Morgunblaðið - 15.11.1961, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 15.11.1961, Blaðsíða 15
Miðvikudagur 15. nóv. 1961 MORGUNBL 4 ÐIÐ 15 Viljið þér eignast „splunku"- nýjan híl - strax í kvöld — og það fyrir aðeins 100 krónur? Cinsfœtt tœkifœri 'Mynd þessi af Bengtson er fekin á heimili hans. 29 ára prófessor Viðtal við Erling BBondal Bengtson VIÐTAL það við Erling Blöndal Bengtson, celló- leikara, er hér fer á eftir, átti blaðið Aktuelt við hann fyrir skömmu í til- efni þess, að hann hefur verið útnefndur þrófessor í cellóleik við Tónlistar- háskólann í Kaupmanna- höfn. Roðnuðuð þér ekki þegar þér lásuð það, sem Bomholt, menntamálaráðherra sagði um hæfileika yðar í ræðunni, sem hann flutti því til hvatniiigar, að þér yrðuð útnefndur pró- fessor í cellóleik við Tónlist- arhásfcólann? Erling Blöndal Bengtson svarar ekki strax, en gengur frá cellói sínu. Tónlistarskól- inn er lokaður þessar vikur vegna prófa og þess vegna •kcnnir hann á heimili sínu. Cellóið er danskt, smíðað 1935 af I.N. Frost og Bengtson tek- ur það fram yfir David Tech- ler cellóið frá 1740, sem kenn- ari hans Piatigorski og Kai Rassmussen, við norrænu sin- fóníuhljómsveitina í Detroit, gáfu honum, þegar hann kom heim frá Bandarikjunuhfi. En það er virt á 300 þús. ísl. kr. Bengtson líkar betur við danska cellóið og það eru að- eins tvö celló í heiminum, sem hann gæti hugsað sér að fá í staðinn fyrir það, það eru Strandivariuss cellóin, sem eru í eigu Piatigorskis og Ed Kurtz, en þau eru ekki föl, Tvær ferðir í rússibananum. — Eg hef sannast sagt ekki hugleitt það, svarar hann að lokum, sá, sem' er svo lánsam- ur að hafa hlotið hæfileika í vöggugjöf, er skyldugur til að nota þá. Augu hans hvarfla að litla cellóinu, sem var smíðað sérstaklega handa honum, og hangir nú á veggnum. A það lék hann í fyrsta skipti í Tí- volí 1942. Að laujium fékk hann tvær ferðdr í rúsisiban- anum. Allra fyrsta hljóðfærið hans hangir ekki á veggnum. f>að er lágfiðla, sem hann lék á aðeins 4 ára á jólatónleik- um „Politiken". Ég lít á prófessorsembætt ið, sem viðurkenningu á hljóð færinu. En það er hefð á celló- iiju hér í Tónlistaskólanum frá tímum Paulus Baches og Rúdingers. En sá síðarnefndi er að mínum dómi einn mesti Æellókennari, sem uppi hefur verið, ég not>a ennþá nokkuð af grundvallarreglum hans við kennsluna. Undrabarn-Prófessor. — Er kennsla yðar köllun? Þegar þér lékuð í fyrsta skipti opinberlega, sagði faðir yðar: „Sonur min-n á ekki að vera undrabarn". en er það ekki álíka slæmt að enda sem pró- fessor? — Mér þykir gaman að kenna, sérstaklega þegar nem endur mínir hafa hæfileika í rétta átt. Og ég hef þau for- réttindi, að ég get sjálfur val ið þá. Þegar ég heyri á einum degi sjö mismunandi útgáfur af D-dúr konsert Haydns, knýja mairgir túlkunarörðug- leikar dyra. Eg verð að breyta mér stöðugt í kennslunni, því það þarf að kenna eins og nemandanum hentar bezt, en ekki að þvinga hann til að Framh. á bls. 17. TAIÍN U S STATION eru vinningar i hinu glæsilega SKYNDIHAPPDRÆTTI SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS ► — Drœtti alls ekki frestað — I dag og fram á kvöld eru síðustu forvöð að kaupa miða Erling Blöndal Bengtson. Þúsund handteknir TAMALE, 13. nóv. — Simon Diedjo, leiðtogi stjórnarandstöð- unnar í Ghana, lýsti því yfir í dag, að Nkrumah hefði nú lát- ið liandtaka þúsund menn úr stjórnarandstöðunni. — Diedjo skýrði frá þessu skömmu eftir að hann hafði rætt við Elisa- betu Englandsdrottningu, sem nú er í heimsókn þar syðra. Stjórnarandstæðingurinn tók það fram, að þessir menn hefðu ekki verið handteknir vegna öryggis- ráðstafana í sambandi við heim- sókn drottningar. NÝJA LJÓSPRENTUNAR- STOFAN, Brautarholti 22 (geng ið inn frá Nóatúni) Sími 19222. Góð bílastæði. I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.