Morgunblaðið - 17.11.1961, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 17.11.1961, Qupperneq 10
10 M O n G V N V t A Ð I Ð Föstudagur 17. nóv. 1961 adeplan «1 UNDANFARIÐ ár hefur einn a£ fremstu sérfræð- ingum Dana um skipulags mál, próf. Bredsdorff, unn ið að nýju skipulagi á mið bænum í Reykjavík í sam vinnu við borgarstjóra og íslenzka forystumenn um skipulagsmál bæjarins. — Einnig hefur hann unnið að tillögum um framtíð- arskipulag Reykjavíkur og nágrennis. Hefur hann nú lagt fram uppdrætti að „kjarna“ Reykjavíkur í framtíðinni og í annan stað tillöguuppdrætti fyr- ir stækkun bæjarins og skipulagningu í samræmi við þá stækkun. Að sjálfsögðu er .í þess- miðbæjarins Umfer&aræbar i gamía midbænum og uppbygging Grjótaþorps samkvæmt tillögu próf. Bredsdorff um uppdráttum gert ráð fyrir ýmsum skipulags- breytingum, sem nauðsyn- legar eru taldar til að leysa vandamál stækkandi bæjar. T. d. er gert ráð fyrir „viðskiptahverfi“ sunnan Miklabrautar og austan Kringlumýrarbraut ar, til viðbótar við núver- andi miðbæ, nýrri höfn við Elliðaárvog o. fl. sem nán- ar sést á uppdráttunum, sem birtast hér til skýr- ingar. Stækkun miðbæjarins takmörkuð I skývslu sinni um breyting- ar á miðbænum rekur próf. . Bredsdoríf nokkur ástæðurn- ar, sem hann byggir tillögur sínar á. Ef íbúum bæjarins fjölgar Framhald á bls. 23. Efri myndin sýnir áætlun um helztu umferðaræðar í miðbænum. Hugmyndin er að beina umferð ökutækja frá sjálfum viðskiptakjarnanum og myndast þannig fjórar höf úðæðar. Lækjargata yrði aðal umferðaræð milli Hringbraut ar og Skúlagötu. Beint sam- band yrði frá Lækjargötu yfir í Kirkjustræti, sem yrði breikkað, ásamt neðri hluta Túngötu. Fæst þar greiðfær leið vestur í þæ. Lagt er til að Garðastræti verði bréikk- að allverulega til austurs og verði framlengt austan Hafn- arhvols niður í Geirsgötu. Þá er Geirsgata hugsuð sem mik-. il umferðaræð á borð við Lækjargötu- Mikið hefur verið um það hugsað hvort unnt væri að breyta Tryggvagötu svo að hún gæti tekið við nauðsyn- legri áustur-vestur umferð norðan bæjarkjarnan;, m.a- með hugsanlegri tengingu við Vesturgötu. Að athuguðu máli er niðurstaða próf Bredsdorff sú, að Geirsg. sé mun betur til þess fallinn. Auðvelt er að tengja hana við Lækjarg. og hún hefur eðlilegt framhald í Mýrarg. allt vestur að Ána- naustum. En nú er Geirsgata einskonar uppskipunarpláss og þyrfti því að færa hafnar- bakkann nokkuð norður vegna þessa. í þessu sambandi ber að at- huga, að bráðlega þarf hvort eð er að endurnýja hafnar- bakkann og legupláss í höfn- inni myndi lítið minnka við slíka framkvæmd. En þá sýn- ist eðlilegt að Hafnarhúsið yrði að mestu tekið undir skrifstofur. Innan rammans, sem hinar fjórar aðalæðar sköpuðu, yrði engin bein gegnumumferð, nema um Pósthússtræti. Aðr- ar götur yrðu aðkeyrsla að bílastæðum og til flutninga að einstökum húsum innan svæðisins- Hringakstur yrði um Lækjartorg vestan sjálfr- ar Lækjargötu og Grófin og Naustin yrðu lokaðar fyrir bílaumferð í norðurendann. Mest er þó breytingin í Grjótaþorpi, sem bezt sézt á neðri myndinni. Aðalstræti er skipt í norður- og suðurhb'ta með byggingu þvert yfir göt- una. Myndar suðurhlutinn bá einskonar torg eða garð. Byggt er upp allt í kringum Morgunblaðshúsið og austan nýrrar götu sém hugsað er að gangi norður og suður eftir Grjótaþorpi. Milli þeirrar götu og Garðastrætk verði mikil bílastæði. Síðan eru nokkrar götur ein göngu ætlaðar gangandi fólki. Slíkar götur verða þar sem nú er Brattagata og Fischer- sund og gata milli þeirra. Einnig verður hægt að ganga beint milli Aðalstrætis og Vallarstrætis, og jafnvel er talað um að Austurstrseti verði síðar meir nær eingöngu fyrir gangandi fólk. Um Bankastræti yrði senni lega ekki umferð ökutækja, nema þá til suðurs eftir Lækj argötu, sem ekki myndi tefja umferð um þá götu. En þá kemur til mála að setja brú yfir Lækjargötu upp í Banka stræti fyrir gangandi fólk- Verzlunargata í Grjótagötu fyrir gangandi fóik eingöngu

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.