Morgunblaðið - 10.11.1961, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 10.11.1961, Blaðsíða 1
24 síður NttM&frifr 48. árgangur 255. tbl. — Föstudagur 10. nóvember 1961 Prentsmiðja MorgunblaðsiM MO»^M>l>H>«^ olotov stofu- fangelsi Þannlg var sýning Krúsjeffs á Rauða torginu þann 7. nóvember, halarófa af flugskeytum og hermönnum, gráum fyrir jáamum. Og á grafhýsinu (fyrir miðri myndinni) þar sem áður hvíldu Lenin og Stalín, stóðu forystumennirnir í röð og horfðu á vopna- mergd'ina líða fram hjá. Sýningin var lítið frábrugðin hersýningu undanfarinna ára, en tvær breytingar vöktu þó athygli. Nafn Stalíns var horfið af grafhýsinu, enda er Lenin nú einn þar. Svo var það Voroshilov. Hann stóð ekki lengur uppi á grafhýs- Inum ásamt forystuliðinu. Ilonum hafði verið valið stæði við hlið konu, sem seldi rjómaís meðal mannfjöldans. lanir eigna sér Vínlandsfun - og Helge Ingstad bregst reiður við f GÆR gerðist það í Kaupmannahöfn, að dr. Áge Roussel, safnstjóri við danska þjóðminjasafnið, kvaddi sér hljóðs og sagði blöðum og fréttastofum, að Danir hefðu í rauninni vitað í 5 ár hvar hið raunverulega Vínland hafi verið. — Danskur safnvörður, dr. Meldgárd, hefði gert þessa upp- götvun árið 1956 — og leiðbeint norska rithöfundinum Helge Ingstad, sem ásamt konu sinni gróf upp hús Leifs Eiríkssonar að því að talið er. — Helge Ingstad brást mjög reiður við og birti samstundis yfirlýsingu þar sem hann gerir grín að dr. Meldgárd og segir, að Danir ætli nú að næla sér í einhvers konar forgangsrétt á Vínlandi. — Hér fara á eftir fréttir NTB-fréttastofunnar af þessari óvæntu deilu um heiðurinn af- „öðrum" fundi Vínlands. Kaupmannahöfn, 9. nóv. (NTB). ÞAÐ var danski safnvðrðurinn Jörgen Meldegárd, magister, sem í rauniijii fann hið gamla Vín- land á Nýfundnalandi norðan- verðu árið 1956. Hann benti á evæðið þar sem Leifur Eiríksson byggði hús sitt. þegar hann fann Ameríku árið 1000. Og það var é þessu svæði sem norski rit- höfundurinn Helge Ingstad fann og gróf upp húsið fyrstur manna. Meldgárd leggur áherzlu á, að það hafi verið Ingstad, sem fyrst- ur fann sjálfa byggðina í Vín- landi og þess vegna eé ekki um það að rseða, að hús Leifs Ei- ríkssonar hafi fundizt 1956. Ing- Btad fann sjálfur rústirnar og han.s er heiðurinn, segir Melde- gárd. íVegnin um fund IngSjtads á Nýfundnalandi vaktl athygli i Danmörku og ræddu blöð það hvers vegna Danir hefðu ekki látið til sín taka á þessu sviði. Það var í sambandi við þessi blaðaummæli. að dr. Age Rouss- el, safnstjóri, upplýsti þennan fimm ára gamla fund. Meldegárd var einn á ferð, þegar hann ákvarðaði Vínland árið 1956. Fregnin var ekki birt þá vegna þess að ekki þótti heppi legt að áhugamaður eyðilegði hugsanlegan fund ef grafið yrði á þessum stað. Þjóðminjasafnið danska eamdi um það við kana- díska þjóðminjasafnið- að vís- indamenn beggja landanna færu á staðinn síðar meir og græfu þar. Meldegárd sagði í viðtali við Ingstad árið 1960, að Vínland hlyti að hafa verið fyrrgreindur staður á Nýfundnalandi og skýrði honum frá, að danska þjóðminjasafnið ráðgerði leið- angur og uppgröft árið 1962. Ing- stad upplýsti þá, að hann hefði fyrirhugað leiðangur 1961 og hann ætlaði sér að grafa þarna, ef tilefni gæfist. Danski fornleifafræðingurinn fann Vínland eftir mikil heila- brot og leit í bókum. m. a. mörg hundruð blaðsíður í „Sögunum" Forsætisráðherrarnir til Helsingfors í dag Helsingfors, 9. nóvember. FOBSÆTISRABHEBRAB Norð- urlandanna fimm l'ara á laugar- dagsmorgun til Hangö> en þar mun fundur þeirra staada á laug ard«g og sunnudag. í samhandi við þennan fund mun stjórn Norðurlandaráðsins koma saman á föstudag í Helsingfors til þess að undirbúa endanlega mál þau, sem tekin verða til meðferðar á fundi forsætisráðherraiuia. Markmið beggja fundanna er að undirbúa næota fund Norður- landaráðs, í Helsinigfors í febrú- ar n.k. Mikilvægustu málki verða sjálfsagt hin efnahagslegu og pólitísku auk tillögunnar um almiennan inorrænan saims'tarfs- samtning. Framii. á. bls. 2. • og athugun á þúsundum km strandlengju Labrjtdor og Ný- fundnalands. I Hauksbók og Flateyjarbók er Framh. á bls. 23. Vínarborg, 9. nóv. MOLOTOV er í stofufang- elsi. Enginn vafi þykir leika lengur á því, að hann sé fangi í íbúð sinni, sem er í miðri Vínarborg, í eigu rúss- neska sendiráðsins. Síðasta hálfa mánuðinn hefur Molotov ekki sézt utan dyra, utan einw sinni, er hann fór akandi til rússneska sendiráðsins sl. föstudag. — Hann hafði þá stundarfjórð- ungs viðdvöl í sendiráðinu og hélt síðan aftur til íbúð- ar sinnar. Menn minnast þess, að Krús- jeff sagði fyrir skemmstu við vestræna blaðamenn, að ekkert lægi á að gera upp sakirnar við Molotov og aðra „flokksfjend- ur". Svo virðist sem Molotov sé látinn bíða í Vínarborg meðan örlög hans eru ráðin í Kreml. Þessi gamli bolsjeviki, sem tók þátt í byltingunni 1917, er nú lokaður inni. Hann var ekki mættur í síðdegisboðinu í rússneska sendiráðinu 7. nóv. sl. — og orðrómur er á kreiki um að honum hafi verið vikið úr russnesku sendinefndinni hjá ai- þj óða-kj arnorkumálastofnuninni. Lögreglan í Vínarborg stend- ur vörð um hús hans dag og nótt og menn bíða þess, að næsti þáttur hefjist. Svona eru „Drauganetin", þegar togararnir fá þau í vörpuna. Hrúga af fiski, bæði nýjum og morknum, eins og greinilega sést á myndinni, sem Björn Ólafsson, Ioftskeytamaður tók. Nánar er rætt um „Drauganetin" á hls. 10 í blaðinu í dag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.