Morgunblaðið - 05.11.1961, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 05.11.1961, Qupperneq 3
Sunnudagur 5. nóv. 1961 MORCVTSBL AÐIÐ FYRIR skömmu barst dag- blöðum og fréttastofum víðs vegar um heim fregn frá Tass-fréttastofunni rússnesku um að sovézk- um vísindamönnum heSíi tekizt að halda tækni- frjóvguðu eggi lifandi í tilraunaglas þar til það vó fimm hundruð grömm. Það var sovézkur vísinda- maður, Pjotr Anoktjin, pró- iessor, sem skýrði rússnesku þjóðinni frá þessu í sjón- varpsþætti og sagði, að unn- ið hefði verið áð þessum tilraunum í Sovétríkjunum sl. fimmtán ár. í þættinum kom einnig fram ítalski vísinda- maðurinn og prófessorinn Daniele Petrucci, sem er sér- fræðingur á þessu sviði og hefur sjálfum tekizt að halda lífi í fóstri í tilraunaglasi í 29 daga. Vakti mikla athygli þegar skýrt var frá þeim árangri hans á sl. ári og varð vísindamaðurinn fyrir harðri gagnrýni málgagns páfastólsins „Osservatore Romano“. Er sú gagnrýni blaðsins byggð á þeirri skoð- un kaþólskra, að líf mann- veru kvikni þegar við frjóvg- un eggsins og sé því engum heimilt að grípa fram í þró- un þess — lífið sé heilagt og engum heimilt að skerða það. • Forspá Haldane’s Fregn þessi kemur víst engum á óvart, sem eitthvað þekkir til möguleika líffræð- innar og lífeðlisfræðinnar. — Tilraunir hafa verið gerðar um langan aldur með að rækta lifandi vefi dýra og hugmyndin um tæknifrjóvg- un og gervimann kom fram fyrir löngu, m.a. í ritum Karols Capek og Aldous Hux- leys (Brave new wórld). Til gamans skal hér einn- ig getið forspár „prognose" brezka lifeðlisfræðingsins J. B. S. Haldane, sem hann setti fram í fyrirlestri árið 1923. Fyrirlestur sinn nefndi Hald- ane „Dædalus — eða vísind- in og framtíðin" og þar fjall- aði hann um þróunina fram ttl ársins 2050. Haldane var fullkomin alvara með þessari spá sinni og áleit hana sízt of djarflega hugsaða. Á þessu tímabili taldi hann efnafræðina fá gr.undvallar- þýðingu. Allar fæðutegundir yrðu smám saman framleidd ar með efnafræðilegum að- ferðum. Áður en árið 2050 gengur í garð, telur Haldane að unnt verði að framleiða efnafræðilega fæðutegund, sem sé fullnægjandi bæði frá lyffræðilegu og efnahagslegu sjónarmiði. Það hefur aftur í för með sér, að landbúnaður verður hreinasti munaður og allir menn muni búa í bæj- um sem geta séð íbúum sín- um fyrir viðurværi. Eyði- legging landbúnaðarríkjanna og mikil offramleiðsla efna- fræðilegra matvæla munu að sögn Haldane’s valda mikl- um stjórnmálaörðugleikum á fimmta tugi aldarinnar. Þá kemur að hinni liffræði legu hlið. Þar hefur Haldane mikinn áhuga á ‘því, sem hann nefnir ectogenese — þ.e.a.s. framleiðslu barna án þess móðir eða faðir komi þar nokkurs staðar nærri. Haldane áleit árið 1923, að fy^sta barnið myndi fæðast með þessum hætti árið 1951 og hann taldi líklegast að Frakkar yrðu fyrstir þjóða til að lögleiða slíkar fæðing- ar. Arið 1968, segir Haldane, verða 60 þúsund börn fram- leidd með þessum hætti og árið 2050 verða aðeins 30% barna fædd af konum. Hald- ane telur þessa ráðstöfun verða til mikilar blessunar fyrir mannkynið, hún geti beinlínis orðið menningunni til bjargar. Það hefur komið á daginn, að Haldane var að minnsta kosti tíu árum of bjartsýnn — en tíu, jafnvel tuttugu ár, eru ekki langur tími og enn er ekki að vita hvernig atburðarás tækninnar snýst. Þessi fregn hvarf nokkuð í skugga hinna ógnvekjandi fregna af kjarnorkuspreng- ingum Rússa síðustv. vikur. En þegar farið er að íhuga hana, er ekki laust við, að um mann renni nokkur beyg ur. Við minnumst þess, að þeir snjöllu menn, sem leystu úr læðingi ’orku atómsins, töldu sig með því vera að opna möguleika til ómælan- legrar blessunar fyrir mann- kvnið. Og svo hefði getað orð — og getur vonandi enn, þótt nú líti helzt út fyrir að siðferðilegt þroskaleysi mannkynsins ætli að leiða til glötunar. Og hvað þá um þetta skref? Morgunblaðið hefur snúið sér til nokkurra manna og beðið þá að segja í stuttu máli álit sitt. Á að framleiða mann- verur í tilraunaglasi? Fimm borgarar segja skoðun sína á máfinu P. V. G. KOLKA LÆKNIR: Mér finnst þessi frétt ekki mjög furðuleg eða merkileg. Alexis Carrel og samstarfs- menn hans við Rockefellers- stofnunina í New York hófu að rækta í tilraunaglasi vef úr hænsnafóstri fyrir um 40 árum og héldu honum lifandi og vaxtarhæfum í 20 ár eða lengur. Prófessor Petrucci í ítalíú hefur gert með nokkr- um árangri líkar tilraunir með mannsfóstur í tilrauna- glasi. Auðvitað hefur hvorki hann né Rússarnir búið til meirn eins og þá, sem Karol Capek notaði sem efni í hið fræga leikrit sitt Gervimenn (Rossum’s Universal Robots) fyrir um 40 árum. Hér er aðeins um það að ræða að veita frjóvguðu eggi mátuleg lifsskilyrði og sem svipuðust þeim, sem það býr við í legi móður, þ.e.a.s. líkamshita og viðeigandi næringarvökva. — Eggið verður að sjálfstæðri lífsveru um leið og það hef- ur frjóvgast af sáðfrumu. Það getur ekki kallast að búa til mann að veita slíku eggi vaxtarskilyrði, frekar en að búa til gulrófu, þótt maður setji rófufræ í viðeigandi jarðvég, svo að úr verði full- þroskuð gulrófa. Það er m.a.s. vel þekkt, að hægt er að rækta rófur og aðrar jurtir í næringarvökva í stað mold- ' ar, og á sama hátt ætti að vera hægt að rækta egg í vökva í stað legs. Jafnvel þótt líka sé um að ræða frjóvgun eggs í glasi, þá er það ekki að búa til mann. Búfræðingar okkar skapa ekki kálfa, þótt þeir fái sent í pósti djúpfryst sæði úr ensku nauti og sæði með því kú á Rangárvöllum, svo að úr verði kálfur. Það ógeðslegasta við að rækta fulþroskað bam á þennan hátt, ef það tækist, sem er vel hugsanlegt, er hættan á að það yrði fáviti eða vanskapnaður, ef eit«- hvað bæri út af efnasamsetn- ingu tilraunavökvans. Enn verra er, að fóstur, sem vex í sínu eðlilega umhverfi, móð urskautinu, getur líka farið svo vegna þess helryks. sem nú er sáldrað yfir aldna og óborna. Miklu furðulegra afrek Rússa en ræktun eggs í til- raunaglasi er ræktun íslend- inga í sínu eðlilega og þjóð- lega umhverfi, svo að úr verði leikbrúður, sem gleypa við öUu þeirra glamri, lofa Stalin hástöfum í lifanda lífi og lesa jafnvel út úr svip hans yfirnáttúrlega göfug- mennsku, en kyngja því svo, að hann hafi verið einn kald- rifjaðasti og drengskaparlaus asti glæpamaður veraldarsög- unnar, eða fordæmdu fórnar- lömb hans sem bersýnilega ó- þokka, meðan þau stóðu varn arlaus fyrir dauðadómi sín- um, en telja þau alsaklaus síðar, af því að Krúsjeff seg- ir svo nú. Það getur maður kallað að búa til gervimenn, ef menn skyldi kalla, en ekki grey. SÉRA JÓN AUÐUNS, dómpróf.: Hversu langt vísindin kom ast í þessa átt, veit ég ekki. En tilraun, sem svo vegur að rótum lögmáls, sem GuS hefir sett mannlegu lífi, vek- ur mér óhugnað. Eru engir helgir dómar til, að menn nemi staðar og segi: Þetta mátt þú ekki snerta? Viðfangsefnið kann að vera lokkandi fyrir vísindamenn- ina, en réttlætir það þessa tilraun? Takist vísindunum það, sem rússneka fregnin hermir, að stefnt sé að, opnast möguleik ar, sem enginn sér fyrir endann á, til misnotkunar á mannfjölgun og mannslífum. Takist að framleiða menn með vélum og vísindatækni, hlýtur að minnka, eða hverfa sú lotning fyrir manninum, lífinu, sem beztu mennmann- kyns, eins og Albert Scwheitz er, sjá, að er eina bjargarvon menningarinnar. Hver mun virða slík vélaafkvæmi? Hver mun hika við að fórna þeim í þjónustu svívirðilegra mark miða? Iskyggilegir möguleik- ar opnast, ef þessi óhugnað- ur verður að veruleika. Kristin siðfræði kennir, að af ábyrgum foreldrum eigi börn að fæðast og alast upp í góðum heimilum hjá föð- ur og móður, eigi vel að fara. Þetta hefir verið blessun þjóð anna, en bölvun þeirra, þeg- ar mistókst. Það er geigvænlegt, að horfa fram á kynslóð véla- afkvæma, sem þekkja ekki eðlileg blóðbönd við föður og móður. Móðurlaus verða þessi börn raunverulega, þótt nota megi þau síðar í þarf- ir ríkisins, þ.e.a.s. þau, sem ekki eru fábjánar. Upplausn heimilanna, er með réttu talin ógæfa of margra barna, sem nú alast upp. Samt eru uppi stefnur, sem keppa markvisst í þá átt. I kínversku kommúnunum er framkvæmd svo ruddaleg upp lausn hjúskapar- og heimilis- lífs, að naumast munu dæmi. Þó fá konurnar þar að ala börn sín, þrátt fyrir siðlaust skipulag. En hvað mundi þá, ef vísindatæknin í voldugu alræðisríki gæti sagt við kon- una: Þú átt ekki að verða móðir, fyrir því hlutverki sjá vélarnar og tæknin. Ríkið þarf að hafa öll umráð yfir baminu, en í voldugum véla- samstæðum, verksmiðjum rík isbáknsins bíður hlutverk þitt! Hve langt komast vísindin. Ég veit það ekki. En fregnin Framhald á bls. 4. iMMMk

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.