Morgunblaðið - 16.11.1961, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 16.11.1961, Blaðsíða 5
Fimmtudsgur 16. nóv. 1961 MORGUIVBLAÐIÐ 5 HLÁKUVEÐUR gerði laust fyrir miðjan nóvemlber. Byrj- uðu þá fíflar óðara að breiða út gular körfurnar móti sól og í skjóli. Og fífillinn springur út túnblóma fyrst á vorin, börnum þykir vænt um hann, en garða- og grasblettaeigend ur bölva honum. Falleg jurt er fífillinn. Málarar hafa gert hann víðfrægan og sevintýri eru um hann sögð. Gömul nytjajurt er hann einnig eins og forna nafnið ætifífill bend- ir til. Sumir borða fífilblöð á vorin, t.d. söxuð saman við skyr. Frakkar, Bandaríkja- menn o. fl. þjóðir rækta fífii- inn í görðum. Þeir bleikja og mýkja oft blöðin með því að leggja lauf og greinar yfir til að skyggja á um víma á vorin. Fífilsalat er framleitt á íín- ustu matsöluhúsum í París og Ameríku. Fíflarætur hafa ver- ið notaðar í kaffibæti, og ilm- andi vín er hægt að brugga úr fallegu fífilkörfunum. Skor- dýrin kunna að meta fíflahun angið og blöðin þykja bezta kanínufóður. Fleiri náttúrur fylgja fíflunum. „Blöðin eru igóð við skyrbjúgi og útbrot- um á hörundi, jurtin örvar gallgaág og þvag“, segir í gam alli grasalækningabók (sbr. líka franska nafnið „pissen- lit“). Fífillinn er lífseygur mjög og erfitt að útrýma honum. Nýtízku illgresiseyðingarlyf eru honum þó skeinuhætt. Hin hárkrönsuðu aldin berast lang ar leiðir á vængjum vindanna gamla Englandi. Grasafræð- ingar eru búnir að kljúfa fíf- ilinn í tugi eða jafnvel hundr- uð tegunda og afbrigða — og segja, að margir fíflar myndi fræ án frjóvgunar. Víst er um Cengið um bœinn og hann vex víða um heim. Útflytjendur enskir fluttu fíf- ilfræ með sér til Astralíu, S.- Ameríku og fleiri landa, því þeir vildu sjá hann á gras- blettum þar eins og heima á það að furðu breytilegur er fífillinn, það getur hver mað- ur séð í túni og haga. Menn hafa gefið fíflinum mörg nöfn í ýmsum löndum. Danir kalla hann „Fandens Mælkbötte“ eða mjól'kurfötu fjandans og Norðmenn, ljónstönn. Enda eru blöð sumra afbrigða hvass flipótt. Norsk fíflanöfn eru líka hestablóm, gullbursti, hár kall o. fl. Víða í Evrópu er biðukollan notuð til spádóma. Menn blása snöggvast á hana og telja svo hve mörg aldin tolla ennþá. Jafnmörg börn eiga þeir eftir að eignast. Fíf- illinn er ekki allur þar sem hann er séður. Konur á mið- öldum notuðu fífil til augna- fegrunar. Þær suðu hann í vatni, sem þær síðan þvoðu sér með undir augunum. Bjarki, Keflavík Vantar forstofuherbergi. — UppL í síma 1341- SINGER ZIG-ZAG saumavél til sölu. Húllsaumastofan Svalbarði 3, Hafnarfirði. „Frímerkjakaupnienn“ Kópavogur — Austurbær Tilboð óskast í 500 stk- Um áramót óskar kona fyrstadagsb.'éf 29-ll-’60. — eftir stofu og eldunarplássi. Tilboð merkt: „Desember 9 Sími 24894. — 7108“ sendist afgr. blaðsins fyrir 24. þ. m. Vöggusett, \ T H U G I Ð ódýr, blúndur í úrvali o. að borið saman að útbreiðslu m. fl. %r langtum ódýrara aff auglýsa Húllsaumastofan Morgunblaffinu, en ðörum Svalbarði 3, Hafnarfirði. blöðum. — 2 nýjar L.P. 12” hljómplötur, CPMA. 5 — CPMA. 6, með orgelleik Dr. Páls ísólfssonar nú komnar á mavkaðinn. — Viff verffum aff flýta okkur til baka, áður en máninn hverfur alveg .... ★ Skotinn datt í ána og þó að hann gæti ekki komizt að bakk anum hjálparlaust, gat hann hald ið sér á floti. Hann kallaði á hjálp Og kona hans kom að: — Getur þú haldið þér uppi á meðan ég hleyp út á akurinn til að sækja vinnumennina? — Bíddu andartak, kona! Hvað er klukkan? — Því í ósköpunum spyrðu að því, maður? Hún er hálf tólf. — Þú skalt þá ekki ná í vinnu- mennina fyrr en kl. 12, ég get éreiðanlega haldið mér á floti, þar til þeir fá matartímann sinn. ★ Eftirfarandi sagði Bjarni frá Kofteigi fyrir skömmu: — Sannleikurinn þar eystra (þ.e. í Sovétríkjunum) virðist yfirleitt vera talsvert á eftir áætl un, þannig að hann er stundum, ekki kominn til skila fyrr en eft ir nokkra áratugi. Það er svolííið óþénugt fyrir dagblað eins og þig (þ.e. Þjóðviljinn) að elta ólar við sannleik, sem þannig er í pottinn þúinn. FÆREYSKIR MÁLSHÆTTIR: Lítiö krevur tU, at kellingarnev blflðir. Ilt er at vera tykkin (= þykkju- þungur, móðgunargjarn) og fát0kur. Sjaldan er trællur (= þræll, skít- menni) í treytum (= þrautum) góður. Steinur (= steinn) brestur fyri manna tungu. Gott er at hava tógva (= tvo) sveina: er annar burtur, er annar heima. Trúvgur (= trúr) og ótrúgvur far- ast. Tögn kemur ikki á ting. Ofta hava ungum hvölpi vaxið hvass ar tenn í munni. Betri er vátt enn brent. Vatn kemur aftur, hvar vatn hevir verið. Væl er fiskað, tó ikki er laðið ( = hlaðið). Vesti brandur liggur longst á eldi. Tá ið maður ger, sum hann vil, ger hann sum hann er til. ÁHEIT OC CJAFIR Gjafir til Blindravinafélags íslands: — Ágóði af skemmtunum barna í Breiðagerðisskólanum kr. 480,00 frá 12 ára E og kr. 500,00 frá 12 ára C. — Innilegar þakkir. Blindravinafélag ís- lands. Fara á skíðum styttir stund, stúlku fríða spenna mund, sigla um víði á húnahund, hesti ríða um slétta grund. (Heimslystarvísa). Held ég mestu heimsins lyst hesti að ríða bráðum, sofa hjá ungri seima rist og sigla byr í náðum. (Heimslystarvísa). Vinsemd hýrga verður svip og vínið kæta sinni, því hvorki stúlku, hest né skip hef ég 1 eigu minni. (Eftir Ólaf Briem á Grund). Prír eru hlutir, það ég veit, sem þýða gleðja rekka: Kakan heit og konan feit og kaldar áir að drekka. (Heimslystarvísa). Að láta skríða lagar fríðan héra I kalda þýðum þangs um mó, þykir lýðum yndi blíðast vera. Að renna stinnum reiðar linna um strindi, og kyssa tvinna fríða fold, flestir inna sé ei minna yndl. (Gamlar heimslystarvísur). Læknar fiarveiandi Árni Björnsson um óákv. tíma^ — (Stefán Bogason). Esra Péturssjm um óákveðinn tíma (Halldór Arinbjarnar). Gísli Óiafsson frá 15. apríl í óákv. tima. (Stefán Bogason). Kjartan R. Guðmundsson frá 21. sept. 1961 til 31. marz 1962. (Samlagssj. Ol- afur Jóhannsson. Taugasj. Gunnar Guðmundsson). Ólafur Geirsson fjarv. til 21. nóv. Víkingur Arnórsson til marzloKa 1962. (Olafur Jónsson). Sigurður S. Magnússon um óákv. tíma (Tryggvi Þorsteinsson). Á plötum úessu m túlkar PáH orgeltónverk eftir viðurkennda evrópska meistara, svo og nokkuð af eigin tónsmíðum. Þessar plötur eru vissulega fengur fyrir alla þá, sem unna orgel-tónlist. Fást einnig í öðrum hljóðfæraverzlunum bæjarins FÁLKINN H.F. (hl jórnplötudeild ). VÉLSTJÓRI með rafmagnsdeddarprnfi, réttindum í rennismíði og verið 10 ár vélstjóri á skipum, óskar eftir atvinnu í Rvík, til greina kemur vinna út á landi. Tilboð sendist afgr. blaðsins fyrir 24. nóv., merkt: R-35 — 7104“. Bátur til sölu 7 tonna trillubátur með 20 ha Buch-vél, Elach dýptarmæli, línuspiii, gúmmbát og veiðarfærum. Einnig 20 ha. Buch-vél og línuspil. Upplýsingnr gefur JlíNNI ÓLAFSSON Stykkishólmi. 1 Abyggilegur trésmiður óskast til smíða og uppsetningar á nýrri gerð húsa. Þeir sem hefðu áhuga á að kynna sér þetta, leggi nöfn og heir.nlisfang inn til Morgunblaðsins fyrir 20. nóvember merkt: „Ábyggilegur — 7105“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.