Morgunblaðið - 12.11.1961, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 12.11.1961, Blaðsíða 6
ð MORGVNBLABIB Sunnudagur 12. nóv. 1961 1934 — Molotov (til vinstri) ber Kirov til grafar áisamt Stalin. Krúsjeff hefur nú upplýst, að Stalin hafi látið drepa Kirov. ÞAÐ ER EKKERT undarlegt þó menn spyrji: Hver verða örlög Molotovs? Krúsjeff og félagar hans hafa nú endanlega varpað Stalin fyrir borð og allt bendir til þess að nú eigi einnig að gera Molotov „áhrifalausan“, manninn, sem lengst af var nánasti samstarfsmaður og hægri hönd Stalins. Það var ógæfa Molotovs, að hann lifði meist- ara sinn. Það leyndi sér ekki á flokksþinginu á dögunum, að Krúsjeff og félögum stendur enn stuggur af þessum gamla byltingarmanni. Ætla þeir nú að „fjarlægja“ hann í eitt skipti fyrir öll? ur verið sendur heim úr Wjatsceslav Michailowitch Hvernig verður það gert? útlegðinni — sendur heim tók sér nafnið MoIotov (Ham . . arinn) um svipað leyti og Svanð fæst væntanlega ems og svo marg.r a und- hann gekk - flokk Bolsjevika bráðlega, því Molotov hef- an honum. Lenins, þá 16 ára að aldri. Þótt ekki væri hann hár í loftinu eða mikill fyrir mann að sjá, þá var hann alltaf ó- hræddur og dugandi baráttu- maður — og ekki leið á löngu þar til hann var í hópi á- hrifamestu manna í flokki Bolsjevika. Þeir Stalin fundu fyrst hvorn annan, þegar þeir þurftu að losna við Trotsky. Síðan voru þeir óaðskiljan- legir, Molotov var eins og skuggi Stalins og þeir báru til grafar alla helztu félág- ana, sem féllu í valinn. Það fór ekki meiriháttar jarðar- för fram í landi kommúnista án þess að Stalin og Molotov væru þar mættir til þess að lyfta undir jarðneskar leifar ástkærra félaga síðasta spöl- inn að gröfinni. Nú hefur Krúsjeff upplýst, að margir þessara félaga, sem þeir Stalin og Molotov báru til grafar með sorgarsvip og tár á hvörmum, hafi í raun- inni verið drepnir að undir- lagi Stalins. Og þá þarf eng- inn að efast um hver þáttur Molotovs hefur verið — og jafnframt þarf enginn að undrast þó Molotov hafi gert sitt ýtrasta til þess að af- stýra voðanum, afstýra því, að glæpir Stalins yrðu af- hjúpaðir. Molotov gat búizt við því að næst kæmi röðin að honum, enda virðist það ætla að koma á daginn. — Molotov mistókst að bjarga meistara sínum. — Krúsjeff hafði undirtökin. Molotov er nú 71 árs gam- all og ef marka má frásagn- ir Krúsjeffs af hryðjuverk- um Stalins, þá kann Molotov frá mörgu að segja. En hann kaus, að enginn segði þá sögu. Hann gerði sitt til þess að Krúsjeff yrði ekki til frá- sagnar. Um áratugá skeið stóð Molotov í eldlínunni — Það var ekki haldinn sá al- þjóðafundur, sem Rússar sóttu á annað borð, að Molo- tov væri ekki þar mættur. Og hve oft skyldi „Hamar- inn“ hafa slegið í borðið, hve oft ætli hann hafi látið höggið ríða — á bak við múrana í Kreml — og utan þeirra? Ferill hans er furðulegur. Sem utanríkisráðherra samdi hann við Hitler um skipt- ingu Evrópu árið 1940. 15 ár- um síðar sat hann viðræður við Adenauer og stjórnar- menn hans. En þá var Molo- tov að falia í skuggann, þá 1946 — Molotov (til vinstri) og Stalin bera'Kalinin til grafar. 1953 — Molotov (annar frá vinstri) ber Stalin til grafar ásamt hinum „erfingjunum". Þessir menn eru allir „fallnir“ og Beria (lengst t. h.) var tekinn af lífi. Olga og Molotov á kvöldgöngu í Vínarborg — og Krúsjeff óttaðist hann enn. stóð hann að baki Krúsjeffs og Bulganins. Hann var ekki lengur í fremstu röð, því Stalin var þá fallinn. Erf- ingjar Stalins voru farnir að berjast um arfinn. Reiðarslagið kom, þegar Krúsjeff afhjúpaði Stalin ár- ið 1956. Molotov sá sína sæng upp reidda, ef honum tækist ekki að koma Krúsjeff fyrir kattarnef í tíma. En þar, sem lög skógarins ríkja, verða allir að lúta þeim, sem aflmeiri er. Molotov og fé- lagar hans ætluðu að útskúfa Krúsjeff sem glæpamanni, en reyndin varð sú, að Krúsjeff og félágar útskúfuðu Molotov og félögum hans, sem glæpa- mönnum. Og nú var Molotov, mað- urinn með Lenin-orðuna, gullorðu „hamars og sigðar" og fyrrum útnefndur „Hetja sósíalismans“, sendur í út- legð til Ytri-Mongólíu, gerð- ur að sendiherra meðan Krúsjeff og menn hans voru að koma sér enn betur fyrir innan múranna í Kreml. Og Krúsjeff veitti sjálfum sér Lenin-orður að launum. — Það gerði Stalin líka áður fyrr, hann bar margar orður, enda bar hann sig vel viS allar jarðarfarir, Ekki alls fyrir löngu var „Hetja sósíalismans“ flutt úr útlegðinni í Ytri-Mongólíu, flutt í aðra útlegð, vestur fyrir járntjald, til Vínarborg- ar. Hann var skipaður full- trúi Rússa hjá Alþjóðakjarn- orkumálastofnuninni, bjó á fjórðu hæð í sambýlishúsi i miðri borginni — og þar var hljótt um vin Stalins. Fáir veittu honum athygll, þegar hann fékk sér kvöld- göngu með konu sinni, Olgu, um næsta nágrenni. Fólkið, sem mætti honum á götunni, áttaði sig ekki allt á þvi hver þarna fór. Hann virtist bara vera ósköp venjulegur roskinn maður, lágvaxinn, með þunnar varir og lítil augu. Þau voru aðeins tvö i íbúðinni, hann og Olga. — Þetta var í rauninni ekki í- búð, sem sæmdi Sovéthetju. En Molotov var þó enn lif- andi — og það var meira en hægt var að segja með vissu um ýmsa af hans nánustuu Hvar var t.d, tengdasonur hans, Vassili Stalinssonur? Enda þótt ekki vlrtist fara mikið fyrir þessum öldruðu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.