Morgunblaðið - 12.11.1961, Side 1

Morgunblaðið - 12.11.1961, Side 1
II JNargmiMðftUk Sunnud. 12. nóv. 1961 r * ; 1 WMM%I L1ST I’AÐ þykir jafnan tíðind- um sæta, þegar menn rek- ast á áður ókunn verk frægra listamanna — eða verk, sem talin hafa verið glötuð, koma skyndilega fram í dagsljósið. Hvað þá um það, ef menn uppgötva skyndilega „nýjan“ lista- mann, sem enginn hefur vitað, að var til — en lifði reyndar og starfaði fyrir einum 800 árum og skap- aði þá listaverk, sem nú- tímamenn telja mjög at- hyglisverð, þá loksins þeir fá að sjá þau? Þetta hefur nýlega gerzt. — Reyndar armál“ sitt í glæsilegri bók, sem gefin var út af brezka forlaginu Trianon, í samvinnu við Collins-út- gáfuna. — ★ — Þessi eingtseða listaverka- bók ber heitið „Gislebertus, Seulptor of Autun" (eða „Gislebertus, myndhöggvar- inn í Autun“). Höfundurixm, George Zarnecki og séra Denis Grivot, segja í for- mála bókarinnar, að þeir hafi unnið að rannsóknum á list Gisleberts, hins ókunna myndhöggvara, og undirbún- ingi bókarinnar um tíu ára skeið — enda má sjá á blaða umsögnum í Englandi, að ekki muni kastað höndum til verksins. Hluti af Iágmynd á súluhöfði við kirkjukórinn— vitringarnir færa Jesúbarninu gjafir sánar. GRAFIN UR GLEYMSKU fundust fyrstu menjar um verk umrædds listamanns fyrir allmörgum árum — en síðan hefur verið unn- ið að rannsóknum á þeim, hreinsun og endurbótum, og það var ekki fyrr en' um mánaðamótin síðustu, að menn þeir, sem starfið unnu, opinberuðu „leynd- • Einstæður atburður „Daily Telegraph" sagði m.a., þegar það greindi frá útkomu bókarinnar: — Að- ferðirnar, sem þessir tveir merku fræðimenn hafa beitt við rannsóknir sínar undan- farinn áratug, en þær eru bæði víðtækar og nákvæmar, munu eflaust verða ánægju- legt athugunarefni listfræð- ingum — en það, sem vekur almanna-athygli, er auðvitað fyrst og fremst sú einstæða staðreynd, að þessum mönn- um hefur lánazt að kynna fyrir heiminum mikinn mynd höggvara, sem mun hafa verið að störfum nálægt 1100—1150. — Það væri við- burður að vera kynntur slík- um listamanni í fyrsta sinn, á hvaða öld sem hann hefði lifað — en þegar hann er (með vissu, að því er virð- ist) kenndur við 12. öldina, •sem fyrst og fremst einkenn- ist af verkum hinna ónafn- greindu meistara, hlýtur at- burðurinn að teljast einstæð- ur. —• • „Hoc Fecit“ Listfræðingarnir komust fyrst á spor Gisleberts, er þeir — eiginlega af hreinni tilviljun — ráku augun í á- letrun á ógreinilegri lágmynd í hvelfingu yfir vesturdyrum dómkirkjunnar í borginni Autun í Búrgundhéraði, suð- austur af París. Áletrun þessi var svohljóðandi: „Gislebertus hoc fecit“. — Við nánari athugun kom í ljós, að áletrunin var á miðri táknmynd af dómsdegi. Með þessa mynd og hina máðu áletrun að leiðarljósi tókst þeim Zarnecki og séra Grivot að færa sönnur á það, að þessi sami Gislebertus væri höfundur nær allra þeirra höggmynda, sem prýddu Autun-dómkirkjuna, þar á meðal lágmynd á 50 súlnahöfðum inni í kirkj- unni. Þeir félagar hafa einnig eignað honum fallega mynd af Evu, sem þeir fundu í vegg einkahúss í Autun. — Hafði steinninn, sem myndin var höggvin í, verið notaður sem hver annar steinn í bygginguna. Einnig hefur þeim tekizt að safna saman fleiri verkum þessa meistara í Autun. • Undir „siðferðishulu“ Þeir félagar segja, að það megi í rauninni þakka af- vegaleiddum smekk, að verk Gisleberts í dómkirkjunni hafa varðveitzt svo vel sem raun ber vitni. Kórbræðrum Hluti af myndinnl yfir vesturdyrum dómkirkjunnar — með áletruninni, sem kom listfræðingunum á sporið. „FI ó 11 i n n til Egyptalands“ — ein af lágmynd- unum á súluhöfð unum við kór kirkjunnar. kirkjunnar á 18. öld þóttu myndir listamannsins grófar og villimannlegar — og þökktu þær með gipsi og marmara. Þeir sinntu hins vegar ekki um að hylja dómsdagsmyndina yfir vestur dyrunum mjög nákvæmlega — og áletrun listamannsins létu þeir eiga sig. Hún gat ekki verið saknæm í sjálfu sér! Og þetta var nóg til þess, að naskir listfræðingar kom- ust á sporið — og myndirnar komu ferskar og lítt skemmd ar undan „siðferðishulu“ kór- bræðranna. Eva Gisleberts, sem var notuð í byggingu íbúðarhúss. List- fræðingarnir telja, að þessi mynd hafi upphaflega verið í hvelfingunni yfir norðurdyrum kirkjunnar, sem teknar voru af fyrir löngu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.