Morgunblaðið - 15.11.1961, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 15.11.1961, Blaðsíða 23
Miðvikudagur 15. nðv. 1961 MORCVISBT 4 Ð1Ð 23 Var Tshombe viðstadd ur aftöku Lumumba? NEW YORK, 14. nóvember — Tshombe var sjálfur viístaddur U.orð Lumumba, segir í niður- stöðu rannsóknarnefndar, sem S. X>. skipuðu til þess að komast til footns í morðinu á Lumumba og aðdraganda þess. Samkvæmt því, sem næst verð ur komizt, var Lumumba tekinn af lífi ásamt nánustu samstarfs- mönnum sínum, Okito og Mpolo, að viðistöddum Tshombe, Mun- ongo og Kibwe. I>að mun hafa verið belgiskur atvinnuhermað- ur, sem veitti Lumumba bana samkvæmt skipun Tshombe og ihans manna. Ennfremur þykja öll rök hníga i þá átt, að morðin hafi verið framin 17. janúar í fyrra, en ekki 12. febrúar, en Thsombe upplýsti ekki fall Lumumba fyrr en 13. feþrúar. — Sagði þá í tilkynn- ingu úm dauða Lumumba og fé- laga, að þeir hefðu flúið úr fang- elsi og fjandsamlegur ættflokk- ur ráðið þeim bana á flóttanum. Nefndarmenn, sem eru frá Burma, Mexico, Ethiopiu og Togo, segjast ekki sjá neina á- stæðu til þess að láta hina seku sleppa við refsingu. B r e z lin e v MOSKVU, 14. nóv. — Brezhnev, forseti Ráðstjórnarríkjanna, hélt frá Moskvu í dag í opinbera beim sókn til Súdan. í föruneyti hans eru Malik, aðstoðarutanríkisráð- herra, svo og ýmsir framámenn í viðskiptamálaráðuneyti Rússa. Þingsályktunartillaga um bankaútibú á Húsavík UTBYTT hefur verið á Alþingi þingsályktunartillögu um, að Al- þingi álykti að skora á ríkisstjórn ina að hlutast til um, að sett verði upp bankaútibú á Húsavik. I greinargerð segir, að á und- anfornum árum hafi Húsvíkingar reynt allmikið til að fá banka- útibú í Húsavík. Hafi jafnvel far- ið fram víðtækar undirskriftir meðal þeirra. sem hafa með hönd um atvinnurekstur Og viðskipta- mál á staönum, þessum óskum til áherzlu. Þá hafi bæjarstjórn Húsa víkur einnig látið málið til sín taka. Enn segir, að atvinnulíf sé Orð- ið það umfangsmikið í Húsavík, að það valdi miklum óþægindum að þurfa að sækja bankaviðskipti til Akureyrar, enda oft á vetrum ekki auðfariö þangað sokum sam- gönguerfiðleika. Flutningsmenn frumvarpsins eru þeir Páll Kristjánsson og Björn Jónsson. Fullkomin sjúkrabif- reið í Borgartirbi S.L. hálft ár hefur verið starf-| rækt í Borgarnesi ný og glæsileg sjúkrabifreið. Bifreiðin er af Volkswagen-gerð og búin öllum fullkomnustu tækjum og hefur reynzt með ágætum vel. Það er Hörður Jóhannesson löggæzlumaður sem á og rekur sjúkt abifreiðina. Hefur notkun bílsins í sumar sannað þá þörf sem var fynr slíka bifreið í Borg- arfjarðarhéraði. Hefur bifreiðin farið í um 30 sjúkraflutnings- ferðir m. a ailt til Akureyrar og Reykjavíkur. ★ Vel búin Bifreiðin er búin öllum fullkomn- ustu tækjum. I henni eru 2 sjúkra köríur Og sjúkrastóll, sem sér- staxlega er gerður til þess að bera sjúkiinga þar sem erfiðar aðstæður eru til flutninga sjúkra. I sjúkrakleía bílsins er sérstök miðstöð, gott loftræstingarkerfi, og sérstaklega gerðar hillur og skápar fynr hjúkrunargögn. ★ Góð reynsla Með bilnum voru einnig fengin súreínistæki og með þeim er bíll- inn eins tullkominn og hægt er til sjúkraíiutninga. Reynslan aí bílnum á þessu haifa ári sem hann hefur verið í notkun befur verið mjög góð, Og telur eigandinn að þessi teg- und bifreiða henti mjög vel til sjúkraflutninga á vegum landsins. Snæbjörn J. . Meiddist á skellinöðru I FYRRAKVÖLD ók bifreið aftan á ungan mann, sem var á skelli- nöðru á Hringbrautinni. Maður- inn slasaðist talsvert. Þetta gerðist á móts /ið Kenn- araskólann. Maðurinn var á syðri helmingi götunnar o g lét sig renna á skehinöðrunni, því vélin var eitthvað biluð. Vissi hann ekki fyrr til en skellinaðran fékk mikið högg að aftan og kast- aðist hann við það á götuna. Bif- reiðastjórmn, senT ók aftan á skellinöðruna; segist ekki hafa séð manninn á njólinu, en hann var Ijóslaus, þó kattaraugu væru aftan á hjólinu. Maðurinn meidd- ist talsvert í baki og er jafnvel óttazt, að bann hafi einnig skað- ast eitthvað innvortis. — Herstöðvar i Finnlandi Framh. af bls. 1. „Blanda sér ekki í innan- landsmál“. Þá er upplýst, að Gromyko hafi gert Karjalainen grein fyr- ir sjónarmiðum Rússa hvað átökum á alþjóðavettvangi við- kemur — og sagt, að Rússar yrðu að tryggja öryggi sitt. — Gromyko sagði, að hemaðaryfir- völd í Rússlandi hefðu um langt Thoroddscri 70 ára skeið krafizt Þess að hafnar PATREKSFIRÐI, 14. nóv. — Snæbjöm J. Thoroddsen, bóndi og sparisjóðsstj. 1 Kvígindisdal í Rauðasandshreppi, verður 70 ára á morgun. — Hann hefur um langt skeið gegnt ýms um trúnaðarstörfum fyrir sveit sína. Sparisjóðsstjóri hefur hann verið frá stofnun Spari- sjóðs Rauðasandshrepps — eða um 50 ára skeið. í hreppsnefnd hefur hann einhig átt sæti langt tímabil, og lengst af ver- ið oddviti. Vinir hans og velunnarar óska honum til hamingju með þessi tímamót og þakka honum liðin ár. — Trausti. Molotov og dóttir hans Svetlana umkrlngd fréttamönnum á járnbrautarstöðinni í Moskvu. Moíotov var hljóöláiur við heimkomuna MOLOTOV var hljóðlátur, þegar hann steig út úr járn- brautarlestinni í Moskvu á sunnudaginn á heimleið frá Vín. Hann var niðurlútur og fölur — og sama var að segja um konu hans. — Aðeins dótt ir þeirra Svetlana og maður hennar, blaðamaður, voru mætt á járnbrautarstöðinni ttl þess að taka á móti hjón- unum. Um 30 fréttamenn voru viðstaddir og voru þeir ebki hindraðir í að ræða við Molo- tov ens og í Vín, þegar iest hans fór þar um. Molotov var fár við öllum spurningum, vildi helzt ræða um veðrið, en var stuttur í spuna- „Hvað hafið þér að segja um 22. flokksþingið?“ var hann spurður. „Ekkert, þið vitið allt,“ var svarið. „En viljið þér segja eitthvað um brottvitningu yðar úr kommúnistaflokknum.“ „Eigum við ekki að skipta um umræðuefni?“ spurði Molotov. Hann nam ekki .staðar til þess að ræða við fréttamenn- ina. Það var greinilegt, að hon um var ekkert um þá gefið, en hann svaraði þó — þurr- lega — spurningunum. Frétta merui gengu í hóp á eftir hon- um og fjölskyldu út úr járn- brautarstöðinni og báru fram spurningar á göngunni. Utan við stöðina beið svartur fólks- bíll — og Molotov, kona hans og dóttir stigu upp í. „Ég fer heim“ sagði Molo- tov — og svo hvarf bíllinn. Þetta var ZIM-bíll, en nafn hans er í rauninni upphafs- stafirnir á bílaverksmiðjunni Zavod Imeni Molotova, sem nefnd var í höfuð Molotovs endur fyrir löngu, þegar hann var í náðinni- Eftir að hann féll í ónáð var nafni verk- smiðjunnar breytt svo að eng ir ZIM-bílar eru lengur fram- leiddir. — Stalinheitin Framh. af bls. 10. þar stóð á bakka hinnar „miklu móðu“, er horfið. — Enginn sá það víst fyrir, þeg- ar hinir ungversku frelsis- vinir felldu Stalínstyttuna í Búdapest af stalli í uppreisn- inni 1956, að dagskipun sjálfs Krúsjeffs fimm árum síðar yrði hin sama: — Burt með harðstjórann! ★ NAFN, SEM SKAL GLEYMAST Það má eflaust teljast einstætt, að borg, sem hefir hlotið jafnmikla frægð og Stalíngrad, skuli svipt nafni sínu. Hún hafði þó auðvitað ekki alltaf borið þetta nafn. Áður en Stalín kom til sög- unnar, var borgin kennd v'ið rússnesku keisarana og hét „Tsaritsyn". En — hvað sem ferli Josefs Stalins liður — var nafnið Stalíngrad í minn um haft um allan heim síðan 1942, er Hitler beitti öllum hernaðarmætti Þýzkalands til þess að taka borgina, en varð frá að hverfa eftir þriggja mánaða hatramma bardaga, sem vart munu eiga sinn líka í sögunni. Þá reistu Rússar hermennsku sinni og hugprýði glæstan mínnis- varða, og nafnið Stalíngrad var á allra vörum sem tákn hetjulegrar baráttu og fórn- arlundar — en borgarbúar áttu ekki síður þátt í sigr- inum, með þrautsegju sinni og hugprýði, en sjálfur Rauði herinn. En nú er þetta nafn þurrkað út, eins og það hafi aldrei verið til — eins og þúsundimar, sem létu lifið við vörn borgarinnar hefðu aldrei hreyft hönd né fót. Skyndilega eru menn eins og ókunnir gestir í sinni gömlu borg. Hinir átak anlegu atburðir fortíðarinnar gerðust að vísu á þessum stað — en þó er hann ekki lengur til. Undarlegt má það vera að lifa „undir stjórn“ ...... yrðu viðræður um bækistöðv- ar í Finnlandi innan ramma vin- áttusáttmála ríkjanna. Hins vegar sagði Gromyko, að Rússar ætluðu ekki að blanda sér í innanríkismál Finna, enda þótt Ráðstjómin hafi ekki getað látið hjá líða að vekja athygli á þeirri þróun, sem nú virtist eiga sér stað í Finnlandi. Karjalainen svaraði því til, samkvæmt tilkynningu ríkis- stjórnarinnar, að rétt væri, að margvísleg stjórnmálasamtök væru í iFnnlandi. En eins og allir vissu í Ráðstjórnarríkjun- um, þá væru allir Finnar á Paasikivi-línunni, eins og það var orðað. Sagðist Karjalainen þess fullviss, að aílir Finnar ósk uðu vinsamlegrar sambúðar við Ráðstjórnarríkin, sagði í lok tilkynningarinnar. Vináttusamningurinn I útvarpsávarpi sínu til þjóð- arinnar sagði finnski forsætisráð herrann í kvöld, að sú stjórn, sem nyti stuðnings mikils meiri hluta þjóðarinnar væri bezt fær um að varðveita og viðhalda hlutleysisstefnu Finnlands. Það er greinilegt, að möguleikarnir til þess að tryggja Finnlandi hlutleysi eru þó háðir því að Ráðstjórnin geti treyst á vilja okkar og getu til þess að halda við þá hlutleysisstefnu, sem Paasikivi markaði — og að upp- fylla þau skilyrði, sem vináttu- sanmingurinn við Rússa leggur okkur á herðar, sagði forsætis- ráðherrann. Sagði hanr. ennfremur, að ríkis stjórnin mundi geyma allar mikil vægar ákvarðanir, þær biðu næstu stjórnar, sem vonandi yrði styrkari en núverandi stjórn, því í stjórnmaiadeilum síðustu ára hefur reynzt erfitt að mynda nægilega sterka stjórn. I nafni föðurlandsins Ríkisstjornin mun jafnframt reyna að hindra umræður og deil ur um það ástand, sem nefnt var í Orðsendingu Ráðstjórnarríkj- anna. Þing hefur aldrei verið rof- ið á jafn alvarlegum tímum. I nafni föðurlandsins bið ég alla samborgara mína um að beita skynsemi sir.ni og sýna stillingu. Við megum ekki hefja kosninga- baráttu, sem sundrar þjóðinni. Við verðum umframt allt að sam- einast um það, sem áunnizt hefur og það, sem tengir okkur sterk- ustu böndum, okkur, sem eigum heima í Finnlandi. Abyrgðin á örlögum þ.ióðarinnar hvílir nú að atkvæðisbærum konum og körl- um. Leið Finnlands í gegn um brimið verður ákveðin við kjör- borðið, sagði íorsætisráðherran að lokum. • ★ • I finnska þinginu'sitja nú: 47 úr bændaflokknum, 26 úr hinum íhaidssama sambandsflokki, 14 úr sænska flokknum, 8 úr finnska ílokknum, 37 jafnaðarmenn, 14 í andstöðufiokki jafnaðarmanna og 50 koniúiúnistar, en auk þess ráð- I hefur smábændaflokkurinn einn 1 fulitrúa.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.