Morgunblaðið - 16.11.1961, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 16.11.1961, Blaðsíða 13
Fimmtudagur 16. nóv. 1961 MORGVJSBLAÐIÐ 13 Vínin eiga sína æsku, þroskaár og elli - og hvert skeið hefur sína töfra Viðtal við Luðvík HjálmtÝsson um F rakklandsf erð NýLEGA komu þrír Islendingar úr 10 daga ferðalagi um Frakk- land, en þangað hafði landbún- aðarráðuneytið franska boðið þeim til að kynnast vínyrkjunni, sem er stór hlut af landbúnað- arframleiðsiunni þar í landi. Boð- ið annaðist viðskiptafulltrúinn í sendiráði Fiakka í Kaupmanna- höfn, M. Beaujard, Og í ferð- ina fóru veitingamennirnir Lúð- vík Hjálmtysson og Þorvaldur Guðmundsson og Þorsteinn Hann esson, fulltrúi hjá Afengis- og tó baksverzlun ríkisins, Aféngis- verzlun Isiands. Auk Islending- anna var nokkrum Dönum boðið í þessa ferð. Fréttamaður blaðsins átti ný- lega tal við einn þeirra félaga, Lúðvík HjáJrntýsson, og skýrði hann í stuttu máli frá ferðirtni, sem hófst í Strassbourg 10. ökt. Þeir félagar voru á ferðinni með- an vinuppskeran stóð sem hæst og gafst þvi tækifæri til að fylgj- ast með fiamleiðslunni frá því vínberin voru tekin af vín- viðnum og þangað til vínin vorú komin í xjailarana, og þeir komu í öil heiztu vinhéruðin, Alsace, BourgOgne, Champagne og til borganna Feims, Bordeaux. — Það er eitt sem maður verð- ur strax var við í Frakklandi, sagði Lúðvík. Frakkar hugsa öðru vísi um vin en við. Þeir tala um þau eins og lifandi ver- öir. Þeir segja t. d. að vín „sofi“ í kjallaranum. I þeirra munni eiga vínin sina æsku, sín þrozka- ár og sína eiii og hvert skeið hefur sína töíra. • Omenguð ná.ttúruframleiðsla — Og þið hafið komið á vin- erkrurnar og í kjallarana? — Já, hvortveggja. Vínviðurinn er kræklótt og óásjáleg planta. I vínframleiðslu eru ekki notuð þessi stóru og fallegu vínber, sem við flytjutn inn og borðum, held- ur minni ber, ekki stærri en 3—4 bláber. Eg haíði alltaf haldið að dökku berin væru notuð í rauð- vímð en grænu berin í hvítvín- en komst að raun um að svo er alis ekki. Vinið er svo einfald- lega safinn úr vínberjunum, ekk- ert í þau látið, nema í kampa- vínið, sem bætt er í sykri. Þetta er ómenguð framleiðsla náttúr- unnar. — Já, kompavínið! Sáuð þið tnikið af því? — Við komum t. d. til stóra kampavinsfyiirtækisins í Reims, G. H. Mumm. Kjallararnir þeirra eru 10 míiur á lengd og grafnir langt r.iður í jörðina. Þar voru 312 tankar sem geymdu 2050 hl. af kampavím. Kampavínsfram- leiðslan er kafli út af fyrir sig. Vínið er sett fljótlega á flöskyr og í þeim verður það að þessum tæra, fína vökva. Flöskunum er komið fyrir í þar til gerðum grind um, sem smám saman er snúið þannig að fiaskan stendur næst- um með stútinn niður að lokum. Eru sérfræöingar við þetta, sem snúa upp i 30 þús. flöskum á dag. Tvisvar á þessum tíma er skipt um tappa. Nú orðið eru plast- tappar fyrst hafðir í flöskunum og það er mikil list að ná þeim úr og fá ailt gruggið úr flösk- unni án þess að meira fari til spillis og koma svo í hana kaimpa vínstappanum. Aður var þetta gert með handafli, en nú er oft- ast höfð önnur aðferð, þannig að vínið er fryst í stútnum. Undir lokin er svo aftur skipt um tappa, en kampavínið er ekki sett á markaðinn fynr en eftir 4 ár. Strax í upphafi er ákveðið hvort úr vökvanum á að framleiða sætt eða þurrt kampavín. Og einnig er ákveðið strax og vínið kemur úr pressuuni í hvaða gæðaflokk það fer. Bezta vínið er það sem fyrst pressast. • Ilman og fegurð skipta máli — Við heunsóttum ýmsa fleiri heimsþekkta vínframleiðendur. T. d. var gaman að koma til J. Calvet & Co. í Bordeaux. Þar ríkja alls konar gamlar erfða- venjur í sambandi við vínið. Þar í borg á b'ka dönsk ætt, Cruse að nafni, gamalt og þekkt vín- fyrirtæki. Við hittum einn eig- andan, afkomanda dansks bisk- ups og komum í eina af þremur höllum, sem þeir frændur eiga þarna. Þetta eru allt gamlar hall- ir með dýrindis gobelínvefnaði og óðium forngripum. Við Bordeaux eru 500 fermilur lands undir vín- ræxt og þar eru framleiddar 487 mmj. flöskur af víni á ári. — Vinuppskeran í ár þykir ákaflega góð, hefi ég heyrt, svo árai.gurinn 1961 kemur til með að verða góður. I sumar voru ekki miklar rigningar og veður- far yfirleitt mjög hagstætt. Gæði vínsins fara eftir sólarstundum raka og fl Annars má geta þess að í Frakklandi er strangt gæðamat á vínum Og opinber skráning á þeim. Og það er heil listgrein að smakka og meta. Það verður að gerast í sérstókum húsakynnum, á ákveðnum tímum dags og smakkararnir verða að vera vel undirbúmr hafa ekki borðað nema ákveðinn mat og þesshátt- ar. Svo smakka þeir og þefa. Frakkar meta nefnilega ekki vín eingöngu eftir bragði, heldur hafa ilman og fegurð einnig sitt að segja. • Riddarar vínsmökkunar- reglunnar — Þið hafið lært að meta góð vín? — Já, Þorsteinn var að vísu nokkuð fróður um þessa hluti fyrir, en allir lærðum við samt heilmikið. Okkur var kennt að smakka og meta vínin og ég verð að segja að mér finnst frönsku vínin betri en nokkur önnur, ut- an kannski einstaka tegundir af Rinarvínum. Aður en við fórum, fengum við aliir orðuna „Cheva- liers du tastevin", í mikilli veizlu, sem haldinn var í höllinni Chate- au de Close de Vougeot, skammt frá Lyon en meðlimir þessarar vínreglu eiga hana. Þar voru 500 gestir og veizlustjóri var rithöf- undurinn Jules Romains, með- limur frönsku akademíunnar. Við þetta tækifæri vorum við í sér- stökum kapum og höfðum silfur- skálar, eins og þær sem vínin eru smökkuð af í keðjum um hálsinn. Frakkar leggja mikla áherzlu á h”ernig og með hvaða mat eigi að drekka hverja víntegund, er það ekki? — Jú, þeir eru mjög sérvitrir með það hvaða vín skuli drekka með hverju, og á hvaða hitastigi þau skuíi vera. Rauðvín á a# vera á svipuðu hitastigi og er i herberginu, bar sem það er drukk ið, en bvítvímn heldur kaldari. — Frakkar hafa líklega boðið ykkur upp á eitthvað með vín- inu? — Já, maturinn var ákaflega góður og við fengum að smakka margt nýtt, eins og t. d. Strass- borgar'ifur og ostana þeirra, en livert nérað hefur sína sérrétti. Við kymvtum okkur svo líka ým- islegt í sambandi við mat. I París var matvælasýning, sem Þorvald- ur steypti sér yfir af miklum ákafa. Og við skoðurium líka stóra hótelsýnmgu þar. Eg hafði ákaflega gaman af að hitta Frakkana heima hjá þeim, kynnast þeirra gömlu menningu, sagði Lúðvik að lokum. Frönsk vín eru dýrar veigar og hressandi af að bergja. Og að lokum vil ég geta þess að þeir sem um okkur sáu ) ferðinni gerðu það með ein- stakri prýði, bæði M. Beaujard, sem var með Okkur alla ferðina og ungfrú Combernaux, sem var leiðsogumaður okkar á vegum vínframleiðsludeildar landbúnað- arráðuneytisins. — E. Pá. Konur Dómkirkjusufnuðarins hnin kuffisölu n.k. sunnudug KIRKJUNEFND kvenna Dóm- kirkjunnar í Reykjavík hefur kaffisölu í Sjálfstæðishúsinu á 6unnudaginn kemur, 19. nóvem- ber. (hefst kl. 2-30) Er það í fyrsta sinn, em nefndin efnir til kaffisölu til styrktar starfsemi •inni. Á undanförnum árum hefur kirkjunefndin unnið mjög ötul- lega að ýmsum verkefnum kirkjunni til stuðnings. Um Bkeið hefur verið unnið að ýms- um lagfæringum og nauðsynleg- um viðgerðum á Dómkirrkjunni. Er þó margt, sem brýna þörf IbQT til að hrinida í framkvæmd á tiæstumni. Kiirkjunefndin viill ekki láta sitt eftir liggja við að leggja hönd á plóginn í þeim efnum og leitar því til safnaðar- kvenna og annarra safnaðar- manna um aðstoð. Einn liðurinn i fjáröflunar- •tarfsemi nefndarinnar til að vinna að fegrun og endurbótum » kirkjunni er kaffisalan á •unnudaginn kemur. í undirbúningsnefnd kaffisöl- unnar eru þessar konur: frú Elín Jóhannesdóttir, Ránargötu 20, formaður; frú Margrét Ellerts- dóttir, Sóívallagötu 38; frk. Ingi- björg Helgadóttir, Miklubraut 50 og frú Karólína Lárusdóttir, Sólvallagötu 2- Þeir, seih láta vildu af mörkum kaffibrauð eða annað þess háttar geta snúið sér til nefndarkvenna, en einnig verður tekið á móti slíkum fram- lögum í Sjálfstæðishúsinu á sunnudaginn, uppúr kl. 10 f. h. Formaður kirkjunefndar kvenna er frú Dagný Auðuns. Kvennanefndin er þess full- viss, að Dómkirkjusöfnuðurinn vilil ekki láta á sér standa urn allt það, sem varðar endurbætur og framgang hinnar gömlu, kæru kirkju. Þess vegna væntir hún, að margir leggi leið sína til kaffi- drykkju í Sjálfstæðishúsið á sunnudaginn kemur. Ólavía Einarsdóttir form. sóknarnefndar. Lúðvík Hjáimtýsson, Þorsteinn Hannesson, Þorvaldur Guðmunðsson og viðskiptafulltrúi Frakka í sendiráðinu í Kaupmannahöfn, sem var með þeim á ferðalaginu um Frakkland. Silkislæðan ættarsaga frá Heiðmörk KOMIN er út í íslenzkri þýð- ingu Stefáns Jónssonar náms- stjóra, skáldsagan „Silkislæðan" eftir norsku skáldkonuna Anitru. Er þetta ættarsaga frá Heiðmörk þar sem fjallað er um örlög byggj enda þriggja búgarða. Bók þessi hefur hlotið mjög góða dlóma í Noregi. Anitra er þekktur höfundur i Nocegi. Fyrsta skáldsaga hennar kom út 1942 og hafa bækur henn- ar átt öruggri og vaxandi sölu að fagna. Hún hefur einnig starfað sem blaðamaður ög varð þjóð- kunn m.a. fyrir ,,smiástíls“-grein- ar sínar í Aftenposten. Anitra er dulnefni. Réttu nafni heitir hún Áslaug Jevanord. Utgefandi bókarinnar er ísa- foldarprentsmiðja h.f. Fremur lítiil árangur á fiskveiðaráðstefnu Kyrrahafslanda TOKIO, 12. nóv. (Einkaskeyti frá APj. — Hin sameiginlega nefnid Bandaríkjanna, Kanada og Jap- ans, er fjaliar um fiskvernd og veiðar á norðurhluta Kyrrahafs, lauk árlegum fundum sínum að þessu sinni i gær. Þessi ríki eru aðilar að samningi, sem skiptir með þeim veiðisvæðum á Norður- Kyrrahafi, að því er varðar nokkrar fisktegundir. Fremur lítill árangur náðist á fundunum. A Ekki samkomulag Eitt af aðalviðfangsefnunum nú var vernd iax- og silungsstofn anna á umræddu hafsvæði, en þvi hefir verið haldið fram af Kjarnorkuvopn í sjálfs- - eða ekki vorn - NEW YORK, 14. nóvember. — Stjórnmálanefnd Allsherjarþings ins samþykkti í dag ályktunartil- lögu, sem 12 Asíu og Afríkuríki lögðu fram — og var þess efnis, að notkun kjarnorkuvopna væri glæpur gegn mannkyná. Italski fulltrúinn gerði þá öreytingartillógu, að það væri ekki talinn glæpur að nota kjarn- orkuvopn í sjalfsvörn. Rússneski fulltrúinn sagði, að Italía yrði hart úti, ef til kjarnórkustyrjald- ar kæmi, og studdi tillöguna, en ítalski fulitrúinn svaraði því til, að Rússar hefðu þá sérstöðu, að þeir gætu samþykkt tillögu án þess að telja sig skuldbundna til þess að standa við þá samþykkt frekar en ver.nast vildi. Tillagan var samþykkt með 60 atkv. gegn 16, en 25 ríki sátu hjá, þ. á. m. Norðurlöndm. Bretland, Banda- ríkin og ýmis önnur lýðræðisríki greiddu atkvæði gegn tillögunni. ýmsum sérfræðingum að undan- föri.u, að uin væri að ræða of- veiði þessara fisktegunda. «— Bandaríkjamenn hafa viljað færa friðunarmörkin (gagnvart Japön- um) til vesturs, en samkvæmt samningi þjóðanna þriggja árið 1953 liggja mörkin á 175. gráðu vesturlengdar. Bandaríkjamenn telja miklar veiðar Japana megin orsök þess, að laxastofninn virð- ist nú í hættu á Kyrrahafssvæð- inu norðanverðu — og hafa því banzt fyrir því, að þeir féllust á að færa mörkin nær landi sínu. Ekki tókst þeim að koma þessu máli fram á ráðstefnunni nú, og munu mórKin því haldast óbreytt a. m. k. næsta ár. —Næsta ráð- stefna þjóðanna þriggja verður í névember að árL ir Síldveiðiréttur Japana I sameiginlegri yfirlýsingu, sem gefin var út að fundum loknum, segir aðens: „Sérstök áherzla skal lögð á það að varðveita lax- og silungsstofnaná". — Af yfir- lýsingunum sést og, að ekkert samkomulag hefir heldur orðið um takmörkun lúðu- og krabba- veiða, sem einnig var eitt af helztu málum ráðstefnunnar. Hins vegar samdist um það í nefndinni að aflétta banni því, sem gilt hcíir samkvæmt samn- ingi ríkjanna, við síldveiðum japanskra fiskimanna við strend- ur Bandaríkjanna — en hins veg- ar gildir bannið áfram um veið- ar á landgrunni Kanada.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.