Morgunblaðið - 17.11.1961, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 17.11.1961, Blaðsíða 1
24 siöur 48. árgangur 1- Skipulag IMiðbæjarins og „Reykjavíkursvæðisins44 myndinni sést inn í Austurstræti. Þetta er hugmynd danska ski pulagssérfræðingsins próf. Bredsdorff, sem. nánar er sagt frá á hls. 10 og 11. Hryllilegur glæpur framinn í Kongó Kongóhermenn i Kindu myrfu 13 flugmenn SÞ, sundurlimuðu líkin og vörpuðu Jbeim í Kongófljót TilBogtir prófessors Bredsdorffs lagðar fram á bæ|arst]órnar- fundi i gær GEIR Hallgrímsson, borgar- stjóri, fylgdi í gær úr hlaði f bæjarstjórn Reykjavíkur skipulagstillögum danska pró fessorsins Bredsdorff, annars vegar um heildarskipulag Reykjavíkursvæðisins svo- nefnda, þ.e.a.s. svæðis, sem nær frá sjó, upp eftir Mos- fellssveit og suður um Hafn- arfjörð og hins vegar um skipulag gamla Miðhæjarins. Borgarstjóri gat þess að ágæt samvinna hefði tekizt við Skipulagsnefnd ríkisins og nærliggjandi bæjar- og sveit- arfélög um framtíðarskipu- lag Reykjavíkursvæðisins og yrði nú hraðað endanlegri ákvörðun um heildarskipu- lagið. Próf. Bredsdorff gerir fjór- ar mismunandi tillögur um skipulag Miðbæjarins, en mælir með einni þeirra. Að- alsteinn Richter, skipulags- stjóri Reykjavíkurbæjar, sem unnið hefur með prófessorn- um, gerir hins vegar sjálf- stæða tillögu um skipulag gamla hæjarins. í ræðu sinni gat borgarstjóri þess, að í öll- um tillögunum væri gert ráð fyrir svo til sama skipulagi á svæðinu frá Kirkjustræti að Tryggvagötu og frá Lækj- argötu að Aðalstræti, að nefndum götum meðtöldum öðrum en Aðalstræti. Má því segja pð það svæði sé end- anlega skipulagt, og verður nú lagt kapp á að fullgera skipulag alls Miðbæjarins og leggja það fyrir bæjarstjóm til endanlegrar afgreiðslu. Inni í blaðinu er gerð grein fyrir tillögum próf Breds- dorffs, en úrdráttur úr ræðu Geirs Hallgrímssonar, borg- arstjóra, fer hér á eftir: Geir Hallgrimsson borgarstjóri ræddi í fyrri hluta ræðu sinnar um svæðaskipulagið, en síðan skipulag miðbæjarins. Benti hann í upplhafi á nauðsyn þess, að Reykjavík og nálæg sveitar félög hefðu með sér samvinnu á sviði skipuiagsmlála, þar sem sýnt væri, að svæði þetta allt yrði ein h-eild áður en langt u>m liði. Skýrði hann síðan frá þvi, að é s.l. ári hefði hafizt að frum- fevæði bæjarstjórnar Reykjavík ur og í náinni samvinnu við skipulagsnenfd ríkisins athugun á því, hvernig heppilegast væri að leysa þetta mál. f því sam- bandf hefði verið haldinn fundiur með fulltrúum sveitarfélaga þeirra, sem hlut eiga að máli, en þar hefði kamið fram glöggur Skilningur á nauðsyn þess, að tek in yrði upp samvinna um þessi w Pramhald á bls. 23. New York og Leopoldville, 16. nóv. (AP — NTB/Reuter) — VIÐ höfum nú fengið óyggjandi sannanir fyrir því, að uppreisnarmenn þeir úr Kongóhernum, sem undan- farna daga hafa ráðið Kindu í Kivuhéraði, hafa myrt ítölsku flugliðana 13, sem þeir handtóku um helgina, á hinn hryllilegasta hátt. Á þessa leið komst formælandi Sam- einuðu þjóðanna í Leopold- ville, George Smith, að orði við fréttamenn í morgun — en ítalirnir, sem störfuðu á vegum SÞ, höfðu gengið í greipar Kongóhermannanna í Kindu sl. laugardag. ■Jt Fregn þessi vakti við- bjóð og hrylling manna hvar vetna — og síðdegis í dag sendi U Thant, framkvæmda stjóri Sí»i símskeyti til Ségni, utanríkisráðherra ítalíu, þar sem hann lýsti samúð sinni vegna þessa „viðurstyggilega, villimannlega“ glæps — og fullvissaði ítölsku stjórnina um, að allt yrði gert, sem í mannlegu valdi stæði tilþess að „tryggja, að þeir, sem ábyrgð bera á þessum hroða- lega verknaði og allir, sem við hann voru riðnir, hljóti þá refsingu, sem hæfir“. — sem hafði betur Varsjá, 16. nóv. — (AP) — NÝJAR og athyglisverðar upplýsingar hafa komið fram frá p'ólskum kommúnistum um endalok Lavrenti Beria, fyrrum yfirmanns rússnesku leynilögreglunnar, sem tek- inn var af lífi í árslok 1953. — Hinar nýju upplýsingar eru í stuttu máli á þá leið, að komið hafi til harðra átaka milli Krúsjeffs og Beria á miðstjórnarfundi, eftir að hinn síðarnefndi hafi dregið ★ ÆGILEGAR AÐFARIR Lýsingarnai á aðförum Kongó- hermannanna í Kindu eru með fádæmum hryllilegar. Þeir haftd- tóku hina itölsku flugliða, sem voru óvopnaðir, þegar þeir komu til bæjarins í tveim af flutninga- flugvélum SÞ sl. laugardag, börðu þá til óbóta og vörpuðu þeim síð- an í fangelsi. Síðar færðu her- mennirndr þá svo úr myrkvastof- unni, leiddu þá upp á hæð eina við Kongófljótið og skutu þá eins og hunda, í viðurvist fjölda manna úr bænum, að því er tals- maður SÞ sagði i morgun. Síðan sundurlimuðu þeir a. m. k. sum líkanma — og v örpuðu þeim loks i fljótið. ★ ENGIN VETTLIN GATO K Þegar er þessar fregnir höfðu i hörðum ryskingum upp skammbyssu og miðað á Krúsjeff, að lokinni orða- sennu milli þeirra. Hafi Krús jeff tekizt að afvopna Beria — og Moskalenko marskálk- ur síðan beint að honum byssu og handtekið hann. Moskalenko þessi var um skeið aðstoðar-Iandvarnaráð- herra Sovétríkjanna. Njósnari Breta? Pólverjarnir, sem létu hafa þetta eftir sér, segjast hafa heyrt Framii. á bls. 2. borizt til Leopoldville, ritaði hinn borgaralegi aðalfulltrúi SÞ þar, Svíinn dr. Sture Linner, Adoula forsætisráðherra bréf, þar sem hann krafðist þess fyrir hönd samtakanna, að Leopoldville- stjórnin gengist þegar í stað fyrir gagngerri rannsókn á glæp þess- um og sæi um, að hinum seku yrði refsað — að öðrum kosti mundu SÞ taka til sinna ráða Og ekki beita neinum vettlingatök- um. — Liðsauki Malaja-her- manna úr liði SÞ í Bukavu, höfuð stað Kivu-héraðs, kom til Kindu í kvöld, og er ekki vitað til, að þeir hafi mætt neinni mótstöðu, er flugvél þeirra lenti á flugvell- inum, s em Kongóhermennirnir hafa haft a vaidi sínu undanfarna daga. ★ HVA» UM GIZENGA? Vestrænir fréttamenn og stjórn ' málamenn i Leopoldville gera ráð fyrir þeim möguleika, að upp- reisnin í Kir.du kunni að vera úrslitatilraan til þess að koma Kivuhéraði undir yfirráð Antoine Framh. á bls. 3. Nýi moðui í stuð Molotovs MOSKVU, 1«. nóv. — Sovét- stjórnin hefir skipað nýjan mann sem fastafulltrúa sinn í Alþjóða-kjarnorkunefndinni í Vinarborg, í stað Molotofs, sem sneri heim til Moskvu um s.l. helgi — og hefir nú verið rekinn úr kommúnistaflokkn um sem „flokksóvinur". Nýi fulltrúinn, Alexandrov að nafni, er skipaður „til bráðabirgða“, að sögn sovét- stjórnarinnar — en frétta- menn hér telja langliklegast, að Molotov eigi ekki aftur- kvæmt í embætti sitt í Vín. Ný saga um endalok Beria: Miðaði á Krúsjeff

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.