Morgunblaðið - 10.11.1961, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 10.11.1961, Blaðsíða 22
JUORCTnvniAÐIÐ Föstv;clagur 10 nóv. 1961 2? 10 Iðnd komin til Chile MEXICO hefur unnið sér rétt til þátttöku í úrslitakeppni heims- meistarakeppninnar í knatt- spyrnu. Á sunnudaginn var geröu Mexikanar jafntefli við lið Para- guay. í fyrri leik landanna hafði Mexico unnið á heimavelli með 1:0. Mexico var einnig í úrslitum nðustu keppni, 1958. Á sunnudaginn Iéku Italir við fsraelsmenn og fór leikurinn fram í Torino. ttalir unnu með 6:0 og höfðu algera yfirburði. ftalir eru þar með í úrslitum heims- meistarakeppninnar í Chile. — Fyrri leikinn unnu ítalir með 4:2 í Tel Aviv. Með áðurgreindum tveim leik- um hafa alls 10 lönd áunnið sér rétt til úrslitakeppninnar í Chile. þau eru „gestgjafamir“ Chile, heimsmeistararnir Brazilíumenn, Argentínumenn, lið Uruguay, Colombia, V-Þjóðverjar, Ungverj ar, Englendingar — og siðan Mexikanar og ítalir. Á sunnudaginn fáist úrslit milli Sviss og Svíþjóöar. Og einnig geta leikir Tyrklands og Rússa annars vegar og Búlgaríu og Frakklands hins vegar ráðið úr- slitum — en það þó aðeins að Tyrkir og Búlgarar tapi. Þá kom ast Frakkar og Rússar til Chile. Öllum undanleikum verður að vera lokið fyrir 1. desember. Handknattleikur á erlendum vettvangi Landsliðsnefnd viðurkennir mistök YFIR stendur nú keppnin uim Evrópubikarinn í handknattleik og taka þátt í honuna beztu félags lið margra landa. Keppnin er út- sláttarkeppni og væri því heppi- legt fyrir ísl. lið — þ.e. FH að taka þátt í henni. AGF er í keppninni fyrir Dani. Liðið sigraði norska liðið Nor- strand IF um helgina með 22:16. Norsku blöðin segja sigur Dana verðskuldaðan, en telja sum hver, að Danirnir þurfi að taka sig á, ef þeir eiga að ná til úrslitaleiks keppninnar nú eins og í fyrra. Markvörðurinn Leif Gelvad, Knud-Erik Jensen (sem allir segja að hafi verið bezti maður leiksins), Poul Michelsen og Ole Raundal £á allir mikið lof. Næst mæta Danir annað hvort Vikingerna Sviþjóð eða Kiev, en þau lið eiga eftir að leika saman áður. Það er mikið þrasað og þrefað um dómara erlendis ekki síður en hér heima. Nú hafa Danir tekið upp það ráð að fá erlenda dómara á leiki 1. deildar. Sænskur dómr ari, Carl Kling (Málmey) dæmdi í Danmörku leik HG og Tarup. En Daninn Axel Ahm fór til Dömur! Amerískir dag og kvöldkjólar Skyrtublússukjólaruir komnir aftur, verð kr. 549 00. ff j á B á r u Austurstræt'. 14. Jóíafötin Bræðurnir eru í fötum frá Nonna. Póstsendum Matrósföt og kjólar (enskt ceviot) fiá 2—8 ára. Drcngjajakkaföt fiá 6—14 ára. Stakir drengjajakkar cg buxur (flest með gömlu verði). Di engjapeysur og skyrtur Ceviot (enskt) ódýr buxnaefni. Patons ullargarnið nýkomið, 5 grófleikar mikið litaúrval. A.oardúnssængur Æðardúnn Voggusængur Dunhelt léreft Fiðurheit léreft Sængurvera damask Vesturgötu 12 Sími 13570. Lundar í Svíþjóð og dæmdi lei'k milli efsta liðs 1. deildar H. 43 og eins af neðstu liðunum í deild- inni Hellar, Stokkhólmi. Þar gerði dómarinn allt vit- laust og komst leik.urinn í hreina ringulreið. Fór svo um síðir að „toppliðið" H. 43 tapaði fyrir „botnliðinu" Hellas með 25:22. Nú er mikill ágreiningur milli danska handknattleikssambands- ins og væntanlegra landsliðs- manna Dana. Handknattleikssam bandsstjórnin vill að leikmennirn ir komi til æfinga í sérstakar æf- ingabúðir og dvelji þar. Þetta vilji leitonennirnir sumir hverjir ekki fallast á og er komið til harðrar deilu. Liðsmenn segja að þeir séu reiðubúnir að mæta ef þeir fái tilfærslu á ýmsum leikum félaga sinna. Þetta vill handknattleikssambandið ekki fallast á, og það segir nú: Ef þið ekki komið í æfingabúðirnar til æfinga, verðið þið ekki í lands- liðinu. Þar verða aðeins þeir sem æfa. Einnig hefur komið til tals að dæma þá leikmenn sem ekki hlíða, en það er ekki rætt í alvöru enn. Dómorinn vnr borinn burt meðvitundor- Inus „STORU félögin" þ. e. ðeildar- liðin hófu keppni sina í ensku bikarkeppninni sl. laugardag eins og við höfum minnst á. Og strax fyrsta daginn kom tU óvæntra tíðinda. Bourneniouth og Portsmouth sem bæði eru í efstu sætum 3. deildar töpuðu bæði — Bourne mouth á heimavelli fyrir al- gerlega óþekktu liði í Suður- Englandi með 3:0. Poftsmouth var á „útivelli“, sigrað af Crystal Palace, lítt þekktu liði, einnig með 3:0. Og þegar þeim leik lauk ruddist fóikið inn. á völlinn og dómarinn Jack Kelly (sá er dæmdi úrsiitaleik siðustu bik- arkeppni á Wembley) fékk slíkt högg, að hann var bor- inn ujeðvitundarlaus af velli á sjúkrabörum. Ognþrungin ðrlðg EINU sinni átti þessi maður heimsmei í grindahlaupi. A Olyinpíuieikunium í Róm hlaut iianu 4. verðlaun og var í svcit Þýzkalands, sem setti hið fræga rnet í 4x100 m. boð- hlaupi. Það lék allt í lyndi fyrir honum. En nú livorki hleypur hann né hoppar. Svona eru örlögin. 1 maímánuði í vor hélt hann trúlofaður í skemmtiferð með unnustuuui í nýjum bíl. öku- ferðinni lauk þannig að hún var liðiö lik. Hann með marg- brotinn fét og önnur meiðsli. Hann komst yfir það versta sáranna vegna. En þá fyrst er honum var hugaö lif, fékk hann vitneskju um örlög unn- ustunnar. Hann var lengur að ná sér eftir það áfall sem sú frétt olli en slysið sjálft. Og nú íyrst 6 mánuðum eft- ir slysið getur hann staðið upp úr sjúkrahússrúminu, studdur af tveim slöfum. Hann hleypur aldrei meir i íþrótlakeppni. Martin Lauer Heimsmet EDWARDS-flugstöðinni, Kali- forníu, 9. nóv. — X-15 rakettu- flugvélin setti nýtt hraðamet í dag og flaug með 4,070 mílna hraða á klukkustund. Þetta er reyndar 70 mílum hraðar en hún á að geta flogið, enda brast ein af rúðum flugvélarinnar. Viö vorum of ragir DANIR eru mjög slegnir yfir óföranum, 5:0, gegn Pólverjum og má nú sjá í dönskum blöð- um ólíkar afsakanir fyrir ósigr- inum. Flestir hallast þó að því að uppstilling landsliðsnefndar hafi verið röng, og að Danir eigi betra lið en teflt Var fram. Eitt blaðanna, BT, ræðir við einn landsliðsnefndarmanna og það er athyglisvert að hann tel- ur nefndina hafa gert mistök. Við hér heima fáum aldrei að sjá — í þau 16 ár sem lands- leikir hafa verið leiknir að minnsta kosti — að nefndin telji sig hafa gert skyssu og þurfum við þó oftar að ræða töp en Danir. Það er því ekki ófróðlegt að sjá hvað danskur Iandsliðsmaður segir um svona efni. Eyolf Kleven heitir sá lands- liðsnefndarmaður sem BT ræð- ir við. Hann er gamall lands- liðsmaður frá AB og hann vildi ekki vera að afsaka landsliðs- nefndina. Hann segir: í Enska knaftspyrnan DREGIÐ hefur verið um hvaða lið mætast 1 3. umferð ensku bikarkeppn- innar og eru þau þessi: Aldershot — Brentford Bridgewater eða Weston — Chrystal Palace Bristol City — Dartford Chester — Morecambe Chesterfiold — Oldham Coventry — King’s Dynn Crewe — Port Vale Gateshead — Workington Hartlepools — Accrington Hull — Bradford Margate — Notts County Northampton — Kettering Rochdale — Wrexham Romford — Watford Shrewsbury — Brierley Southport — Mansfield Torquay — Petersborough eða Col- chester Barnsley — Carlisle Weymouth — Newport Ashford — Q.P.R. Leikir þessir fars a 25. nóvember næst komandi. Tottenham hefur nú boðið 90 þúsund pund 1 Jimmy Greaves og er reiknað með, að Milan muni taka ákvörðun um tilboð þetta og.annað mjög svipað frá Chelsea, í þessum mánuði. Milan hefur mikinn áhuga að kaupa George Eastham og hefur Arsenal lýst yfir samþykki að ræða málið. Mikil óánægja er meðal leikmanna Newcastle og hafa þegar átta þeirra beðið um að vera seldir. Sá, sem síð- ast bað um það, er Albert Scanlon, sem keyptur var frá Manchester U. Nú er jafnvel talað um að Manchester U. vilji fá Scanlon aftur og þó sérstak- lega sökum þess að í framlínuna vant ar góða skotmenn. Úrvalslið úr ítölsku deildarliðunum sigraði úrval úr ensku deildunum sl. miðvikudagskvöld með 2:0. Leikur þessi, sem fram fór í Englandi, er mikið áfall fyrir Englendinga, því enska liðið var næstum eins skipað og landsliðið. Skotland vann Wales »i. miðvikudag 2:0. Bæði mörkin voru skoruð af Ian St. John. — Hinir miklu ósigrar gegn Pólverjum og V-Þjóð- verjum sanna, að við verð- um að reyna eitthvaö. Það ec skoðun min að við í lands- liðsncfndinni höfum verið ot ihaldssamir, óf hræddir við að „hoppa út í eitthvað". Ég legg áherzlu á að það erum við allir í nefndinni, sem höf um gert okkur seka um þetta. Það er hins vegar stað reynd að það er ekki hægt að velja nýtt landslið — nýja menn — fyrir hvern lands- leik, en ég er ekki i vafa um að við höfum verið of ragir við að hleypa nýju blóði i liðið. Blaðamaðurinn spyr þá hvort landsliðsnefndin hafi fyr- irfram einhvem landsliðskjarna, sem hún tefli alltaf fram. Nefndarmaðurinn svarar því svo að það sé of mikið sagt. í sumar hafi aðeins þrír leikmenn leikið alla leiki Dana, mark- vörðurinn Gaardhöje, Bent Hansen og Jöm Sörensen. Það sé of lítið til að kalla „kjarna“. Þessi ummæli danska lands- liðsnefndarmannsins eru at- hyglisverð. Við höfum átt við þessi sömu vandamál að stríða hér heima og skyldi ekki ís- lenzka landsliðsnefndin einhvern tíma hafa gert sig seka um það sem hinn danski nefndarmaður viðurkennir að sú danska hafi gert? — A. St. 9:8 í GÆRKVÖLDI fór fram fyrstt „stórleikur“ haustsins I hand- knattleik. Kennarar Menntaskól- ans í Reykjavík gjörsigruðu nem endur sama skóla með 9 mörk- um gegn 8. , Nemendurnir halda þvi fram, að dómarinn hafi verið á bandí kennaranna, enda hafi hann hug á að sækja um unntölru í Mennte skóiann.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.