Morgunblaðið - 16.11.1961, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 16.11.1961, Blaðsíða 2
2 MORGVNBLAÐIÐ Fimmtudagur 16. nóv. 1961 Ekki búizt við frekari að- gerðum gegn Finnum | To//ð, oð orðsending Rússa hafi J j fyrst og fremst átt að vefa áminn- j j ing um oð fara ekki út af hlut- j j leysislinunni [ Helsingfors, Stokkhólmi og Kaupmannahöfnj 15. nóv. — (NTB) — TILKYNNING finnsku rík- isstjórnarinnar í gær um við- ræður þeirra Karjalainens og Gromykos í Moskvu á dög- unum — og sú ákvörðun Kekkonens forseta að rjúfa nú finnska þingið og efna til nýrra kosninga þegar í febrúar var mjög til umræðu á opinberum vettvangi og meðal almennings í böfuð- borgum Norðurlanda í dag. — í Stokkhólmi virðist á- kvörðun Kekkonens hafa komið stjórnmálamönnum nokkuð á óvart — og var þessi frétt aðalefni flestra sænskra blaða í morgun. Er- lander forsætisráðherra hefir ekki viljað segja neitt um hin nýju sjónarmið, sem þannig hafa skapazt. Rósemi Finna Stjórnmalamenin í FinnTandi sjálfu virðast ekki gera ráð fyrir neinum meiri háttar viðburðum í þessum niálum á næstunni. Full trúar þingflokkanna ræddu mik- ið saman í dag, og ríkisstjómin kom saman til síns venjulega mið vikudagsfunidar — sem gengur undir nafninu „kvöldskólinn". A föstudaginn verður þingfundur. Viggó Kampmann, forsætisráð- herra Danmerkur, sagði í dag, að Danir hefðu með ánægju fyígzt með því, hve Finnar hefðu sýnt mikla rósemi og heilbrigða skyn- semi í hinum erfiðu aðstæðum, sem þeir eigi nú við að búa. — Allir Norðuriandamenn vona, að niðurstöður væntanlegra samn- ingaumleitana verði með þeim hætti, að norrænt samstarf, sem verður nú æ nánara, megi óhindr- að þróast áfram, sagði Kamp- mann. Fyrst og fremst aðvörun Vestrænir menn í Moskvu, sem fylgzt hafa með gangi mála, síðan sovétstjórnin sendi orðsending- una margumtöluðu til Finna í lok siðasta mánaðar, telja tilgang sovézkra valdhafa fremur þann að aðvara Finna við því að breyta um stefnu í utanríkismálum en að þeir hafi raunverulega haft í huga að skapa sér hernaðarlega aðstöðu 1 Finnlandi. Er það al- menn skoöun, að sövétstjórninni sé fyrst og fremst í mun að tryggja það, að Finnland fylgi utanríkisstefnu Kekkonens for- seta — það er að segja, hlutleysis stefnu, sem markast af nágrenn- inu við Sovétríkin — og því sé ástæða til að líta á „leik“ sovét- stjórnarinnar sem tilraun til að tryggja endurkosningu Kekkon- ens til forseta. Rússnesk blöð hafa ekkert skrif að í ritstjórnargreinum um orð- sendinguna til Finna, né heldur þá ákvörðun Kekkonens að rjúfa Miklar byggingarfram- kvæmdir austan fjalls BLAÐIÐ átti í gær tal við Mar tein Björnsson byggingarfull trúa á Suðurlandsundirlendi, en umdæmi hans nær yfir Ár- nes- Rangárvalla- og V-Skafita fellssýslur. Marteinn segir að í ár hafi verið byggt óvenju mikið á Suðurlandi, miklum mun meira en s.l. ár og talsvert meira en var 1959, en það var þó óvenju mikið bygginga ár. Stafaði það af því að menn bjuggust við hækkunum á byggingakostnaði og lögðu því í mun meiri framkvæmd ir en ella- Þetta kom svo nið- ur á framkvæmdum í fyrra en í ár hefir komizt skriður á að nýju. Framkvæmdirnar dreifast á allar gerðir bygginga. Byrjað hefir verið á 16—18 íbúðar- húsum í þessum sýslum og er það meira en var hvert áranna 1958—59 og 60, en á því tíma bili hefir Marteinn verið byggingarfulltrúi fyrir austan. Ekki er óðlilegt að ætla að byggingar íbúðarhúsa í sveit- um séu 40—60 árlega, en tæp lega 5. hluti íbúa sveitanna í landinu er á byggingarsvæði Marteins. Af þessu má sjá að fjölgun ibúðarhúsa á þessu svæði er í góðu meðallagi. Markaðir ráða talsverðu um byggingu íbúðarhúsa. Bygging ar fjósa eru t.d- vaxandi fyrir austan Mýrdalssand, en þar leggja bændur í meiri mjólk urframleiðslu, enda kýr lík- legasta búfjáraukningin eink um í niðursveitum þar sem landlítið er en ræktunSbskil- yrði sæmileg. Austan Mýrdais sands hefir óvenjulega mikil íbúðarhúsabygging verið á ár- inu. Byrjað var á fjórum hús um og hefir gengið rösklega í sumar. Bygging votheysgeymsla fer vaxandi svo að bygging hlaða úr tré og járni í stað stein- hlaðanna áður. Er talið að tré- járn-hlöðurnar séu betri með tilliti til verkunar heysins. í þeim verði minni rekjur og minni hætta á hita. Aukning vélvæðingarinnar i landbúnaðinum kallar á bygg ingiu fleiri vélaverkstæða og í sumar var verið að byggja stórt verkstæði í Þykkvabæn um. — Ekki verður annað séð en að hinar tíðu verðsveiflur verki hvetjandi á menn til framkvæmda, sagði Marteiim að lokum. nú þing. Biöðin hafa birt fréttirn- ar, án atnugasemda og án þess að tengja þær saman á nokkurn nátt. — Er litið svo á í Moskvu, að sovétstjórnin sé ánægð með það skref, sem Kekkonen hefir nú tekið, jiar sem það sé nægileg sönnun þess, að leiðtogar Finna muni taka tillit til sjónarmiða Sovctríkjanna. K Aminning — „í bakgrunni" Þess vegna er gengið út frá því meðal vesturlandamanna í Moskvu, að ekki verði krafizt frekar viðræðna við Finna um varnarmálin, heldur verði beiðn- in um slíkar viðræður látin standa „í bakgrunninum“ sem áminning til Finna um að tengj- ast ekki að marki Vestur- Evrópulöndunum, sem í augum soyétstjórnarinnar eru nánast hið sama og Allantshafsbandalagið, að því er varðar stefnuna í mark- aðs- Og efnahagsmálum. Vna /5 hnúiar\ y/ SV50hnútar X Snjókomo > úói m \7 Skúrír K Þrumur mas KuUoskil ^ Hiftskif H Hat L LagÍ Mikið háþrýstisvæði suður af Islandi og um Bretlandseyj ar. Fylgir því jafnan umhleyp ingar. Sama veðrátta hér á landi og oftast næ.r mild. Norð ur af Vestfjörðum er simá lægð, sem hreyfist austur eftix og dýpkar noikkuð. Veldur hún SV-'hvassviðri nyrzt á Vest- fjörðum og mun víða valda allhvassri SV-átt, meðan hún er að fara fram hjá landino. Hiti er yfirleitt 5—7 st. hér á landi og svipað hitastig er á Norðurlöndum en nokkru hlýrra á Bretlandseyjuim. Veðurspáin kl. 10 í gærkvöldi SV-land og miðin: Vestan stinningskaldi í nótt en NV kaldi á morgun, bjartviðri. Faxaflói, Breiðafjörður og miðin: Vestan stinningskaldi fram eftir nóttu en NV á morg un, bjartviðri. Vestfirðir og miðin: NV stinningskaldi, dálítil él fram eftir degi. Norðurland og miðin: NV stinningskaldi, sums staðar smáél. NA-land og miðin: NV stinn ingskaldi og bjart í innsvéit- um, allihvasst og él á miðun- um. Austfirðir,*SA-lamd og mið- in: NV kaldi, léttskýjað. Ásakanir á báða bóga NEW YORK, 15. nóv. — FyrsU fundur stjómmálanefndar Alls- herjarþings SÞ um afvopnunar málin varð lítið annað en ásakan ir Sovétríkjanna og Bandaríkj- anna, hvors í annars garffs. Zorin fulltrúi Sovétríkjanna, sem var fyrsti ræðumaður. réðst þegar á Bandaríkin, sem hann kvað eiga alla sök á því, hve slæmt ástand- ið í alþjóðamálum væri nú- Hann skammaði Bandaríkin og fyrir að hafa greitt atkvæði gegn á- lyktuninni, sem samþykkt var í gær, þess efnis, að banna beri kjarnavopn, þar sem notkun þeirra sé „glæpur gagnvart mann kyninu“. Stevenson, fulltrúi Bandaríkjanna, svaraði því til, að þessi ummæli Zorins bæru vott um meiri hræsni en hann vissi dæmi til — og vitnaði til sprengjutilrauna Rússa að undan förnu og svika þeirra á Genfar- ráðstefnunni um bann við kjarna vopnatilraunui.1. — ★ — Stevenson kvaðst vilja beina tveim spurningum til Sovétríkj- anna: — Viljið þið afvopnum — eða ekki? og — viljið þið stöðva tilraunir með kjarnorkuvopn — eða ekki? Hingað til hefði af- Fundi Norður- landaráðs frestað? KACPMANNAHÖFN, 15. nóv. (NTB) — Norðurlanda- ráð frestar að líkindum 10. fundi sínum, sem átti að hefj ast í Helsinki, höfuðborg Finnlands, 17. febrúar nk. Þykir nú vænlegra að fresta fundinum, jafnvel nokkrar vikur, vegna finnsku kosn- inganna, sem fram fara í byrjun febrúar, svo að hið nýkjörna þing fái tíma til þess að skipa málum, áður en ráðið kemur saman. Kongó fyrir Öryggisráðinu NEW York, — 15. nóv. — Or- yggisráð SÞ tók í kvöld að ræða Kongómálið, en fyrir því liggur tillaga frá Líberíu, Ceylon og Ara bíM'-.a sambandslýðvcldinu, þar sem skorað er á stjórn SÞ að hef jast handa um að f jarlægja — með valdi ef þörf krefur — alla erlenda málaliða í Katangafylki. staða sovétfulltrúanna verið hjúp uð orðavaðli um „almenna og al- gera afvopnun" — eins og það væri mál, sem hægt væri að af- greiða með einu pennastriki. Vesturveldin væru hins vegar orðin kunnug undanbrögðum Sovétríkjanna og sviksemi við samningaborð og treystu því lítt almennum glamuryrðum þeirra og fagurgala í afvopnunarmálun- um. —• Stevenson kvaðst þó leyfa sér að vona, að hið almenna sam komulag stórveldanna um það, að hverju beri að stefna í af- vopnunarsamningum. mætti með einhverjum hætti verða fyrsta skrefið til þess að „skapa heim án vopna“. Óku á girðingu AKRANESI, 15. nóv. — Allt komst í uppnám hjá lögreglu bæj arips um k* 1 2 3 4 5 6 2 í nótt. Siminn gall og hringdi á lögregluvarðstofunni þvi að hjónin á Vesturgötu 143 höfðu hrokkið upp með andfæl- um við brak og bresti. í>au höfðu - þotið út að glugganum og sáu heldur en ekki vegsummerki, girðingin meðfram götunni var þverbrotin á 13,5 m. löngum kafla og þar stóð bíll hálfur á götunni og hálfur inni á bletti með full- um ljósum, en hvergi var mann að sjá. Lögreglan hraðaði sér á vettvang. Fólk í næstu húsum hafði vaknað við gauraganginn Og hófst nú leit að þeim, sem höfðu veríð hér að verki. Aður en langt laið fann lögreglan öku mann og mann, sem hafði verið farþegi hans í þessari reisu. Höfðu þeir leitað í skjól við verk- stæði á Ægisgötu 1. Þannig lauk þessu næturævintýri. — Oddur. Alþjóðasamkeppni um dýraverndarauglýsingu STJORN Alþjóðasambands Dýra- verndunaríélaga (World Federa- tion For The Protection Of Ani- mals) hefur ákveðið að efna til samkeppni meðal þjóða sambands félaga sinna um. auglýsingar, til eflingar skilnings á dýravernd. Keppnin skal vera innan tveggja aldursflokka. I öðrum flokknum skuiu vera þeir, sem eru 16 ára og yngri, en í hinum ?eir, sem eru eldri en 16 ára. Næstkom- andi sumar. dagana 11.—17. júní, efnir Alþjóðasambandið (WFPA) til alþjóðaþings um dýravernd- unarmálefni í Austurríki. A þessu þingi á að dæma um þær tillögur að auglýsingum, sem borizt hafa. Sambandið ætlar að gefa út þær auglýsingar, sem valdar verða, og dreifa þeim um allan heim. Aletranir auglýsinganna verða þýddar á ensku, frönsku, þýzku og spönsku. Reglur keppninnar eru sem hér segir: 1. Enginn getur tekið þátt í keppninni, nema gegnum sam- band dýraverndunarfélaga þjóð- ar sinnar. 2. Sambónd dýraverndunarfé- laga verða að hafa sent tillögur að auglýsingum fyrir 31. marz 1962. 3. Hver tillaga að auglýsingu á að vera vandlega merkt nafni, heimilisfangj keppanda. Sam- bandið, sem sendir tillöguna, merki hana einnig sínu nafni. 4. Hámarksstærð auglýsinga skal vera 50 x 30 cm. 5. Hámarksfjöldi orða ó aug- lýsingunní 5. 6. Keppandi getur valið á milli tveggja viðfangsefna við lausn verkefnisins: 1) Valferð dýra þarfnast al- þjóðasamvinnu eða 2' Skyldur mannsins gagnvart dýrum. Þrenn verðlaun verða veitt I hvorum flokki sem hér segir: 1. verðl. £5, 2. verðl £3, 3. verðl. £2. Stjórn Sambands Dýravernd- undnrfél. Isiands hefur ákveðið að kynna keppni þessa meðal ísl. skólanemenda með því að leita samvinnu við skólastjóra um að þeir feli teiknikennurum skóla sinna að leggja fyrir nem- endur verkefni keppninnar og eins með þvi að leita til blaðanna um að kynna keppnina almenn- ingi. Stjórn SDI hefur ákveðið að veita sérsiök verðlaun þeim þrém íslenzkum einstaklingum innan hvors flokksir.s, sem stjórnin tel ur hafa bezt leyst verkefnið. Þorsteixm Einarsson ritari SDI. Bœndur við^ fiskverkun HÓLMAVÍK, 15. nóv- — Héð- an róa með línu 6 þilfarsbátar og 4 opnir vélbátar. Góður áfli hefir verið að undanförnu nema tvo síðustu daga að land lega hefir verið vegna veðurs. Atvinna hefir verið geysi- mikil hér í kauptúninu og hef ir þurft að fá menn úr næstu sveit og hafa komið bændur frá nær öllum bæjar. Fiskurinn er frystur og hert ur. K. J. JC

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.