Morgunblaðið - 15.11.1961, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 15.11.1961, Blaðsíða 17
Miðvikudagur 15. nðv. 1961 MORGUNBLAÐIÐ 17 Hallgrímur Valdi- marsson — minning 1 DAG er borinn til hinstu hvílu Hallgrímur Valdimarsson fyrrum afgreiðslumaður og fréttaritari Morgunblaðsins á Akureyri. Hallgrímur var fæddur hinn 25. nóvember 1875 og var því hartnær 86 ára er hann . ndaðist eíðastliðinn miðvikudag eftir skamma sjúkdómslegu í fjórð- ungssjúkrahúsinu á Akureyri. Hallgrímur var sonur Valdimars Hallgrímssonar bónda og Guðrún ar Þorbergsdóttur konu hans, en þau bjuggu að Litlahóli í Eyja- (firði og þar fæddist hann. Þegar Hallgrímur Var 14 ára að aldri brugðu foreldrar hans búi og fluttust til Akureyrar og alla tíð síðan bjó hann þar, þegar undan eru skilin allra síðustu ár ævi hans er hann hefir dvalizt á elli- Iheimilinu í Skjaldarvík. Alla ævi sína var Hallgrímur ókvænt ur- Störf hafði hann mörg og margvísleg um dagana, en kunn astur er hann fyrir áhuga sinn á leiklist og afgreiðslu blaða og BÍðast sem fréttamaður Morgun- blaðsins á Akureyri. Það er vel til fundið að einmitt Leikfélag Akureyrar skuli ann- ast útför hans og fylgja þessum gamla heiðursfélaga sínum og fósturföður síðasta spölinn. Mig minnir að fyrstu kynni mín af Hallgrími Valdimarssyni væru þegar ég var sendur eftir Morgunblaðinu til hans er áætl- unarbílarnir komu á kvöldin. Þá var sagt að Akureyringar gætu ekki farið að sofa fyrr en þeir væru búnir að fá Morgunblaðið. Það var oft margt um manninn kringum Hallgrím þessar kvöld- stundir, alla þekkti hann' og við marga varð að spjalla stund og stund þótt annirnar væru mikl- Oi. Síðar lágu leiðir okkar Hall- gríms nær hver annari og um langt árabil höfðum við mikið saman að sáelda, bæði á sviði leik listar og við fréttaöflun fyrir Morgunblaðið. Hallgrímur átti aldrei mikið af þessa heims auði, sen. mölur og ryð fá grandað- Hann vildi jafnan hafa frjálsar hendur til verka sinna og vinnutímann Skammtaði hann sér sjálfur og var hann gjarnan að verki á öðr um tímum sólarhrings en allur almenningur. Hallgrímur naut engrar skólagöngu um ævina ut- an hvað hann nam hálfan vetur Ihjá Skafta Jósefssyni og upp á það fermdi Matthías Jochums- son hann. Fljótt eftir að hann kom til Ak ureyrar fór hann að stunda verzl unarstörf bæði innanbúðar og utan. Strax um aldamótin fór Ihann að skipta sér af afgreiðslu blaða. Þá bar hann út Norður- landið fyrir Einar Hjörleifsson Kvaran. Þá varð hann afgreiðslu maður Norðra hjá Jóni Stefáns- syni og afgreiðslumaður Morgun blaðsins gerðist hann strax er J>að kom út og hélt því starfi á tfjórða tug ára. Afgreiðslumaður íslendings var hann jafnframt um 20 ára skeið. Einnig mun hann hafa haft á hendi afgreiðslu ýmissa tímarita og vikublaða. .— Auk þessa greiddi hann um langt árabil götu velflestra lista- manna, sem til bæjarins komu í heimsókn, hvort sem þeir komu tll að syngja, halda hljómleika, upplestra eða heilir leikflokkar voru á ferðinni. Mörg þessara starfa voru lengst af lágt launuð og sum mega raunar teljast hafa verið unnin af greiðasemi og á- buga fremur en til þess að hljóta laun fyrir. öll tóku þau þó sinn tíma en eftirtekjur dagsins urðu ekki af sama skapi miklar' Hallgrímur virtist aldrei hafa af því miklar áhyggjur. Hann var ánægður ef hann aðeins hafði eitthvað fyrir stafni. Hann var meyzlugrannur í mat og áhyggj- «ir hafði hann engar af húsbúnaði eða viðamiklu heimilishaldi. Mér er nær að halda að af húsmun- «m hafi hann ekki átt nema rúm- Ið sitt, náttborð, fataskáþ, sem raunar mun einnig hafa verið eld hússkápurinn hans, kommóðu, borð og stól. Nokkuð átti hann af bókum og mikið las hann, en honum hélzt ekki vel á bókum sínum. Ef hann las eitthvað, sem honum þótti gott, vildi hann ein- 5”......................1........,l1- ......................... att fá einhvern vina sinna til að njóta þess með sér og lánaði því eða gaf honum bókina. Ég man eitt sinn er bókin — „Hver er maðurinn?" var upp- seld og því vandfengin, var ég •að tala um það við Hallgrím hvort hann vissi um nokkurn sem gæti útvegað mér þá bók. Ég var þá byrjaður á blaða- mennskunni og taldi mig illa geta verið án þeirrar bókar. Kallgrim ur brá við hart og sótti sitt eigið eintak og ekki var við annað komandi en ég fengi bókina- — Þannig var greiðasemi hans á alla lund. Vinarþel og kunnings- skapur fólks var honum marg- falt meira virði én öll önnur þessa heims gæði. Hallgrímur var félagslyndur og hafði mjög gaman af því að fá gesti til sín. Margir urðu því til að heimsækja hann og þá færa honum tár í glasi og ekki var hann spar á að veita slíkt öðrum ef hann átti það til. Hallgrímur var alla tíð hress og kátur. Hann var þó ekki heiisuhraustur einkum hin síðari árin. Það var í kunningjahópi haft að orði eftir horium að hann væri „verri í dag en í gær“. Þó skyggði þetta ekki á gleði hans og áhugamál, en samtalið byrjaði oft á rabbi um tíðarfarið og heilsufarið eins og oft vill verða. Fljótt var því þó snúið yfir í önnur og viðameiri málefni og þá kunni Hallgrímur frá mörgu að segja, því hann var stálminn- ugur og fróður og setti vel á sig það sem hann heyrði. Um árabil hafði ég nokkur af- skipti af leikstarfsemi á Akur- eyri og þá var ég í stöðugu sam bandi við Hallgrím Valdimars- son. Var hann þá hættur að hafa bein afskipti af þeim málum en hann var í raun og sannleika bæði faðir og móðir Leikfélags -Akureyrar og lengst allra í stjórn þoss og mörg ár formaður- Með- an heilsan leyfði var Hallgrímur þó alltaf með hugann við leiklist ina og aldrei var sett svo smá- sýning á svið á Akureyri að hann vissi ekki manna mest um allt sem að henni laut. Hann skipaði í hlutverkin, svona með sjálfum sér, og hann ræddi um verkefn- in og daginn eftir frumsýningu mátti sjá Hallgrím á ferli og þá ræddi hann mikið við marga er áhuga höfðu á leiklist. Hallgrím ur skrifaði margt um leiklist, en aldrei hef ég séð eftir hann leik dóm. Ég held að hann hafi aldrei viljað ákveðið gefa upp skoðun sína á einstökum atriðum að minnsta kosti vildi hann ekki láta hafa hana eftir sér opinber- lega. Ég held að hann hafi ekki viljað dæma neinn hart og ekki heldur bera cflof á neinn. Hann var í þessu efni, varkár en ræddi málið frá öllum hliðum og leit- aði gjarnan skoðana annara. Þegar Hallgrímur varð sjötug- ur skrifuðu þeir um hann Valtýr Stefánsson ritstjóri og Sigfús Jónsson framkvæmdastjóri Mbl. Austurbæjarbíó hefur að undanförnu sýnt amerísku gaman- myndina NÚ EÐA ALDREI. Þetta er bráðskemmtileg og vel leikin kvikmynd en með aðaihlutverkin fara hinir þekktu og vinsælu leikarar Ingrid Bergman og Gary Grant. Valtýr sagði um hann m.a.: „Hann hefir valið sér það hlut- skipti að ala allan aldur sinn á Akureyri, þykir vænt um stað- inn, vill honum og íbúum hans vel, vill að þeir vaxi að þroska og dáðum. Hann hefir nú verið þar svo lengi, að hann hefir haft persónuleg kynni atf fleiri en einni kynslóð forystumanna bæj arins á því andlega og efna- lega sviði- Þess vegna finnst mér alltaf, 'er ég mæti Hallgrími á Akureyri, að þarna komi á móti mér lifandi þáttur úr sögu bæj- arins. Hann hefir frá mörgu að segja. Hann er glaður í vinahópi. Og hann er hinn bezti drengur. Þetta þekki ég af langri reynslu.“ Sigfús segir m.a.. „... .um útsölumanninn veit ég það að hann vill með öllum ráð- •um stuðla að því, að þeir fái blað ið áður en þeir ganga til hvílu og fæst ekki um það, þótt dags- verki hans ljúki ekki fyrr en flest fólk er gengið til náða norð ur þar. En svo skal starf rækja. Hall grímur er einn þeirra manna, sem ekki sofa á verðinun., held- ur eru sivakandi, og svo mun enn verða “ Að sönnu er Hallgrímur Valdi- marsson nú sofnaður svefninum langa. Hann mun þó vaka á með- al okkar í verkum sem hann vann bænum sínufn og vinum til heilla og farsældar. Nú getur hann aftur farið að setja á svið leiki með Margréti heitinni syst ur sinni. Ég dreg ekki í efa að það verði fagrar og glæstar sýn ingar á sviði eilífðarinnar. Við starfsmenn og félagar HaH gríms Valdimr.rssonar við Morg- unblaðið minnumst hans með hugheilu þakklæti fyrir alla trú mennsku hans og vináttu og hon- um fylgja okkar hlýjustu kveðj ur og innileg ósk um fararheill í þessa hans hinstu för. vig. Sigríður Guðmundsdóttir sjötug SJOTUGSAFMÆLI á í dag frú Sigríður Guðmundsdóttir, Aust- urgötu 31, Hafnarfirði. Hún flutt ist í bæinn fyrir 36 ánum vest- an af Snæfellsnesi og hefir búið þar síðan. Maður hennar er Gísli Gíslason og dæturnar eru tvær, Kristín og Þorgerður, sem báð- ar eru giftar. ' Sigríður hafði svo áratugum skipti á hendi atfgreiðslu Morg- unblaðsins í Hafnarfirði, en er nú hætt því starfi fyrir nokkru. Enn sér hún þó um innheimtu fyrir auglýsingar. Var oft æði er ilsamt ’hjá Sigríði meðan hún sá um atfgreiðslu Mbl., en það starf leysti hún af hendi með hinni mestu prýði, eins vel og bezt — 29 ára prófessot Framh. af bls. 15. nota hinn persónulega stíl kennarans. Hugtakið undrabarn er smám saman að hverfa. Það Kefur enginn áhuga á slíku á vorum dögum. En ég geri mér nú grein fyrir því hvað það var mér mikils virði að alast upp í umlhverfi þar sem tón- list var í hávegum höfð. Ég lærði að líta á hlutina frá rétt um sjónarhól og fram til tólf ára aldurs var ég svo lánsam- ur að þurfa ekki að æfa mig lenguir en klnkkutíma dag- lega. Hljómleikatækni — En þér völduð aldrei sjálf ur hlutskipti tónlistarmanns- ins, og þér vörðuð ekki löng- um tíma í nám við tónlistar- skóla. i — Mér hefur aldrei flogið í hug að verða annað en celló- leikari. Og ég komst í kynni 1 við andrúmsloft tónlistarekól- anna á hinttm fræga Curtiss tónlistarskóla í Philadelphiu. Það var þó engin venjuleg kennsla, sem ég fékk hjá Piata gorski. Hann jós mér af ótæm andi lindum reynslu sinnar. Það var hljómleikatæknj, sem hann miðlaði mér og henni reyni ég einnig að miðla nem- endum mínum. Þeir eiga að vita að aðstaðan er allt önnur, þegar setið er á hljómleika- palli með heila hljómsveit að baki sér, en í kennsluherbergi. Og það kemur byrjandanum alltaf á óvart, þrátt fyrir allt. Þörf — Þegar þéi vrouð 16 ára kynntust þér Bandaríkjunum. Hrifust þér af lifnaðarháttum landismanna? — O ! Umhverfi Curtiss skólans var sannast að segja alþjóðlegt, flestir kennaramir t. d. Primrosé, Serkin o. fl. voru Evrópumenn. Sem nem- andi fékk ég tækifæri til að koma fram á heimilum auð- manna, en allt tónlistalíf þama, er einkaframtak. Getur það verið bæði kostur og galli. En þarna var tónlistarþörfin mikil. — Sökum þess að tónlistar- áhugi nýtur virðingar? — Ef til vill. En ég hef einnig orðið var við þessa þörf fyrir austa-n járntjald, þegar ég var í Rússlandi 1956. Einn- ig varð ég hennar var, er ég lék í Hamborg fyrir viku. Mér finnst tónlistaráhugi mætti vera meiri hér á landi. Ég segi þetta ekki, vegna þess að það sé mér persónulegt gremju- efni. En mér finnst vera of mikill munur á því hvernig tekið er á móti knattspyrnu- liði, sem hefur aflað sér frægð ar erlendis og listámanni, sem hefuir kynnt land sitt -vel í öðru landi. Erum við prettuð? — En hver eru orsök skorts- fos á tónlistaráhuga hér á landi ? — Ef tíl viil eru það tímarn ir, sem við lifum á. Tónlistar- áhugi hefur aldirei verið meiri hér, en 'hann er nú, og þó eru salirnir hálf tómiir á góðum hljórmleikum. — Þykja tónleikarnir ekikd nægilega hátíðlegir ? — Ja, margir koma á tón- lei'ka í sínum beztu fötum og með vissri eftirvæntingu og er það mjög mikils virði. Því þá ná tónlistarmennirnir betur til áheyrenda. Eg kann ekki að meta það, að ljósin í hljóm- leikasalnum séu deyfð, eins og nú tíðkast. Þá fá hljómleik- arnir á sig kvikmyndasvip. — Það hefur ef til vill ein- hver áhrif, að á'heyrendur eru hræddir um að þeir verðd „prettaðir“. Þeir fara aðeins til að hlusta á bezta cellóleik- arann, fiðluleikairann eða píanóleikarann, en ekki til að hlusta á tónverkin .... — Hvað þetta snertir er kamimiermúsikklúbburinn und antekning, hann auglýsir að- eins hvaða verk verða flutt, ekki hverjir flytja þau. Prófessor einu sinni áður. — Svo við snúum okbur aftur að prófessorsstöðunni. Þér hafið verið prófessor áð- uir? — Já, við Curtiss-skólann. Bengtson segir þetta, eins um létta frístundavinnu sé að ræða, en ekki fasta stöðu við einn þekktaeta tónlistarskóla heimis. — Þegar þér takið við pró- fessorsembættinu hér í Dan- mörku, eru liðin 25 ár siðan þér lékuð fyrst opinberlega? — Já, það var 1936. Eg hlakka til að halda það há- tíðlegt. varð á kosið. Eiga starfismenn blaðsins góðar endurminningar um samstarfið við hana á liðn- um árum og þakka henni nú góða viðkynmingu Eru henni í dag færðar beztu hamingjuósk- ir um gleðirík og farsæl ókom- in ár. 1 dag dvelst Sigriður að heim- ili dóttur sinnar og tengdason- ar, Hringbraut 5 í Hafnarfirði, — G. E. Kornræktaríélag stofnað á Fosshóli ÁRNESI, 10. nóv. — Sl. laugar- dag var stofnað kornræktarfélag á Fosshóli. 1 félaginu eru 22 bændur í Ljósavatnshreppi í Reykjadal og Bárðardal. Hefur félagið þegar brotið 20—30 hektara land á Einarsstöðum í Reykjadal, sem það hyggst sá í næsta vor. I gær byrjaði svo félagið að brjóta um 30 hektara til viðbót- ar hjá Öxará í Bárðardal. — Er ætlunin að hafa það einnig til- búið til kornræktar að vori, ef hægt verður að brjóta landið áður en vetur gengur í garð. Ef þetta tekst, er ákveðið að kaupa kornræktarvélar til afnota fyrir félagið næsta sumar. Mesti hvatamaður að stofnun félagsins er Bjarni Pétursson á Fosshóli, en auk hans voru kjörnir í stjórn: Sigfús Jónsson, Einarsstöðum, og Jón Jónsson, Fremstafelli. — Fréttaritari. Lenti milli bíla I GÆRDAG, milli kl. 5 og 6 var ver’ð að ýta bíl inn á Ægissíð- una á móts við húsið nr. 74. En rétt í því var íólksbíl ekið vestur eftii Ægissíðunni á nokkurri ferð, Og lenti hann á hlið bifreið- arinnar, er verið var að ýta. Urðu talsverðar sxemmdir á bílnum. Maður, sem var að ýta bílnum og stóð fyiii aftan hann, lenti að einhverju leyti á milli bílanna og var hann fluttur á Slysavarð- stofuna. Hann kvartaði um meiðsli á fæti og siðu. Einnig varð maður fyrir bíl á móts við Kennaraskólann og kvartaði um eymsli i mjöðm. Var hann fluttur á Slysavarðstofuna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.