Morgunblaðið - 17.11.1961, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 17.11.1961, Qupperneq 6
6 MORGVNBLAÐIÐ Föstudagur 17. nóv. 1961 MeiðyrSomóli Osta og Smjör- sölunnar gegn Vísi Iokið LOKIÐ er í Hæstarétti meiðyrða- máii, er Osta og Smjörsalan s.f. höfðaði gegn Hersteini Pálssyni, ritstjóra Visis. 10. april 1959 birtist í Visi fyrir sögn á 'försiðugrein, er stefn- andi taldi ærumeiðandi fyrir sig. Fyrirsögrnn var á þessa leið: „Enr. eitt hneykslið. Vatni bland- að í „gæðasmjör". Engar reglur til um maV. Stefnandi gerði þær kröfur, að hin tilteknu ummæli yrðu dæmd dauð og ómerk og að stefndi yrði sem ábyrgðar- maður biaðsins dæmdur í þyngstu reísmgu, sem lög leyfðu. Énnfremur, að dagblaðinu yrði gert skyit að birta greinargerð um úrslit málsins svo og að stefndi yrði aæmdur tli greiðslu málskostnaðor. Héraðsdómur taldi ekki ástæðu til að ómerkja ummælin: „Engar reglur til um mat“, og þótti held- ur ekki standa efni til að refsa stefnda íyrir þau umæli. A þeim tíma. sem þarna um ræðir, voru engar opinberar reglur tií um gæðamat á smjöri. Viðurkennt var af stefnanda, að það hafi komið fyrir einu sinni, að vatni hafi verið blandað í smjör, sem stefnandi hafi móttek ið til dreifmgar. Framkvæmda- stjóri stefnanda skýrði svo frá fyrir dómí, að þar hafi verið um áð ræða 2—3 tonn af smjöri, sem hafi haít lægra vatnsmagn, en heimilt sé skv. heilbrigðissam- þykkt Reykjavíkur. Héraðsdám- ur taldi þvi ekki ástæðu til að ómerkja né refsa sérstaklega Níu nýjustu hljómsveitirnar á hliómleikum FÍH HHSiR árlegu hljómleikar Félags ísl. hljómlistarmanna verða í Austurbæjarbíói í kvöld, firmmtu- dag, kl. 11:15. Þetta er fjórða órið í röð, sem félagið efnir til hljómleika. I þetta skipti er lögð úherzla á að kynna þær nýjar hljómsveitir, sem fram hafa kom- ið á árinu. Þarna er því að finna margar hljómsveitir skipaðar ungum hljóðfæraleikurum, svo sem JJ. kvintettinn, OM. kvintettinn og Flamingo kvintettinn ásamt hin- um reyndari hljómsveitum Sext- ett Berta Möller og Lúdó sext- ettinn. Hið nýja tríó Eyþórs Þorláks- sonar gítarleikara og söngkona þess Sigurbjörg Sveins munu koma þarna fram, en þau Eyþór og Sigurbjörg hafa starfað með hljómsveitum á Spáni undanfarið ár. Einnig mun Aiídrés Ingólfs- son láta þarna til sín heyra með hljómsveit sína, en Andrés hef- ur verið við tónlistarnám í Ban/daríkjunum og hlaut m.a. styrk frá bandarisku tónlistar- blaði. Þarna er og hin nýja hljóm sveit Sverris Garðarssonar, sem leikur í Sjálfstæðishúsinu. Og þá má að lokum nefna jazztríó Jóns Páis, en það er hluti hljómsveit- arinnar í hinu nýja veitingahúsi Næturklúbbnum. Söngvarar viðkomandi hljóm- sveita munu að sjálfsögðu syngja með og verða þarna sex söngvar- ar og fjörutíu Og fimm hljóðfæra leikarar. fyrir setninguna: „Vatni blandað í srnjör". Að því er snertir ummælin ,,Enn eitt hneykslið“ taldi hér- aðdróttun um misferli hjá stefn- aðsdómur, að í setningunni fælist anda í meðferð og dreifingu smjör vara þeirra, er hann sá um dreif- ingu á. Taldi dómurinn ummæli þessi ganga lengra en lögleyfð gagnrýni heimilaði. Stefndi var því í héraðsdómi dæmdur til að greiða kr. 800,00 í sekt auk kr. 1.200,00 í máls- kostnað, svo og gert að skyldu að birta forsendur dómsins og niður stöður í fyrst eða öðru tölublaði Vísis eftir biitingu dómsins. Stefndi áfrýjaði máli þessu til Hæstaréttar og krafðist sýknu, en Osta og smjörsalan s.f. hafði upp sömu kröfur og í héraðs- dómi. Urslit málsins í Hæstarétti urðu þau, að heraðsdómurinn varv í meginatriðum staðfestur. Taldi Hæstiréttur, að hin umstefndu ummæli, lesm í samhengi, gæfu til kynna misferli af hálfu gagn- áfrýjanda um meðferð í vöru þeirri, er nann hafði til sölu. Ungmennafélagið íslendingur 50 ára UNGMENNAFELAGIÐ Islend- ingur í Andakílshreppi á hálfrar aldar afmæli 12. desember n. k. Félagið var stofnað 12. desem- ber 1911 af nokkrum áhuga- mönnum á Hvanneyri og ná- grenni. Nú hyggst félagið minnast þessara merku tknamóta með kaffisamsæti fyrir alla, sem í fé- laginu hafa verið og gesti þeirra, í félagsheimili að Brún í Bæjar- sveit. Samsætið verður haldið laug- ardaginn 9. desember og hefst ÞAÐ vakti mikla athygli að lok- inni mikilli bridgekeppni, sem háð var í Englandi, að engum spilaranna í Suður skyldi takast að fá 13 slagi í eftirfarandi spili. Flestir spiluðu 7 grönd, en nokkr ir létu sér þó nægja að spila 6 grönd, en það er ekki það, sem skiptir máli, heldur að fá 13 slagi. ♦ AKG85 V AD42 ♦ K9 ♦ K 9 S A10 9 2 A 643 V K ld 9 8 3 ♦'5 4 ♦ 532 A V G 7 G 10 7 2 N v ♦ G 7 6 4 ♦ D 7 ♦ 65 ♦ A D 8 6 S ♦ AD 10 8 Utspilið er V 10 frá Vestur. Suð ur getur skiljanlega ekiki svínað, þar eð hann hefur marga aðra möguleika. V 10 er því drepin með As og síðan er A spilað og 5 slagir teknir á A. Þegar fimmti ♦ var látinn út þá var Austur í vandræðum, en lét síðan Suður hafði sjálfur kastað ♦ og ♦ og var einnig í vanda, hann lét því einnig ♦ Þegar nú ♦ var spilað þá varð Suður að gefa einn slag og fékk ekki nema 12 slagi. Þannig spilaðist spilið á flestum borðunum og enginn fékk fleiri en Í2 slagi. Mjög auð- velt er þó að fá 13 slagi og það á mjög einfaldan hátt. Þegar út- spilið hefur verið drepið með V Ás, þá á Suður að reyna annað hvort ♦ eða 4». Þá kemur í ljós hvernig liturinn er skiptur og síðan á að spila A Nú lendir Austur í vanda því Suður kastar á eftir honum og veit því hverju á að kasta. raumsins ný skdldsaga eftir Guðmund Hagalín KOMIN er út hjá Skuggsjá ný skáldsaga eftir Guðmund Hagalín er nefnist „Töfrar draumsins". „Guðmundur Gíslason Hagalín hefur oft í sögum sinum fjallað um töfra lífsblekkingarinnar, óskhyggjunnar, draumsins,“ seg- ir útgefandi í kynningu bókar- innar. „I þessari sögu eru þessir töfrar slík afltaug, að heiti bók- arinnar er vissulega sannnefni, — þeir eru skjólið í hretum og og hríðum ernmanaleika og von- brigða, og báðum aðalpersónum sögunnar eru þeir lífið sjálft". Aðalsögupersónurnar eru Jón Jónsson, draumamaðurinn, sem iifði lengst ævi sinnar suður i Afríku, en hverfur síðan heim til íslands, Asta Bellóna, sem flækt er í neti draumsins, mann- tröllið Þorvaldur og Ester Alf- fríður, ímynd frjálsrar og ófyr- irleitinnar æsku. Bókin er yfir 200 bls., að stærð Og skiptisc í 17 kafla. Vilja fjölgun í NATO-hernum PARÍS, 15. nóv. — Hermálanefnd þingmannafundar Atlantshafs- bandalagsins samþykkti í dag fyr ir sitt leyti tillögu Norstads yfir- hershöfðingja um að auka her- styrk bandalagsins í Evrópu úr 21 upp í 25 herdeildir, á næstu sex vikum. Verður samþykkt nefndarinnar lögð fyrir þing- mannafundinn á morgun. —★— A hinum lokaða fundi sínum lýsti hermálanefndin einnig stuðningi sínum við tillöguna um að efla hið svanefnda „slökkvi- lið“ NATO, sem nú er tiltöluilega fámennt lið, að nokkru búið kjarnavopnum, sem unnt á að vera að flytja til með mjög skömmum fyrirvara, þangað sem hættan kann að vera mest-á átök- um hverju sinni. Ek'ki var rætt um það á fund- inum í dag, hvort stefnt skuli að því að gera.NATO raunverulega að fjórða kjamorkuveldinu, eins og Norstad stakk upp á í fyrra. Talið er líklegt, að hershöfðing- inn vilji reyna að fá fram ákveðna afstöðu til þess máls nú. • Úðunar og hringingarkerfio A laugardaginn skrifaði J. H. í þessum .dál'kum um var- úðarkerfi' til að koma í veg fyrir bruna, t. d. í frystihús- um. Er það vatnspípukerfi, sem sendir vatnsúða eða vatn sjálfkrafa um leið og kvikn- «r i. Sagði hann að slíkur ör- yggisútbúnaður þekktist er- Jendis. Nú hefur mér verið tjáð að ekki þurfi að leita út fyrir landsteinana til að finna slíkt dreifikerfi til að varna bruna. Svoan kerfi væru í notkun á nokkrum stöðum á Keflavík- urflugvelli, t. d. í flugskýl- um, sjúkrahúsi og víðar. Og hefðu íslenzkir aðilar unnið ac því að setja þau upp. Af ís- lenzkum fyrirtækjum hefði Örfiriseyjarverksmiðjan á' sínum tíma haft þennan ör- yggisútbúnað. Ekki vissi sá sem upplýsti mig um þetta þó- til að nokkurt frystihús hefðd útbúið sig með slíkt varúðar- kerfi. En auðvelt hlýtur að vera að fá upplýsingar um, uppsetningu og notagild-i þess, úr því það er komið hér á landi. Sami maður sagði mér, að jafnframt þvi sem vatnsúð- inn fer af stað um leið og kviknar í, sé víða erlendis tengd kerfinu sími, sem sjálf- krafa hringir á slökkvistöð- ina, • Hér með viðurkennist Stefán Jónsson skrifar: Inn um gluggann berst mér ómur af söng frá leikvelli barnaskólans, sem hér er hand an götunnar. Tugir bama eru þarna að leik, en nokkrar telpur standa þarna í hvirf- ingu og hafa myndað kór. Glað-ar raddir þeirra syngja og ekki á lágum tónum: „Eg er kökkur á kútter frá Sandi og fæ kjaftshögg hvem ein- asta dag og síðan áframhald þess ljóðs og lags, sem aillir hljóta að kannast við, svo ákaflega hefur Ríkis- útvarpið flutt þetta úr munni ágæts danslagasöngvara. Fyr- ir nokkrum dögum stóð ég ásaimt tveimur kennurum fyr- ir bamaskemmtun í þeim skóla, sem við kennum við. Mikið var sungið í þeim stað. Sá söngtextinn, sem mestar hafði vinsældir þar, var sá hinn saomi, sem svo fjálglega er sunginn 'hér úti. Þar er hverju klúryrðinu að öðru raðað. Ekki gerði ég samt at- hugasemdir um það við börn- in, sem sungu þetta á skemmt uninni. Því réði tvennt: 1 fyrsta lagi hefði ekki þýtt að ráðast gegn ofureflinu, sem í þessu tilfelli er útvarpið. í öíjru lagi var auðséð, að söngv ararnir lögðu í þetta enga merkingu. Bjartar raddir þeirra hljómuðu jafnsakleys- islega á orðunum „fjandinn hljóp í svínið" eins og mælt væri fram: „Vertu, guð faðir, faðir minn“. Gerir þetta þá nokkuð til? Ef til vill ekki. Ef til vill gerir hrottaskapur og ruddamennska í orði ekki eins mikið til og sumir virð- ast halda. Enginn getur til þeas ætl- azt, að Ríkisútvarpið flytji aldrei neitt ,sem líta megi á, sem vafasaman barnalærdóm. Það væri ósanngjörn krafa og liggj'a til þess mörg rök. En hér gegnir dálítið öðru máli. Þetta umrædda ljóð hefur nú verið flutt í útvarpið tvisvar, þrisvar og jafnvel fjórum sinoum í viku í hálft ár eða meira. J?að verður því að líta svo á, að hjá útvarpinu gé það álitin mikil nauðsyn að kenna bæði börnum eg fullorðnum þetta ljóð. Hvað börnum við kemur, virðist kennislan hafa tekizt mætavel. Hér viðurkennisf því, að satt er það, sem forráðamenn útvarpsins eru ali taf að segjar Utvarpið er mikill skóli. 11. 11. 1961. Stefán Jónsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.