Morgunblaðið - 15.11.1961, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 15.11.1961, Blaðsíða 2
2 UORCVTSBL AÐIÐ Miðvikudagrur 15. nóv. 1961 ■ ' *' \ V&! *' $f“ tf f lVt > Y V - 'j v•' / ^acr*? £••••.■:■■’v *: \Vy& v. H Þessi mynd var tekin á fundi forsætisráffherra Norffurlanda í Hanko. Á myndinni eru, sitjandi viff borffiff, taliff frá vinstri: Gerhardsen, forsætisráffherra Noregrs, John Lyng formaffur þingflokks hægrri manna í Noregi, Friffjón Sigurðsson, skrifstofustjóri, Gisli Jónsson, aiþm., Hjarni Benediktsaon, forstæisráffherra, F.riik Eriksen, fyrrverandi forsætisráffherra Danmerkur, Kampmann, forsætisráffherra Danmerkur, Wandt, skrifari dönsku nefndarinnar, Hultin, skrifari finnsku nefndar- innar, Fagerholm, fyrrverandi forsætisráðherra Finnlands, þingforseti, og Miettunen, forsætisráffherra Finnlands. — Óskum Finnum Frh. af bls. 1 landanna. Það voru fleiri slík mál, sem þarna var rætt um og fyrir verða tekin á þessum fundi- — Já, en svo er það eitt mál, sem hefir verið mjög á döfinni að undanförnu á Norðurlöndum og það er orðsending Sovétstjóm arinnar til Finna. Var ekki rætt á fundinum um hana? — Á sjálfum fundinum var ekki rætt um þessa orðsendingu, en að sjálfsögðu var hún efst í allra huga. Á sunnudagsmorgni gerði Miettui.en forsætisráðherra Finna hinum ráðherrunum grein f.'TÍr því, sem gerzt hafði fram að sendiför finnska utanríkisráð herrans til Moskvu, en skýrsla frá honum hafði borizt Kekkon- en í hendur eftir miðnætti aðfara nótt sunnudags. Bfni hennar rakti hann hinsvegar ekki í þess um morgunfundi, en það gerði Kekkonen í hádegisverðarboði í bústað sínum í Helsingfors á sunnudag. Að sjálfsögðu get ég ekki skýrt frá því, sem okkur var sagt frá, því að það var allt sagt í algerum trúnaði. Og finnska stjórnin hefir nú þegar skýrt frá niðurstöðu viðræðnanna í Moskvu eða þess úr þeim, sem hún telur nú þörf á að almenn- ingur fái vitneskju um. Kíka á- herzlu ber að leggja á, að Finnar höfðu enga afstöðu tekið til ósk ar Sovétstjómarinnar um að hefja viðræður samkvæmt 2. gr. samningsins frá 1948. Áður en finnska stjórnin tæki afstöðu til þess, heldur hún sig þurfa að vita betur hvað í huga Sovét- )ap}krá' A LÞINGIS Sameinað þing miðvikudaginn 15. nóv. 1961, kl. 1:30 miðdegis. 1. Fyrir9pum: Rafvæðing Norður- Jbands. — Ein umr. 2. Læknisvitjarxasjóð ir, þáltil. — Hvemig ræða skuli. 3. Ör yggi opinna vélbáta, þáltil. — Hvemig ræða 9kuli. 4. Veiði og meðferð á fiski, þáltil. — Hvemig ræða skuli. Síldariðn aður á Austurlandi, þáltil. — Hvemig ræða skuli. 6. Bankaútibú í Húsavík, þáltil. — Hvemig ræða skuli. 7. Tjón af völdum vinnustöðvana, þáltil. — Frih. einnar umr. 8. Viðurkenning Sam bandslýðveldisins Þýzkalands á 12 mílna fiskveiðilögsögu íslands, þáltil. — Ein umr. 9. Samkomulag um aðstöðu Færeyinga til handfæraveiða við ís- land, þáltil. Ein umr. 10. Kaup Seðla bankans á víxlum iðnaðarins, þáltil. — Ein umr. 11. Verðtrygging lífeyris, þáltil. — Ein umr. 12. Kísilgúrverk- smiðja við Mývatn, þáltil. — Ein umr. 13. Vemdun fiskistofna við stréndur íslands, þáltil. — Ein umr. 14. Innlend kornframleiðsla, þáltil. — Ein umr. 15. Vemdun komframleiðsla, þáltil. — Ein umr. 16. Meðferð ölvaðra manna, þáltiL — Ein umr. ^ stjórnar væri. Og var utanríkis- ráðherrann sendur þeirra erinda til Moskvu- Að sjálfsögðu er það ekki á mínu færi í bili að rekja efni þeirrar tilkynningar. sem finnska stjórnin hefir nú gefið. Það mun koma nánar í ljós hvað í henni ráunverulega felst. En í þessum efnum er ekkert, sem við fslendingar getum gert annað en óskað Finnum allra heilla í þeirra erfiðu aðstöðu. Auðvitað urðum við þess varir að alþjóð beið milli vonar og ótta þess að fá vit neskju um hvað á seyði væri, en það var jafngreinilegt að allir gættu fullrar hugarróar* Finnar eru ýmsum erfiðleikum vanir og við vonum allir að þeim takizt að ráða fram úr þessum eins og öðrum, er þeir fyrr hafa yfirunn- ið. Lifandi áll —og reykt- ur áll á markaði hér EINS og kunnugt er af frétt- um frá því í sumar, hefur Loft- ur Jónsson selt talsvert magn af ál á markaffi erlendis. Hefur ís- lenzki állinn líkaff mjög vel, þykir fyrsta flokks fæffa, þar sem hann er bæffi stór og feit- ur. Nú hyggst Loftur kanna markaff hér á landi fyrir þessa fæffu — og hefur síðan um helgi haft lifandi ál á boffstól í húsi Jóns Loftssonar á Hring- braut. I viðtali við Mbl. í gær sagði Loftur Jónsson, að þetta væri tilraun til að gefa þeim, sem hafa vanizt ál erlendis, kost á að fá hann hér á landi og eins þeim, sem vildu reyna, hve ljúf feng fæða hann er. Þessa daga, sem állinn hefur verið til sölu, hafa einkum veitingahús keypt hann, en einnig einstaklingar, sem keypt hafa kíló og kíló til að rifja upp gömul kynni af honum. Lifandi áll. Állinn er geymdur lifandi í keri og magnið, sem Loftur ger- ir þessa tilraun með, er um það bil eitt tonn. Þessi áll er veidd- ur í Meðallandssveit, en mest af álnum, sem Loftur hefur selt á markað erlendis, hefur verið veitt í Hornafirði. Kvaðst Loft- ur hafa í hyggju að auka veið- arnar stórlega á næsta ári — Kroll neitar MOSKVU, 14. nóv. — Adenauer, kanslari, hefur kvatt sendiherra sinn í Mo9kvu heim til þess að gefa Skýrslu um viðræðurnar við Krúsjeff á dögunum. Heyrzt h*.f ur að Adenauer hafi þegar ákveð ið að víkja sendiherranum, Kroll úr stöðu sinni þar eð talið er, að hann hafi gert tillögur um lausn Berlínarmálsins, sem ekki eru eft ir höfði Bonn-stjómarinnar. Fyr ir brottförina frá Moskvu neitaði Kroll öllu slíku í viðtali við þýzka fréttamenn. __ einkum til sölu erlendis — en hann hefur ekki haft nema 350 net fram til þessa. I Reyktur áll. Þ áhyggst Loftur selja reyktan ál hér á landi — en það er einnig tilraun — og gerir ráð fyrir að geta selt eitthvað af honum um næstu mánaðamót, en það er mikill vandi að reykja ál, svo ekki verður sagt um árangurinn fyrr en reykingu hans er lokið. I Skilin, sem eru fyrir austan lánd á kortinu, ollu gífurlegri úrkomu í fyrradag og fyrri- nótt. Mest var úrkoman á Eyr arbakka og í Kvígindisdal, 100 mm á sólarhring, en rúmir 90 á Loftsstöðum. 1 Reykjavíik ringdi á sama tíma 15 mm. A eftir skilunum kólnaði nokk uð, en búizt var við, að lægð in fyrir SV Grænland mundi valda sunnanátt í dag . Veffurhorfur kl. 10: í gærkv.: SV-land til V-fjarða og SV- f mið til V-fjarðamiða: V og SV J stinningskaldi og skúrir, k þykknar upp með vaxandi S- í átt í fyrramálið, allhvass og 1 rigning á morgun. N-land til A-fjarða N-mið til A-fjarða- miða: V kaldi og léttskýjað í nótt, þykknar upp með S-átt á morgun. SA-land og SA-mið: V-kaldi og léttskýjað, SA stinn ingskaldi og rigning upp úr hádegi. Guffbjörg Þorbjamardóttir Þorsteinsson, afhenda Guff- leikkona hlaut silfurlampann í ár fyrir leik sinn í hlutverki Elizu Gant í Engill horfffu heim. Hér sést formaffur Fél. ísl. leikdómenda. Indriði G. björgu verfflaunagripinn í hófi sem haldiff var af þessu til- efni í fyrrakvöid. — Ljósm. Ól.K.M. Aðalfundur - Vöku í kvöld 1 KVÖLD kl. 20.30 hefst affal- fundur Vöku, félags lýffræffis- sinnaffra stúdenta. ! Verffur fund- urinn haldinn j í Nausti nppi.f Á dagskráí fundarins er erindi. sem Svavar Páls-1 son viðskipta-l f ræff in g ur flytur um-------------- samband réttarreglna og hag- kerfis. Síffan fara fram venja- leg aðalfundarstörf. svo sem kosning nýrrar stjómar félags ins og ritnefndar blaffs bess. Félagsmenn Vöku era hvatt ir til að f jölmenna á. fundinn. Vísindamenn flúðu BERLÍN, 14. nóv. — Samkvæmt áreiðanlegum heimildum flúðu 12 helztu vísindamennirnir í að alkrahbameinsrannsóknarstöð A- Þýzíkalands yfir til V-Berlinar 1 nótt. Voru þetta fremstu sér- fræðingar Roberts Roessle-stofn- unarinnar í Buoh, sem er útíborg A-Berlinar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.