og að efcki þarf að örvæhta um fram- tíð hennar. Formaður minntist á dómara- vandamálið, kvað bað ekki hafa verið leyst á árinu. Fyrir skömmu var haldið dómaranámskeið, en aðsókn var mjög lítil. Miklar um ræður urðu um málið og tillög- ur til úrbóta. Að lokum var væntanlegri stjóm ráðsins falið að reyna að leysa vandann hið fyrsta. Reikningar ráðsins sýna, að fjárhagur hefur farið batn- andi á árinu, þó að engan veginn geti hann talist góður enn. Dóm- stóll KKRR. fékk eitt mál til með ferðar á árinu og tókst að ljúka því án þess að það tefði fyrir mótsslitum. Körfuknattleiksráðið hélt 9 bókaða fundi á árinu auk allmargra skyndifunda. Að lokum var gengið til kosn- inga, formaður var kjörinn Marinó Sveinsson KFR. Aðrir í stjórn eru Guttormur Ólafsson, KR, Páll Pétursson ÍS Elías Magnússon Armanni og Ólafur Geirsson ÍR. Fyrsta verkefni hins nýkjörna ráðs er framkvæmd Körfuknattleikimóts Reykjavík- ur en það hefst laugardaginn 4. nóv. kl. 20.15 að Hálogalandi. Enska knattspyrnan TOTTENHAM keppti sl. mið- vikudag við hollenaka liðið Feye noord. — Fór leikurinn fram í Hollandi. Tottenham sigraði 3:1 og skoruðu Jones og Fran Saul (2) mörkin. Mikill áhugi var fyr- ir leiknum og voru áhorfendur um 64 þúsund. Dómari var góð- kunningi okkar frá Noregi, Leif Gulliksen. Urvalslið úr skozku og ítölsfcu deildarliðunum léfcu í Skotlandi sl. miðvikudag. Leikurinn endaði jafn 1:1. I ítalsfca liðinu voru m. a. Denis Law, John Charles, Hitchens og Daninn Flemming Nielsen, sem hefur slegið í gegn á ítalíu. Landslið Wales, sem leikur við skoska landsliðið n.k. miðviku- dag, hefur nú verið valið og er þannig skipað: Jark Kelsey (Arsenal); Allan Harrington (Cardiff); Stuart Williams (W.B.A.); Vih Crowe (Aston Villa); Mel Charles (Ars- enal); Colin Baker (Cardiff); Len Allchuch (Sheffield U.); Phil Woosnam (West Ham); Ken Leefc (Newcastle); Ivor Allohurch (Newcastle) og Cliff Jones (Tott enham). — Varamaður er Dai Ward (Cardiff). Aston Villa hefur hug á að kaupa Brown, markvörð St. Mirren. Þórólfur Beok, býr eins og kunnugt er hjá Brown. þingsins voru áhugamannaregl- urnar og gerði þingið samþykkt sem vekur viða athygli. Þingið samþykkti að gera það að sameiginlegri tillögu Norður landa á þingi Evrópusambanda frjálsíþróttamanna að bæta mætti keppendum atvinnutjón er þeir verða fyrir og skulu bæturnar hækkaðar frá því sem áður var regla. Skuli heimilt að greiða þeim allt að 5 sterlingspundum á dag (600 ísl. kr.) í 28 daga yfir- leitt en í allt að 40 daga ef um sérstakar undantekningar er að ræða. Heimilt skal vera að greiða mönnum atvinnumissi þó þeir séu aðeins við æfingar í æfinga búðum. Jafnframt samþykkti þingið að gera það að tillögu sinni á Evrópu þinginu að verðmæti verðlauna í keppni mætti hækka úr 12 pund um sem var hámark í 20 sterlings pund (2400 kr.). Þessi tillaga var á Norðurlanda ráðstefnunni samþykkt meö 4 at kvæðum gegn 1 og stóð fulltrúi íslands einn á móti þessari hækík un. Handboltamaður fórnar fingri AKRANESI, 2. nóv. — A hand- boltaæfingu í iþróttahúsinu í gær kvöJdi sendi Pétur Jóhannesson knöttinn af slíkri hörku að marki, þar sem Svavar Sigurðssón var markmaður, að efri köggull á litla fingri vinstri handar Svav- ars brótnaði upp við hnúa. Geng- aða. Boltinn fór ekki í mark. ur nú Svavar með höndina reif- — Oddur. Danska knatfspyrnan 20. UMFERÐ dðnsku deildarkeppninn- ar fór fram sl. sunnudag og urðu úrslit í I. deild þessi: K.B. — Frederikshavn......... 4:1 A.I.A. — A.G.F............... 1:3 1903 — Esbjerg .............. 0:1 K0ge — 1913......*.......... 5:2 O.B. —- 1909 ................ 3:2 Vejle — Skovshoved........... 4:3 Staðan í I. deild er nú þessi: Esbjerg 20 14 3 3 50:16 31 K.B 20 13 3 4 61:38 29 1913 20 13 0 7 46:29 26 1903 20 10 4 6 30:23 24 A.G.F 20 10 2 8 36:32 22 1909 20 9 2 9 37:41 20 K0ge 20 8 2 10 48:43 18 O.B 20 6 4 10 32:36 16 Vejle 20 8 0 12 37:49 16 Frederikshavn 20 5 5 10 24:48 15 Skovshoved 20 5 4 11 22:36 14 A.I.A 20 4 1 15 28:50 9 Liðin eiga nú öll eftir 2 leiki og fara þeir fram 19. og 26. nóvember. Esbjerg virðist nær öruggt um að hreppa Danmerkur-meistaratitilinn að þessu sinni. Liðið þolir að tapa öðrum leiknum sökum mjög hagstæðs marka- hlutfalls. Esbjerg leikur næst heima gegn 1913, en á einnig eftir að leika við K0ge. A.I.A. er þegar fallið niður 1 II. deild, en baráttan er hins vegar mikil um hvaða annað lið fylgir með. Almennt er álitið að annað hvort Skova hoved og Frederikshavn falli niður, en O.B. og Vejle eru þó bæði 1 hættu, Skovshoved á eftir að leika við A.I.A* og K.B. en Frederikshavn á eftir að leika við 1903 og 1913. í II. deild hefur Br0nsih0j þegam tryggt sér sæti í I: deild næsta ár, en baráttan er mikil um hvaða annað liS flytzt upp. A.B. og AaB hafa bæði 26 stig, eiga bæði eftir 2 leiki og er markatalan svipuð. A.B. á eftir að leika við Br0nsh0j og HIK en Aato á eftir að leika gegn Randers Freja og B93. islandsmeistararnir mæta Efter- slægten í stórum sal ÞRIÐJI leikur danska handknatt leiksliðsins verður á sunnudaginn og fer fram í íþróttahúsinu á Keflavíkurflugvelli. Mótherjarn- ir verða þá tslandsmeistarar FH, en ank leiks liðanna fara fram leikir í 2. fl. karla milli Keflvík- inga og KR í m.fl. kvenna milli KR og Breiðbliks í Kópavogi. • Bezti samanbnrðurinn. Leikurinn á morgun þarna syðra, verður án efa bezti sam anburður á getu íslendinga og Dana. Kemur þar fyrst og fremst til að leikið er á næst um fullstórum velli, en því eru hinir dönsku gestir van- astir. f öðru Iagi eru mótherj arnir íslandsmeistarar FH sem að öðrum liðum ólöstuðum hafa verið ókrýndir konungar ísl. handknattleiks á undan- förnum árum. Þetta verður þvi „Ieikur leikanna“ í þessari dönsku heimsókn. Danir tefla fram sínu sterfc- asta liði og það gerir FH einnig nema hvað óvíst er að Ragnar Jónsson verði með vegna meiðsla reynslu allra íslendinga í leifc á svo stórum velli sem þarna er og verður gaman að sjá þá fást við danska liðið með hinn fræga Bent Mortensen í mankinu. • Miðar. Aðgöngumiðar að þessum leifc gilda sem vegabréf á Keflavíkur flugvöll. Þeir fást í Vesturveri, 1 Skósöluxmi Laugavegi 1, hjá OS ver Stein bóksala í Hafnarfirðl, í biðskýlinu á Kópavogshálsi o@ við bílana og hliðið á vellinum. Bogi Þorsteinsson hefur miða ti sölu á Keflavffleurflugveili. Ferðir suður eftir á sunnudag inn verða frá BSt kL 1:15 og I bæinn strax að leikum loknuno.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.