Morgunblaðið - 09.11.1961, Page 2

Morgunblaðið - 09.11.1961, Page 2
2 MORCVWBLAÐIÐ Fimmtudagur 9. nóv. 1961 i — Ég hélt Frh. af bls. 1 línuna á Visi aðfaranótt 7. nóv. 15 sjóm. NNV af Skagaströnd. Gunnar sagir frá á þessa leið: — Haligrímur var við rennuna Og hnýtti saman en ég gerði klár færi, tók frá honum tómu stamp- ana og kastaði út baujum. Við vorum með um 20 bjóð og köst- uðum bauju við fjórða hvert bjóð (í bjóði eru 5 stokkar, 100 öngl- ar á stokk). Við vorum búnir að leggja fyrstu fjögur bjóðin og ég var búinn að kasta öðru fær- inu. Hallgrímur var að hnýta saman línuna á milli stampa og stóð aftuia. Eg ætlaði að fara að fera klára bauju og færi og var ganginum bakborðsmegin við stýrishusið. J\ Logn en dimmt ** Logn var og nærri sjólaust, en dimmt af nóttu, því klukkan mun hafa verið um 5. A þess- lun tíma fer ekki að birta fyrr en kl. 7 og albjart er ekki fyrr en kl. 8 að morgni. Þegar ég gekk fram bákborðsganginn til þess að j ná í baujuna, sem lá á vélarhúss- 1 kappa íraman við stýrishúsið, | skrikaði mér fótur og skipti það t engum togum að ég steyptist á höfuðið beint í sjóinn. Eg var klæddur í klofhá stígvél og hafði i loðúlpu sem yfirhöfn. Eg mun hafa vexið nokkuð lengi í kafi, því þegar mér skaut upp, var bát- urmn kominn alllangt frá mér. Og þótt ég öskraði af öllum lífs og sálarkröilum heyrðu þeir ekki j til mín um borð. Eg sá bátinn sigia burt frá mér út í myrkrið. Fyrst hugsaði ég heim Við spyrjum nú Gunnar hverjar hugsanir hefðu brotizt um í höfði hans er hann velktist þarna og sá félaga sína sigla á brott. — Fyrst var mér hugsað til þess, að lítil björgunarvon væri og segi þá svona við sjálfan mig. — Þetta atti þá fyrir mér að liggja. Mér varð hugsað heim til foreldra og systkina og hvernig þeim myndi nú líða ef þau vissu hvernig ástatt væri fyrir mér. En þessar hugr-anir stóðu ekki nema örstutt. Ailan timann, sem ég svamlaði í sjónum, tókst mér að halda bjargfast í þá trú að mér yrði bjargað Eg sá bátinn allan tímann neroa nokkrar mínútur er hann var lengst í burtu. — Ertu ve! syndur Gunnar? — Ja, ég tel mig sæmilega syndan. Eg iærði á einu nám- skeiði, en að vísu hefi ég ekki komið í vatn i eitt og hálft ár. J\ Reyiwli ekki að synda ' — Fækkaðirðu fötum, þar sem þú lást í sjónum? — Já, ég byrjaði á því að klæða mig xir stígvélunum og úlpunm. Síðan tróð ég marvað- ann, en reyndi ekki að synda til lands, því ég taldi einustu vonina tii björgunar að þeir fyndu mig, ef ég værj kyrr á þeim stað þar sem ég íéll í sjóinn. Eg reyndi aðeins að synda ofurlítið í áttina þegar éff sá pá nálgast. Annars fannst mér báturinn alltaf vera langt frá mér, þar til hann var eiginlega alveg kominn til mín. Og ég sá í.ðeins ljósið í mastrinu allan tLmann. Raunar bjóst ég við að ég mjndi þurfa að vera mikiu lensur í sjónum heldur en ég var. — Hv?ð með kuldann? — Mér varð aldrei kalt eða a. m. k. fanr. ég aldrei til kulda á ineðan ég vyr í sjónum. Hins veg- ar gat ég ekki gengið óstuddur, og ég byrjaði strax að skjálfa þegar þeir voru búnir að ná mér um borð. — Ertu hár Gunnar? — Já, ég er nokkuð hár. — En sver og feitur? — Já. ég mun vera talinn nokkuð sver og dálítið feitur. — Og hvað skeði svo þegar féiagar þinir höfðu fundið þig? VALÞINGIS FUNDUR í sameinuðu þingi kl. 1:30 e.h.: Fyrirspurn: Rafvæðing Norðaust urlands. — Hvort leyfð skuli. Fundur í efri deild að loknum fundi í sameinuðu þingi: — Réttur verka- fólks til uppsagnarfrests og launa vegna sjúkdóms- og slysaforfalla, frv. — 1. umr. Fundur í neðri deild að loknum fundi í sameinuðu þingi: — 1. Seðla- banki íslands, frv. — Frh. 1. umr. — 2. Ráðstafanir vegna ákvörðunar um nýtt gengi, frv. — 1. umr. — 3. Efna- hagsmál, frv. — 1. umr. — 4. Ferða- skrifstofa ríkisins, frv. — 1. umr. — 5. Landsútsvör, frv. — 1. umr. Revían „Sunnan sex“ eftir Jón Blámann verður frumsýnd í Sjálfstæðishúsinu í kvöld klukkan 8:30, en Flosi Ólafsson hefur sett revíuna á svið. Er hér um að ræða ósvikið gaman. — Myndin sýnir eitt atriðanna: Skreiðarforstjórarnir eru að mæla eina þokkadísina hátt og lágt. Frá vinstri: Baldur Hólm- geirsson, Kristjana Magnúsdóttir og Karl Sigurðsson. (Ljósm.: Oddur Ólafsson). ^ Lánaðu mér fötin sín ~ ' — Það voru snör handtök Og ekkert fálm. Þegar ég kom upp á dekkið driíu þeir mig fram í lúkar og klæddu mig úr, fóru sjá.’fir úr fötunum og klæddu m?g í þiu Þegar mér var orðið heitt soinaði ég og svaf í þrjá tíma. Þeir fóru á meðan að draga iinuna, sem búið var að ieggja. En þegar ég vaknaði fann ég að ekkert var að mér og lögð- um við þá það, sem eftir var af línunm og iukum róðurinn. Að síðustu spurðum við Gunn- ar hvort þett3 volk hans hefði ekki hrætt hann frá því að halda áfram sjómennsku. Hann sagði nei þegar í stað og hló við Henn sagðist mundu halda áfrain að stunda sjóinn, ætl að' sér að fara í Stýrimannaskól- ann og að iíkindum stunda róðra á bátum. £\ Frásögn formannsins Eftir að hafa rabbað við Gunnar náðum við sambandi við Sigurð Arnason formann, en hann er 34 ára gemall og hefir stýrt bátum frá Skagaströnd í fjögur ár. Hann sagði að ástæðan til þess að Gunnar hefði farið með sér í þennan róður væri sú, að bróðir sinn hefði meitt sig á fingri. Sigurður segir svo frá: — V’ð vorum að leggja linuna og ég var í stýrishúsinu þegar ég saknaði Gunnars frá verki sínu. Eg kaiiaði til Hallgríms þegar komið var að því að kasta færinu og sp-irði hann hvar Gunnar væri, en hann kveðst halda að hann hefði brugðið sér frammí. Þegar hann kom ekki og ég sá hann ekki neldur úr stýrishúsinu, en opið var fram í lúkarinn, hægði ég á vélinni og brá mér fram til þess að gá að honum. Sá ég þá hvernig komið var og Gunnar var með öllu horfinn. Eg skar þegar á línuna og sneri til baka, stóðvaði vélina, og kölluð- um við nú á Gunnar eins og við máttum. Töldu líkur litlar ' En við íengum ekkert svar. Varð ég þá fremur vonlítill um að við myndum geta fundið hann í náttmyrkrinu, ekki slzt þar sem ég vissi ekki bvenær hann hafði fal.ið fvrir borð. Eg sagði þó við sjálfan mig: „Það vildi ég að Guð gæfi að roér tækist að finna Gunnar". Við höfðum lagt fyrstu fimm bjóðin til norðurs, síðan beygðum við til SA og vorum búnir að leggja um 7 bjóð þegar við urðum varir við hvarf Gunn- ais. Linuna leggjum við eftir dýptarmæli, en þar sém við vor- um er botnliallandi til norðurs og því noíkuð hægt að átta sig á dýpi. Líkurnar til þess að finna Gunnar voru mestar með því að halda til baka nákvæmlega eins og við höfðum lagt línuna. Hins vegar óttaðist ég að það myndi taka of iangan tíma og sigldi þvi eftir dýptarmælinum, þar sem fyrr segir ekki löngu eftir að fjögur bjóð voru komin í sjó- inn. Línuna höfðum við lagt 1 nærfellt hálfhring á þessum tíma. ^ Vissu ekki hvort hann " var syndur Eg setti nú vélina í gang á ný og sióaði til baka. Eg sá aldrei neitt, en eflir nokkra stund hróp- aði Hallgrímur að sigla á stjórn- borða. Hafði hann þá orðið Gunn- ars var, og örskömmu síðar sá ég hann aftux með borðstokkn- um, setti vélir.a fullt aftur á bak, en Hallgrímur náði í bjarghring, og eftir örskamma stund var Gunnar kom:nn um borð. Það vakti o ikur Hallgrím ugg, að við vissum ekki hvort Gunnar var syndur. Hann hefir um allangt skeið verið búsettur fyrir sunn- an og þótt ég þekki fjölskyldu hans allvel, vorum við ekki mik- ið kunnugir. Við þökkum Sigurði og Gunn- ari fyrir groðan og góða frásögn af þessum sérstæða atburði og óskum þr.im fe.rsælda í framtíð- inni. — Ehvador Framh. af bls. I. úr flugher Ekvadors hafi gert árás á skriðdreka og hermenn við þinghúsið, þar sem haldinn hafi verið vörður um Arose- mena. Hafi þetta verið gert til þess að leggja áherzlu á, að flugherinn styddi hann, en ekki Gallegos, sem herforingjarnir höfðu áður lýst stuðningi við. SÍÐUSTU FRÉTTIR útvarpsins í Quite herma, að Galleg i hafi tjáð herfor- ingjum beim. sem hugðust gera hann að forseta, að hann sjái sér ekki fært að taka við embættinu við núverandi að- stæður og jafnframt segir út- varpið, að Arosemena taki nú við forsetaembættinu, sam- kvæmt útnefningu þingsins. Engin opinber staðfesting fylg ir fréttinni. Gyðingahandtðk- ur í Rússlandi MosTcvu, 8. nóv. (AP) Þ R IR af helztu leiðtogum Gyðinga í Sovétríkjunum hafa verið dæmdir í fangelsi fyrir „samstaíf við erlenda útsendara“. — Engin skýring hefur verið gefin á því, við hvaða „útsendara“ sé átt. — Gyðingar hér segjast sann- færðir um, að handtökurnar og dómarnir yfir leiðtogum þessum, sem allir áttu heima í Leningrad og höfðu starfað þar lengi, séu aðgerðir, sem miði að því að sundra sam- tökum Gyðinga í Leningrad, en þau eru hin síðustu vel skipulögðu Gyðingasamtök í Sovétrík j unum. Einn þessara þriggja manna er Gedalia R. Pehersky, sem er sennilega kunnasti Gyðingaleið- togi í Sovétríkjunum, nú sex- Sjálfstæðisfélag GarSahrepps MUNH) hin vinsælu spilakvöld okkar. Félagsvist verður spiluð í samkomuhúsinu að Garðaholti í k v ö 1 d . fimmtudagskvöld. Fjölmennið. Stjórnin. Spilakvöld HAFNARFIRÐI — Stefnir heldur kvöldvöku í Sjálf- stæðishúsinu í kvöld kl. 8.30. Spilað verður Bingó og nokk- ur verðlaun veitt. Það skal tekið fram, au bæði ungum og gömlum er heimilt að taka þátt í spilinu meðan húsrúm Ieyfir. Kellavík - bingo SJÁLFSTÆÐISFÉLÖGIN í Keflavík hefja yetrarstarfsemi sína í kvöld kl. 8.30 í Aðalveri. Spilað verður bingó. Geta menn fengið þar, ef heppnin er með fl-gferð fyrir tvo til Kaupmanna hafnar og heim aftur. Fjöl- mennið. tugur að aldri. Hann var dæmd ur í 12 ára fangelsi. — Hinir tveir, sem báðir eru yfir sjö- tugt, hlutu 7 ára fangelsi — og munu þeim verða gefin eftir þrjú ár af refsidómnum, vegna hins háa aldurs, að því er Gyð- ingar hér herma eftir dómar- anum í málinu. Þremenningarnir munu hafa verið handteknir í júní sl., en réttarhöldin fóru fram með leynd í Leningrad dagana 9.— 13. október. Þriðju hljómleikar SinfóníuÍiljóm- sveitarinnar ÞRIÐJU hljómleikar Sinfóníu Jiljómsveitar íslands og Ríkis- útvarpsins fara fram í kvöld kL 9 í Samkomu- húsi háskólans. Einleikari e r Einar G. Svein- björnsson. E r u þessir hljómleik ar helgaðir frönskum tón- skáldum, og eru öll verk efnis- skrárinnar n ú flutt 1 fyrsta Einar G. sinn á íslandi. 3veinbjörnsson stjórnandi e r Jindrich Rohan. Hljómleikarnir hefjast með svítu eftir Maurice Ravel, ,-t\ leiði Couperins“. Einar G. Svein- björnsson er einleikari í hnum kunna fiðlukonsert eftir Ernest Chausson. „Poéme“. Er sóló- hlutverkið kærkomið keppikefli allra góðra fiðluleikara. César Franck er hér kunnastur fyrir ýmis orgelverk sín og fiðlu- sónötuna, sem flestir þekkja. Af hljómsveitarverkum hans er að- eins fátt eitt kunnugt. Veigamest mun vera sinfónía hans, er nú verður leikin. Samkomuhús háskólans er hið rétta umhverfi til að njóta góðr- ar listar og þar nýtur Sinfóníu- hljómsveitin sín betur en annars staðar. í NA /5 hnúfar 1 / SV 50 hnútar X Snjéhma > ÚSi \7 Shúrír K Þrumur W/t%, KuUatkH JgS* Hitaskit H HmS L f Laai LÆGÐIN suður af Ingólfs- höfða þokast austur eftir, svo að í dag má búast við austan og norðaustan átt hér á landi Ekki mun þó verða kaldara í veðri. því að loftið, sem sækir að landinu er hlýtt. Er t. d. 7 stiga hiti á Jan Mayen, en það er óvenju hlýtt á þessurr^ tíma árs. Þetta hlýja og raka loft sækir að ströndum Norð- austur-Grænlands, enda er þar snjókoma dag eftir dag. Varla minnka jöklar þar í ár. Veðurspáin kl. 10 í gærkvöldi SV-land til Breiðafjarðar og miðin: Austan og síðan NA gola^ léttskýjað. Vestfirðir: Austan gola og léttskýjað í nótt, NA kaldl og norðan til á morgun. Vestfjarðamið: NA kaldi og skýjað í nótt, stinningskaldi og rigning öðru hverju á morgun. Norðurland og miðin. Aust- an gola og léttskýjað fyrst, austan og NA kaldi og skúrir einkum á miðunum á morgun. NA-land og miðin: NA kaldi og rigning fyrst, SA kaldi og skýjað en súld á miðunum á morgun. Austfirðir og miðin: NA kaldi í nótt en austan og SA á morgun, rigning með köfl- um. SA-land og miðin: Austan og NA kaldi, skúrir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.