Morgunblaðið - 17.11.1961, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 17.11.1961, Blaðsíða 2
2 1UORCV1SBL AÐIÐ Föstudagur 17. nóv. 1961 Talið frá vinstri Jónas Thoroddsen, fulltrúi borg-arfógeta, er annaðist útdráttinn, Sigríður Gúst- j afsdóttir, Bjórg Ingólfsdóttir, Kristín Jónsdóttir, skrifstofustúlkur hjá Sjálfstæðisflokknum og \ Fétur Hafsteinn, er dró út vinningsnúmerin. Þakkir frá Sjálfstæðisflokknum SJALFSTÆÐISFLOKKURINN efndi til happdrættis þann 15. október s.l. til eflingar starfsemi sinni. Þessu happdrætti lauk á tilsettum tíma í fyrrakvöld og höfðu þá selzt allir útgefnir mið- ar. Dráttur fór fram fyrir mið- nætti og komu upp núir.sr 9658 og númer 10437 en vinningar voru tveir — tvær Taunus „sta- tion“-fjölskyIdubifreiðir. Vinn- ingsmiða ber að framvísa í skrif stofu Sjálfstæðisflokksins í Sjálf- stæðishúsinu í Reykjavík. Múrarar greiða atkvæði um upp- sögn samninga I DAG og á morgun fer fram ailsherjaratkvæðagreiðsla í Múr- arafélagi Reykjavíkur um upp- sögn samninga. Atkvæði eru greidd í skrifstofu féiagsinis að Freyjugötu 27, í dag kl. 5—9 e.h. og á morgun frá kl. 10 f.h. til kl. 8 e.h Samsæti til heiðurs Jóhöimu Egilsdóttur Verkakvennafélagið Framsókn gengst fyrir samsæti til heiðurs Jóhönnu Egilsdóttur, formans fé- lagsins, í tilefni áttatíu ára af- mælis hennar laugardaginn 25. •nóvember. Samsætið verður í Iðnó og hefst klukkan 7 síðdegis með sameiginlegu borðhaldi. Allir vinir og velunnarar Jóhönnu eru velkomnir. Allar upplýsingar viðvíkjandi hófinu eru gefnar á skrifstofu Verkakvennafélagsins, — sími 12931, og hjá Pálínu Þorfinnsdótt lr, Urðarstíg 10, sími 13243. Vinsamlegast tilkynnið þátt- tökuna fyrir 24. þ.m. Fjáröflun Sjálfstæðisflokksins hefir jafnan mætt fyllsta skiln- ingi stuðningsmanna flokksins og happdrætti hans jafnframt notið almennra vinsælda. Engu happdrætti flokksins hef ir þó verið jafn vel tekið og þessu síðasta. sem lokið var á örskömm um tíma. Sjálfstæðisflokkurinn færir fyllstu þakkir öllum þeim víðs vegar um land, sem veittu flokkn Stórhríðar í Bandaríkjumim DALLAS, Texas, 16. nóv. (AP) — Mikil hríðarveður hafa undan- farna þrjá daga gengið yfir Nýja-Mexikc Og Texas. I dag gerði enn mjög mikið hvassveð- ur, sem einnig náði til Colorado, Oklahoma og Kansas. Því fylgdi ekki snjókoma, en hins vegar er mikill skafrenningur og kuldinn mjög bitur. — Vitað er um a. m. k. átta menn, sem orðið hafa úti í óveðrum þessum. ^yt^acfáhru. ALÞINGIS Efri deild Alþingis föstudaginn 17. nóv. 1961, kl. 1:30 miðdegis. Haestiréttur, frv. — 1. umr. Neðrideild Alþingis föstudaginn 17. nóv. 1961, kl. 1:30 miðdegis: 1. Almannatryggingar, frv. — 1. umr. — 2. Lækkun aðflutningsgjalda, frv. — 1. umr. — 3. Byggingar íbúðar- húsa í kaupstöðum og kauptúnum, frv. — 1. umr. 4. Húsnæðismálastofnun, frv. — 1. umr. — Beria Framh. af bls. 1. sögitna af vörum Krúsjeffs sjálfs í veizlu, sem haldin var í sam- bandi við kommúnistaþingið í Moskvu nýlega. — Hefði hann sagt þar svo frá, að Beria hefði á fundinum verið spurður um afdrif manns nokkurs, sem hann hafði látið handtaka, en ekkert hafði frétzt til síðan — og sömu- leiðis höfðu miðstjómarmenn krafið hann um útskýringar vegna orðróms um, að hann hefði staríað sem njósnari Breta á dögum rússnesku byltingar- innar. Spunnust af þessu hörð orðaskipti, og lét Krúsjeff m. a. svo um mælt, að Beria væri ekki sannur kommúnisti — hann hefði „jafnvel aldrei starfað í neinum deildum eða stofnunum flokksins". Krúsjeff sterkari Við þessi orð á Beria að hafa þrifið upp skammbyssu og miðað henni á Krúsjeff. En sögu menn hafa það eftir Krúsjeff, að hann hafi samstundis ráðizt á Beria — og tekizt að afvopna hann eftir harðar ryskingar. Beria hafi síðan orðið að gef- ast upp frammi fyrir byssukjafti maáskálksins, sem fyrr getur, og verið leiddur burt í fjötrum. — Hann var síðan tekinn af lífi í Azerbadjan á Þorláksmessu 1953 —• svo sem opinberlega var til- kynnt á sínum tíma. ★ Brezk biöð, sem fluttu svip- aða fregn í morgun, sögðu hana þannig, að Moskalenko marskálk ur hefði skotið Beria á umrædd- um miðstjórnarfundi. | - utn. ómetanlegan stuðning í sam- bandi við þetta happdrætti. Fjármálaráðið. Biskupinn vísiterar Arnes- prófastsdæmi BISKUPINN yfir Islandi vísiter ar Árnessprófastsdæmi. Verður vísitazíunni þannig hagað: Föstudaginn 17. nóv. kl. 2, Hraungerðiskirkja. Laugardagur inn 18. nóv. kl. 2 Selfosskirkja. Sunnudaginn 19. nóv. kl. 1 Vill- ingaholtskirk j a. I hverri kirkju hefst visitazían með guðsþjónustu. Að henni lok inni fara fram viðræður við söfn uðina og skoðun á kirkjunum. (Biskupsstof a). Spilakvöld á Akureyri Sjálfstæðisfélögin á Akureyri halda spilakvöld að Hótel KEA kl. 21 n.k. laugardagskvöld. — Þetta er síðasta kvöldið af þrem ur sem spilað verður að þessu sinnL Ný hafnarreglugerð fyrir bæjarstjórn Skipagjöld verðo samkvæmt henni miÖuó við brúttó-rúmlestir i stað nettó áður SAMKVÆMT frumvarpi að nýrri hafnarreglugerð fyrir Reykjavikurhöfn, sem var til 1. umræðu í bæjarstjórn Reykja- víkur í gær, er gert ráð fyrir, að öll skipagjöld verði eftirleiðis miðuð við brúttó-rúmlestir í stað nettó-rúmlestir, eins og nú er. Ef ekki hefðu verið gerðar aðrar breytingar en að miða við brúttó stærð í stað nettóstærðar, myndu skipagjöld hafa hækkað um 100% að meðaltali, en í reglugerðarfrv. er gert ráð fyrir niðurfærslu taxta, þannig að hækkun gjald- anna verður mun minni. — x—■ Þegar Geir Hallgrímsson borg arstjóri fylgdi frumvarpinu úr hlaði á bæjarstjórnarfundinum í gær gerði hann grein fyrir því, að ástæðan til þess, að rétt er talið að miða við brúttómálið væri sú, að brúttóanjálið sé nær að vera mælikvarði á stærð skips og þess rúms, er það þarfnast í höfn. I greinargerð hafnarstjóra kem ur það fram, að víða, þar sem hingað til hefur verið miðað við Úranus hættur við siglingu I GÆR var skipað upp þeirri síld, sem búið var að setja í togarann Uranus og er hann hættur við siglingu með síldina á erlendan markað, en hún mun verða unn in hér héima. Þessu nnun hafa valdið m.a. það, að ekki fétokst næg síld í skipið, en bræla hefir verið á miðunum síðustu daga og síldiveiðiskipin legið í höfn þar til síðari hluta dags í gær að þau fóru út á ný. Kroll aftur til Moskvu BONN, 16. nðv. — Adenauer kansliari sagði í dag, að Moskvu- sendiherra V.-Þýztoalands, Hans Kroll, hefði ekki farið út fyrir verkisvið sitt í viðræðum sínum við Krúsjeff nýlega — ag að sendiherrarm mundi hverfa aft- ur til Moskvu næstu dagia. — nettómál, sé nú tilhneiging til þess að hverfa frá því að miða við brúttómál. T.d. hefur í Nor- egi fyrir nokkrum árum verið tekin upp sú regla að miða öll skipagjöld við brúttómál, og má búast við, að hin Norðurlöndin fylgi á eftir. Þegar borgarstjóri hafði gert grein fyrir þeirri meginbreyt- ingu, sem frumvarpið gerir ráð fyrir, var málinu vísað umæðu laust til 2. umræðu. Kristófer Eggerts- son látinn KRISTÖFER Eggertsson stoip- stjóri lézt í gærmorgun á Lands- spítalanum eftir nokkra sjúto- dómslegu hátt á sjötugs aldri. Kristófer hafði starfað við síld arútveg frá því 1913 og verið skip stjóri á síldarskipum um langt árabil. Um tíma var hann veit- ingamaður á Hótel Tindastódi á Sauðárkróki. Nobkur undanfarin ár hafði Kristófer verið síldarleitarstjóri á Norðurlandssíldveiðum á sumr um, en fengist við ýmis störC á vetrum m.a. var hann gæzlu- maður vélskipaflotans í Reykja víkurhöfn f.h. Samábyrgðar ís- lands. . -- Kristófer var tvíkvæntur og lif ir síðari kona hans Fríða Ingólfs dóttir, mann sinn. Þessa mæta manns verður get ið nánar hér í blaðinu. Sendimaðurinn miður sín Guðmundur Vigfússon, sá sem sendur var af íslenzku kommúnLstadeildinni á flokks þingið í Moskvu, mætti nú í fyrsta skipti í bæjarstjórn eft ir heimkomuna. Var augljóst, að Guðmundur var miður sin. Ætlaði hann nokkuð að Iáta til sín taka á fundinum, en allt fór gjörsamlega í handaskol um, eins og hann væri annars hugar. Beindi Guðmundur fyrir- spum til borgarstjóra um „vanskilaskuldir“ bæjarins við Atvinnuleysistrygginga- sjóð og fleiri stofnanir. Borg- arstjóri upplýsti þegar, að skuldir þessar væru alls ekki í vanskilum, þótt þær væru færðar til skuldar, einfaldlega vegna þess að gjalddagi þeirra væri ekki kominn- Þannig benti bor,.arstjóri á, að álíka fráleitt væri að tala um þetta sem vanskilaskuldir eins og það, ef Guðmundur Vigfússon tæki lán. sem hann ætti að greiða eftir 10 ár, þá væri það ekki í vanskilum fyrr en að þeim tíma liðnum, þótt hann skuldað: féð. Hvernig sem málið var út- skýrt fyrir Guðmundi, virtist hann alls ekki skilja það og hélt fast við að bærinn ætti að greiða skuldir sínar löngu fyrir gjalddaga, þótt hann yrði þá fyrir vaxtatjóni, sem næmi hundruðum þúsunda króna. Óskar Hallgrímsson, sem er stjómarmaður í Atvinnuleysistryggingarsjóði, kvaddi sér hljóðs og benti á að honum væri kunnugt um það að Guðmundur Vigfússon hefði ekki verið beðinn að inn heimta féð hjá Reykjavíkur- bæ, enda hefði bærinn frá fyrstu tíð staðið í skilum við sjóðinn og gerði enn. Ef Guð- mundur Vigfússon hefði verið ráðinn innheimtumaður, hefði honum verið falið að inn- heimta fé hjá öðrum bæjarfé- lögum en Reykjavík. Sendi- manninn setti þá hljóðan og dreyrrauðan, en ekki tók hann samt aftur tillögu, sem hann hafði flutt um, að skora á bæj aryfirvöld að greiða þessa „vanskilaskuld“ sína. Borgarstjóri bar fram frá- vísunartillögu við þessa fárán legu tillögu GuSmundar og greiddu allir bæjarfulltrúar, að kommúnistum einum und- anskildum, henni atkvæði sitt. Er sérstaklega athyglisvert að fulltrúi Framsóknarflokksins skyldi þannig vísa á bug full yrðingum kommúnista um að f járhagur bæjarins væri slæm ur. Hefði hann þó getað setið hjá við atkvæðagreiðsluna. Flokksbræður Guðmundar voru líka ruglaðir í ríminu, og þegar tillaga borgarstjóra hafði verið samþykkt, þá ósk- aði einn fulltrúa þeirra eftir þvi að hún væri lesin upp, svo hann gæti kynnzt efni hennar!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.