Morgunblaðið - 17.11.1961, Page 11

Morgunblaðið - 17.11.1961, Page 11
Föstudagur 17. nóv. 1961 '•ORGUNBLAÐ1Ð 11 mw .SEl.TJARNARNE.te ELUOAAP' ALFTANES .* 200*' ’KOPAVþSÓR >ava*n' HAFNAff^ÖRÐUR ! 6.70F HBKP^.. '>Í<í-.:5;4-W*rrT» REVKJAVIK-EGNEN 1:50.000 FIC IDÉ TIL EN PLAN PETER BREDSOORFF, PROFESSOR, ARKITEKT M.A.f NY BOLIQBEBYGQELSE CENT.RE L.VÍ Wltl,. ! I HOVEOTRAFIKUNIER Þar sem merkt er nr. 3 á að vera opið svæði í Garða- lirauini. Þair er mjög sérkenni- legt landslag, einkum með- fram ströndinni. Nr. 1 og 2 er svo meginhluti Heiðmerkur. Verður þar óbyggt gróður- lendi, sem nær alla leið frá Suðurlandsvegi (við Silunga poll) og að fyrirhuguðum nýj- um Hafnarfjarðarvegi, nálægt Vífilsstöðum. Öll önnur svæði, sem strikuð eru á kortinu, eru áætluð íbúðarhverfi- Við val þeirra hefur verið höfð hliðsjón af útsýni, skjóli og mörgu öðru. Svæði A sýnir gamla „mið- bæinn“. Svæði B er áætlað viðskiptahverfi sunnan Miklu brautar og austan Kringlumýr arbrautar, og svæði C sýnir viðskiptahverfið í. Hafnar- firði. Auk þessara eru svo margir litlir ferningar, er sýna viðskiptamiðtöðvar í hverju einstöku íbúðarhverfi. Svörtu línurnar tákna helztu umferðaæðar. Eru þar mestu nýjungarnar nýr Hafn arfjarðarvegur frá Elliðaár- vogi, og tenging Suðurlands- vegar við Vesturlahdsveg ná- lægt Grafarholti, en þáðan lægi einn vegur er tengdist Miklubraut. Reykjavík og nágrenni Reykjavíkursvæðið 1 hugmynd sinni um skipulag Reykjavíkur og nágrennis legg- ur próf- Bredsdorff til ýmsar breytingar. i Hann telur að stækkun hafnar lnnar og framtíðarstaður flug- vallarins skipti miklu máli fyrir ekipulagningu bæjarins. Við Elliðaárvojf virðist mest hafnar- rými, auk þess sem þar er strax hægt að byrja framkvæmdir án þess að rífa niður fyrst og legg- ur hann til að þar verði höfnin í framtíðinni. !Þar eð útlit er fyrir að í næstu 20 ár verði Reykjavíkurflugvöll- ur notaður, reiknar prófessorinn með honum í uppdrætti sínum, en telur að taka beri frá svæði fyrir sunnan Hafnarfjörð til hugs anlegs flugvallarstæðis í framtið inni. Hann reiknar með að aðal- vinnusvæðið sé miðbærinn, höfn in sé við Elliðaárvog og iðnaðar hverfin við Suðurlandsbraut og Gufunes. Af þeim 80 þús. íbúum sem við bætast fram til ársins 1980, er eert ráð fyrir að um 30 þús- muni búa í Reykjavík sjálfri, en um 50 þús. verði að koma sér fyr ir í Kópavogi, Garðahreppi og Hafnarfirði eða á svæðinu milli Kortlð sýnir hugmynd að Bkipulagi Reykjavíkursvæðis- ins, sem nær yfir landsvæði þriggja bæja og þriggja hreppa, þ.e. Reykjavíkur, Kópavogs, Hafnarfjarðar og Garðahrepps, auk Seltjarnar- ness- og Ressastaðahreppa. Dekkstu svæðin sýna iðnað arhverfi- Þegar er risinn veru legur iðnaður meðfram strand lengjunni frá Laugarnesi að Elliðaárvogi. En einmitt á því svæði og inn í Grafarvog er á- ætlað að byggja stóra höfn fyr ir Reykjavík. Síðan verða iðn aðarsvæði umhverfis Grafar- vog, að Gufunesi og nokkuð inn í Korpúlfsstaðaland, og einnig á Geldingamesi Einnig er gert ráð fyrir iðaðarhverfi sunrná/n og vestam Hofnairfjarð- ar, er næði yfir Hvaleyrina og meðfram ströndinni suðvestan hennar. Suðurlandsvegar og Vesturlands vegar. Er gert ráð fyrir að hvert íbúð arhverfi hafi um 5000 íbúa, og á miðsvæði í hverju hverfi sé kom ið fyrir verzlunum, barnaskóla, barnaheimili og þessháttar. Telur próf. Bredsdorff mikil- vægt að uppbygging geti farið fram skv. heildarskipulagi, evo að ekki sé gert ráð fyrir þjónustu, sem alls ekki verður svo kannski þörf fyrir eða þá að hún þarf ekki að koma fyrr en miklu seinna. Hvert 5000 íbúa hverfi telur próf. Bredsdorff að muni þurfa 90-150 ha. lands, eftir því hve mikið er af einbýlishúsum og hve stór sambýlishúsin eru. Reiknast honum svo til, að 10 „nýir bæir“ þurfi að rísa fram til ársins 1980, þó 30 þús. manns komi sér fyrir inni í Reykjavík. Auðvitað megi breyta hlutföllum milli einbýlishúsa og sambýlis- húsa í hvert skipti, en hann tek ur sem dæmi bæjarhluta, er hefir 62% af sambýlishúsum eða 885 talsins og 38% einbýlishúsa með 545 íbúðum- Þetta eru 1430 íbúðir, sem þurfa ca 85 ha landsvæði. Og auk þess telur hann að þurfi Framh. á bls. 23. Ný höfn inni í sundum Myndin sýnir áætlanir um nýja höfn fyrir Reykjavík. — (Hún er tekin út úr korti, þar sem jafnframt eru sýndir að- flugsgeislar að núverandi fl'Ugvelli.) Striikalin'Umax til vinstri sýna áætlanir um hafn argerð utan núverandi hafnar og inn að Laugarnesi. En nú hefur athygli manna beinzt aðallega að Sundunum í þessu sambandi, og hefur verið gerð frumáætlun að miklum hafn- armannvirkjum, er næðu frá Laugarnesi og alla leið inn í Grafarvog, sem þá yrði graf- inn út. Myndi þessi höfn liggja mjög vel við aðaliðnað- arsvæði Reykjavíkur (sjá stóra kortið), sem áætlað er beggja vegna, en þó einkum norðan, Grafarvogs.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.