Morgunblaðið - 16.11.1961, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 16.11.1961, Blaðsíða 10
lhORGUNVLAÐIÐ Hans heimiir ■ I. „Svona hefur enginn kveðið áður“ Sú góða kona, Hlín Johnson, §er hálfníræð í dag. Hún lætur lítið yfir sér og hefur yndi af að vera ein og ótrufluð. Þegar ég í fyrradag talaði við hana á hermili hennar í Fossvogin- um, sagði hún í upphafi sam- tals okkar: „Mér þykir leið- inlegt að þurfa að tala við þig, góði minn. Þeir sem þekkja mig vita, að ég er ekki fyrir að berast á. En mér þyk- ir ósköp vænt um að geta gef- ið svöngum manni að borða, gjörðu svo vel og komdu inn“. Eg lét ekki segja mér það tvisvar, en gekk inn í stofu ög fór að horfa á myndirnar sem hengu uppi á vegg af Einari Benediktssyni, skáldi. Hún gekk inn í eldhúsið og tók saman kapalinn sem hún var að leggja, köm svö inn í stofuna, lagði höndina á öxl mér og sagði: „Hann þolir að það sé litið á hann“, sagði hún, ,ygakktu nær ef þú villt. Einar var fallegasti maður sem ég hef séð, bæði yfir höf- uðið og herðarnar. En það var ekki nóg með hann væri vel vaxinn, heldur var miálrómur- inn ógleymanlegur, að ég tali nú ekki um augun“. Eg spurði Hlín, hvort henni væri ekki sama, þó ég rabb- aði við hana svolitla stund um skáldið, í tilefni af þessu af- mæli hennar. Hún tók því ekki alltof vel, en sagðist þó munöu svara því sem ég spyrði. „En þá vil ég helzt að þú spyrjir ekki um annað en hann“, bætti hún við, og ég lofaði því. Hún skrapp fram í eldhús og náði í hressingu. Eg litaðist um í stofunni. Þar voru fjórir svartir leðurstól- ar og sófi, húsgögn Einars Benediktssonar keypt á upp- boði í Kaupmannahöfn 1916. „Þetta er vísundaskinn", sagði hún og benti á leðrið, „og mundi sóma sér hvar sem væri, jafnvel í Ameríku. Mér er sagt að vísundar séu þar útdauðir, svo ég gæti bezt trúað, að márgur þar í landi yrði þessum húsgögnum feg- inn“. „En hvaða blóm eru þetta?“ spurði ég. „Þetta eru alpaíjólur og nellikur", svaraði Hlín. „Fjól- urnar eru að byrja að springa út, það er þeirra eðli að standa í mestum blóma á haust in. Bara að við gætum nú þetta líka, þá væri svo skemmtilegt að lifa, en það er því miður ekki ókkar eðli að bera blóm á haustin". „En sumir njóta sín bezt í ellinni“, skaut ég inn í. „Já, sumir“, sagði hún, „ekki allir. En hvað ertu ann- ars gamall með leyfi að spyrja?" „Þrjátíu og eins árs“, svar- aði ég. „Þú átt þá eftir þau lifandis ósköp að lifa“, sagði hún og tók í handlegginn á mér. „Og ég er orðin áttatíu og fimm ára, að hugsa sér þetta! En seztu nú þarna í stærsta stót- inn, þar sat Einar. Fyrir mér eru þessi húsgögn heilög, já ég segi það Og skrökva ekki. Ast mín á honum hefur haid- izt frá því ég heyrði fyrsta ljóðið eftir hann, tólf ára göm ul, íslandsljóð. Það birtist i einhverju blaðinu, líklega Sunnanfara, sem var sendur norður eins og hver annar pappír. Og þegar fóstri minn las ljóðið, stökk ég á fætur og hrópaði: „Svona hefur eng- inn kveðið áður!“ En ég var skömmuð fyrir að þykjast hafa vit á skáldskap og það var reynt að þagga niður í mér og líklega hefur það tekizt, en ■ ég sagði satt: Það er enginn hagyrðingur, sem svona yrkir. Eg var mjög ljóðelsk strax í æsku og kunni Hannes Haf- stein utanbókar. Hann var skemmtilegt skáld. En ég hef samt aldrei metið neitt skáld nema Einar Benediktsson. Hann var risinn. Hann var engipn unglingur, sem orti fallega, eins og Jónas, heldur risi, karlmenni. Eg elskaði þennan mann frá því ég heyrði fyrsta ljóðið hans. Og ég lít stundum í þau ennþá, en ekki eins og áður. Þó gríp ég í bækur við og við og hef nýlega lesið um ástir Dostoje- vskís. Það er voðaleg bók. Hann hefur ekki verið normal, þetta mikla skáld“. „Heldurðu að þau séu öll normöl, skáldin?" „Ekki á köflum". „Heldurðu að hann hafi ver ið það?“ „Já, það held ég — svona næstum því. En hans heimur var stærri en ok>kar“. II. „Því betur endist það“ „Eg hafði ekki hugmynd um að ég hefði miðilshæfileika, fyrr en ég kynntist Einari, svo heimsk var ég. En þá fór að bera á því, að Benedikt, fað- ir hans, vildi ná sambandi við miSi og var mér nauðugur' einn kostur að taka áhaldið“. „Hvaða áhald?“ , „Glasið góði. Og þá kornst ég í samband við Benedikt“. Sp’alfað við Hlín John- son hálfníræða í dag Þú fólk með eymd í arf! snautt og þyrst við gnóttir lífsins linda, litla þjóð, sem geldur stórra synda, reistu í verki, viljans merki, vilji er allt, sem þarf. „En sástu hann nokkurn tíma?“ „Nei — nei. Hann talaði við mig í glasinu, það var allt og sumt. Hann vildi mér ekki annað en herða á þeim ásem- ingi mínum að annast Einar og tók ég því vel, enda var mér það ekki óljúft. Einari var ekki vel við þetta xukl, en lét það þó afskiptalaust. Hann var samt mjög trúað- ur maður og talaði oft um trúmál: Nú jarðsyngja trúna á Ja- hve og Krist játendur . . . já trúaður var hann. Og stærstur í sinni trú“. „Talaði hann stundam um föður sihn?“ „Já, það kom fyrir, og ó- sjaldan í léttum tóni. Hann sagði mér einhverju sinm þá sögu, að þeir feðgar hefðu ver- ið á ferðalagi saman, og þegar þeir áðu, sagði Einar við föð- ur sinn: „Ekkert skil ég í því, pabbi, hvað fólk dáist að mælsku þinni, þú sem stamar stundum". Benedikt tók upp rauðan vasaklút og snýtti sér, því hann var tóbaksmaður: „Eg skal segja þér, Einsi“, sagði hann, „að það sem kemur frá hjarta, fer til hjarta". Þetta þykir mér alltaf svo fallegt. Og Benedikt hafði stórt hjarta". „Hann var sýslumaður Þingeyinga“. „Já, en var samt enginn Þingeyingur. Það var Einar ekki heldur, þó hann dveld- ist þar nokkur ár í æsku.sinni. Hefur annars nokkur maður fæðzt í Þingeyjarsýslu, sem er nokkurs virði? Eg var þar fædd og uppalin, því miður“. „En Einar orti um Þing- eyjarsýslu“. „Já, en hún hafði engin á- hrif á hann. Hann var aiitaf hann sjálfur. Hann tók ekki að. Hann elskaði landið sitt svo takmarkalaust, að áett- jarðarást hans fékk alls staðar útrás, jafnvel fyrir norðan. Nokkru eftir að við kynnt- umst hér í Reykjavík, mig minnir það hafi verið 1927. vorum við á gangi í miðbæn- um, en á undan okkur gekk gömul kona á peysufötum. Þá sagði Einar: „Skelfing er þessi búningur alltaf fallegur ‘. En mér hefur aldrei þótt peysu- föt falleg þó þau séu ísienzk. Samt neyddist ég til að nota þau, þegar ég var telpa, en þá voru aðrir sem réðt{“. „Hvenær sástu hann fyrst?" „I Þrúðvangi. Þá var ég orðin hundgömul. Eg hitti Val, son hans, á bindindissam- komu, og hann sagði föður sínum frá því, að hann neíði hitt mig. Einar bað hann þá að gera mér orð að koma, því hann hefði aldrei séð mig, ' en þekkti föður minn vei. Eg fór upp í Þrúðvang, og um leið og augu okkar mættust, var eins og við hefðum þekkzt alla ævi, svo einkenniþgt get- ur þetta stundum verið. Svo liðu tvær eðá þrjá vik- ur og hann kom í heimsókn, en ég var ekki heima. Eg hringdi þá til hans og sagði, að mér leiddist að hafa ekki verið heima. Þá sagði hann: „Það gerir ekkert til, því betur end- ist það“. Næsta sunnudags- kvöld þar á eftir, borðaði ég hjá kunningjum mínum, en á meðan kom hann í heimsókn. Frú Clausen, móðir Óskars og þeirra bræðra, elskuleg kona og afar spennt fyrir að við Einar kynntumst, sagði mér frá því að hann hefði komið í heimsókn. Mér þótti leiðinlegt að hafa ekki verið heima, en það var bót í náli, að hann bað fyrir kveðju. Það er annars undarlegt, að ég skuli aldrei vera við, þeg- ár hann kemur, hugsaði ég, en fór svo að' hátta og svaf fram undir morgun. Þá var barið heldur harkalega að dyr um. Eg fór fram og sagði höstug, þó ég vissi að hann stæði fyrir utan: „Hver er þetta?“ „Það er ég“, sagði skáldið". „Þetta var ást, Hlín“. „Sú eina ást, sem ég hof þekkt, og miklu meira en það. Eg hef engan hitt, sem hefur efast um að svo hefur ver.ið. Fyrir það er ég þakklát alla tíð“. „En hvernig er hægt að elska mann gegnum kvæði?" „Það er ósköp einfalt. Mað- ur elskar sálina, sem birtist í ljóðunum. Og svo þegar ég kynntist henni, Varð ég ekki fyrir vonbrigðum, þvert á móti, því sjálfur var hann jafnvel stærri en verk hans. Að vísu átti harnn það til að vera ruddalegur og nota stór orð, ef hann bragðaði vín eða talaði um pólitík, en það kom mér ekki við, því ég var ekki pólitísk og hef aldrei skipt mér af stjórnmálum, nem>a hvað mér er heldur illa við Norðmenn og Þingeyinga, en elsfca Dani og Englen'dinga. Danir kunnu að meta Einar, þrátt fyrir allt. Þegar við vor- um að leggja á stað til Hafnar skömmu fyrir sjötugsafmœli hans haustið 1934, fengum við bréf til Reykjavífcur frá Elfelt hirðljósmyndara Dana- konungs. Hann bað um að fá að mynda Einar, þegar hann kæmi til Kaupmannahafnar, sjáðu þarna hangir myntlin á veggnum. Þegar Elfelt var bú inn að taka myndina, sagði hann: „Svo hengi ég yður hjá kónginum". Þau orð hafa m-ér alltaf líkað vel . . . En það var þetta með Þingeyjarsýsluna, þegar ég ólst þar upp vantaði franskt blóð í fólkið. Það var betra fyrir austan. En nú hefur flest breytzt, vona ég. I mínu ungdæmi var aumingi á öðrum hverjum bæ, og illa farið bæði með menn og skepn ur“. „Þú hefur alizt upp í fá- tækt? “ „Ekki fátækt, heldur alls- leysi. Og ég man varla til þess ég hafi gengið með hvítar hendur, en sleppum því!“ „Orti Einar ekki lítið eftir að þið kynntuzt?" „Þó nokkuð, til dæmis Al- þingishátíðarl j óðin. Eg var mikið hjá honum, meðan hann var að yrkja þau. Og eina línu á ég í þessum Ijóðum, þá ein- ustu sem eftir mig er í hans bókum: Saga vors ættlands er ung. Svo prjónaði hann við hana: en eldfornum vaxin af stofni. Framtíð oss vitrar í von ' voldugu aldanna mið“. Hún gekk að borði, sem stóð við rúmið hennar og rétti mér slitur af bók: „Hérna eru Hvammar“, sagði hún, „þú getur lesið það þar“. „Hvernig var hann, þeear hann orti?“ „Rólegur, hugsandi og skrif aði. Hann þurfti sitt næði Hann var ekki talandi skáld! hann Einar. En skáld. Þegar við fórurn til Túnis haustið ^ 1931 og dvöld'umst þar í níu mánuði, sem hann kallaði meðgöngutímann, bjug'gurn við í litlu lierfcvGirgi hjá gömlum, frönskum mat- reiðslumanni í bæ sem beitir Hammamet. Sá bær stendur yið strönd Miðjarðarhafsins þar var yndislegt að vera. Einn morguninn gekk Einar út og horfði yfir hafið, eins ótrú- legilfguxt og það getur orðr ið. f>a sagði hann: , Nú er soií(rl h^Jt og há.“ Eg sagði: „Ætlarðu ekki að halda afram?“ „Ger þú það,“ sagði hann, og ég bætti þá við: „Heið sem jólafriður / himna- sjola heilög brá / horfir af stoli niður“. „En sá leirburð- ur, sagði Einar. En mér var sama, ég var hamingju- som þessa daga. Og ég veit hann var það líka.' Fyrsta morguninn sem við vöknuð- um á hóteli í Túnisborg, teygði hann úr sér, þar sem hann lá í rúminu og sagði: „Stóðum tvö í túni“. Það lá_ alltaf vel á honum í Tunis . . . En hefurðu ferðazt lítið, góði? Ungt fólk á að fara út í heim. . , . Það er ekkert sem gerir mann eins sterkan og að ferðast Nei, Einar kastaði engu fram. Hann kvaddi þessa veröld, þeg ar hann gekk í kirkju sína til að yrkja . . . Eg fór til Ame- rfku, þegar ég var ung, og þar lærði ég að fara með kjöt, ^ þeir kunna xnargt í Ameríku ... Eg kynmtist agætum milljónamæringi sem hafði komið til Argentínu a strigabuxum . . . Þið eigið að ferðast út í heim, þetta unga fóik“. „En segðu mér, Hlín, orti Einar eitthvað, þegar þið fluttuzt til Herdasarvikur?“ „Nei, hann var orðinn þreyttur og var þá búinn að yrkja um allt, eins og hann Framh. á bls. 15.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.