Morgunblaðið - 10.11.1961, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 10.11.1961, Blaðsíða 20
20 ’ MORGVNfíLAÐIÐ Föstudagur 10. nóv. 1961 Dorothy Quentin: Þögl aey 3 7 Skáldsaga lega. Og þá hefði hún verið vel sJoppin frá þessu öllu. Litla hjúkrunarkonan opnaði dyrnar og lokaði þeim svo aftur að baki henni. hljóðlaust. Og sjónin, sem mætti augum hennar var svo óvaent, að hún veitti henni ofurlítið svigrúm til að hugsa sig um. Sóra turnherberg ið var orðið að læknastofu. — André sat þarna með ofurlítinn svartan króga á hnjánum, sem hJó framan í hann meðan André var að ganga frá naflabindinu. Nunna ein stóð við hlið hans, tilbúin að hjálpa til. ef þörf gerðist. En André rétt leit á stúlk una, sem stóð við dyrnar, en var annars niðursokkinn í verk sitt. Fáðu þér sæti, ég verð laus eft ir eina mínútu, sagði hann kæru leysislega og brosti framan í litla svar.ta andlitið um leið og hann rétti krakkann að nunn- unni. Segðu systur Margréti að ég ætli sjálfur að skjpta um bindi daglega, og að ekki megi blæða meira, sagði hann rólega. Allt í lagi, herra. Frankie sem hafði setzt í gluggabekkinn gat ekki annað en brosað. Hrokafulli maðurinn frá í gærkvöldi var horfinn. Þessi maður, í síða. hvíta sloppnum, sem var að fást við krakkann, var læknirinn frá hvirfli til ilja. Brosið hans til krakkanns og nunnunnar var fullt velvildar. Þegar Frankie horfði á þau tvö handfjalla barnið, varð henni á að hugsa, hvernig það mundi vera að annast sí og æ annarra börn. án nokkurrar vonar um að eignast neitt sjálf. Það fæ ég bráðum að vita, því að bráðlega fer ég að fást við þetta sama, sagði hún við sjálfa sig, raunamædd. Birtan í þessu stóra, loftgóða herbergi var allt of skær. hún streymdi inn um stóru opnu gluggana og sólskinið var svo sterkt og hreint eftir óveðrið. Það skein í hárið á Frankie, svo að það var eins og geislabaugur um höfuð hennar og þegar André leit á hana, var brosið enn á vör um hennar, brós konu, sem horf ir á barn. Að baki henni var hið dásamlega útsýni út yfir sjóinn og til hliðar við hana blasti Laur ier við gegnum trén í skóginum. Ég bjóst ekki við að þú hefðir mikinn tíma til að skoða sjúkra- hús. þegar þú er búin að fá einn gestinn í viðbót, sagði hann hörku lega, meðan hann var að þvo hendur sínar í vaskinum. Nú var ekkert eftir af blíðunni og vel vildinni í svip hans. Andlitið hefði getað verið tálgað út úr steininum, sem höllin var byggð úr. Hann þurrkaði sér nú um hendurnar og horfði á hana með reiði í grágrænu augunum. Viðbótargesturinn minn ætlar að koma til mín seinnipartinn í dag, sagði hún. Ég sagði honum. að ég yrði vant við látin- fyrri partinn Nú, er þá sjúkrahúsið orðið þér dýrmætara en væntanlegur kaupandi að Laurier, svaraði hann kuldalega. Tek mér til inn tekta, Francoise! Hann fleygði hvíta sloppnum í körfu og hvarf sem snöggvast inn í næsta herbergi. Gegn um dyrnar sá Frankie. að þetta var svefnherbergi, þar sem lítið var inni annað en rúm og fatahengi. Hún varð móðguð og reið yfir þessari blindni hans, en um leið varð hún íeginn, að hann skyldi ennþá hafast hér við. Hún hafði komið til að segja honum, að hún hefði síður en svo í hyggju að selja Laurier. jafnvel þótt Men- doza byði vel í eignina, en þetta að hann skyldi taka hið gagn- stæða sem gefinn hlut, æsti svo reiði hennar, að hún steinþagði ■um þetta. Þegar hún færi burt og léti hann erfa Laurier, eins og til skilið var 1 erfðaskrá frænda hennar, sæi hann að minnsta kosti. að hún væri ekki sök um þá heimsku og ágirnd að fara að selja eyna, sem honum var svo kær. En eitthvað í svip hennar hafði áhrif á hann. Hann gekk til henn ar og rétti fram hendurnar, og svo mælti hann með miklum al- vörusvip: Rektu hann til baka, ég bið þig þess, Francoise! Þess- ir Mendozafeðgar eru eiturkvik- indi. í gærkvöldi var mamma hrottalega ókurteis. en hún veit hinsvegar á hverju þeir hafa grætt aurana sína.. Ég get ekki hugsað mér þennan mann stíga fæti inn fyrir þínar dyr. En geturðu þá kannske hugsað þér, að það .verði hans eigin dyr, einhvern daginn? spurði hún og ætlaði alveg að sleppa sér, því að snöggvast var eins og brygði fyrir ást í málrómi hans og augna ráði. Hann gekk frá henni og settist niður á bekkinn og yppti breið- um öxlunmn. Ef þeir eru sekir um þetta a-llt, því leyfirðu þá Garcia yfirleitt að stíga hér fæti á land? spurði hún með ákafa. Það væri þó ekki nema mannsverk að segja hon- um.... Það er Juan Mendoza? sem lög reglan er á hælunum á, svaraði hann þreytulega. Auðvitað felur sonurinn sig að baki föður síns. En jafnvel hann er hættulegri kunningi fyrir unga stúlku að eiga. Ég er alveg fær um að gæta mín, hvæsti hún að honum reiði lega. Ég er þegar búin að fá margra ára æfingu undanfarið. Þú skalt ekki halda, að ég sé neitt þurfandi fyrir.. bróðurlega vernd þína. Hann horfði lengi á hana, án þess að geta áttað sig. Þegar hún svo stóð snöggt upp. hringdi hann bjöllu á borðinu hjá sér. Ég ætla að senda eftir hjúkrun- arkonu til að sýna þér húsið, sagði hann. Vonandi fer hún ekki út af eins í taugarnar á þér og ég virðist gera, sagði hann kuldalega. En svo leit hann allt í einu biðjandi augum á hana og sagði: Hversvegna getum við ekki talað saman eins og mann- eskjur með viti, Francoise? Það gátum við þó áður fyrr.. Hvað hefur komið fyrir okkur? Það er hún Simone, sem hefur komið fyrir okkur. svaraði hún áherzlulaust og rólega. Síðan sneri hún til dyra og gekk út þegjandL XVIII. Um hádegisbilið var eins og Helena hefði áttað sig á því, að ef til vill h®'f*; gengið full- langt kvi .u »uur, og nú spurði hún son sinn um komu Garcia Mendoza. Skipið liggur hér enn, svaraði hann þurrlega, en það hefur ver ið flutt ívá okkar bryggju að Laurier-br.yggjunni. svo að okkar sé laus fyrir spítalasltipið. En ég er búinn að gefa því heilbrigðis- vottorð. Helena starði á hann stein- hissa. Simone, sem hafði nú náð sér eftir veðurhræðsluna, kvöld- inu áður, hlustaði með athygli á viðræður þeirra. Um morguninn hafði hún séð skipið niðri í fló- anum, og það var einhver glæsi- legasta sjón, sem hún hafði aúg um litið. Hugsunin um, að þetta litla skip skyldi vera í einstak- lingseign — auðmannssonar — var svo æsandi og óraunveruleg í augum Simone Fauvaux. Er það meiningin, að þessi mað ur megi vera hér eins lengi og honum þóknast? spurði Helena son sinn og röddin var tortrygg- in. Ertu alveg orðin frá þér. And ré? Peningarnir hans Mendoza spilla innlendum mönnum, hvar sem þeir koma — og ekki einung is þeim innfæddu — Francoise er líka ung og heimsk. Hvernig vitum við, að hann gabbi hana ekki til að selja sér Laurier? Ætlar hann.. þessi auðmanns- sonur.. að kaupa Laurier? spurði Simone og gat ekki dulið ákafa sinn. Ef hægt væri að koma Frankie burt frá eynni, áð ur en hún væri orðinn löglegur eigandi að Laurier. gæti André selt þessum Spánverja hana. — Kannske gat hann meira að segja fengið stórfé fyrir hana, ef hinn sæktist nóg eftir henni. Þá kæmi KELVINATOR kæliskópsins tjversu ojfjjp^slriÍiiini | sfliS tér affiraupö Wislíápá • • • jaob bcr aS vanda vaI ^arjsjl — Maðurinn minn er svo góðhjartaður og hjálpsamur. Nú er hann að kenna nýju vinnukonunni okkar á hjóli! XXX GEISLI GEIMFARI — Hvað er nýja viðfangsefnið mitt, — Nei, Geisli, Ryerson annast Páll .... Þjófnaðurinn á eiturgas- „glottandi-gas“ málið. Nýja verkefn- inu úr vopnabúrinu okkar? ið þitt er nærri því sumarfrí, Geisli. Þú átt að fara til gamalmennastjörn- urma*’ Metin'isalems!: André ekki til að þurfa að bera ábyrgðina á öðrum spítala í við- bót, en gæti þess í stað ey.tt ein- hverju dálitlu í hana. I seinni tíð. eftir að Simone hafði kynnzt kvikmyndafólkinu og séð fatnaS Frankie og heyrt svo margt um lífið í Ameríku, var hún farin að vera dálítið óánægð með allan strangleikann, sem viðgekkst í heimilishaldi Helenu. Það gat náttúrlega verið ágætt að vera höfðingi og lifa öruggu l.ífi, en betra var þó að hafa einhverja aura til að eyða Það var ágirndarglampi I svörtu augunum. er hún leit á Helenu og á André, og fór að koma með spurningar með undr andi röddu: Hvað gæti svona auð maður ætlað sér að gera við svona gamalt og lirörlegt hús. André sagði henni það í sem stytztu máli og bætti við. Ég sendi skeyti til lögreglustjórans á Trinidad í morgun, og þegar ég fæ svar við því, veit ég. hvem ig ég á að snúast við þessum manni. Eins og er. þá er hann að eins að koma hér við á skemmti siglingu, og við getum ekkert haft á honum fyrir það eða rek- ið hann burt. gflútvarpiö Föstudagur 10. nóvember 8UH) Morgunútvarp (Bæn. — 8:06 Morgunleikfimi — 8:15 Tónleikar — Fréttir — 8:35 Tónleikar —• 9:10 Veðurfregnir — 9:20 Tónl. 12:00 Hádegisútvarp (Tónleikar — 12:25 Fréttir og tilkynningar) 13:15 Lesin dagskrá næstu viku. 13:25 ,,Við vinnuna": Tónleikar. 15:00 Síðdegisútvarp (Fréttir og tilk. Tónleikar — 16:00 Veðurfr. — Tónleikar — 17:00 Fréttir — Tón- leikar). 17:40 Framburðarkennsla í esperanto og spænsku. 18:00 „i»á riðu hetjur um héruð": Ingi mar Jóhannesson flytur annan þátt um Gísla Súrsson. 18:20 Veðurfregnir. — 18:30 Þingfrétt ir — Tónleikar. 18:50 Tilkynningar. — 19:30 Fréttir. 20:00 Daglegt mál (Bjarni Einarsson cand mag.) 20:05 Efst á baugi (Björn Jóhannsson og Tómas Karlsson). 20:35 Frægir söngvárar; III: John Mc Cormack syngur. 21:00 „Fljúgandi næturlest**: Jóhann Hjálmarsson skáld les úr nýrri Ijóðabók sinni. 21:10 Tónleikar: „Suður-amerísk sin- fónetta eftir Morton Gould — (Hollywood Bowl sinfóníuhljóm sveitin leikur; Felix Slatkin stj.). 21:30 Útvarpssagan: „Gyðjan og ux- in" eftir Kristmann Guðmunds- son; XXV. (Höf. les). 22:00 Fréttir og veðurfregnir. 22:10 Erindi: Að kunna ekki að hlakka til (Hannes J. Magnússon skóla- stjóri á Akureyri). 22:35 Á síðkvöldi: Létt klassísk tón- list: a) Pólonesa nr. 5 1 fis-moll op. 44 og nr. 6 í As-dúr op. 53 eft- ir Chopin (Malcuzynski leik- ur). b) Kristen Flagstad syngur fjög- ur lög eftir Sinding; Edwin McArthur leikur undir á píanó. c) Þrír þýzkir dansar (K605) og tveir menúettar eftir Mozart (Hljómsveitin Philharmonia leikur; Colin Davis stjórnar). 23:20 Dagskrárlok. Laugardagur 11. nóvember 8:00 Morgunútvarp (Bæn. — 8:06 Morgunleikfimi — 8:15 Tónleikar — Fréttir — 8:35 Tónleikar — 9:10 Veðurfregnir — 9:20 TónL 12:00 Hádegisútvarp (Tónleikar 12:25 Fréttir og tilkynningar) 12:55 Óskalög sjúklinga (Bryndís Sig urjónsdóttir). 14:30 Laugardagslögin — 15:00 Fréttir og tilkynningar. 15:20 Skákþáttur (Sveinn Kristinsson) 16:00 Veðurfregnir — Bridgeþáttur — Hallur Símonarson). 16:30 Danskennsla (Heiðar Ástvalde- son) 17:00 Fréttir — Þetta vil ég heyra: — Séra I>orsteihn Björnsson velur sér hljómplötur. 17:40 Vikan framundan: Kynning á dagskrárefni útvarpsins. 18:00 Útvarpssaga barnanna: „Á leiö til Akra“ eftir Aimeé Sommer- felt; VII (Sigurlaug Björnsd.). 18:20 Veðurfregnir. 18:30 Tómstundaþáttur barna og ungl inga (Jón Pálsson). 18:55 Söngvar í léttum tón. — 19:10 Til kynningar. 19:30 Fréttir. 20:00 Frá danslagakvöldi í Berlín: — Horst Jankowski kórinn syngur og danshljómsveit Berlínarútvarps- ins leikur undir stjórn Rolands Kovac. 20:30 Leikrit: „Parísarhjólið" eftir Soya, í þýðingu Áslaugar Árna- dóttur. Leikstjóri: Baldvin Hall- dórsson. Leikendur: Guðbjörg Þorbjarnardóttir, Róbert Am- finnsson, Þorgrímur Einarsson. Brynja Benediktsdóttir, Flosi Ólafsson, Jóhanna Norðfjörð og Indriði Waage. 22:00 Fréttir og veðurfregnir. 22:10 Danslög — 24:00 Dagskrárlolf

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.