Morgunblaðið - 10.11.1961, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 10.11.1961, Blaðsíða 14
14 m o n cnis m að i» Fostudagur 10. nóv. 1961 — Erlent fjármagn Framh. af bls. 11. keppiikefli að þau batni. Ekki höf um við heldur fjármagn eirus og Belgir, sem bjóða fyrirtaekjunum góð lán í þeim tilgangi fyrst og fremst að fá inn tæknilega þekk ingu, og því miður höfum við ekki ennþá tryggt hér efnahags- legt öryggi og vinnufrið, eins og Norðmenn hafa gert. En aöstað til atvinnurekstur hér hefur einnig sínar björtu hliðar. Við höfum vatnsorku og getum á vissum stöðum boðið upp á ódýrari raforku en þekk- ist annars staðar í Evrópu. Norð menn bjóða nú erlendum fyrir tækjum raforku á 12—13 ísl. aura kwst. og á 10 ára samningi. Hér á landi ætti að vera unnt að selja raforku fyrir 10 aura kwst og á miklu lengri samningi. jþetta setti að vera aðlaðandi fyr ir ýms hin stóru raforkuiðnaðar- fyrirtæki, eins og t.d. aluminium iðnað. 1 því sambandi má nefna, að mér var tjáð í Noregi, að fá stórfyrirtæki hefðu sýnt meiri á huga fyrir iðnrekstri þar í landi en einmitt aluminium fyrirtæki. Hins vegar hafa Norðmenn sjálf ir komið á fót stórum alumin- inum iðnaði og aflað sér reynslu á því sviði og eru heldur tregir til þess að veita erlendum aluim- Skeljasandur Óska eftir að kaupa 3—4 tonn af grófum skeljasandi (fyrir hænsni) Verðtilb. sé miðað við að sandurinn sé komin um borð í skip. Get lagt til umbúðir ef óskað er. Óskar Friðbjarnarson Hnifsdal simi 31. inhíim fyrirtækjum leyfi til at- vinnureksturs í stórum stíl, þó að reyndar séu nú þegar í land inu 5 erlend aluminium fyrir- taeki. Ef til vill getum við notað okkur þessa tregðu Norðmanna, og mig mundi ekki undra þó þetta væri ein aðalástæðan fyrir því, að sænskt fyrirtæki hefur sýnt áhuga á aluminium vinnslu hér á landi, að því er sagt er. Við höfum einnig hverahita og er ekki ólíklegt að í sambandi við hann megi byggja upp ýmsan efnaiðnað. Við höfum einhver auðu.gustu fiskimið í heimi, og þó að ég álíti í flestum tilfellum ekki nauðsyn- legt eða æskilegt að beina er- lendu áhættufjármagni inn á þau svið, sem við ráðum sjálfir við, bæði tæknilega og markaðslega, er það staðreynd, að okkur hefur ekki tekizt að fuílnýta svo okkar sjávarafurðir sem skyldi. A viss um sviðum fiskiðnaðar gæti ef til vill verið gott að leita samstarfs við aðila, sem hafa fullkomna þekkingu og ef til veill einhverj ar aðrar aðferðir en við eigum að venjast. í þessu sambandi dettur mér í hug, að á síðastliðnU ári var mjög um það deilt í Noregi, hvort þang að skyldi hleypa stóru brezku fyrirtæki í trjákvoðuiðnaðinn. — Töldu Norðmenn sig sjólfa hafa þá þekkingu og reynslu á þvi sviði, sem þyrfti. Leyfið var þá veitt. Nú er hins vegar komið í ljós, að þetta brezka fyrirtæki kom með nýja tækni og nýjar vinnuaðferðir, sem virtust vera ókunnar hinum gömlu norsku fyrirtækjum. Er nú talið, að norski trjákvoðuiðnaðurinn muni hafa gott af. Loks er það staðreynd, að við höfum mjög gott vinnuafl, eins og t.d. rekstur Aburðarverk- smiðjunnar og Sementsverk- smiðjunnar sannar. Rétt er að hafa í huga, að ekki Sparisjóður vélstjóra Sparisjóður Vélstjóra tekur til srarfa að Bárugötu 11 í Reykjavík laugardaginn 11. nóv. 1961 kl. 11 árd. Verður framvegis opinn frá ki 4—6 sd. virka daga nema laugardaga. Venjuleg sparisjóðsviðskipti. Sjóhsstjórnin Gísli Jónsson Jónína Loftsdóttir, Hallgrimur Jónsson. Hjartans þakklæti fyrir mér veitian heiður, heim- sóknir, gjafir og aímæhskveðjur á 70 ára afmæli mínu. Guð blessi ykkur öli Valgerður Pálsdóttir. er nauðsynlega um að ræða stór fyrirtæki, eins og aluminiuim frEimleiðslu, þegar rætt er um erlenda fjárfestingu. Til dæmis las ég nýlega í amerísku blaði, að einn stærsti minkafreimleið- andi Bandaríkjanna hefur flutt mikinn hluta af sínu minkabúi á eyju eina í Japan. Astæðurnar voru, raki, rok og rigning, kuldi og gnægð af fiskúrgangi o.fl., sem allt virtist nákvæmlega stíl að upp á aðstæður hér, enda veit ég að stór minkaframleiðandi í Evrópu hefur lýst áhuga sínum fyrir hugsanlegu samstarfi við innlenda aðila um minkaeldi á íslandi, ef slíkt skyldi leyft að nýju. í»egar ég met í huga mér þess ar aðstæður, sem ég hefi nú laus lega drepið á, er ég sannfærður um að fá má erlent áhættufjár- magn til landsins til hagsbóta fyrir okkur íslendinga, ef okkur tekst að skapa hér efnahagslegan grundvöll, sem er frjósamUr fyrir vöxt og viðgang atvinnureksturs almennt. SKILYRÐI SEM SETJA BER FYRIR ERLENDRI FJÁRFESTINGU Eins og hef áður sagt er nauð- synelgt að athuga þegar reynslu annarra þjóða af erlendu áhættu fjármagni og lög og reglur, sem þar gilda. Þetta þurfuim við að laga að innlendum staðháttum. Hver niðurstaðan verður veit ég ekki; slíkt verður að byggjast á ýtarlegri athugun, en í fljótu bragði virðist mér að hafa ætti í huga eftirfarandi höfuðsjónar- mið: 1. Við eigurn að gera stofnun er lendra fyrirtækja í landinu sem frjálsasta, en kappkosta hins veg ar að hafa tögl og hagldir í okk ar eigin hendi með þv íað krefja slíka aðila um leyfi til þess að kaupa fasteignir, raforku og ef til vill fleira, sem nauðsynlegt er flestum atvinnurekstri. 2. Við eigum að kappkosta að beina hinu erlenda fjármagni inn á svið, þar sem okkur skortir tækni, reynslu og markaðsöryggi; inn á nýjar atvinnugreinar, sean mundu breikka fjárhagsgrund- völl okkar og gera þjóðarbúskap inn fjölbreyttari og öruggari. 3. Við eigum að leggja áherzlu á að innlendir aðilar séu þátt- takendur í hinum erlenda at- vinnurekstri eins og fjármagn okkar frekast leyfir og okkur ber að kappkosta að eignast smóon saman fyrirtækin. Sá misskilning ur hefur stundum ríkt, að erlend um fyrirtækjum séu veitt leyfi til iðnreksturs með þem skilyrð um, að fyrirtækið verði án greiðslu innlend eign að vissum tíma liðnum. Þetta er rangt og tíðkast hvergi, svo að éig þekki. Aftur á móti er víða sett ákvæði um kaup á hlutafé og á það lagt kapp, að innlendir aðilar geti smám saman eignazt hlutaféð á frjálsum markaði. Akveða mætti að hlutaféð sé falt innlenduim að- ilum að t.d. 20—30 árum liðnum. 4. Eg álít ekki rétt að Alþingi fjalli um slík leyfi hverju sinni. Það á að samiþykkja ákveðnar reglur um slík atvinnuleyfi, en fela framkvæmd þeirra ríkis- valdinu. 5. Varast ber að veita erlend- um aðilum nein sérréttindi fram yfir innlendan atvinniurekstur. Að visu verður að veita slíkum aðilum viss leyfi til yfirfærslu gjaldeyris, það er að segja yfir færslu á arði, afborgunum, ýms- um erlendum kostnaði o.s.frv., en okkur ber að stefna að því að ís- lenzkur gjaldmiðill verði það ör- uggur, að slíkar yfirfærslur verði að meira eða minna leyti öllum frjálsar. 6. Eg tel, að við eigum ekki að veita erlendum aðilum leyfi til fiskveiða eða til virkjunar fall- vatna okkar eða jarðhi'tans. Þetta eigum við að hafa í Okkar eigin hendi. Orkuna getum við selt þeim iðnrekstri, sem leyfður kann að verða. Þannig höfum við raunar ávallt undirtökin og ekki ætti að reynast erfitt að fá lán til virkjunar, ef öruggur kaup andi er fyrir hendi. Þess má geta, að Norðmenn hafa upp á síðkast ið valið þessa leið o.g ekki veitt sérleyfi til virkjana. Ymsar reglur þarf að setja um stjórn slíkra yfrirtækja og margt fleira, en það ætti að mánum dómi að vera sem nánast hið sama og gildir um innlend fyrir- Góðir áheyrendur. Það um- ræðuefni, sem hér hefur verið tekið fyrir, er stórt. Eg geri mer fulla grein fyrir því, að mér hef- ur ekki tekizt að gera því nein fullk<»nin skil á svo stuttum tíma sem ég hef haft til umráða. Eg hef ekki lagt fram neinar a- ætlanir um ákveðin fyrirtæki eða áætlanir um þær tekjur, sem mundu falla í okkar hlut,, held ur reynt að kynna málið al- mennt. Hér er um stórmál að ræða, sem almenningur þarf að kynna sér af skynsemi. Skapa þar almennan skilning. Ef er- lendu ratvinnurekstur verður leyfður hér, verður að leggja á- herzlu á vinsamlegt samstarf og varast tortryggni og öfund vegna arðs hins erlenda aðila. Við eig- um að geta staðið jafnfætis hverj um sem er við samningaiborðið og samið um hagnað okkur til handa ekki síður en þeir sem við semjum við. Ef við komumst að þeirri niðurstöðu, að skynsam- legri athugun lokinni, að við get um á þennan hátt betur tryggt efnahagslegan vöx)t í landinu og góð lífsskilyrði, eigum við ekki að hika við að leita samstarfs við erlent áhættufjármagn um upp- byggingu okkar atvinnuvega. Við skulum minnast þess, að erlent áhættufjármagn er ekki auðfengið. Um það er keppt af mörgum þjóðum. g við skulum gera okkur fulla grein fyrir þvi að óhugsandi er að reka hér nokkurn atvinnuveg svo vel se, hvort sem hann er innlendur eða erlendur, án stöðugs verðlags, vinnufriðar og öruggs fjármála- kerfis. Jafnframt því sem við kynnum akkur á skipulagðan hátt reynslu annarra þjóða af erlendufjármagni og lög og regl ur, sem um það gilda, og heim færum slíkt á íslenzka staðhætti, verðum við að kappkosta að skapa hér slíkan grundvöll. EFLUM TÆKNI OG VÍSINDI staðháttum og tileinkað sér þá Eg vi'l leyfa mér að ljúka orð um mínum með því að leggja áherzlu á, að við Islendingar meg um aldrei missa eigin stjórn á uppbyggingu atvinnuvega okk- ar og efnahagslegri þróun lands ins. Við megum aldrei aðhyllast þá skoðun, að okkur sé ókleift að tilein'ka okkiur þó hröðu og vaxandi tækniþróun, sem á sér stað í heiminum í dag og er ein meginundirstaða bættra líf3 skilyrða. Við verðum að marg- falda það f jármagn, seim við leggj um til tækni, rannsókna og vís- inda. Við verðum að tryggja okk ur fjölda tæknimenntaðra manna, sem geta fylgzt með tækniþróun. erlendis og lagað að innlendum staðháttum og tileinkað sér þá þekkingu, sem kann að fást með erlendu áhættufjármagni. Þvi miður er okkur í dag ábótavant á þessu sviði. Hér ivar nýlega er- lendur sérfræðingur í sjálfvirkni; þessum ávexti nýjustu tækni og vísinda, sem er að gjörbylta at- vinnuháttum í stóru löndunum. Hann heimsótti 20 verksmiðjur og að þeim heimsóknum loknum gat hann varla orða bundizt yfir þeim alvarlega skorti á tækni- menntuðum mönnum, sem hann taldi sig sjá í íslenzkum atvinnu vegum. Hann kvaðst hafa séð fuli komnar vélar, en þegar hann spurði einfaldra tæknispurninga, fékk hann engin svör. Hann. komst að þeirri niðurstöðu, að al' varlegasta vandamál íslenzkra at vinnugreina í dag væri skortur á tæknimenntuðum mönnum, bæði verkfræðingum og þó sérstaklega. tæknifræðingum, og hann taldi t.d. að við gætum ekki orðið samkeppnisfærir við lönd í mark aðsbandalögum Evrópu nema úr þess væri bætt og verkfræðingar flyjast úr landi. Það verður að stöðva. Norðmenn hafa skilið nauðsyn þess að hafa sjálfir vald á tækni þróuninni. Um leið og þeir á- ætla að auka þjóðarframleiðslu sína um 4% á ári, auka þeir rann sókna- og tilraunastarfsemi sína um 10%, og þeir hafa ©ert á- ætlanir um að tvöfalda fjolda tæknimienntaðra manna á næstiu 10 árum. Þeir láta ekki sitja við áætlanir einar, heldiur leggja mikið fjármagn í aukna rann- sóknarstarfsemi, bætta tækni- menntun og bætta aðstöðu. Við íslendingar megum ekki missa sjónar af þessu. Við megum ekki ætla að erlent áhættufjár- magn sé lausn allra okkar vanda mála. Það á aðeins að vera liður í efnahagsráðstöfunum sjálfstæðr ar þjóðar. Þvi verðum við að efla tækni okkar og vísindi, þannig að við getum tileinkað okkur að- flutta reynslu og smám saman tekið við þeim atvinnugreinum, sem þannig eru uppbyggðar. Að- eins þá kemur erlent áhættufjár magn að fullum og tilætluðum notum. Við megum aldrei gefast upp á því að vera sjálfstæð þjóð. Vegna fjölda áskorana verður Mi&nœturskemmtun dr. Lie c-R íris endur- tekin í Austurbæjar- bíói í kvöld kl. 11,15. Sýningin verSur ekki cndurtckin Það er þvi síðasta tækifærið að sjá þenn an bezta skemmli- kraft, sem hingað hefur komið. Ný skemmtiatriði sem ekki hafa sést hér á sýninjíum dr. Lie áður Aðgönenimiðar i Austurbæjarbíói og Hljóðfæraverzlun Sigríðar Heigadóttur Verturveri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.