Morgunblaðið - 09.11.1961, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 09.11.1961, Blaðsíða 20
20 MORGvnnr4ðið Fimmtndagur 9. nóv. 1961 Dorothy Quentin: Þftglaey •3 6 Skáldsaga Hann var kominn út úr bíln- um og bauð henni arminn til að hjálpa henni út, og svaraði síð- an, alls ófeiminnn: Ég varð svo hrifinn af lýsingu yðar á Laurier og eyjunni, og mér datt strax í hug. að þetta væri einmitt það, sem okkur vantaði fyrir nýja gistihúsið okkar. bá er ég hrædd um, að þér verðið fyrir vonbrigðum. Lauri- er er alls ekki til söl.u. Hún svar aði snöggt og gekk síðan upp þrepin á undan hönm, og var feg in, er hún sá. að Sol og nokkrir fleiri sátu í setustofunni. Síz,t af öllu óskaði hún sér samtals undir fjögur augu við Garcia í kvöld. Hún heyrði lágan hlátur hans að baki sér og rósemina í rödd- inni. I>ér skuluð aldrei hafna til- boði áður en það kemur fram, ungfrú Laurier. Það er engin kaupmennska og þér vitið, að ég gæti gert mikið fyrir þetta hús yðar --- og eyjuna. Peningarn- ir tala nú á dögum — jafnvel á afskekktustu stöðum. Þegar inn í forstofuna kom. benti hún honum, hvar hann gæti hengt regnfrakkann sinn og hattinn, og leit svo á hann, kulda lega og hæðnisléga. Kannske var hann, eftir allt saman. það sem greifafrúin hafði sagt hann vera: skrílL Hann bar á sér milljónirn ■V£ 3/fim kœliskápsins -flvmu oj^jJiíjsle/S ®tíiS jþcr # */. * • - - þaS bcr að vanda val fians § ^ . Austiir?? feliskápj «i — Flýtið ykkur að éta þennan ís. Annars getum við ekki haldið meðalhraðanum! ar hans föður síns eins og hverja aðra brynju, og sjálfsþótti hans var óbilandi. Það gæti verið gam an að sýna honum það svart á hvítu, að jafnvel nú á dögum, fæst ekki hvað sem er þó að pen ingar séu í boði. Hún sagði. hæversklega: Ég ætla að bjóða yður upp á eitt glas, herra minn, og biðja svo Joseph að ajta yður til skips. Þér viljið víst hvort sem er gjarnan haJda áfram ferð yðar á morgun. Hann brosti dapurlega. Þér er uð næstum eins ógestrisin og vinafólk yðar, de Tourville, sagði hann léttilega. En þér slepp ið ekki svo auðveldlega ,við mig. Hann gekk til hennar og greip um hendur hennar og augun leiftruðu snögglega. Það var ekki húsið eitt. sem ég kom til að sjá, Frankie.... því megið þér trúa! Ef þér viljið ekki yfirgefa heimili yðar, þá gildir þ. ð auð- vitað. En þér verðið að leyfa mér að heimsækja yður í fyrramálið. Hann leit kring um sig. ... og skoða Laurier í allri þess dýrð.. Ég er svo hrifinn af gömlum hús- um, jafnvel þó ég geti ekki keypt þau. Hún roðnaði ofurlítið, og hálf skammaðist sín fyrir þetta. jafn- gestrisinn og hann hafði verið við hana í Trinidad. Komið þér þá seinnipartinn á morgun, sagði hún og losaði hendur sínar. Ég verð vant viðlátin fyrripartinn. Og nú skuluð þér koma og hitta kunningjafólk mitt aftur. Þegar hún hlustaði á hann skrafa hlæjandi við Sol og Jeff- erson og Tom inni í stofunni, tók hún að spyrja sjálfa sig, hvers- vegna hún hefði svona mikla ó- beit á honum. I Trinidad hafði hann verið kurteis og alúðlegur gestgjafi í gistihúsi föður síns. Það var ekki sannjarnt að dæma menn eftir því, sem aðrir segðu um þá. og André kynni að vera vilhallur. XVII. Þegar Frankie ók yfir hoss- andi trébrúna yfir ána, hafði hún ákafan hjartslátt. Skógivaxn ir klettamir voru fallegir í skærri morgunbirtunni og himin inn heiðblár. Stormurinn í gær- kvöld hefði eins vel getað verið ímyndun hennar- og ekkert minnti á hann — nema stóra hvíta skemmtiskipið úti á Lúsíu- flóanum. Hún velti því fyrir sér, hvort André myndi fara að sýna henni sjúkrahúsið, eftir það, sem skeð hafði heima hjá honum. og hvort hann mundi yfirleitt tala við hana, ef hann stæði í þeirri trú, að hún hefði sent eftir Garcia. En að því varð hún að komast, og hún Varð að minnsta kosti að friða hann með fullvissu um, að henni kæmi ekki til hugar að selja Laurier til gistihúsafyrir- tækis Mendozafeðganna. Pálmahöllin gnæfði fyrir ofan hana. tignarleg, gráleit stein- bygging, sem ekkert prýddi nema nokkrir grannir turnar, sem hefðu betur átt heima í kastala við Loire. Hún hugsaði með sér, að í útliti hefði höllin alls ekki breytzt neitt, og ekkert benti til þess. að þetta væri sjúkrahús, nema sjúkrabillinn, sem stóð þar úti fyrir. Hún vissi sjálf, að það var hlægilegt, en þegar hún gekk inn í stóra marmaraforsalinn. sem var svalur, jafnvel í mestu hitum, i bjóst hún við að hitta gamla greifann. Þegar hún hafði verið boðin í barnasamkvæmi þarna, áður fyrr — og endranær fékk hún ekki að ganga inn um aðal- dyrnar — hafði Henri de Tour- ville jafnan verið þar til að taka á móti henni. Þá kom hann út úr lestrarherberginu sínu með opinn faðminn, brosandi. og hún hljóp þá beint í fangið á honum. Æ, elskan mín! Komdu nú og hjálpaðu mér til að skemmta hin um gestainum, var hann vanur að segja. Alltaf sagði hann eitt- hvað, sem gaf til kynna. að hún væri velkomin, til þess að draga úr hræðslu hennar við Helenu, sem annars hafði hrætt hana til dauða við þessar hátíðlegu athafn ir. Því að Helena hafði alltaf haft lag á því að gera jafnvel svona samkomur fráhrindandi. En Henri var vanur að leiða hana við hönd sér út á garðpallinn að húsabaki og talaði þá alltaf við hana um eitthvað, sem hann vissi. að henni þætti skemmtilegt, hvort sem það var nú fiðrildið, sem hann hafði séð í pálmalund- inum. eða nýja veiðistöngin, er hann ætlaði að -fara að reyna með Edvard frænda, eða síðasta við- bótin við húsdýrin á búgarðin- um. Og svo stóð hann rétt hjá henni meðan hún var að Ijúka því af að heilsa Helenu kurteis- lega þarna úti. og svo sendi hann hana af stað til að gá að André, sem var venjulega að gegna sín um gestgjafastörfum niðri við ána. Hvílík eldraun höfðu þessi sam kvæmi ekki verið! Hversu gjör- ólík félagsskap þeirra Andrés hversdagslega, í skólanum eða við leik, datt henni nú í hug. Stóri forsalurinn var óbreytt- ur, en hún kannaðist strax við spítalalyktina þar. þessa marg- blönduðu meðalalykt, sem hvergi finnst annarsstaðar en á sjúkra- húsum. Vestur-indíski dyravörðurinn kom fram fyrir stórvaxnar jurtir sem þarna voru og heilsaði henni með handabandi. Velkomin heim, ungfrú; Ég var að spyrja sjálfan mig, hvenær þér kæmuð að heim sækja okkuí — herrann bíður yðar. Svo kallaði hann á unga, svarta hjúkrunarkonu og sagði henni að fylgja henni til herrans. Svo hann hefur þá búizt við þér. þrátt fyýir það, sem gerðist í gærkvöldi, hugsaði hún og svo brosti hún til litlu hjúkrunarkon unnar sem gekk á undan henni upp stigann og áleiðis að litla turnherberginu, sem hafði verið Svefnherbergi Andrés, þegar hann var drengur. Yður finnst víst margt hafa breytzt hérna. ungfrú, sagði sú svarta forvitnislega. Já, hér hefur margt breytzt, svaraði Frankie og röddin var hás, en mér finnst það hafa breytzt til batnaðar. Þetta verð- ur ágætis sjúkrahús. Já. það er sannarlega ágætt, svaraði hún og öll feimni henn- ar hvarf snögglega. Systrunum finnst þetta hreinasta himnaríki á jörðu, eftir þetta hræðilega hús, sem þær höfðu í Bellefleur. Hún reigði höfuðið hreykin. Hérna höf m við stórar og góðar sjúkrastof ur, sem eru alltaf svalar, vegna þess hvað steinveggirnir eru þykkir og svo er þetta það hátt upp frá sjónum. að loftið er heil næmt.... GEISLI GEIMFARI >f >f X- >f >f >f •— Þetta kalda logsuðutæki er sannarlega fljótvirkt, Geisli! .— Fleming ofursti! Hvað eruð þið að gera við nýja skjalaskápinn okk- ar? — Hvers vegna var mér ekki sagt ''að búið væri að skipta, ungfrú Booth? Sem yfirmaður öryggiseftir- lits jarðar á ég að fá að fylgjast með öllum nýjungum! Þær sáu inn í löngu, svölu sjúkrasto'furnar þar sem hjúkrun arkonur og nunnur voru á ferli í snyrtilegum búningum og Fran kie dáðist að öllum þeim friði og ró, sem þarna ríkti. Hún hugsaði með sér, að andrúmsloftið þarna í höllinni hefði heldur en ekki batnað síðan Helena réð þar ríkj um. Nú er kominn matartími, sagði sú svarta brosandi yfir öxl sér. um leið og hún benti Frankie á stigann, sem lá upp í turninn. — Þessa leið! Ég rata þetta allt saman, hugs- aði Frankie og hló að sjálfri sér fyrir að vera með hjartslátt. Og þegar sú svarta hafði barið að dyrum og hún heyrði André segja: kom innf fannst henni helzt eins og hjartað í henni ætl aði alveg að stöðvast. Já, bjáni hafði hún verið að vera að koma hingað og stofna sér í þessar kvalir, eftir það. sem gerzt hafði í gærkvöldi. í gær- kvöldi hefði hún getað yfirgefið eyna án þess að finna til þess, og ekki þurft annað en kveðja Tourville-fjölskylduna kurteis- 3|Utvarpiö Fimmtudagur 9. nóvember. 8:00 Morgunútvarp (Bæn. — 8:05 Morgunleikfimi — 8:15 Tónleikar — Fréttir — 8:35 Tónleikar — 9:10 Veðurfregnir — 9:20 Tónl. 12:00 Hádegisútvarp (Tónleikar — 12:25 Fréttir og tilkynningar) 13:00 Sjómannaþáttur: ,,Á frívaktinni** (Sigrfður Hagalín). 15:00 Síðdegisútvarp (Fréttir og tilk. Tónleikar — 16:00 Veðurfr. — Tónleikar — 17:00 Fréttir — Tón- leikar). 17:40 Framburðarkennsla í frönsku og þýzku. 18:00 Fyrir yngstu hlustendurna (Guð- rún Steingrímsdóttir). 18:20 Veðurfregnir. — 18:30 Þingfrétt 18:50 Tilkyinningar — 19:30 Fréttir. ir — Tónleikar. 20:00 Á vettvangi dómsmála (Hákon Guðmundsson hæstaréttarritari). 20:20 Lög ,úr óperettum: Austrrískir listamenn leika og syngja. 20:35 Erindi: Ólögleg mannanöfn; sfð- ara erindi (Dr. Halldór Halldórs son prófessor). 21:00 Frá tónleikum Sinfóníuhljóm- sveitar íslands í Háskólabiói, — fyrri hluti. Stjórnandi: Jindrich Rohan. Einleikari á fiðlu: Einar G. Sveinbjörnsson. a) „Á leiði tónskáldsins Couper in“ eftir Maurice Ravel. b) Ljóð fyrir fiðlu og hljómsveit eftir Ernest Chausson. 21:40 Af blöðum náttúrufræðinnar: Örnólfur Thorlacius fil. kand. tal ar um svartadauða-pláguna 1402. 22:00 Fréttir og veðurfregnir. 22:10 Upplestur: „Herra Vorel“, smá- saga eftir Jan Neruda í þýðingu Málfríðar Einarsdóttur (Jón Að- ils leikari). 22:30 Harmoííikuþáttur í umsjá Högna Jónssonar og Henrys J. Eyland. 23:00 Dagskrárlok. Föstudagur 10. nóvember 8:00 Morgunútvarp (Bæn. — 8:03 Morgunleikfimi — 8:15 Tónleikar — Fréttir — 8:35 Tónleikar — 9:10 Veðurfregnir — 9:20 Tónl. 12:00 Hádegisútvarp (Tónleikar 12:25 Fréttir og tilkynningar) 13:15 Lesin dagskrá næstu viku. 13:25 „Við vinnuna“: Tónleikar. 15:00 Síðdegisútvarp (Fréttir og tillk. Tónleikar — 16:00 Veðurfr. —• Tónleikar — 17:00 Fréttir — Tón- leikar). 17:40 Framburðarkennsla í esperanto og spænsku. 18:00 „Þá riðu hetjur um héruð“: Ingi mar Jóhannesson flytur annan þátt um Gísla Súrsson. 18:20 Veðurfregnir. — 18:30 Þingfrétt ir — Tónleikar. 18:50 Tilkyinningar — 19:30 Fréttir. 20:00 Daglegt mál (Bjarni Einarsson cand mag.) 20:05 Efst á baugi (Björn Jóhannsson og Tómas Karlsson). 20:35 Frægir söngvarar; III: John Mc Cormack syngur. 21:00 „Fljúgandi næturlest”: Jóhann Hjálmarsson skáld lee úr nýrri ljóðabók sinni. 21:10 Tónleikar: „Suður-anferísk sin- fónetta eftir Morton Gould — (Hollywood Bowl sinfóniuhljóm sveitin leikur; Felix Slatkin stj.>. 21:30 Útvarpssagan: „Gyðjan og ux- in“ eftir Kristmann Guðmunds- son; XXV. (Höf. les). 22:00 Fréttir og veðurfregnir. 22:10 Erindi: Að kunna ekki að hlakka til (Hannes J. Magnússon skóla^ stjóri á Akureyri). 22:35 Á síðkvöldi: Létt klassísk tón- list: a) Pólonesa nr. 5 í fis-moll op. 44 og nr. 6 í As-dúr op. 53 eft- ir Chopin (Malcuzynski leik- ur)4 b) Kristen Flagstad syngur fjög- ur lög eftir Sinding; Edwin McArthúr leikur undir á píanó. c) Þrír þýzkir dansar (K605) og tveir menúettar eftir Mozart (Hljómsveitin Philharmonia leikur; Colin Davis stjórjaar). 23:20 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.