Morgunblaðið - 17.11.1961, Side 12

Morgunblaðið - 17.11.1961, Side 12
12 MORCVNBL4Ð1Ð Föstudagur 17. nóv. 1961 CTtgefandi: H.f Arvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (át>m.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Lesbók: Arni Óla, sími 33045. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og argreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargjald kr. 55.00 á mánuði innanlands. 1 lausasölu kr. 3.00 eintakið. ÓTTAST RÚSSAR ÍSLENZKA INNRÁS? \T i ð fregnirnar af ógnunum* " Rússa við Finna, rifjast það upp, þegar hin litla, finnska bjóð varð að heyja styrjöld við austrænt ofur- efli. Menn minnast þess, að þá sem ella tók kommún- istadeildin á íslandi afstöðu með húsbændum sínum í Kreml og sagði Finna hafa ráðizt á Rússa. Enn í dag halda kommúnistar hér- lendis því fram, að Rússum standi ógn af Finnum, og í gær var skörin farin að fær- ast upp í bekkinn, því að Magnús Kjartansson, ritstjóri Moskvumálgagnsins, heldur því fram í grein, sem hann ritar í blað sitt, að einnig íslendingar hyggi á innrás í Sovétríkia. Orðrétt segir rit- stjórinn: „Ástæðan til þess, að Sov- étríkin krefjast nú trygging- ar fyrir finnskri hlutleysis- stefnu er sú, að verið er að koma á laggirnar sameigin- legri yfirstjórn vesturþýzka hersins og herjanna í NATO- ríkjunum á Norðurlöndum, og Sovétríkin hafa ekki gleymt því, þegar þýzkar hersveitir höfðu bólfestu í Finnlandi og herjuðu þaðan langt inn í Sovétríkin. Við íslendingar erum einnig að- ilar að þeirri stefnu“. í beinu framhaldi af þess- ari „röksemdarfærslu“ segir Magnús Kjartansson, að við Islendingar berum fulla á- byrgð á vanda Finna, eins og hin Norðurlöndin, Noreg- ur og Danmörk, sem eru í Atlantshafsbandalaginu og hafa herbúnað á Norður- löndum. Þannig eru það ekki lengur Bandaríkin, Bretar eða Frakkar, sem ógna Rússum, heldur Noreg- ur, Danmörk og ísland! Finn- ar gjaldi þess að hafa sam- vinnu við þessar stríðsóðu þjóðir, sem Rússar óttist svo mjög að þeir þurfi á her- stöðvum að halda í Finnlandi til að verjast fyrirhugaðri árás þessara illmenna. Synd væri að segja að afturför hafi orðið hjá Moskvumálgagninu í þjón- ustulipurð við Kreml, síðan því var haldið fram að Finnar hefðu gert árás á Rússa. Nú eru íslendingar farnir að undirbúa slíka árás og auðvitað væri þá fullkom lega réttlætanlegt að Rússar krefðust hér herstöðva. — Raunar er takmark komm- únista að gera landið varn- arlaust og þá þarf ekki að krefjast neinna herstöðva. — Þá verður landið hertekið. HVAÐ MUNDi ÞÁ SAGT? T andsmenn eru farnir að þekkja glymjandann um það að Bandaríkjamenn og Atlantshafsbandalagsþj óðim- ar yfirleitt seilist til síauk- inna áhrifa hérlendis og jafn vel að við höfum stofnað fullveldi okkar í voða með þátttöku í NATO. Er því ekki úr vegi að bera saman samskipti okkar og banda- lagsþjóða okkar annarsvegar og Finna og Rússa hinsvegar. Hvað mundi hér verða sagt, ef Bandaríkjamenn kunn- gerðu einn daginn, að þeir krefðust stjórnarskipta á ís- landi, annars mundu þeir beita íslendinga harðrétti? Hvað mundi vera sagt, ef þing yrði að rjúfa á íslandi vegna kröfu frá Washington? Og hvað mundi verða sagt, ef Bandaríkjamenn tilkynntu að þeir mundu taka ráð ís- lendinga í sínar hendur, ef þeir ekki fylgdu þeirri utan- ríkismálastefnu, sem Banda- ríkjastjórn æskti? Allt eru þetta spurningar, sem hollt er að menn hug- leiði, því að allt hefur þetta hent í samskiptum Finna og Rússa, á sama tíma og við höfum algjörlega óbundnar hendur um stjórnmál okkar og getum hvenær sem við óskum látið varnarliðið hverfa úr landi. Varnarliðið dvelst hér að okkar óskum, svo lengi sem við viljum, og heldur ekki deginum lengur. Hitt er ann- að mál, að allir ábyrgir ís- lendingar óska eftir öflugum vörnum, eins og ástandið er í heimsmálunum í dag og telja varnirnar fremur of veikar en of miklar „SAMDRÁTTUR- INN" AUSTAN- FJALLS npíminn hefur af eðlilegum ástæðum ekki getað svar að þeirri spurningu Morgun- blaðsins, hvar atvinnuleysis gætti á landinu, sem sanni kenningar Framsóknarmanna um kreppu og samdrátt. — Blaðið heldur þó áfram full- yrðingunum um, að sam- dráttur hafi orðið í fram- kvæmdum, þrátt fyrir það að hver maður hafi fulla at- vinnu. í gær birti Morgunblaðið Tvær konur Tveir menn ELÍSABET Bretadrottning er nú á ferð til ýmissa Af- ríkjuríkja. Kom hún fyrst til Ghana að heimsækja Kwame Nkrumah forseta og er meðfylgjandi mynd tekin á flugvellinum í Accra. Um tíma leit út fyrir að ekkert yrði úr heimsókn drottningar til Ghana,- því talsvert var þar um óspektir og spreng ingar. En eftir nokkra at- I hugun var þó ákveðið að | breyta ekki fyrri áætlun og kom Elísabet drottning til Accra hinn 9. þ. m. í ellefu daga heimsókn. Drottningu var innilega fagnað í Ghana og í höfuð borginni söfnuðust um 500 þús. dansandi og syngj- andi Ghanabúar saman til að bjóða hana velkomna. Nehru forsætisráðherra Indlands kom. snemma í þessum mánuði í opinbera heimsókn til Bandaríkj- anna. Ræddi hann þar við Kennedy forseta bæði í sum arbústað forsetans í Massa chusetts og í Hvíta hús- inu í Washington. Á mynd inni hér að ofan er Nehru að ræða við frú Kennedy í garðinum fyrir framan Hvíta húsið. : viðtal við Martein Björns- son, byggingafulltrúa á Suð- urlandsundirlendi. Þar upp- lýsir hann, að framkvæmdir í umdæmi hans séu með allra mesta móti og sömu fréttir berast víðsvegar að af landinu. í gær var einnig skýrt frá því hér í blaðinu, að mjólk- urmagn hefði aukizt um 1/10 hluta hjá Mjólkurbúi Flóa- manna, fyrstu 10 mánuði þessa árs, miðað við sama tíma í fyrra. Ekki ber það heldur vott um mikinn sam- drátt eða „Móðuharðindi“. Sannleikurinn ar sá, að framkvæmdir eru hvarvetna með allra mesta móti, og eftirspurn eftir vinnuafli yfirleitt ekki fullnægt. Sam- dráttaráróður Framsóknar- manna er því bezti vitnis- burðurinn um það, að við- reisnarstefnan hefur orðið til góðs. — Framsóknarmenn finna engin önnur áróðurs- efni en þau, sem jafnharðan eru afsönuuð fyrir allra augum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.