Morgunblaðið - 15.11.1961, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 15.11.1961, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 15. nóv. 1961 MORCVNBLAÐ1Ð 3 EINS og frá sagði í frétt- um í gær kom óvenjulegt úrfelli á Suður- og Vest- urlandi og mun það hafa náð allt norður í Skaga- fjörð. Mest mældist úr- koman í Kvígindisdal í Rauðasandshreppi og á Eyrarhakka og var um 100 mm á sólarhring. Á Rauða sandi varð úrkoman 70 mm á 9 tímum og er það gífurleg úrkoma á svo skömmum tíma. Vitað er þó um að mesta l»essi mynd sýnir hvar jarðýta ing-abifreið eftir vegi, sem er mun hafa verið víða í gær og fyrradag. er að draga stóra fólksflutn- hoi finn undir vatn. Þannig ir á Barðaströnd og segir frá þeim í frétt á öðrum stað í blaðinu. ★ Til fróðleiks leituðum við til Ólafs .Jónssonar búnaðar- ráðunauts á Akureyri og spurðum hann um skriður á Barðaströnd, en hann hefir ritað mikla bók um skriðú- föll og snjóflóð, eftir öllum hugsanlegum heimildum frá fyrstu tíð. Ólafur segir að um Hvíta- sunnuna vorið 1672 hafi orð- ið mikil skriðuföll á Barða- strönd. Á 30 hundraða jörð tók nærri allt túnið og á Amórsstöðum -í sömu sveit tók mikið af engjum en í Hlíð, sem síðar nefndist Mos- hlíð, tók af hús og slapp fólk nauðuglega. Síðan er ekki getið skriðufalla á þessum sldðum fyrr en 19.—20. maí vorið 1941 en þá urðu geysi- miklar skemmdir og féllu m. a. 35 stórskriður. Þá rigndi STAKSTEI!\IAR Annálar segja ekki f rá jafn miklum skriðufollum á vetri úrkoma hér á landi hafi mælzt allt að 200 mm á sól- arhring og mældist það í Öræfum. 170 mm hafa mælzt inni í Hvalfirði. Þótt rigning- in í fyrradag sé ekki með því allra mesta sem vitað er um má telja hana mjög mikla á þessum árstíma. Þó kemur svona mikið úrfelli jafnan fram sem rigning. ★ Skemmdir af völdum þessa úrfellis urðu talsverðar og þá einkum á vegum, svo og á ræktuðu landi. Mestar hafa skemmdirnar orðið á Vestfjörðum, á Barðaströnd og Patreksfirði, einnig á Bol- ungarvíkurvegi og á Fróðár- heiði. Vegir skemmdust og í Leirársveit, en vegamála- stjóra var í gærkvöldi ekki fullkunnugt enn um allar skemmdir. Þó var vitað um að flætt hafði yfir vegi í Ár- nessýslu og vegurinn í Hjalta dal í Skagafirði hafði grafizt sundur. ★ I gær var unnið að viðgerð um á þessum skemmdum og' var búizt við að víðast hvar yrðu vegimir færir mjög fljótt, þótt að sjálfsögðu geti fullnaðarviðgerð ekki farið fram þegar í stað. Slys urðu ekki af völdum þessara flóða og skriðufalla. Það var ekki einasta hið geysimikla regn er flóðunum olli.' Á Vestfjörðum var all- mikill snjór kominn í fjöll og jörð var nokkuð tekin að frjósa. Með þessu steypiregni kemur 9 stiga hiti og snjó- inn tekur allan upp og belj- ar hann fram sem viðbótar vatnsflaumur við regnið. — Fróðir menn telja að fátt sé verra en að fá vatnsflóð und- ir frostskán á jörðu. Vatnið lyftir þá stórum jarðflögum og það veldur skriðuföllun- um. — Sem fyrr segir urðu nú að þessu sinni mestar skemmd- þarna vestra 121 mm á ein- um sólarhring og töldu menn að slíkt vatnsflóð hefði ekki orðið um fjölda ára og jafn mikið jarðrask ekki svo hundruðum ára skipti. ★ Enn er sagt í annálnum að í maí 1952 hafi orðið mikl- ar skemmdir á vegum við Patreksfjörð. Það er. athyglisvert að í öll skiptin eru þessi flóð í vor- leysingum en aldrei hendir það að flóð og skriðuföll geri þarna í miðjum nóvember, enda eðlilegast að þá sé jörð orðin harðfrosin og úrkoman fremur snjór en rigning. Bætt meðferð á fiski Þingsálykiunarfillaga á Alþingi TJTBYTT hefur verið á Alþingi þingsályktunartillögu, er Einar Sigurðsson fiytur. Fer þingsálykt unartillagana hér á eftir. Alþingi ályktar að skora á rík- isstjórnina að skipa 7 manna nefnd til að undirbúa löggjöf um veiðar og stórum bætta meðferð á fiski. Sex r.efndarmenn skulu skipaðir eftir tilnefningu Lands- sambands ísienzkra útvegsmanna, Sjómannasambands Islands, Sölu- miðstöðvar hraðfrystihúsanna, Sölusambands íelnzkra fiskfram- leiðenda, Samlags skreiðarfram- leiðenda og Sambands ísl. sam- vinnufélaga. Sjöunda mann nefnd arinnar skipar ríkisstjórnin án tilnefningar, og er hann formaður hennar. Nefndin athugi sérstak- lega, hvermg auka megi verð- tnæii fisks rheð því aþ ísa hann í kassa um borð í fiskiskipunum Og veita styrk og lán til þess að afla slíkra kassa. Ennfremur láti hún athuga, hvernig megi draga úr skemmdum á fiski í net um, m. a. með því að kveða á um þann tíma, sem stunda megi veið- er með þorskanetum á hverju ári. Skal störíum nefndarinnar hraðað svo. að unnt verði að leggja frumvarp um þetta efni fyrir næsta reglulegt Alþingi. I greinargerð er lögð á það áherzla, að mikill munur sé á verðmæti aflans til útflutnings eftir því, hvort hráefnið sé fyrsta flokks eða ekki. Hér sé því mikið i húfi. Þá er á það bent, að ekki dugi að fara vel með fiskinn, eftir að hann er kominn inn fyrir borðstokkirm, ef hann er skemmd ur i veiðavfærunum. I tillögunni sé því gert ráð fyrir, að væntan- leg löggjöf fjalli jafnt um veið- arnar sem meðferðina á fiskin- Taflfélag ísa- fjarðar 60 ára ISAFIRÐI, 14. nóv.: — Um þess- ar mundir er Taflfélag Isafjarðar 60 ára. Var félagið stofnað vet- urinn 1901—1902 af þeim Willard Fiske -og Þorvaldi J ónasyni lækni. Hefur skákáhugi jafnan viðhaldist síðan á Tsafirði og verið mjög mikill hin síðari ár. Tvö undanfarin ár hefur bæjar- stjórn Isafjarðar veitt félaginu fjárstyrk til eflingar starfisem- inni, auk þess að láta félaginu ókeypis.í té sal bæjarbókasafns- ins tii æfinga og taflfunda þrjú kvöld í viku. I tilefni afmælisins hyggst fé- •lagið gangast fyrir afmælisskák- móti ásamt fleiri mótum síðar í vetur. Stjórn Taflfélags Isafjarðar skipa þessir menn: Magnús Aspe lund formaður, Einar S. Einars- son gjaldkeri, Birgir Valdimars- son ritari, Magnús Kristinsson og Kalfdán Hermannsson. — Skák- meistari félagsins nú er Magnús Alexanderssón. — AKS. Rætt um olíu Rússa PARlS, 14. nóv. — Þingmanna fundur Atlantshafsbandalagsins hélt áfram störfum í dag fyrir luktum dyrum. Var rætt um Berlinarmálið og viðbúnað vest urveldanna um að mæta sér- hverri ógnun eða árás. Þá var rætt um vaxandi veldi Rússa á olíu-markaðnum á vesturlöndum, svo og hinar rússnesku aðferðir í verzlun og viðskiptum við Afríku, Asíu og S-Ameríku. Þá var rætt um markaðsmál Evrópu og hugmyndina um að „Atlants hafs-markaður“ gæti sprottið upþ úr efnahagssamvinnu V-Evrópu þjóða. „Rauði kötturinn“ fyrsta skáldsaga ungs höfundar UNGUR höfundur, Gísli Kolbeins son, sendir nú frá sér fyrstu stóru skáldsögu sína. Nefnist hún „Rauði kötturinn". Þetta er nú- tíma saga, sem segir frá íslenzk- um sjómönnum og suðrænu fólki á Kúbu um það leyti, sem Castro var að brjótast til valda. Gísli Kolbeinsson stundaði far mennsku um nokkurt árabil og kom þá víða við, meðal annars á Kúbu. „Rauði kötturinn“ dreg- ur nafn af knæpu í Havana, höf- uðborg Kúbu. Á „Rauða kettin- um“ hittast sjómenn hvaðanseva úr heiminum og gera sér dátt við fagrar, íturvaxnar stúlkur með eld í augum. Gísli hefur áður skrifað nokkr ar smásögur. Hann er 34 ára gam- all, búsettur í Vestmannaeyj- um og stundar þaðan sjómennsku og siglingar. Isafoldarprentsmiðja h.f. gef- ur bókina út. Sprengið ekki í Afríku NEW YORK, 14. nóv. St.iórnmála nefnd SÞ. samþykkti í dag álykt unartillögu þar sem skorað var á kjarnorkuveldin að gera ekki kjarnorkutilraunir í Afríku, geyma þar ekki kjarnorkuvopn né flytja þau um eða yfir þá heimsálfu. Þessari tillögu greiddu 57 ríki atkvæði, þ.á.m. ísland, ekkert var á móti, en 42 ríki sátu hjá, m.a. Bretland og Bandarík in. Fjögur ríki voru fjarverandi. um síldamætur Á aðalfundi Landssambánds íslenzkra útvegsmanna var nokk uð rætt um rányrkju og sam- þykkt ályktun um bann við veiðl smásíldar og smáufsa. í fram- haldi a.f þessum fundi var svo haldin ráðstefna um síldamæt- ur, þar sem rætt var um að sam ræma stærðir nóta og ýmislegt fleira í sambandi við betri nýt- ingu þeirra. Þessum aðgerðum útvegsmanna ber að fagna. Ýms- ir hafa áfellzt þá fyrir slóða- skap, rányrkju og skeytingar- leysi, en þeir sýna nú. að þek: hafa fúllan hug á að gera allt, sem unnt er, til fyllstu hag- kvæmni. Afnám uppbótakerfis- ins þýðir líka. að nú hagnast þeir einir, sem vel reka báta sína, en tilgangslaust er að leggja fram útreikninga þeirra. sem iUa. fara með eignir sínar. Vantar liörkuna V f Moskvumálgagninu segir i gær í ritstjórnargrein, þegar rætt er um ágreining innan Framsóknarf lokksins: „Slík vinnubrögð eiga að sjálf sögðu ekkert skylt við lýðræðl og sá flokkur er illa á vegi stadd ur, þar sem forystan lætur ánd- stæðingaflokkum haldast uppi skipulögð klíkustarfsemi og beygir sig fyrir henni.“ Þarna er verið að áfellast þá Hermann Jónasson og Eystein Jónsson fyrir það að hafa látið undan síga fyrir þeim mönnum innan Framsóknarflokksins, sem andvígir eru algerum samruna hans við kommúnistaflokkinn. Leiðarahöfundinum finnst það Iítil stjórnsemi að flokksforysta skuli líða „klíkustarfsemi“ inn- an flokks síns, enda er hann upp alinn í marxisma og hefur lengst af verið hlynntur einræðis- og öfgastefnum. Þess er svo líka að gæta. að hann er sjálfur í flokksforyst- unni, sem flokksbróðir hans nefndi KIu-Klux-Klan-klíkuna og þar af leiðandi finnst honum sjálfsagt að aðrir eigi ekki að vera með ,.klíkustarfsemi“. Leið arahöfundurinn heitir Magnús Kjartansson. 344% tollar íráleitír ToIIalækkunin, sem nú verð- ur framkvæmd, er fyrsta alvar- lega skrefið til að snúa við af braut síhækkandi tollaálaga. Fram að þessu hefur það verið aðalmál hverrar stjórnar að finna upp nýja skatta og tolla, en Viðreisnarstjórnin hefur far- ið þveröfuga leið. Hún byrjaði á því a,ð lækka skatta á einstakl- inga og hefur gefið fyrirheit um að Ieiðrétta skattgreiðslur fyr- irtækja. Nú hefur stjórnin farið inn á nýjar brautir. þar sem eru tollalækkanimar. Verulegur árangur mun verða af þeirri lækkun, sem frumvarp það boð- ar. sem þessa dagana er rætt á Alþingi, en jafnframt er kunn- gerð heildarendurskðoun allra tolla. sem lögð verður fyrir næsta Alþingi. Landsmenn fagna að sjálfsögðu mjög þessari stefnu breytingu. enda eru allir fyrir löngu orðnir langþreyttir á toll- og skattáþjáninni. sem lamað hefur framtak einstaklinganna og skert hag almennings. Engum dylst að nokkurn tíma tekur að rétta við, .eftir tímabil „vinstri stefnu“ og hvers kyns sukks, en árangurinn fer þeim mun fvrr að koma í liós sem hraus*legar ec við vandanum brugðizt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.