Morgunblaðið - 12.11.1961, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 12.11.1961, Blaðsíða 3
Sunnudagur 12. nóv. 1961 MORCVNBLAÐIÐ O Danskur blaðamaður segir frá Hugur minn klofnaði SKUGGI blómsins á veggnum breytti stöðugt um lögun. Eitt andartakið voru útlínur hans skýrar á veggnum, en á því næsta hurfu þær nær alveg. Ég var þess fyllilega meðvit- andi, að aðeins ég sá skuggann á þennan hátt, en kona mín og læknirinn sáu hann í sinni réttu mynd. — Og skyndilega fannst mér ég vera stadd- ur í hinum óraunverulega heimi manns, sem þjáist af hugklofa. ★ Þetta skrifaði danskur blaðamaður, Bent Henius, en hann tók inn lyf, sem nefn- ist LDS 25, og hefur verið not að með góðum árangri til að lækna taugaveiklun. Hann heldur áfram: — Ég hafði fengið spraut- ur með LDS 25 og var í sseluvímu. Hluti af sjálfum mér var ennþá í stofunni, en hinn var frjáls og lifði í heimi litríkra sýna, þegar ég lokaði augunum. En það er bezt að byrja á því að segja frá lyfinu LDS. Það hefur sömu áhrif og Mes calin og er framleitt af pró- fessor Hoffmann fyrir lyfja- fyrirtækið Sandoz í Sviss. X Danmörku er ekki enn komin full reynsla á lyfið, en skýrslur frá öðrum lönd- um sýna, að 65% hinna tauga veikluðu fá bata, eða tals- verða bót. Ekki lýtur þó út fyrir að LDS hafi mikil á- hrif á alvarlegri geðsjúk- dóma. Minningar líða fram Hversvegna hefur LDS bata í för með sér? Læknarn ekkert. Það fer eftir ástandi hvers einstaklings. En stað- reynd er, að margir lifa upp aftur ýmis atvik frá bernsku sinni. Það geta verið óþægileg atvik, sem geymzt hafa djúpt í hugarfylgsnum þeirra. Þeg- ar þessi atvik koma fram sem sýnir og lækninum er sagt frá þeim, getur það létt af huganum og rutt batanum braut.. Og þó að ef til vill þurfi að gefa sjúklingnum LDS oftar en einu sinni, er slík meðferð miklu fjót- virkari en sálgreining. Meðferðin hefur það fram yfir dáleiðslu, að sjúkl- ingurinn veit allan tímann, hvað um er að vera og getur bundið enda á samræðurnar, þegar hann vill. Meðferðin er ekki ó- þægileg, en þó fá sumir sjúkl ingar hræðsluköst. Ef lækn- inum þykir ástæða til að stöðva áhrifin, gerir hann það með því að sprauta ró- andi lyfi í blóðið. LDS er venjulega tekið inn í vatni, en einnig er hægt að sprauta því undir húðina. Ég valdi síðarnefndu aðferðina og vonaði að með því móti myndi áhrifanna gæta fyrr. Tilraunin á sér stað á heim- ili mínu að kvöldlagi, og læknirinn hefur fyrstu spraut una, sem inniheldur 70 mikro grömm af LDS 25, tilbúna. Ég spyr hann dálítið bang- inn, hvort hann ætli ekki að taka skammt sjálfur. Ég hef lesið um tilfelli, þar sem læknirinn tók sjálfur inn sama skammt og sjúklingur- inn. En læknirinn segir mér að slíkt sé ekki gert hér á landi. Hann segist eitt sinn hafa tekið inn einn skammt af LDS, en hann hafi ekki haft önnur áhrif en þau, að læknirinn naut þess að vera í sviðsljósinu. Ég er dálítið áhyggjufull- og leggst upp i sófann. Tutt- ugu mínútum síðar finn ég suð í höfðinu og verð ótta- sleginn, en óttinn hverfur strax. Læknirinn segir, að eðlilegt sé, að meðalið byrji að hafa áhrif. Skömmu síðar verður hjartsláttur minn ör- ari og kaldur sviti sprettur fram á ennið. Þetta eru ein- kenni, sem koma fram, þeg- ar áhrifanna af LDS gætir. Skyndilega verður mér lit- ið á skugga blómanna í krús- inni. Það fær á mig, er ég uppgötva, að skugginn hreyf- ist. Ég veit að það er ekki rétt. Samt sé ég það í raun og veru. Þannig kemst ég að litlu leyti í kynni við það, sem fær hinn sálsjúka til.að sjá ósýnilega geisla, frá lömpum og hlutum, sem glampar á. Klukkan 20 líður mér eins og ég sé hálf-drukkinn. Ég veit enn þá hver ég er og hvað ég segi, en á dálítið erfitt með að koma orðum að því. Rödd mín verður draf- andi, ég hnýt um orðin og á erfitt með að koma því, sem ég ætla að segja, út úr mér. Ég segi „loftin“ í staðinn fyrir „loftið“ og annað slíkt og á mjög auðvelt með að hlæja. Fram að þessu hef ég skrifað viðbrögð mín niður á blað, en nú fer það að verða erfitt. Blaðið er ekki lengur hvítt, á því eru rauð- ar rendur og ég get varla haldið á blýantinum. Já, ég á mjög erfitt með að hugsa og vil helzt blunda dálitla stund. Ný sprauta Við ákveðum að halda til- rauninni áfram, þar sem hún virðist ætla að heppnast vel. Tíu mínútum síðar gefur læknirinn mér aðra sprautu og inniheldur hún 40 míkró- Grelnarhöfundur, Bent Henius. Myndin er tekin meðan hann var undir áhrifum LDS. ir vita það ekki, en álitið er, að lyfið breyti einhverjum efnum í lifrinni, sem síðan hafi áhrif á heilafrumumar. Og þar sem vísindamenn á- líta að í heila fullorðins manns séu geymdar um það bil 1 milljarður minninga, er af nógu að taka. LDS verkar misjafnlega á menn. Sumir upplifa mikið undir áhrifum þess, en aðrir ur, vegna þess að áður en læknirinn gefur mér spraut- una spyr hann mig hvort sál- sýki sé í ætt minni. Ég held ekki, en gerið ykkur í hugar- lund, ef ég hefði án þess að vita um það átt sálsjúkan ættingja og sálsýkin fengi nú tækifæri til að koma fram. Skugginn á veggnum Ég fæ sprautuna kl. 19,30 hhíHbhhí Dæmi um sjóntruflunina. Skuggi hlómsins hreytir stöðugt um lögun. grömm. Ég finn varla þegar hann stingur mig. Það verður erfiðara og erfiðara að lesa skrift mína. Hún er nógu slæm fyrir. Þegar þessi nýja sprauta byrjar að verka, finn ég fyrst fyrir alvöru að klofnun hefur átt sér stað í huga mínum. Ég á auðvelt með að tala við lækninn og konu mína og gef einnig rétt svör við spurningum þeirra. En ég er mjög lengi að svara og taka ákvarðanir. Mér finnst ég vera alveg kraftlaus og viljalaus. Ég hef lagt blokk- ina frá mér, ég á ómögulegt með að skrifa og konan mín tekur það að sér. Klofningin kemur greini- lega fram á þann hátt, að ég er í stofunni og get talað við hin tvö. En samtímis er mér ómögulegt' að fylgjast með samræðum þeirra. Ég gríp eitt og eitt orð, en get ekki fundið samhengið. Mér er alveg sama um allt. Öll hljóð utan af götunni og frá nágrönnunum heyrast skýrar en venjulega. Blómið dregur mig alltaf til sín eins og segull. Jú, skuggi þess hreyfist enn þá og nú er eins og myndirnar verði óreglu- legri. Röndótta veggfóðrið verður alsett deplum, sem hreyfast stöðugt, en óreglu- lega. Ég sé sýnir Ég reyni að rísa upp og mér tekst það. En skref mín eru reikandi eins og skref drukkins manns. Mig svimar líka dálítið. Nei, það er þægi- legra að liggja í sófanum og láta sig dreyma. Sýnirnar eru líka smátt og smátt að koma. Klukkan 21 gefur læknir- inn mér þriðju sprautuna og hún inniheldur einnig 40 míkrógrömm. Þegar ég loka augunum, sé ég mynstur, sem hreyfast og eru mjög form- fögur. Læknirinn spyr mig hvernig þau séu og ég svara að þau séu kínversk. Ég sé engar manneskjur, en mér er alveg sama. Það er óvenjuleg reynsla að sjá hin fjölmörgu mynstur. Skömmu síðar spyr læknir- inn aftur hvað ég sjái, ef til vill hafa orðið svipbreytingar á andliti mínu, en mér finnst ég vera kúla, eða mjög lítill punktur, sem svífur um geiminn eins og stjarna inn- an um milljónir annarra! Ég finn hvað hlutverk mannsins 1 sólkerfinu er smátt. Læknirinn kveikir sér í sígarettu. Hljóðið í eldspýt- unni heyrist mjög greinilega og ég sé brennisteinsgular sýnir. Skömmu síðar breytast bær í sléttulandslaff. Það er eins og að horfa á litmynd frá Mexíkó, gerða af Walt Disney. Tónlist í litum Konan mín spyr hvort ég vilji heyra tónlist og reynir að freista mín með jazz. Ég hef venjulegá jafn mikinn á- huga á jazz og sígildri tón- list, en í þessu ástandi finn ég mig knúinn til að hlusta á sígilda tónlist. Konan mín spilar á grammófóninn. Fyrst síðasta þátt 3. sinfóníu Beethovens og síðan hinn fræga píanó- konsert Rachmaninoffs. Ekki einu sinni í hljómleikasal hef ég upplifað aðra eins tónlist. Það er eins og hún hafi feng- ið nýja vídd. Læknirinn vill gjarna láta mig lýsa þessu, en það er erfitt að finna orð. Þó er hægt að útskýra að frá tón- listinni stafa litabylgjur, þeg- ar ég loka augunum. Litirnir fylgja uppbyggingu verk- anna og þetta er mjög fögur reynsla. Um leið eru tónarnir mjög skýrir og leikur hljómsveit- arinnar er svo fullkominn, að það er ekki hægt að líkja þessu við neina aðra tónlist. Margar hendur Ég hreyfi höndina fyrir framan augu mín og upp- götva skyndilega, að þar hef- ur sjóntruflunin einnig áhrif. Hreyfingin leysist upp og það er eins og margar hend- ur svífi í lausu lofti. — Ég reyni oft að fá „hinar hend- urnar" til að fylgja hinni raunverulegu, en það tekst ekki. Kona mín og læknirinn eru farin inn í stofuna við hlið- ina til að drekka te. Sjálfur finn ég ekki til sultar, sem er þó venja á þessum tíma. Ég loka augunum og svíf aft- ’ ur inn í draumheiminn, sem er mér eins raunverulegur og umhverfið. Ég hef alveg misst tímaskynið. Það er komið miðnætti og tilrauninni á að ljúka. Lækn- irinn hafði áður sagt mér, að ég muni ekki eiga auðvelt með að sofna og þess vegna hefur hann tekið svefnmena* með sér. Fyrst tekur hana eina pillu upp og leggur hana F ramli á bls. *

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.