Morgunblaðið - 17.11.1961, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 17.11.1961, Blaðsíða 8
8 MORCVNfíL A f>fP Fostucíagur 17. nóv. 1961 Frumvarp rikisstjórnarirmar um lækkun innflutningsgjalda ýmissa vörutegunda Samþykkt samhljóða i efri deild Á fundi efri deildar í gær var til 2. umræðu frumvarp ríkis- stjórnarinnar um lækkun inn- flutningsgjalda ýmissa vöruteg- unda. Allmiklar umræður urðu um frumvarpið en nokkrar breyt ingatillögur höfðu verið bornar fram við bað. Frumvarpið var þó samþykkt san-.hljóða óbreytt. Þegar að loknum fundi var svo boðað til annars fundar og frum- varpið tekið til 3. umræðu. en til þess þurfti afbrigði frá fundar- sköpum, og sem voru þau sam- þykkt samhljóða. Var síðan frum varpið samþykkt samhljóða eftir nokkrar umræður og sent neðri deild til frekari afgreiðslu. Dregur úr smygli Olafur Björnsson (S), fram- sögumaður meirihluta fjárhags- nefndar, minntist á í upphafi ræðu sinnar, að stjórnarandstæð- ingar telji að æskilegt sé, að tolla lækkunin nái til fleiri vöruteg- unda. Sagði hann, að sér væri ljóst, að frekari breytinga væri þörf, en þar sem lýst hefði verið yfir, að tollskráin væri í endur- skoðun Og kæmi fyrir næsta þing, væri eðlilegt að frekari breyting- ar bíði þess. Megintjígang þessa frumvarps sagði hann þann að draga úr hinu mikla smygli, sem óneitanlega á sér stað. Það geti ekki farið milli mála, að hin háu aðflutnings- gjöld valda því, að smyglið er eins ábataiegt, og raun ber vitni. Ymsir hefðu haldið því fram, að leiðin til að koma í veg fyrir smygl sé ekki sú að lækka tolla á hátollavörum, heldur herða á tollgæzlu. Ekki sagðist ræðumað- ur draga í efa, að með stórauknu tolleftirliti og með því að fjölga tollgæzlumonnum tilhlýðilega mikið mætti draga úr ólöglegum innflutningi. En hvað mundi slíkt kosta fyrir ríkissjóð í beinum fjárútlátum og óþægindum fyrir ferðamenn? Það fari ekki milli mála, að sú leiðin, að gera tolla hóflega sé hvoru tveggja í senn, ódýrari og valdi minni óþægind- um. Arangur verður ekki nema takmarkaður, sagði ræðumaður, þótt hert sé á löggæzlu, ef lögin eru ekki í samræmi við réttar- meðvitund fólKSÍns. Ileira kemur til Þá benti bann á, að þessi lækk- un jnnflutningsgjalda væri æski- leg af fleiri ástæðum en þeirri einni að minnka ólöglegan inn- fiutning. Ohjákvæmilegt sé, að innflutnings- gjöld séu mikils- verður þáttur í tekjuöflun ríkis- sjóðs. Ekki er heldur umdeilt, sagði ræðumað- ur, að innflutn- gjöldin eigi að vera misjafnlega há. Þess vegna ______________er reynt að Ieggja hærri innflutningsgjöld á þær vörur, sem síður heyra til nauðsynja. Það hlýtur svo aftur að skapa það ástand, að iðnað- inum sé hagkvæmara að keppa að því, að íramleiða ónauðsynja- vörur. Það sem veldur því, að iðnaður á þessu sviði hefur ekki risið upp i þeim mæli, sem ástæða hefði verið til að ætla sé sú, að iðnrekendur hafa gert sér Ijóst, að þetta astand er óeðlilegt og mun ekki vera til langframa. Þá gat hann þess, að fjárhags- nefnd hefði gert þá fyrirspurn til hagstöfustjóra, hvaða áhrif þessar tollalækkanir mundu hafa á vísitöluna. Komið hefði í ljós, að bein áhrif þeirra vegna væru tiltölulega lítil eða um % stig, þótt ætla mætti, að óbein áhrif végna lækkunar á hráefni til iðnaðar mundi einnig hafa ein- hver áhrif á vísitöluna. Hins veg- ar sé ljóst, að sparnaðurinn fyrir almenning verði meiri en vísi- talan segir um. Ekki tekjutap Þá gat ’nann þess, að mjög hefði verið dregiö í efa, hvort frum- varpið næði þeim tilgangi sínum að auka svo innflutning, að ekki verði um raunverulegt tekjutap tyrir ríkissjóð að ræða. Benti hann á í því sambandi, að allar líkur benda til, að verulegt smygl eigi sér stað, í sumum tilfellum sé aðeins lítili hluti af því magni, sem notað er, fluttur inn á lög- legan hátt. Rannsóknir hafi leitt í ljós, að innflutningsmagn þurfi að aukast um 58% til að jafnaður náist. Með rilliti til þess, hve inriflutningur á mörgum vöruteg- undum er lítill, bendi skynsam- leg rök til, að ekki verði um tiifinnanlegt tap að ræða á tekj- um ríkissjóðs, heldur þvert á mcli. Ekki sé heldur nauðsynlegt að lækka tolla niður í ekki neitt til þess að fyrirbyggja smygl. Alltaf fylgi töluverð áhætta því að smygia, sem vega verður upp á móti væntanlegum hagnaði, og þar við bætist, að allverulegur hluti af smvgluðum vafningi er keyptur á smásöluverði, en lög- lega innfluttar vörur á verk- smiðjuveröi. En oft er smásölu- verð allt að helmingi hærra eða svo en verksmiðjuverð. Þetta beri að hafa hugfast. Ræðumaður gat þess, að spurt hefði verið, hvort sú verðlækkun, sem tollalækkunin gerir mögu- lega, nái til almennings, þar sem verðlagsákvæði hefðu verið lögð niður. Sagði hann, að samkvæmt ákvórðun verðlagsnefndar hefði verðlagsákvæðum verið sleppt, hvað snertir ýmsar vörutegundir, sem hér um ræðir. Enda væri það ekki óeðlilegt, þar sem þær vörur, sem nunnst séu taldar nauð synlegar, nefðu verið hæst toll- aðar, og af sömu ástæðum vald- ar, þegar siakað var á í verð- lagsákvæðum. En þessi tilslök- un væri tímabundin — til 1. sept- ember næsta ár. Eftir sem áður yrði haft eftirlit með verðlagn- ingu þessara vörutegunda. Ekki sé heldur beinlínis líklegt, að verziunarstéttin sjái sér hag í að hækka álagmngu á þessum vöru- tegundum, það mundi draga úr líkum á þvi, að frekar yrði slak- að á verðlagsákvæðum. Og ef þetta ætti að koma fram almennt, þá yrðu kaupfélögin að taka hönd um saman við kaupmenn í því skyni. En ég hygg, sagði ræðu- maður, að þeir, sem á þetta ráð- ast, muni sízt væna kaupfélög- in um, að þau muni ekki gæta hagsmuna neytenda með því að halda verðlaginu niðri. Næstur tók til mál Björn Jóns- son (K); framsögumaður 1. minni hluta fjárhagsnefndar, en hann hafði lagt tii, að vörur þær, er í frumvarpinu er-lagt til að inn- flutningsgjöld lækki á, verði ekki undanþegin verðlagsákvæðum. Ennfremur lagði hann til að toll- ar á ýmsum vörum, svo sem heimilistækjum, sápu, búsáhöld- um 0. fl. verði lækkað í 30%. Gerði hann að umræðuefni, að stofninn af þeim vörum, sem tolla lækkanirnar ná til, séu þær sömu og undanþegnar hafa verið verð- lagsakvæðum. Því hljóti sú spurning að vakna, hvort þær 46 milljónir, sem lækkun innflutn- ingsverðmætanna nemur, lendir í vasa innflytjenda og kaupmanna eða hjá almenningi. Til að koma í veg fyrir það fyrrnefnda, sé því nauðsynlegt, að allar þær vör ur, sem tolla- lækkunin nær til, lúti verðlags ákvæðum. Þá ságði hann, að það sjónar- mið hefði ekki ráðið alfarið, að í veg fyrir smygl með þessnm lækkunum. Nefndi hann í þvi sambandi, að tollar ættu að lækka á baðkerum og hljóðfærum, sem engum mundi koma til hugar að smygla inn. Ennfremur hefði markmiðio ekki verið að koma til móts við neyt- endur, þá hefði verið lagt til að lækka tolla á heimilisvélum, sápu, bómuilarefni, korni og fleiru. Þeir aðilar, sem fyrst og fremst mundu njóta góðs af frum varpinu væru því innflytjendur, sagði ræðumaður. Þá tók tu mál Karl Kristjáns- son (F), framsögumaður 2. minni- hluta fjárnagsnefndar, en hann hafði'lagt til, að skattar á íþrótta- tækjum ýmiss konar lækkuðu í 30%,'landbúnaðarvélar, bifvélar, radartæki o. fl. yrði tollfrjálst, 0. s. frv. Taldi hann sjálfsagt að mæla raeð frumvarpinu, þótt ekki væri það í ölium atriðum eins og hann hefði heizt kosið. Höfuðgalli þess væri sá, að það létti ekki byrðar þess fólks, sem þyngstar bera þær, heldur þvert á móti. Gerði þá ríkari ríkari. Þá taldi hann það annar lega hagfræði að lækka tolla til þess að koma í veg fyrir smygl. Varlega skyidi því treyst að þjóð ökkar, — sem því miður væri ólöghlýðin —, léti sér segjast við slíkt. Þeir sem óknytti fremja fara ekki eftir því, sem þeir gefa í aðra hönd. Þá séu þeir, sem tamið hafa sér að hagnast með smygli, furðu fundvísir á nýjar leiðir. Það eina sem komi að haldi sé því að efla vöruskoðun, en hún hafi verið bágborin. Þá sagði hann, að efnahags- ásiandið sé þannig eftir tímabil viðreinsnarinnar, að almenningur og atvinnuvegirnir þurfi strax á tollalækkun að halda, því hefði hann borið fram þær breytingar- tillögur, sem fyrr greinir. Ekki sagðist hann leggja mikið upp úr þeirn verðlagsákvæðum, sem Björn Jónsson hefði lagt til, að komið yrði á. Sagðist hann alveg treysta samvinnufélögun- um til að hafa forgöogu um, að halda verðlaginu niðri. Ekki nýjar álögur Gunnar Thoroddsen fjárrnála- ráðherra þakkaði meirihluta fjár- hagsnefndar skjóta og góða af- greiðslu þessa máls. Ennfremur þakkaði hann Karli Kristjáns- syni, sem lýst hafði stuðningi við þettæ frumvarp, þótt við það hefði viljað bæta. Þó væri það sízt að undra, þar sem staðið hefði í Tímanum, að frumvarpið væri fyrst og fremst að þakka baráttu Framsóknarflokksins. Þá svaraði ráðherrann þeim fyrirspurnum, sem fram höfðu komið, m. a. hvort nýrra álaga væri að vænta vegna væntan- legs tekjutaps ríkissjóðs vegna lollalækkananna. Ekki sagði hann, að gert hefði verið ráð fyrir tekjutapi. Þvert á móti væri það vón ríkisstjórnarinnar, að tolla- lækkanir mundu valda því, að innflutningur mundi færast meir inn á löglegar brautir og tekjur ríkissjóðs aukast við það. Varðandi þá fyrirspurn Olafs Jóhannessonar, hvort hann vildi gefa þá yfirlýsingu, að nýrra álaga væri ekki að vænta í neinu formi á þessu þingi, svaraði ráð- herrann því tii, að ekki væri gert ráð fyrir þvi í fjárlagafrumvarp- inu, sem nú biði afgreiðslu. Hins vegar hetði hann enga heimild til að gefa yfirlýsingu fyrir hönd fjárveitinganefndar, sem hefði írumvarpið tii athugunar, né fyrir hönd Alþii'gis. En verði frum- varpið saniþykkt í meginatriðum eins og það var lagt fyrir, sagði ráðherrann, verða ekki nýjar álög ur lagðar a. VerðlagsákvæSi ekki einhlít Þá sagðist ráðherrann ekki eins trúaður a verðlagsákvæði Og Björn Jónsson, þótt þau ergi stund um rétt á sér, t. d. ef vöruskortur er, höft eða eitthvað þess háttar. Verðlagsákvæðin geti þvert á móti orðið til skaða eða tjóns fyr- ir þjóðfélagið og almenning. Verð lagsakvæði séu miðuð við álagn- Guömundur Jónasson verkamaður - GUÐMUNDUR Jónasson verka- maður frá Reynimel 36, er jarð- sunginn frá Fossvogskirkju í dag. Hann var fæddur 17. nóvem- ber 1887 að Arabæjarhjáleigu í Gaulverjarbæjarhreppi í Arnes- sýslu. Foreldrar hans voru Jónas Magnússon bóndi þar og kona hans Herdís Guðmundsdóttir. Þau hjónin Jónas og Herdís eign- uðust sjö börn, og missti Her- dís mann sinn, þegar börn þeirra voru ung. Af börnum þeirra hjónanna er nú aðeins á lífi einn sonur þeirra Magnús, húsgagna- smiður á Reynimel 50. Arið 1919, 19. nóvember, kvæntist Guðmundur eftirlifandi konu sinni og frændkonu, Jó- hönnu Helgadóttur frá Súluholti í Flóa. Tóku þau hjónin við bús- forráðum í Arabæjarhjáleigu af Herdísi móður hans, og bjuggu þar allt til ársins 1938 að þau fluttust til Reykjavikur og bjuggu hér eftir það. Þau eignuðust fimm börn, þrjár dætur Og tvo syni. Yngri soninn misstu þau fimm ára gamlan, hin lifa öll uppkomin. Guðmundur Jónasson var merk ur maður og vinum sínum ó- gleymanlegur. Það bar margt til þess. Hann var traustur, heill og vel gerður maður bæði andlega og líkamlega. A uppvaxtarárum réri hann út frá Þorlákshöfn á vertíðum hjá frægum formanni og sömuleiðis stundaði hann sjó á togurum. Hann var framúr- minningarorð skarandi duglegur, kappsfullur og verklaginn, jafnt við farvið og veiðarfæri. Eftir að hann tók við bús- forráðum í Arabæjarhjáleigu með kónu sinni, kom það strax í ljós hvílíkur afburðabúmaður hann var, og fór þar allt saman: dugnaður og afköst, verklagni og búhyggindi ásamt útsjón og snyrtimennsku sem örðlögð var. Allt utanbæjar og innan J Arabæjarhjáleigu var mótað a{ þrifnaði og reglu, og útihúsin og bústofninn allur var vitnisburð- ur um mikla þekkingu og alúð I starfi. Iðni og árvekni efla upp- skeru og búskapur þeirra hjóna gekk ágætlega. Eftir að Guðmundur fluttist til Reyikjavíkur reisti hann hús á Reynimel og bjó þar; Hann vann fyrst á trésmíðaverkstæði, en síð- ar hjá Reykjavílkurbæ til þes* síðasta. En alla tíð fylgdi honum þessi gæfa, þessi ættararfur sem hann var krýndur með í upphafi, sem kom fram í því að hann skipaði alltaf vel sitt sæti hvar sem hann var Og vann, með dugnaði, vand- virkni og reglu. Hann var svö traustur, áreiðanlegur og vel hugsandi að hann mátti i einu og öllu teljast fyrirmyndarmaður. Hann var skemmtilegur maður í kynningu, trúaður og hafði á- huga fyrir andlegum málum. I heimilislífinu var hann lánsmað- ur, átti ágæta konu, sem auðvitað . átti mestan þátt í gæfu hans og gengi. Og lánið fylgdi þeim í sambandi við börnin. A heimili sínu var Guðmundur gestrisinn, gladdist með vinum sínum, var söngelskur og hafði gaman aí þjóðlegum fræðum. A heimili þeirra hjónanna var Þuríður syst ir hans til dauðadags og var hún ómetanleg hjálp og blessun í búskap þeirra. Þó að Guðmundur lifði þær breytingar, sem orðið hafa í þjóðlífi Islendinga síðustu tvo áratugi þá var hann samt alveg ósnortinn af þeim og gott dærni um góðan Islending, em ólst upp við hin raunverulegu kjör þjóð- ar sinnar og mótaðist í þeim skóla að fyrirhyggju, dugnaði og drenglyndi. Konu hans, börnum og bróður, votta ég samúð mína. J. Th. ingu í hundraðshlutum, en á því eru ymsir aríimarkar. I þvifelist engir hvatning til innflytjand- ans um að gera sem hagkvæmust vöruinnkaup, þar sem hann græð ir mest, þeim m un dýrari sem varan er í innkaupi. Það sé því algjör misskiiningur, að þau séu allra meina bót. Þá kvaðst ráð- herrann ætla, að sá ótti B. J. væri ástæðulaus, að verzlanirnar myndu glaypa alla tollalækkun- ína. Hann hcfði vissu fyrir, að samtök kaupmanna og stórkaup- manna mundu beita sér fyrir því, að álagníng verði ekki hærri, en hún hefur verið. Ekki væri heldur líklegt, að kaupfélögin mundu verða til að hækka álagn- ingu. En fari svO, þá hefur verð- lagseftirMtið, hvenær sem er, heimild til að setja verðlags- ákvafeði að nýju Þá gat hann þess, að það sjónarmið gægðist enn fram, að aðeins vísitalan skipti máli. En á dögum vinstri stjórn- arinnar, er innflutningsgjöld væru stórlækkuð, miðuðust þær aðgerðir við það, að þess mundi ekki gæta á vísitölu. Það hefði svo valdið því, að vísitalan var skekkt, svo að hún varð ekki eins einhlítur rrælikvarði og ella. Samþykkt samhljóða Ekki kvöddu fleiri sér hljóðs og var gengið til atkvæða. Frum- varpið var i heild samþykkt sam- hljóða, en ailar breytingartillög- ur stjórnarandstöðunnar felldar með atkvæðum þingmanna Sjálf- stæðis- og Alþýðuflokks gegn atkvæðum Framsóknar- og Al- þýðubandalagsmanna. Þess ber þó að geta, að Bjartmar Guðmunds- son greiddi ekki atkvæði um þá breytingartilJögu, að heyvinnuvél ar yrðu skattfrjálsar. Ennfremur klofnuðu Framsóknarmenn um þá tillögu kommúnista, að vöru- tegundir þær, sem í frumvarpinu er fjallað um, skuli lúta verðlags- ákvæðum. Greiddu þeir Asgeir Bjarnason og Sigurvin Einarsson atkvæði með tillögunni, en aðrir Framsóknarinenn greiddu ekki atkvæði. Vísað til neðri deildar Þegar að loknum fundi í deifd inni var boðað til nýs fundar og samþykkt með 15 samhljóða atkvæðum að leyfa afbrigði, svo að taka mætti frumvarpið til þriðju umræðu. En það er brýn nauðsyn, að afgreiðsla frum- varpsins taki sem allra skemmst an tíma, þar eð tollafgreiðsla á öllum þeim vörum, er frumvarp ið nær til, liggur niðri, þar til Alþingi hefur fjallað um málið. Umræður urðu enn miklar um frumvarpið, en það var að lok- um samþykkt samhljóða og sent neðri deild til afgreiðslu. Tvær breytingartillögur komu þó fram við 3. umræðu, ann- ars vegar frá þingmönnum AI- þýðubandalagsins um að verð- lagsákvæði skyldu gilda um til- tekna vöruflokka, sem frum- varpið nær til. Var sú tillaga felld með atkvæðum þingmanna Sjálfstæðis- og Alþýðuflokks gegn atkvæðum kommúnista og Ásgeirs Bjarnasonar og Sigur- vins Einarssonar, en aðrir þing- menn Framsóknarflokksins greiddu ekki atkvæði. Þá kom fram tillaga um, að innflutn- ingur dráttarvéla yrði tollfrjáls. Sú tillaga vár einnig felld. Adenauer ræðir við de Gaulle BONN, 16. nóv. (AP) — Konrad Adenauer kanslari fer til Parísar 30. nóvembei til þess að ræða Berlínarmálið við de Gaulle Frakklandsforseta, var upplýst hér í dag. I stjórnartilkynningunni sagði og, að þessi fundur væri haldinn í beinu framhaldi af viðræðum Adenauers við Kennedy Banda- ríkjoforseta en Adenauer heldur til Washington í byrjun næstu viku.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.