Morgunblaðið - 05.11.1961, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 05.11.1961, Blaðsíða 9
Sunnudagur 5. nóv. 1961 luORCinvnr 4 ðið 9 Hornsteinar trúarbragllanna I: Hvers vegna halda menn fast við trú sína I»ESSI grein er fyrsta greinin í greinaflokki, sem fjallar um fimm megintrúarbrögð mannkynsins, hin „æðri“ trúarbrögð: Kristni, Hindúisma, Búddha- trú, Gyðingatrú og Múhammeðstrú. Hinn kunni brezki vísindamaður, dr. Arnold Toynbee, höfundur hins mikla rits A STUDY IN HISTORY, ræðir hér um ítök trúarbragðanna í heiminum í dag. SAMTlMIS því sem menntun hefur aukizt á Vesturlöhdum og vestræn menning komizt á æðra stig (eða svo viljum við trúa), hafa menn smám saman snúið baki við hinni rótgrónu kristni. Fyrst tók að bera á því á saut- jándu öld, og nú er svo komið, að trúrækni virðist á hröðu undanhaldi. Um leið hefur hin vestræna menning síðustu alda — vísinda- leg og frjálslynd, og því tor- tryggin og umburðarlynd — orðið heiminum almennt til fyr- irmyndar; og ein afleiðing þessa hefur orðið sú, að á þess- ari öld hafa hin „æðri“ trúar- brögðin — Hindúismi, Búddha- trú, Gyðingatrú og Múhammeðs trú — beðið ámóta hnekki og (kristnin. Þessi trúarbrögð eiga ekki lengur slík ítök sem fyrr xneðal menntaðra manna; og þessi viðskilnaður við guðstrúna verður æ örari um allan heim á þessari öld síaukins hraða. Hvað hefur orðið þess vald- andi, að mannkynið hefur snúið svo skyndilega baki við þessum lífsvegavísi, sem það hafði fylgt í blindni í aldaraðir? Á Vestur- löndum, þar sem menn tóku fyrst að láta af trú sinni, má benda á tvennt það, sem varð þess valdandi. Annað er tor- tryggni, sem fylgir í kjölfar vísindanna. Hitt er mun alvar- legra: þverrandi siðferðisþrek. Vesturlönd verða að taka hvort tveggja til greina, til þess að gera sér. grein fyrir því, hvernig málin standa. Að vera visindalega þenkj- andi táknar það að neita að við- urkenna trúna eða boðskap hennar. Vísindatilgáta er hrein andstaða trúarkreddu. Það er sómi hvers vísinda- manns að hunza jafnvel elztu og hjartfólgnustu tilgátur, ef þær koma ekki heim við ný- fundnar sannanir eða nýjar skýringar á áður kunnum stað- reyndum. Aftur á móti hafa trúarbrögðin fimm reynt að krefjast þess af söfnuðinum, að hverjum bókstaf sé trúað og hann sé hvergi vefengdur, en í augum vísindamanna eru þetta ekki annað en kreddur, sem hægðarleikur er að afsanna og forkasta. Kristnin heldur því fram, að Jesús sé Guð; að hann hafi ver- ið getinn, eins og egypzkur faraó, fyrir Guðs tilstilli, án holdlegs mannlegs faðernis; að hann hafi risið upp frá dauð- um; og að hann hafi yfirgef- ið plánetu sína sem líkamning- ur og stigið upp til himna. — Kristnin leggur einnig áherzlu á, að sérhver mannleg vera sé ódauðleg og muni lifa áfram sem líkamningur eins og Jesú. Júdaismi eða gyðingatrú pre- dikar, að Gyðingár séu Guðs „útvöldu" synir meðal gjörvalls mannkyns, að þeir séu útvaldir til þess að gegna vissu hlutverki í sögunni; og að hápúnktur sög- unnar í augum alls mannkyns verði, er þessi útvalda þjóð snúi aftur til þess hluta Palestínu, sem var heimaland Gyðinga frá því seint á þrettándu öld þar til snemma á sjöttu öld f. Kr., en þá verði ríki Messíasar á jörðu komið á fót. Hinúismi prédikar, að mann- kyninu sé skipt niður í erfða- stéttir. Allur þorri manna má kallast úrhrak. Allar stéttir nema ein eru manninum til mihnkunar. Brahmanar túlka forréttindi á svipaðan hátt og, Gyðingar. Þeir einir, sakir dyggða ættstofns síns, geta með sanni staðið fyrir vissum nauð- synlegum trúarathöfnum. Hindú ismi heldur því einnig fram, að kýr (naut reyndar ekki) séu heilagar. Hinn siðferðislegi afturkippur, sem stafar af skorti vestrænna manna á umburðarlyndi gagn- vart kristninni og túlkunum á henni, hefur markað stórt spor í sögu vestræns anda síðustu aldir, og hann verður að meta. Skortur á umburðarlyndi er al- gengur meðal kirstinna manna og múhammeðstrúarmanna. — Þetta er arfleifð frá gyðingatrú, sem er foreldri beggja trúar- bragða. Þessi fimm trúarbrögð eru elztu og útbreiddustu dæmi heims um mannlega samheldni. Ekkert riki í dag ræður t. d. yfir jafnstórum landsvæðum og jafnmörgum þegnum og kristn- in, Múhammeðstrú, Hindúismi eða Búddhismi. Ennfremur eru þessi rótgrónu trúarbrögð, sem nú eru að missa hylli mennta- manna í þeim löndum, sem þau virtust hafa skotið hvað dýpst- FYRSTU ÁRIN eftir síðari heimsstyrjöldina höfðu Evr- ópubúar um allt annað að hugsa en ferðalög. Þá kom fátt erlendra ferðamanna til ír- lands. Liðlega 10 árum síðar voru ferðamálin orðin annar helzti atvinnuvegur írlend- inga, næstur á eftir landbún- aðinum. Þetta er furðulega stórstíg þróun, ekki sízt þegar þess er gætt, að einn aðili hef- J. J. Mrazek og Njáll Símonarson Nú er írskt blóð í tízku og Aer Lingus hagnast vel ur svo að segja byggt upp þennan atvinnuveg. Það er írska flugfélagið Air Lingus, sem samt er eitt af minni flugfélögunum úti í hinum stóra heimi, á aðeins 21 flug- vél. Og Air Lingus er eitt af þeim fáu flugfélögum, er hagn azt hafa á Norður-Atlantshafs flugleiðunum í sumar. Fyrstu 6 mánuði þessa árs var hreinn hagnaður á leiðinni Shannon —Boston og New York, hálf milljón sterlingspund. Það þykir Irum meira en gott. Hingað kóm á dögunum að- alumboðsmaður Air Lingus á Norðurlöndum, J.J. Mrazek, til þess að gera samning við Flugfélag íslands um náið sam starf í framtíðinni. Mrazek er fæddur Tókki, nú danskur rík- isborgari, giftur kínverskri konu og háttsettur starfsmað- ur írsks stórfyrirtækis — og góður talsmaður þess. ★ — ★ Við hittum hann hjá Njáli Simonarsyni, fulltrúa Flugfé- lagsins, eftir að samkomulag hafði tekizt um að bæði flug- félögin reyndu að hvetja til ferðalaga til heimalanda hvors annars. írar heima i Irlandi eru ekki nema hálf þriðja milljón, sagði Mrazek. En í vestur- heimi eru írar og afkomendur þeirra 10 milljóíiir. Irar í Bandaríkjunum og Kanada hafa jafnan haft áhuga á gamla ættlandinu, en það var samt ekki fyrr en hinn írsk- ættaði Kennedy varð forseti Bandaríkjanna að annar hver Bandaríkjamaður gat rakið ætt sína til Irlands — og þurfti að heimsækja gamla landið, sagði Mrazek og brosti. Og þeir, sem láta sér mjög annt um Irland og allt, sem írskt er, fljúga auðvitað með Air Lingus. Við erum mjög ánægðir með það. — Við höfum þrjár Boeing 707 þotur á Norður-Atlants- hafsleiðum, en í innanlands- flugi og á leiðum til Bret- lands og meginlandsins höf- um við Viscount, Fokker Friendship — og DC-3 í vöru flutningum. Næsta ár fáum við eina Caravelle, síðar fleiri. ★ — ★ — Mér virðist íslendingar al mennt vita lítið um Irland, enda þótt tengsl hafi verið mikil milli landanna á dögum víkinganna. En það, sem helzt Dr. Arnold Toynbee um rótum, smám saman að breiðast út, t. d. múhammeðs- trú í Afríku, kristni í Japan, hindúismi meðal frumstæðra þjóða í afskekktum héruðum og afkimum Indlandsskaga. En eftir því, sem menn hafa snúið baki við hinum rótgrónu trúarbrögðum, hefur það verið mun fremur af 'misvirðingu en trúleysi. I lok sautjándu aldar tók fyrst að bera á því, að kristnir menn yrðu trú sinni af- huga á Vesturlöndum, en um leið fleygði vísindunum mjög fram á sömu slóðutn. En jafn- vel enn meiru skiptir það, að á þessu umsviptingatímabili lauk trúarstríðinu milli kaþólskra og mótmælenda á meginlandinu og í Englandi milli presbyteríana og biskupakirkju mótmælenda. Þegar konungsveldinu varð aftur komið á í Englandi árið 1660, hafði þessi borgarastyrjöld, sem háð hafði verið í nafni trú- arbragðanna, geisað í heila öld, og fíngerðustu og viðkvæmustu sálir á Vesturlöndum höfðu fyllzt furðu og skelfingu sakir þeirrar illsku, haturs og kær- leiksskorts, sem fylgdi í kjölfar þessarar „trúar“-styrjaldar, og þeim blöskraði sú grimmd, sem fylgdi svörtum hugsunum að baki þessarar styrjaldar. En hug- myndakerfi nútímans, sem þykj- ast munu koma í stað hinna rót grónu trúarbragða, prédika, þeg ar öllu er á botninn hvolft, boð- skap, sem fenginn er að láni víðsvegar frá úr trúarbragða- heiminum, en einungis undir nýrri fyrirsögn. Hinir „útvöldu synir“ eru enn „útvaldir“, þegar hinum nor- ræna kynstofni eða öreigum heimsins er falið hlutverk hins útvalda í stað Gyðinga. „Þús- und ára ríkið“ er enn „þúsund ára ríkið“, þótt það sé Hitler, sem flíkar því eða þótt það heiti e.t.v. hin jarðneska para- dís kommúnista eftir „útvíkkun ríkisins", í stað ríkis Messíasar í Palestínu. Hér sjáum við, að hin rót- grónu trúarbrögð láta enn til sín taka stjórnmálalega, þótt þau komi nú fram í líki hug- sjónakerfa. En enn í dag eiga trúarbrögðin stjórnmálaleg ítök allsendis ódulbúin. Eftir heimsstyrjöldina siðustu hefur verið stefnt að traustri stjórnmálalegrf uppbyggingu landanna á meginlandi Vestur- Evrópu, og hafa kristilegir demó kratar þar látið hvað mest til sín taka; og stuðningsmenn kristilegra demókrata í Evrópu eru að mestu leyti, þótt ekki öllu, rómversk-kaþólskir og trú þeirra driffjöður baráttu þeirra. Á Ceylon eru hernaðaraðgerðir sinhaliska meirihlutans gegn Tamil- og Burger-minnihlutan- um studdar, þótt einkennilegt megi virðast, af búddhatrúar- mönnum — enda þótt búddha- trúarmenn séu frá fomu fari ópólitískir og friðelskir. Á Ind- landi er við lýði afturhalds- flokkur, sem mörgum stendur stuggur af, og berst hann fyrir að koma á fornum Hindúisma með hernaðaraðgerðum. Hin helga Benares hefur enn ekki lotið hinni rótföstu stjórn í Nýju Dehli. Stjórnmálalegur styrkur hinna rótgrónu trúarbragða er í raun- inni óræður, en hvað sem fyrir þeim kann að liggja á sviði stjórnmála, má með vissu spá því, að þau muni eiga andleg ítök meðal einstaklinga talsvert lengi enn. Einn er sá þáttur í hinum rót- grónu „æðri“ trúarbrögðum, sem hugmyndakerfi nútímans hafa ekki tileinkað sér, en sá er mikilvægi og gildi þeirra fyr- ir einstaklinginn. I frumstæðum þjóðfélögum er trúin snar þáttur 1 öllu því, sem þegnarnir taka sér fyrir hend- ur, en allar gerðir þegnanna eiga sér samfélagið, kommún- una að baki. Æðri trúarbrögðin hafa metið gildi samfélagsins, en þau hafa aukið gildi sitt, með því að skírskota til einka- lífsins; og einmitt þetta er for- sendan fyrir hinum víðtæku ítökum þeirra. Aðeins örfá okkar manna barna komast í gegnum lífið án þess að bera byrði vandamála, örvilnunar, synda, iðrunar, þján inga, missis og annarra sorga, og andlega erum við grætilega illa undir það búin að mæta öllu þessu mótlæti. Æðri trú- hefur hjálpað Air Lingus að gera Irland að ferðamanna- landi er veðráttan og verðlag- ið í írlandi. Veðrið er sérlega milt og hlýtt mesta hluta árs- ins, mikið um baðstrendur — og á suðurströndinni vaxa jafnvel villtir pólmar. Þar synda menn í sjó frá maí fram í október og þar sést aldrei snjór að vetrarlagi. ★ — ★ — Verðlagið ér mjög lágt og flugfar fram og til baka milli Dublin og Belfast kostar t.d. ekki nema tvö og hálft pund. Matur og gisting er eftir því og þetta hafa V-Evrópuþjóðir uppgötvað á síðustu árum. A sumrin fara 20—30 þús. manns flugleiðis á milli Dublin og London á sunnudögum, en þá er umferðin mest. BEA flýg- ur á þessari flugleið ásamt Air Lingus og báðir eru mjög á- nægðir. Við fljúgum á milli Dublin og Glasgow með Fokk er Friendship — og það er því hægur vandi að komast milli Islands og Irlands, því Flug- félag Islands flýgur daglega til Glasgow að sumrinu. Það er kominn tími til að Islendingar fari að rekja ættir sínar til ír- lands, sagði Mrazek og brosti. Hins vegar skín sólin bæði á réttláta og rangláta í Irlandi og þangað er ódýrt og skemmtilegt að sækja sér sumarauka. arbrögðin þykjast, hvort sem það er rétt eða ekki, geta veitt einstaklingnum leiðsögn og hjálp, þegar ekki blæs byrlega — og auk þess sé frumkraftur þeirra sannleikurinn og kærleik urinn. Ekki er furða, þótt æðri trúarbrögðin skírskoti svo sterk lega til einstaklingsins. Einnig virðist sennilegt, að trúarbrögðin haldi fornum mætti sínum, nema svo komi að nýju kerfi verið komið á fót, sem fullvissi einstaklinginn um, að það geti fullnægt persónú- þörfum hans jafn vel eða enn betur. Hins vegar bólar enn hvergi á slíku kerfi. Eini boð- skapur hugmyndakerfanna til einstaklingsins er sá, að hann finni sáluheill sína með því að samrýma einstaklingsþarfir sín- ar þörfum samfélagsins, og þetta er lítil huggun fyrir dauðlegar mannverur í neyð þeirra. Boðskapur nútímavísinda er enn máttlausari. Visindin tjá einstaklingnum, að hann sé ör- smátt og ómerkt korn í tilfinn- ingalausri víðáttu alheimsins. Ef hann getur ekki horfzt í augu við umheiminn eins og vís indamenn og hugmyndakerfi bjóða honum, er hann látinn finna það óþvegið, að hann sé barnslegur og skorti þroska. En hann finnur hvergi þá hagnýtu leiðsögn, sem trúarbrögðin veita honum. Þess vegna halda hin rótgrónu trúarbrögðin enn velli, hvað snertir persónulíf manns- ins; og þetta eitt nægir til þess að sýna fram á, að engan veg- inn er unnt að stimpla þau sem úrelt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.