Morgunblaðið - 09.11.1961, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 09.11.1961, Qupperneq 24
Erlent fjármagn Sjá bls. 13. Brét frá New York Sjá bls. 8. 254. tbl. — Fimmtudagur 9. nóvember 1961 Allir seldu vel NtJ MUNXJ 35 íslenzkir togarar stunda veiðar og selja þeir ytra, þegar markaðshorfur þyikja væn- legar. 12 togarar eru ekki gerðir út. — Fjórir togarar seldu erlend- is í gær og fengu allir gott verð fyrir aflann. Marz í Hull, 149 lestir fyrir 13.711 pund. í Cuxiiaven seldu Surprise, 115 lestir fyrir 94.566 mörk, og Pétur Halldórsson, 113 lestir fyrir 96.434 mörk. í Brem- erhaven Þormóður goði, 127 lest- ir fyrir 90.100 mörk. — í dag selja tveir togarar í Bremerhav- en, Þorsteinn Ingólfsson og Jón íorseti. Fleiri selja ekki í Bret- landi í þessari viku, en tveir væntanlega á mánudaginn. — Veðrið hefur verið mjög gott á mörkuðum í Bretlandi og Þýzka- landi undanfarna daga. Ástæð- an er fyrst og fremst sú, að lítið aflamagn hefur borizt á land, en væntanlega aukast landanir mik- ið næstu daga og er viðbúið að verðið lækki þá á markaðnum. Aðolfundur LÍÚ hefst í dug AÐALFUNDUR Landssambands ísl. útvegsmanna hefst hér í bæn- nm í dag kl. 14:00 í Tjarnarkaffi. Mun formaður sambandsins, Sverrir Júlíusson, setja fundinn með ræðu. Talið er, að fulltrúar á fund- inum verði um eða yfir 80, víðs vegar að af landinu. Ætlunin er, að fundinum ljúki næstkomandi sunnudag. Blöndal Bengtson — 29 ára músíkprófessor Ffatfiskurinn bjargar togurunum en þorskurinn virðist vera horfinn, segir Þórarinn Olgeirsson F Á D Æ M A lítið magn af fiski hefur borizt á markað- inn hérna undanfarna daga. Þess vegna hefur verðið ver- ið svona gott, sagði Þórarinn Olgeirsson í Grimsby, er Mbl. átti símtal við hann í gær. — En búast má við, að löndun- um fjölgi næstu daga og þeg- ar kemur fram í næstu viku — þá lækkar verðið. Það er ekki hægt að búast við jafn- háu verði og síðustu daga til lengdar, bætti hann við. • Bretarnir með minni afla Brezkir togarar hafa verið með sérlega rýran afla. Þeir koma flestir af Isiandsmiðum, en nokkr ir hafa verið í Hvítahafi og við Bjarnarey. Þar er aflinn rýr. Brezku togararnir, sem koma Þakkar Tdniistarfélaginu Örstutt samtal við Erling BlÖndal Bengtson, nýbakaðan prófessor FRÉTTARITARI Mbl. í Kaup mannahöfn, Páll Jónsson, hitti í gær að máli cellosnillinginn Erling Blöndal Bengtson, í til- efni þess, að hann hefir nú — aðeins 29 ára að aldri — verið útnefndur prófessor við Tón- listarháskólann í Höfn. Fer stutt samtal þeirra hér á eftir: — Ég er hamingjusamur yf- ir prófessorsembættinu — fyrst og fremst vegna hljóð- færisins, sagði Erling Blöndal Bengtson, er ég hitti hann að máli. — Þetta er fyrsta danska ,>cello-prófessorsem- bættið“, og þess vegna lít ég á það sem viðurkenningu á hljóðfærinu. Ég skaut inn í, að prófessors staðan væri veitt manni, en ekki hljóðfæri og hlyti því að skoðast sem viðurkenning á list Bengtsons sjálfs. Svaraði hann þá sem svo, að sjálfsagt mætti líka segja það. — Ég spurði, hvort það væri ekki einstæður atburður, að 29 ára gömlum manni væri veitt prófessorsembætti við Tónlist arháskólann. — Ef til vill, anzaði Bengt- son hóglátlega, — en ég hefi ekki skýrslurnar við höndina/ Ég minnti þá á það* að hann hefði aðeins 18 ára verið feng inn til að gegna prófessors- stöðu í Bandaríkjunum. — Já, ég var þar í fimm ár, sagði hann — og bætti við: — Mér er nú óhætt að fullyrða, að ef ég hefði ekki notið marg víslegrar hjálpar og aðstoðar Tónlistarfélagsins í Reykjavík og Ragnars Jónssonar væru aðstæður mínar nú aðrar en raun ber vitni. Þrír slösuðust í um- ferðinni i gærkvöldi Tveir menn fyrir bíl a Snorrabraut ÞRÍR menn slösuðust í umferð- inni með skömmu millibili í gær kvöldi. Bíll ók á tvo menn á Snorrabraut, og slasaðist annar þeirra mikið, og ennfremur varð maður á reiðhjóli fyrir bíl á Skúlagötu. Skyndihappdrætti Sjálf stæðis f lokksins STÖÐUGT styttist tím- inn, þar til dregið verður í Skyndihappdrætti Sjálf- stæðisflokksins. — Nú eru aðeins 6 dagar til steinu Þrír bálar til Sandgerðis SANDGERÐI, 8. nóv. — Þrír bátar komu hingað með síld í dag, samtals 530 tunnur, Guð- bjöfg 300 tn., Jón Garðar 130 og Jón Gunnlaugsson 100 tunnur. Síldin er bæði söltuð og fryst. — Páll. Laust fyrir klukkan átta í gær- kvöldi urðu tveir menn fyrir bíl á Snorrabraut. til móts við Osta- og smjörsöluna. Voru þeir báðir fluttir á slysavarðstofuna, og annar þeirra, Ingóifur Skúlason þegar fluttur þaðan á Landa- kotsspítala. Hlaut hann opið fót- brot og skaddaðist auk þess á höfði. Hinn manninn, Ól„f Jóns- son, sakaði minna. en var þó á slysavarðstofunni enn er blaðið frétti síðast til í gærkvöldi. Báðir eru mennirnir strætis- vagnabílstjórar. Nokkrum mínútum áður en þetta gerðist hafði maður á reið- hjóli, Eyjólfur Gíslason, Njáls- götu 82, orðið fyrir bíl á Skúla- götu. skammt frá gatnamótum Barónsstígs. Var hann fluttur í slysavarðstofuna, en ekki er biað inu kunnugt um meiðsli. Eingöngu olíumálning rennur af húsþökum Litur og framleiðslustaður skipta engu mdli - Fyrirbærið eingongu við sjdvarsiðuna MORGUNBLAÐIÐ átti i gær tal við Jóhann Þorsteinsson, efna- fræðing hjá málningarverksmiðj unni Hörpu, en efnafræðingar verksmiðjúnnar vinna nú að því að upplýsa orsakir þess, að máln ing hefur runnið af þökum víða um land. Sagði Jóhann að máln- ing rynni af þökum um alla Reykjavík. Væri það aðailega olíumálning og skipti það engu máli hvernig hún væri á lit né frá hvaða framleiðanda hún væri. Virðist því liggja í augum uppi að um gallaða málningu sé ekki að ræða. Jóhann sagði að upplausnar gætti í fleiri málningartegundum Góöur árangur jarð- hitaborana á Húsavlk HÚSAVÍK, 8. nóv. — Tilrauna- borun eftir heitu vatni á Húsavík er lokið á þessu hausti og mun hafa gefið góða raun, eða fylli- Iega svo sem vænzt van Boraðar hafa verið tvær holur. Fyrri holan var boruð fyrir ut an Draugadys og var þar borað 50 metra niður. Ekkert vqtn fannst og enginn hiti enda mun þessi hola fremur hafa verið bor- uð með tilliti til jarðvegsrann- sókna en að vonazt væri eftir heitu vatni. Síðari holan var boruð úti á Háhöfða, á suðurbrún Laugar- dals, og varð fljótlega vart þar við hita. Þegar borað hafði verið á 60 metra dýpi, var þar komið 30 stiga heitt vatn. Lengra mun ekki verða borað með þessum bor. en áætlað er að halda áfram að bora þarna með nýja Norður- landsbornum, en það verður væntanlega á næsta vori. — Fréttaritari. en olíumálningu, en miklu minna. Olíumálningin, sem leyst- ist upp, væri mjög misgömu1 Eingöngu við ströndina Jóhann sagði það athyglisvert að fréttir um að málning rynni af þökum kæmu eingöngu frá sjávarsíðunni, en ekki hefði frétzt af þessu fyrirbæri upp til sveita. Þá sagði Jóhann að geisla- virkni gæti haft áhrif á máln- ingu, en til þess þyrfti miklu meiri geislavirkni, en mælzt hef- ur hér. Samkvæmt upplýsingum, sem Mbl. aflaði sér í gærkvöldi, hafa verið sveiflur í geislavirkni hérlendis frá 1—5 picocurie i rúmmetra lofts undanfarna daga. Hvort um gosefni væri að ræða sagði Jóhann að væri hugs- anlegt en taldi mjög ólíklegt að um þau væri að ræða í þessu tilfelli. Málning rennur ekki í Vík Jóhann sagði að austur með landinu bæri ekki á að málning ryrmi af þökum. Efnafræðingar hefðu farið austur í Vík I Mýr- dal, en þar hefur Harpa tilrauna- stöð með mörgum tegundum málningar. Bar ekkert á að máln ing hefði runnið þar, né heldur í þorpinu sjálfu. Þetta mál er því enn óleyst og fólki hin mesta ráðgáta. Einhver lausn hlýtur þó að vera til og kemur hún vafalaust á daginn fyrr en síðar. frá Islandi eru með þetta 1000— 1300 kits en allt niður í 70 kits. Marz, sem seldi í Hull í morgun, var með 2.344 kits (149 lestir) og er það nieð því mesta, sem á land berst ur einu skipi þessa dagana. Isjenzku togararnir hafa yfirleitt veríð með tiltöiulega mikinn afla miðað við þá brezku — og þá getið þið séð, að Bretarnir veiða líllð, sagð'i Þórarinn. En það sem hleypir upp söl- unni, er gæðafiskurinn. Þorskur sést yf:rleitt ekki lengur. Það er sania hvaðan skipin koma. Þorskurinn virðist uppurinn á öll um miðuiii. Þeir koma með tölu- veit af ýsu og flatfiski — og karfinn þvæiist líka með. • Eru fyrir vestan Góðar þorskur, sem venjulega seist á 4—5 pund kittið, hefur komizt upp i 7—8 pund núna, ýsan hefur farxð hærra og kolinn allt upp í 13—14 pund kittið. Brezku togararnir leggja líka mikla áhcrzlu á að ná í kolann. Þeir eru mikið fyrir vestan Is- land. Einn var með 548 kits aí kola, en heildaraflinn var ekki nema 1.075 kits. Narfi, sem seldi mjög ve1. í gær, var hins vegar ekki með nema 300 kits af flat- fiski, en afimn var samtals 1,897 kits. En það er mjög ískyggilegt hve ilia aflast á ölluxn veiðisvæðum í Norðurhöfum um þessar mund- ir — og aflinn virðíst fara æ minnkandi. Hallgrímur Valde- marsson látinn HALLGRÍMUR Valdemarsson, einn kunnasti borgari Akureyr- ar, andaðist í sjúkrahúsinu á Akureyri snemma í gærmorgun, 85 ára að aldri. Hefði hann orðið 86 ára gamall 25. þ. m. Hallgrímur Valdemarsson var frá fyrstu tíð afgreiðslumaður Morgunblaðsins á Akureyri og fréttaritari þess í áratugi. Hallgrímur hafði dvalið um árabil á Elliheimilinu í Skjaldar- vík. en veiktist skyndilega fyrir hálfum mánuði og var fluttur i fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri, þar sem hann lézt í gærmorgun. Hallgrímur var fæddur að Litla-Hóli í Eyjafirði 1875, sonur hjónanna Valdemars Hallgríms- sonar og Guðrúnar Þorbergsdótt- ur. Hann var meðal stofnenda Leikfélags Akureyrar, og var lengi í stjórn þess oig mörg ár formaður. Var hann gerður heið- ursfélagi leikfélagsins fyrir störf í þágu leikhúsmála á Akureyri. Gufumekkíi MBL. hafði í gær tal af Pétri | Jónssyni 1 Reynihlíð. Sagði Pétux að einn bíll muni hafa ' haldið óleiðis til Oskju i, gær. I Þá sagði hann að fólk á nokkr | um bæjum 1 Mývatnssveit , hafi séð gufumökk leggja upp , frá fjöllunum í gær.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.