Morgunblaðið - 12.11.1961, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 12.11.1961, Blaðsíða 10
10 MORCVNBLAÐ1P Sunnudagur 12. nóv. 1961 Árni Gunnlaugsson skipstjóri — minning tTTFÖR Arna Gunnlaugssonar, fyrrverandi skipstjóra, verður ge<rð frá Fossvogskirkju á morg- un, mánudag 13. nóvember, kl. 13.30. Arni andaðist að Hrafnistu 6. þ.m., eftir langvarandi vanheilsu. Arni Gunn'laugsson var fæddur 3. júní 1883, og því 78 ára er hann andaðist. Hann fæddist að Másstöðum í Innri-Akraneshreppi, en fluttist að Narfastöðum í Melasveit 5 ára I gamall og ólst þar upp fram yfir fermingaraldur. Foreldrar Arna voru Gunn- laugur Jónsson, bóndi á Másstöð um og kona hans, Kristín JóilS- dóttir frá Skógarkoti í Þingvalla sveit. Þau fluttust að Sjóbúð á Akranesi 1887. Arið eftir andað- ist Gunnlaugur, faðir Arna, frá 12 bömum, því yngsta nýfaeddu. Það var Ingveldur, ekkja Hafliða heitins Hjartarsonar, trésmíða- meistara, og er hún nú eina systkini Arna, sem á lífi er. Rétt eftir fermingu fór Árni til sjós. Var hann mörg ár á skútum, lengst með Finni heitn- um Finnssy»i, skipstjóra, á kútt- er Margréti. Arið 1906 sigldi Arni til Dan- merkur og innritaðist á Sjó- mannaskólann í Kaupmannahöfn. Eftir að hann hafði lokið þar iprófi, fór hann í siglingar á dönskum flutningaskipum og var í þeim fram yfir lok fyrra stríðsins. Hann var lengst af á Carls- bátunum svonefndi, sem Samein aða gufuskipafélagið (D.F.D.S.) keypti síðar. A þessum skipum var Arni oftast 1. eða 2. stýrimað ur, og sigldi á þeirn „um öll heimsins höf“ og kom til flestra landa jarðarinnar, er í siglinga- Nú er að hrökkva — eöa stökkva. SKYNDIHAPPORÆm SJALFSTÆDISFLOkKSINS Dregið eftir aðeins 3 daga — KAUPIÐ MIDA, 'ÁÐUR EN ÞAD VCRÐUR UM SEINAN leið eru. Ami mun því hafa verið með víðförlustu íslendingum. Arið 1919 kom Arni heim til Islands. Var hanr næstu árin skipstjóri á ýmsum flutninga- skipum og einnig bar hann við skipstjórn á fiskibátum. Síðasta fragtskipið, sem Árni. var skip- stjóri á var E/s „Columbus", 1700 lesta skip, sem Arni keypti til landsins í félagi við Þorstein í Þórshamri o. fl. „Columbus" kom til landsins í ársfoyrjun 1934 og var seldur aftur úr landi árið 1937 fyrir sáralítið verð (eða um 1/10 h'luta þess, sem 100 lesta vélbátur kostar nú). TJtgerð skips ins gekk illa, enda vom þá miklir krepputímar á Islandi, lítið um flutninga og farmigjöld lág. Tap- aði Arni öllu, er hann lagði í Coilumbuis — og meiiru til. Ami átti lengst af foeima í Reykjavík, eftir að hann kom heim 1919, til ársins 1936. Það ár fluttist hann til Sandgerðis og starfaði hjá h/f Miðnesi að smíð- um o. fl. til ársins 1957, að hann fór til dvalar á Hrafnistu, þar sem hann var til dauðadags. Ami var heilsuveill síðasta ára tuginn, og síðustu árin var hann alveg farinn að foeilsu. Arni Gunnlaugsson var þrek- vaxinn, Ijós yfirlitum og gjörfi- legur mjög fram eftir aldri. Hann var fáskiptinn og blandaði lítt geði við aðra. Ami var orðlagður fiskimaður, er foann var á skútum. Einnig var hann ágætur navigatör, stjórn- sarnur, reglusamur og foirðumað- ur með afbrigðum. Laxveiðimað- ur var Ami ágætur, og stundaði talsvert laxveiðar hér á þeim árum, sem þeim var lítt sinnt af Islendingum. í uppvextinum, og einnig af Dönium, lærði Ámi nýtni, sparsemi og hirðusemi, jafnframt kurteisi og prúð- mennsbu, voru þetta setíð ríkir eiginleikar í flari hans. Hann átti bágt með að fella sig við kæru- leysi, hirðuleysi og ruddaskap, sem er orðið helzt til áfoerandi í fari margra Islendinga. Arni var ókvæntur alla sína ævi og átti ekkert barn. Hann var samt mjög bamgóður. Arni minn! Eg þakka þér fyrir vináttuna og samstarfið hérna rneigin. Þú sagðir ' einu sinni — í likingarmá'li — að þú foefðir glímt við einn stein í þrjú ár. Þeir voru margir steinarnir — einfcum andlegir — á vegi þín- um, er kostuðu þig langa og erfiða glímu. Þessum fangbrögð um er nú lokið. Vona ég, að sál þín hafi öðlast frið, og að þú hafir hitt ástvini þína fyrir hand- an. * — Ó. J. v Verzlunarsliólastúderit óskar eftir verzlunar- eða skrifslcfustarfi. — Tilboð leggist inn á afgr Mbl. merkt „Atvinna — 7281.“ er bifreiðin. sem öll Evrópa hefir þekkt um ára raðir fynr gæði og sparneymi. — Bifreiðin er öll ryðvarin úr hinu fræga franska stáli, og eyðslan er aðeins 5,6 lítra á 100 km Mótorinn er vatns- kældur hávaðalaus og staðsettur aftan í bifreiðinni. Vatnsmiðstöðin er kraftmikil og gefur þegar í stað öflugan hita á framrúðu og n.eð tvennskonar auð- veldri stilÞngu, notalegan stofuhita um alla bif- reiðina. Útsöluverð kr. 114 þús. Getum afgreitt nokkrar bifreiðar í þessum mánuði af árgerðinni 1962. Columbus h.f. Brautarholti 20 Siml 15300 Ægisgötu 4 Klaufhamrar Kúluhamrar Munnhamrar Plasthamrar Gúmmíhamrar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.