Morgunblaðið - 10.11.1961, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 10.11.1961, Blaðsíða 3
Pöstudagur 10. nóv. 1961 MORGVNBLAÐ1Ð 3 •-rwwr-™.' «sg STÚLKAN var í svo mikilli leiðslu, að við urðum að berja bylmingshögg á gluggann til að vekja athygli hennar á okkur og smella af þeim mynd á réttu andartaki — og auðvitað vorum við afbrýðisamir. Hvað hafði þessi náungi fram yfir okkur? — Ég heiti Ólafía Sveinsdóttir, sagði hún, þegar við votum komnir inn fyrir glerið. — Er þetta kserastinn? — Já. — Ertu þess vegna svona inni- leg við hann? — Nei, ætli það sé ekki vegna þess að hann er ekki lifandi. — Finnst þér það betra? — Já, svona úti í búðarglugga. — Hvað heitir kærastinn? — Til dæmis Pétur. — Hvað er hann gamall? — Fimm ára. — Sá er bráðþvoska. — Já, en honum vex ekki skegg. — En hvað ert þú gömul? — Gettu. — Fimm sinnum fimm ára og eignast sennilega einhvtrn tíma fimmbura. — Með hönum? — Nei, áttu ekki annan kær- •sta? — Það getur verið. — Heldurðu að hann verði ekki afbrýðisamur, þegar hann sér myndina af ykkur í Mbl.? — Nei, ætli það. — Er hann ekki lifandi held- ur? — Nei. — Hvað er svona eftirsóknar- vert við að hafa þá ekki iifandi? — Þá er engirt hætta á því að þeir tali of mikið, til dæmis. (Hún er þá ein af þeim, sem halda því fram að karlar tali meira en konur. En það er auð- vitað sjálfsvörn konunnar). — En hver finnst þér helzti gallinn við að hafa þá ekki lif- . . . Við urðum að berja bylnvingshögg í gluggann til að vekja athygli hennar á okkur . . . (Ljósm. Sv. Þormóðsson). Sumir geta aldrei lært að faðma STAKSTEIIVAR Megatonnin Helzta hálmstrá kommúnista hefur að undanföriui verið það, að Vesturveldin hefðu sprengt fleiri kjarnorkusprengjur en Rússar. Auðvitað skiptir fjöldi kjarnorkusprenginganna ekfei máli heldur hve öflugar þær eru ^ og hve langt líð- ur milli spreng- ingaiuna. A blaða mannafundi í fyrrakvöld upp- lýsti Kennedy forseti að sprengjumagn rússnesku sprcngjanna væri orðið 17« megalestir, en Vesturveldanna samtals 126. Þar við bætist svo að megin- sprengingarnar voru framkvæmdar hver eftir aðra með örskömmu millibili og geislavirkni þannig mögnuð hröð um skrefum, svo að sjálfur Krúsjeff hefur viðurkennt að sprengingamar stofnnðu heilsu manna í hættu. Fullkomið ábyrgðarleysi En það er annar meginmunur á sprengingum Bandaríkjamanna og Rússa. Hinir fyrrnefndu hafa að vísu gert kjarnorkusprenging- ar til að styrkja hernaðarmátt sinn og lýðfrjálsra þjóða almennt svo að öruggiega nægði til að standa gcgn hinni austrænu hel- stefnu. Kússar aftur á móti hafa gert sér leik að því að sprengja ógnarsprengingar, sem engum tilgangi geta þjónað, öðrum en að skelf-i inannkynið og þá sjálf- sagt fyrst og fremst fólkið í kommúnislarikjunum sjálfum, i von um að ógnirnar nægðu til þess að menn beygðu sig undir kúgunaröflin. Störsprengjurnar voru heldur ekki vísindalegt af- rek, því að fyrir liggur að fram- leiðsla þeirra er í engu erfiðari en mirni sprengja. Þess vegna hefur kommúnistastjórnin sýni- lega verið að leika sér með eld- inn, án þess að nokkur rök séo færð fyrir því að nauðsynlegt hefði verið að gera sprengingam- ar.í hernaðxrlegum tilgangi. andi? — Það er auðvitað ekki hægt að fara á dansleik með þeim. — Skemmtirðu þér mikið? — Ég fer o£t út á kvöldin, þegar ég er ekki að vinna. — Vinna? — Já, ég vinn lika við glugga- útstillingar hjá Herrabúðinni. — Finnst þér það skemmti- legra en að afgreiða? — Þú sást.það bezt áðan. — Já> þegar þú varst að faðma Pétur. ' — Já. — Hefurðu lært þetta? — Að faðma? — i'íei, það hlýtur að vera þér meðfætt. — Ég hef lævt gluggaútstill- ingu, já. — Hvar? — Ég ; lærði í, fyrravetur í Kaupmannahöfn í skóla. Hann heitir Bergenholtz. Það voru fimm aðrir íslendingar í skólan- um. Námstíminn er fjórir eða sex eða átta eða ellefu mánuð- ir.... — Bíddu hæg, þarf ekki ein- hverja hæfileika aðra en að faðma til að nema þetta? — Jú, það þarf auga og til- finningu fyrir samræmi o. s. frv, — Sumir geta þá aldrei lært þetta?. — Já. sumÍT geta ekki einu sinni lært að faðma sæmilega. — Jæja, þú bíður ljósmyndar- anum og mér í brúðkaupið ykkar Pétrurs. — Já, þið megið vera svara- menn. i.e.s. All veiddur ocj reyktur hér Utflutningur til Hollands MIKIÐ mun vera af ál í ám, tjörnum og lómum allt í kring- um landið, nema á svæðinu frá Eyjafirði ausfcur að Lónsheiði, skv. umsögn veiðimálastjóra og bók dr. Bjarna Sæmuindssonar um fiskana. Undanfarið hafa verið gerðar veiðitilraunir, einkum á vegum Lofts Jóns- sonar og að nokkru leyti á veg- um kaupfélaganna og SÍS og gefa þær tii kynna að miklis ár- aingurs megi vænta af slíkum veiðum. Hefur veið: í hverja gildru reynzt mjög góð miðað við það, sem bezt gerist í Dan- tnörku og Hollandi og állinn reynzt fyrista flokks vara. Nú hefur sjávarafurðadeild SIS gert samkomulag við hol- lenzkt fyrirtæki um samvimnu um álaveiðar og álaLreykingar á Islandi, en reyktur áll þykir mik ið lostæti erlendis. Frá þessu er skýrt í frétta'bréfi frá Sjávaraf- urðadeild SIS. 1 höfuðatriðum verður fram- kvæmd háttað þammig, að Sam- bandið tekst á hendur að koma upp reykhúsi í góðri útflutnings- höfln og að skipuleggja veiðar og flutninga til reykhúseins. . Hollenzka fyrirtækið lætur í té I altla hugs,anilega, tæknilega að- stoð við veiðar, flutnin.ga og I vinnslu. I staðinn fá Hollendimg- arnir einkarétt til kaupa á ál frá i Sambandmu um ákveðið árabil, en þó meö vissum takmörkum, sem eiga að tryggja það, að þeir greiði ávallt hæsta markaðsverð fyrir vöruna. Eftir reykingu verður állinn frystur, ýmist í flökum eða í heilu lagi. Einnig kemur til greina að flytja álinm út lifandi, en eingöngu, ef meira berst að en reykhúsið getur annað, og þó aðeims um takmarkaðan tima. Þegar hefur verið tekin á leigu lóð undir reykhúsið, við Hval- eyrarbraut í Hafnarfirði og verð ur væntanlega hafizt handa um byggingu hússins ienan fárra daga. Er stefnt að þvi að búsið verði fullbúið tiil vinnslu í apríl —maí næsta vor. Reyktur lax til útflutnings. Auk þesj sem ráðgert er að reykja ál, eru einnig áform um að hefja tilraunir með reykingu á laxi til útflutnings. Seinna get- ur reyking annarra fisktegunda komið til greina, svo og tEra-un- ir með betri nýtingu þorskhrogna og annarra fiskafurða, eftir því sem aðstæður leyfa, segir enn- fremur í fréttabréfinu. Byggingor- fromkvæmdir d Grondagorði A GRA.NBAGARÐI er unnið að bj ggingarframkvæmdum. Húsið á myndinni er fiskverk- unaihús, eign Jakobs Sigurös- sonar. Er ætlunin að ljúka í haust neðri hæð byggingar- innar. seni er 1000 ferm. að stærð. Þegar hún er komin. upp, mun þar fara fram gróf- ari vinnsla á fiski og síld. En síðar er áformað að byggja aðra hæð. þar sem komið verð ur fyrir vélum til fínni vinnslu á fiski, þai á meðal niðursuðu o. fl. Norðan við þessa byggingu er farið að grafa fyrir Fisk- miðstöðinni, fiskdreifingarstöð fyrir bæinn, sem áður hefur verið frá skýrt í fréttum. A fyrstu hæðinni að verða lokið fyrir endaðan maí. Hvcrjir myndu byrja? Þegar Rússar eru sinkt og hei- lagt að klifa á því, að þeir þurfi að gera miklar kjarnorku- sprengjutilraunir til varnar sér, er rétt að lifja það upp, að utn margra ára skeið höfðu Vestur- veldin ein kjarnorkuvopn og nægilegan stvrk til þess að koll- varpa kommúnistastjórnunum i öllum löndum austan járntjalds. Kalda stríðið var þá komið í al- gleyming, samt datt engum manni það í bug hvorki fyrir vestaa tjald ué austan, að Vesturveldin myndu ráðast á Rússa og það jafnvel þótt þau hefðu getað gert Það án þess að bíða nokkurt verulegt tjón sjálf. Þau höfðu al- gera yfirburði á hernaðarsviðinu, þar sem var tilvist kjarnorku- vopnanr.a Rússar hófu þá kalda stríðið í fullri vissu þess, að þeir yrðu ekki beittir vopnavaldi. Annars myndu þeir auðvitað hafa reynt að halda sér í skefj- um á meðan þeir voru að afla sér kjarnorkuvopna. Tal þeirra um að Jieir séu að smíða varnar- vopn er því algerlega út í bláinn. Þeir vita jafn vel og við hér á Vesturlöndum, að lýðræðisrikin myndu ekki hefja kjarnorku- styrjöld. Og það hafa þau raunar sannað með því að hafa birgðir slíkra vopna. án þess að Rússar hefðu þær, og aldrei hvarflaði að neinum að beita þeim. Ekki heldur að hóta beitingu þeirra, þött það kynni að hafa nægt til að kollvarpa Kreml-herrunum. Stjórnarand- stæðin^ar Lissabon, 9. nóvember. FLOKKUR stjórnarinniar í Portú gal sakar stjórnarandstöðuna um að miða að þ\ý að koma á upp- lausnarástandi í landinu. Stjórn- arandstaðan hefur dregið franv- bjóðendur sína til þings til baka og skorar á fólk að m>"ta ekki á kjörstað.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.