Morgunblaðið - 09.11.1961, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 09.11.1961, Blaðsíða 6
6 MORGVNBLAÐIÐ Fimmtudagur 9. nóv. 1961 Tryggja þarf frekari samningaumEeitanir áður en til verkfalla kemur Á F U N D I sameinaðs þings í gær var 1. umræð'a um þings- ályktunartillögu Jóns Þorsteins- sonar um, að rannsaka skuli tjón af völdum vinnustöðvana, haldið áfram, en henni hafði verið frestað í miðri ræðu Ein- ars Olgeirssonar, er venjulegur fundartími rann út. Kaupgjaldsbaráttan framvinduafl Einar Olgeirsson (K) lagði á- herzlu á það í ræðu sinni, að oft væri of mikil áherzla lögð á það tjón, er leiddi af verk- föllum. — Sann- leikurinn v æ r i s á , a ð kaup- gjaldsbaráttan væri eitt helzta framvinduafl auð valdsþ j óðf é- lagsins. Um leið o g verkamenn fengju hærra kaup, yrðu at- vinnurekendurn ir að finna leið, til að mæta auknum rekstrarkostnaði af þeim sökum. Yrðu kauphækk- anirnar þannig til að flýta fyrir aukinni tækni og vinnuhagræð- ingu. Ekki SÍS — heldur VSf Þá tók Þórarinn Þórarinsson (F) til máls. Sagði hann það hugarburð eidan hjá Jóni Þor- steinssyni, að samvinnufélögin á Norðurlandi hefðu ekki sam- ið sem frjáls að- ili í sumar. Þau h e f ð u þvert á móti gengið a ð hóflegum samn- jj||| ingum, sern at- vinnuvegirnir sannanlega gátu staðið undir. — Hins vegar hefði stjóm Vinnuveitendasam- bandsins verið þvinguð af ríkis- stjóminni. Hún hefði hvíslað að hinum gömlu mönnum, er þar stjómuðu, að nú skyídu þeir ekki semja strax, heldur brjóta verkalýðsfélögin á bak aftur. Hver er stefna Alþýðuflokksins? Gunnar Jóhannsson (K) rifj- aði upp, að Jón Þorsteinsson hefði í útvarpsumræðum haft orð á, að lögfesta hefði átt til- lögu sáttasemj- ara o g hraust- legar y r ð i a ð taka á móti næst. — E k k i | v æ r i hægt a ð skilja þetta öðru vísi en svo, að hann vildi svipta verkalýðinn helgustu réttind- um sínum, verk- fallsréttinum, og samningarétt- inum. Dró ræðumaður mjög í ifa, að stefna Jóns væri stefna Uþýðuflokksins, en sagði að Einar Ásmundsson hæstaréttarlögmaður Lögfræðistörf — Fasteignasala Austurstræii 12 III. h. Sími 15407 um það yrðu foringjar flokks- ins að gefa skýr svör, fyrr eða síðar. Hjá því kæmust þeir ekki. Stórauka þarf sáttastörf Jón Þorsteinsson (A) sagði það fjarstæðu, að hann vildi banna verkföll, þótt undir viss- um kringumstæðum sé réttlæt- anlegt a ð lög- b i n d a sáttatil- lögu, h v a ð þ á að hann v i 1 d i skerða samnings rétt verkalýðs- félaganna. Hins vegar vilji hann stórauka sátta- s t ö r f í kaup- gjaldsdeilum og breyta vinnjalög- gjöfinni svo, að stærri hópa, en nú er, þurfi til að taka ákvörð- un um verkfall. Ekki sagðist ræðumaður skilja ást kommún- ista á vinnulöggjöfinni, sem þeir hefðu kallað hin mestu þrælalög, er hún var sett. Þórar in Þórarinsson taldi hann, að lítið hefði komið inn á tillög- una, og hefði ræða hans fyrst og fremst verið svar við ræðu sinni í útvarpsumræðum, ekki væri því ástæða til að svara henni nú. Hins vegar beinti hann á, að ekkert sannaði um, hvort atvinnuvegirnir hefðu þol- að kauphækkanirnar í sumar, þótt finna mætti einn og einn, er hefði staðizt þær. — Taka yrði afkomu atvinnuveganna í heild. Þórarinn Þórarinsson (F) tók aftur til máls og endurtók það, sem hann hafði sagt í fyrri ræðu sinni. Kjarasamningar aukaatriði Guðlaugur Gíslason (S) sagði, að sér fyndist ástæða til að vekja athygli á tveim atriðum í sambandi við frumvarpið. — Svo hefði lengi v e r i ð í kaup- g j aldsbaráttunni fyrr á árum, að áður en lagt hefði verið út í verkfall, v o r u allar leiðir þrautreyndar til þess að komast að samkomulagi. Nú virtist þ a ð hins vegar aukaatriði. 1 kjölfar kröfu verkalýðsfélaganna hefði oft verið tilkynnt um verkfall, áður en nokkuð að ráði hafi áð- ur verið reynt til að komast að samkomulagi. Þetta væri vegna þess, að pólitík hefði verið inn- leidd í verkalýðsfélögin. Þá sagði hann, að eftir vinnu- löggjöfinni mætti boða til verk- falls með þrennu móti: með al- mennri leynilegri atvkæða- greiðslu, með samþykki félags- fundar eða trúnaðarráðs. Fátítt væri, að stéttarfélag hefði al- menna atkvæðagreiðslu um, hvort til verkfalla eigi að koma. Hitt sé algengara, að almennur félagsfundur samþykki það, en eins og allir vita, mæti aðeins tiltölulega fáir á slíkum fund- um. Ekki sé því tryggt, að meiri hluti félagsmanna sé samþykkur vinnustöðvun hverju sinni. — Þessa þróun kvað ræðumaður hafa leitt til þess, að breyta yrði vinnulöggjöfinni,' hvað þetta snertir. Einar Olgeirsson (K) vakti at- hygli á, að sáttasemjari hefði samkvæmt vinnulöggjöfinni rétt til að láta fara fram almenna atkvæðagreiðslu um sáttatillögu sína, hvenær sem væri. Með því móti kæmi í Ijós, hvort almenn- ur vilji sé fyrir, að verkfalli sé haldið áfram. Guðlaugur Gíslason (S) sagði, að sér væri vel kunnugt um það. En hitt viti hann einnig vel, að ævinlega þegar sátta- semjari komi með miðlunartil- lögu til almennrar atkvæða- greiðslu, sé það túlkað svo í stéttafélögunum, að verið sé að ganga á rétt þeirra, enda komin harka í leikinn. Það, sem fyrir sér vakti væri það, að tryggja yrði, að allar leiðir til samkomu lags hefðu verið reyndar, áður en til verkfalla yrði boðað. En á því hefði verið misbrestur. Stefnt að tvöfaldri akbraut frá Mikla- torgi til Alftanesvegar A FUNDI sameinaðs þings í gær var tekin fyrir fyrirspurn frá Sveini Einarssyni um, hvað liði framkvæmd þingsályktunar um aukið umierðaröryggi á leiðinni Reykjavík — Hafnarfjörður. Umferðaröngþveiti yfirvofandi Flutningsmaður Sveinn Einars- son (S) vakti athygli á, að sam- kvæmt skýrsium, sem fyrir lægju, yrði innan fárra ára komið full- komið umferðaröngþveiti á leið- inni Hafnarfjörður — Reykjavík, ef ekkert verður að gert, vegna vaxandi umferð- ar. Reiknað sé með, að vegur með einni ak- braut, geti ekki annað meir en 9—10 þús. bílum á dag og umferð- in fari senn eða sé komin fram úr því marki. Sér sé ljóst, að undirbúningur framkvæmda í þessu skyni taki tíma, en miklir hagsmunir reki á eftir, að því sé hraðað sem unnt sé. Dregið úr slysahættu Vegamáiaréðherra, Ingólfur Jónsson, gat þess, að tími til rannsóknanna hefði verið naum- ur og verkfræðingar fáir, þess vegna sé rann- sókninni ekki lokið. Hins veg- ar væri ráðgert, að framkvæmd- um að tvöfaldri akbraut frá Miklatorgi að Kópavogslæk yrði lokið árið 1965 ög þaðan.að Alftanesi árið 1970. Hins vegar sé enn ekki unnt að hefja framkvæmdir að tvö- faldri akbraut, þar sem það sé nauðsynlegt, vegna þess, að ekki er enn búið að ganga frá skipu- lagi þess svæðis. Hins vegar muni verða unnið að auknu öryggi i umferðinni, sérstaklega hvað gangandi fólk og slysahættu snerti, annaðhvort með umferða- ljósum eða jarðgöngum þar sem þörfin sá brýnust, og með því að breikka brýr og gjöra ráð fyrir gangabraut fyrir gangandi fólk. Umferðaeyjur æskilegar Sveinn Einarsson (S) tók aft- ur til máis og þakkaði ráðherra skýr svör. Sér væri ljóst, að ýmsir praktiskir örðugleikar væru á, að endanlegri lausn yrði náð. Kvaðst hann fagna því, að megináherzla yrði lögð á að minnka þá slysahættu, sem sé á vissum stöðu.m á veginum. Bentl hann á i því sambandi, að veru- legum árangri mætti ná í því efni með umferðareyjum, t. d. við bióskýlið á Kópavogshálsi. Drengnum líður vel GRUNDARFIRÐI, 8. nóv. — Ás- mundi Karlssyni, drengnum sem varð fyrir raflosti hér í gær, líður nú vel og horfir allt vel með heilsu hans, sögðu foreldrar hans’ er ég átti við þau tal í dag. Eins og skýrt var frá í Mbl. í gær fékk Ásgeir raflost er hann kom við rafmagnsvír sem lá upp staur. Missti hann meðvitund og stakkst á höfuðið ofan í skurð. Kom hann til sjálfs sín við lífg- unartilraunir. — Emil. • Hvrnumjólk (Tetra — ■■■■!■ mmammmm win i - M Pak) — Flöskumjólk Mjólkursamsalan hefur beð- ið fyrú' eftirfarandi: Velvakandi hefur nokkuð rætt urn mjólkursölu í Kefla- vík og mjólkurhyrnur í pistl- um sínum undanfarið. I þessum skrifum gætir svo margskonar misskilnings að Mjólkursamsalan biður Vel- vakanda fyrir eftirfarandi upp lýsingar: Mjólkursamsalan rekur enga mjóikurbúð í Keflavík, né skarnmtar eigendum þeirra vörur. Þeii sem reka þar mjólkurbúðir panta daglega mjólx og aðrar mjólkurvörur, eftir því, sem þeir telja að mum seljast, flestir selja bæði hyrnur og flöskur. Mjólk urvörusala er nokkuð misjöfn frá degi tii dags, mjólkin er send að morgni til Keflavíkur og þv: erfitt að bæta úr skorti ef mikiu meira selst einn dag en annan. Verið er að ráða bót á þessu rneð því að byggja kælik'eía við þær búðir, sem ekki höfðu aðstöðu til kæl- ingar, og verður því væntan- lega iokið fyrir áramót. Velvakandi finnur hyrnun- um í’est til foráttu. Hann telur þær of dýrar, illa lagaðar og muni r.ú livergi tíðkast nema hér. Þegar velja skal umbúðir um vóru er margs að gæta. Gamlur gerðir eru endurbætt- ar og nýjnr koma á markaðinn. Góðar umbúðir þurfa að vernda vöru gegn skemmdum, verja hana í meðförum, vera léttar í flutningi, taka lítið rúm o. s. frv. Ef nýjar umbúðir eru dýr- . ari en þær gömlu verða þær að hafa aðra kosti, sem vega meira en kostnaðaraukinn. Þegar atmennar óskir komu fram um pappaumbúðir um mjólk, aflaði Mjólkursamsal- an uppiýsinga um þær gerðir, sem algengastar eru erlendis og að þeirri athugun lokinni urðu hyrvjurnar fyrir valinu. Þær höfðu alla kosti pappa- umbuða nema lögunina, en eru lang ódýrástar. * Meiri eftirspurn eftir hyrnum Eftir 2 ára reynslu hér er 52% allrar mjólkur, sem seld er í búðurn, í hyrnum, um 40% á flöskum og um 8% í lausu máli Þó er eftirspurn eftir, hyrnuii hvergi nærri fullnægt og víðast rnunu þær uppseldar fyrir hádegi. Eins og flöskumjólkin út- rýmdi mjólk á brúsum þótt hún sé ódýrari þá virðast hyrnurnar ætla að útrýma flöskumjólk, aðeins á skemmri tíma. Hyi-nur komu fyrst á mark- aðinn í Svíþjóð árið 1953, en árið 1960 eru þær notaðar í 39 löndum víðsvegar um heim. Þá er það rangt að gamlar og úréltar Tetra Pak vélar hafi verið k.evptar í Svíþjóð til að móta og fylla hyrnur. Allar vélar hafa verið fengnar nýj- ar, þær fyrstu í september 1959 en sú siðasta í september s.l. Siðvstliðið sumar var skýrt frá tiiraunum, sem gerðar voru í Sviss og Svíþjóð, og styðja þá ráðstöfun að velja hyrnur sem mjólkurumbúðir hér Um nokkur ár hefur þekkst aðferð til að geril- sneySa mjólk með því að snögghita hana við miklu hærra Mtastig en áður var gert. Við þessa meðferð spill- ist mjolkin ekkert en geymist óskemmd allt að mánuð ef hún er í dauðhreinsuðum umbúð- um. En þar til í sumar fundust ekki umbúðir, sem auðvelt var að dauðhreinsa. Þá var byrjað að nota Tetra Pak vélar, sem reynaust svo vel að ekki varð greiii’: rniili mjólkur, sem var dagsgömui og mjólkur, sem geymd var í fjórar vikur. Þessi aðfeið er þó á tilrauna- stigi og of dýr enn, miðað við þá meðferð mjólkur, sem nú tíðkast, en sýnir að hyrnurnar eru í fremstu röð sem mjólkur umbúðir og hvers má e. t. v. vænta í f.vamtíðinni. '• ÖsJaði jsrnoðin Vegna visu, er birt var í blaðinu sl þriðjudag, var eftir farandi ieiðréttingu komið á framfæn: Þriðja hending þessarar vísu er röng, og er það ekki ný bóla. Þar á ekki að vera „stýrið gelti“ heldur „Stýris- gelti“. Það er kenning og þýð- ir skip. En vegna þess hvað fólk er orðið skilningssljótt á kenningar hefir því þótt hlýða að breyta þar og láta stýrið á bátnum gelta, þótt enginn lifandi maður hafi heyrt slíkt gelt. ■»

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.