Morgunblaðið - 16.11.1961, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 16.11.1961, Blaðsíða 11
Fimmludagur 16. nóv. 1961 MORCVfiULAÐlÐ 11 Dásamleg stund í Dísarhöll A SUNNUDAGINN var bauð ég yngsta syni mínum og jafnaldra hans á barnaskemmtun Leikfé- ílags Reykjavíkur í Dísarhöll (Háskólabíó). Við vorum fullir eftirvæntingar, sá elzti ekki sízt vegna þess, að hér gafst tæki- færi til að kynnast í fyrsta sinn hinu nýja samkomuhúsi Háskóla Islands. Húsið var fullsklpað og' nokkrir þurftu að standa, að mér sýndist. Smáfólkið var í meirihluta eins og vera bar. En hér og hvar mátti sjá mömmur og pabba eða foreldra saman með börnum sínum og einnig sfa og ömmur. Skemmtunin stóð inærri í tvær klukkustundir og samt var framkoma samkomu- gesta óaðfinnanleg og að mörgu leyti til fyrirmyndar okkur hin- um eldri. Má þar t. d. nefna, hvað börnin voru fús að hjálpa til að gera allt samkomuhúsið að einu leiksviði. En af hverju voru börnin svona góð? Einfald- lega vegna þess, að þeim var boðið það, sem þeim féll 1 geð. Og hér voru engir aukvisar að verki, úrval leiklistarmanna í höfuðborginni og ekki kastað til höndunum. í fáum orðum sagt, var þetta ein bezta barna- skemmtun, sem ég hef verið á. Þar var efnið rétt að gestunum litlu í barnaskeiðum, sín ögnin »f hverju, blönduð hæfilegum skringilátum en engum afkára- hætti. Mér þótti vænt um að sjá fyndni Jónasaj Hallgríms- sonar færða á svið, og eins var hljómsveit leikaranna frábært atriði. En ég ætla annars ekki eð fara að leikdæma þessa skemmtun. Annað var mér hug- stæðara á meðan skemmtunin stóð yfir og á eftir. Fyrir um það bil áratug reit ég grein og ræddi þar um nauðsyn þess að koma hér upp barnaleikhúsi eða leiksýningum að staðaldri fyrir börn. Það er varla vansalaust fyrir þjóð, sem er í hraðri sókn á menningarbraut, að hafa ekki leikhús fyrir bernskuna, sem verður þjóðin á morgun. — Earnasjónleikir gætu, ef vel tækist, vegið eitthvað á móti lélegum kvikmyndum og vöntun á hollum og þroskandi skemmt- unum fyrir yngstu borgarana. Af nógu er að taka. Hér skal aðeins minnt á óþrotlegan sjóð þjóðsagnanna, sem eru andlegt fóstur þjóðarinnar og mörgum mætti snúa í leik. Og leiksýn- ingar að staðaldri fyrir börn, mundu skapa skilyrði fyrir höfunda barnasjónleika. Það er gott málefni, sem Leik- félag Reykjavíkur er að safna til, þ.e.a.s. leikhús. En af hverju leitar félagið til barnanna um þetta? Hvers vegna kom það ekki upp leiksýningu fyrir full- orðna? Ber ekki að skilja þetta evo, að forsvarsmönnum barna- ekemmtunar þessarar sé Ijóst þörfin á leiksýningum fyrir börn, þó að þeir vilji í leiðinni nota tækifærið og safna fé fyrir gott málefni? Fyrr í þessu máli, minnti ég á, hve mikið mann- val var hér að verki og val leik- atriða gott. Gæti ekki Leikfélag Reykjavíkur hugsað sér að slá nú tvær flugur í einu höggi: fylla eyðu í skemmtanalífi barna höfuðstaðarins með góðum leik- sýningum og safna um leið fé til leikhúss? Og svo, — þegar slíkt leikhús er komið upp (sem vonandi verður sem fyrst) —, að hafa þar að staðaldri leik- sýningar fyrir börn, t.d. að deg- inum, þó að ieikhúsið yrði not- að að kvöldinu til sjónleika fyr- ir fullorðna? Er ég hreyfi máli þessu, tel ég mig vera að mæla fyrir munn bernskunnar í þessari borg, þessu landL Og ég er sannfærður um/ að foreldrar greiða með glöðu geði hæfilega hækkaðan aðgangseyri til að ná þessu marki. Það má ekki leng- ur svo til ganga, að bernskan eigi ekki völ á sjónleikum við sitt hæfi. ★ 1 leiðinni get ég ekki stillt mig um að minnast á hið nýja samkomuhús Háskóla íslands. Það hafa orðið nokkrar orða- hnippingar um nafn þessa glæsi- lega samkomuhúss, vissulega ekki að ástæðulausu. Dr. Alex- ander Jóhannesson kvað, í blaða viðtali, fólkið, — almenning —, hafa fundið og fest nafnið (Há- skólabíó). En spurnin er: Vill Háskóli íslands hlíta því? Fólk- ið hefur í öðru sambandi fundið upp nöfn eins og Grobbhill, Snobbhill og Kasablanka. Einhver var í blaði á dögun- um að minna á nafnið Dísarhöll. Var ekki naglinn hér einmitt hittur beint á höfuðið? Einar Benediktsson segir í kvæði sínu, Dísarhöll: „.... Fiðlari gríp þú í minnisins þræðL Strengdu þá hátt og strjúk svo að hljómi, stilltu þá lágt, svo að grunntónar ómi .... ” Verður það ekki höfuðhlut- verk hins veglega samkomuhúss Háskóla íslands að strengja hátt og strjúka svo hljómi, stilla lágt, svo að grunntónar ómi, grunntónar þjóðlífsdjúpsins? — Kvikmyndasýningar hljóta að verða þar innskotsatriði. Lesendur góðir. Við, fólkið, almenningur, skulum taka dr. Alexander á orðinu, þann frá- bæra framkvæmdajöfur, og játa hreinskilnislega, að okkur hefur mistekist nafngiftin á hinu glæsilega samkomuhúsi Háskóla Islands. Þess vegna endurskírum við það nú og festum því við- eigandi nafn. Við skírum húsið til nafns DÍSAR, göfgandi lista og köllum það: DÍSARHÖLL. Isak Jónsson. ryksugan er dýrmæt húshjálp Ruton ryksugan er nu fyriiliggjandi Ýmsir litir 10 hjálpartæki Gúmmíhjól Kraftmikil Ódýr Ruton ryksugan erá gúmmíhjólum sem ekki rispa . . . Tíu mismunandi hjálpar- tæki fylgja, sem eru á auðveldan hátt tengd við vélina . . . hún hefir mikinn sogkraft . . , og er með fót-rofa. — VERÐ Á GERÐTNNI R 100 — Kr. 2.781,— — Afborgunarskilmálar — Jfekla Austurstræti 14 — Sími 11687 — P OPLÍN FRAKKAR NÝ SNIÐ AMERÍSK úrvals-efni REGNHELT POPLIN Sigurgeir Sigurjónsson hæstaréttarlögmaður Málflutningsskrífstofa. Austurstræti 10 A — Sími 11043 y. •. vx.ífc-. ' -fi Drottníngin af Englandi og séra Filipus ganga í salinn. vHELGfiS0N/ SÖÐHRV0G 20 l»íj grANit leqsteinaK oq a plötup ð ÓLAFUR J. ÓLAFSSON löggiltur endurskoðandi Endurskoðunarskrifsofa Mjóstræti 6 — Reykjavík Sími 38050 — Pósthólf 1109 Samkomur K.F-U.M. ad. Alþjóðabænavikan K. F. U. M. og K. — Sameiginlegur fundur beggja félaga í kvöld kl. 8.30- Fíladelfía Kveðjusamkoma fyrir Karn- ströms hjónin kl. 8. Hooward Andersen tekur einnig þátt í samkomunni. Fórn tekin vegna Karnström. Allir velkomnir- Hjálpræðisherinn Fimmtudag kl. 8.30, minningar samkoma um S/Major Gest Ár- skóg og Major Óskar Jónsson stjórnar. Allir velkomnir. I. O. G. T. St. Andvari nr. 265 Fundur í kvöld kl. 20.30. — Xnntaka. — Hagnefndaratriði- Félagar fjölmennið. Æt. St. Freyja nr. 218 Fundur í kvöld kl. 8.30 að Fríkirkjuvegi 11. Spilað eftir fund. — Kaffi- Æt. F élagslíi Handknattleiksdeild K.R. Aðalfundur deildarinnar verð- ur haldinn í K.R -heimilinu nk. miðvikudag, 22. nóv. kl. 8.30. Stjórnin. Ármenningar, glimudeild Aðalfundur deildarinnar verð- ur haldinn í kvöld, fimmtudag, að Grundarstíg 2 kl. 9- Skíðadeild Ármanns Framhaldsaðalfundur deildar- innar verður haldinn föstudag 17. þ. m. kl. 8.30 e h. að Grundar- stíg 2 (skrifstofa I- S. í. Stjórnin. Sem nýtt (2ja mán.) segulbandstæki GRUNDIG TK-25- Tvö spor. Tveir hraðar- „Trich“. Til sölu nú þegar. Uppl. í síma 16324 næstu daga. Alltaf glöð og ánægð. Ég nota Rósól-Crem með A vitamini á hverjum degi, það gerir mig unga og fallega. 2

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.