Morgunblaðið - 17.11.1961, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 17.11.1961, Blaðsíða 15
Föstudítffur 17. nóv. 1961 MORGVNBLAÐtÐ 15 Hjúkrunarnemar á námskeiði, sem haldið er í lok fyrsta námsársins. Sveinn Þorntúðsson tók ljósmyndina fyrir nokkrum dögnm í kennslustofu Hjúkrunarkvennaskólans. Framh. af bls. 13. Námið endurskipulagt Árið 1940 dró mjög úr að- sókn að skólanum, og átti stríð- ið sinn þátt í því vegna stór- aukinnar atvinnu almennt, eins og kunnugt er. Þá fór fram endurskoðun á námstilhögun skólans og aðbúnaði nemenda, með tilliti til að bæta skólann og samræma hann kröfum tím- ans. Hin nýju lög tóku gildi í desember 1944. Eftir þessum lögum var stofnuð 5 manna skólanefnd undir yfirstjóm heil- brigðismálaráðherra. Formaður hennar var landlæknir. Áður hafði stjórn skólans verið í höndum stjórnamefndar Lands- spítalans, en hana skipuðu: Landlæknir, Vilmundur Jónsson, yfirlæknar Landsspitalans,' þeir prófessor Guðmundur Thorodd- sen, prófessor Jón Hjaltalín Sigurðsson og dr. med. Gunn- laugur Claessen, forstjóri Lands- spítalans. Fjárreiður skólans voru og eru enn í höndum stjórnarnefndar ríkisspítalanna, sem tók við þeim þegar stjóm- arnefnd Landsspítalans var lögð niður 1935. Þá var og gerð sú breyting á lögum, að sérstakur skólastjóri tæki að sér stjórn skólans og komst sú breyting til framkvæmda 1949, eins og fyrr segir. Breytingar á náminu voru einnig gerðar og hófust þær 1948. Ákveðinn var viss vikufjöldi á ári fyrir þóklegt nám og~ skyldu nemendur ekki vinna í sjúkra- húsum á meðan. En nokkur verkleg kennsla í hjúkrunar- fræði fór einnig fram í bóklegu námskeiðunum. Forskólinn var lengdur upp í 10 vikur, námsefnið gert fjöl- breyttara og kennslustundum fjölgað. Að loknu einu ári í verklegu námi, fengu nemendur nú 8 vikna bóklegt námskeið og á þriðja námsári 6 vikna lokanám- skeið. í báðum þessum nám- skeiðum voru sömu aðalnáms- greinar kenndar og frá byrjun, en tímum fjölgað mjög mikið. Auk þess bættust margar nýjar námsgreinar við og voru þessar breytingar allar gerðar í sam- ræmi við kröfur tímans um aukna þekkingu hjúkrunar- kvenna. Jafnframt þessu var verklega námið gert mjög miklu fjölbreyttara. Kjör nemendanna i dag Þeir hljóta laun meðan á námi stendur svo sem hér seg- ir: 1. námsárið fá þeir 35% af launum aðstoðarhjúkrunarkonu með árshækkun (kr. 1.726.10), annað árið 40% (kr. 1.972.70) og það þriðja 50% (kr. 2.465.90). Nemendum-eru lögð til hjúkr- unarföt og flestar námsbækur, og greiddar eru lögboðnar tryggingar fyrir þá. En fyrir þvott og herbergi, sem búin eru góðum húsbúnaði, greiða þeir kr. 405.00 eftir mati yfirskatta- nefndar Reykjavíkur. — Fyrir fæði greiða þeir kr. 708.00 sam- kvæmt ákvörðun ráðuneytisins og er það talsvert lægra en metið hefur verið. Samtáls er þessi frádráttur þvi kr. 1113.00. Hjúkrunarnemar eru starfs- kraftur þeirra 12 stofnana, sem hafa nemendur við verklegt nám. í dag er tala nemenda 115, og vinna 55 þeirra í Lands- spítalanum, 12 í Fjórðungs- sjúkrahúsinu á Akureyri, 8 í geðveikrahælinu á Kleppi og aðrir í sjúkrahúsum víðs vegar um landið. Skólinn útskrifaði fyrstu nem- endur sína vorið 1933 og voru þeir 13 talsins, en með þeim, sem luku námi í síðustu viku hafa alls útskrifast frá skólan- um 497 nemendur. Aðsókn að skólanum er mjög góð, 65 stúlkur eru nú á bið- lista, en 44 nemendur eru tekn- ir inn í skólann á ári og af þeim má gera ráð fyrir að 30 ljúki námi. Þrír karlmenn hafa innritazt í skólann og hafa tveir þeirra lokið námi, en sá þriðji er enn við nám. Byggingin Og þá er röðin komin að hús- næðismálum skólans. Árið 1944 benti landlæknir, Vilmundur Jónsson, á, að húsakynni Hjúkr- unarkvennaskóla íslands í Lands spítalanum væru allsendis ófull- nægjandi. Það er þó ekki fyrr en árið 1953, sem hafizt er handa um byggingu skólans og hann byggður í áföngum. Var ákveðið, að bygging fyrri hlut- ans tæki sem skemmstan tíma, þar s.em aðkallandi var að losa þriðju hæð Landsspítalans fyrir sjúkrarúm og haustið 1956 var flutt í húsið hálfþyggt. Var haldið áfram að byggja um vet- urinn, en vorið 1957 voru allar byggingaframkvæmdir stöðvað- ar. Síðan hefur gebgið alltreg- lega að ljúka til fullnustu þeim hluta byggingarinnar, sem upp er kominn og er honum enn ekki lokið. í síðari hluta byggingarinnar eru fyrirhugaðar fjórar kennslu- stofur, fyrirlestrasalur, eldhús, borðstofa, dagstofa og fleira. Til bráðabirgða hefur orðið að taka til afnota við kennsluna leikfimissal skólans í kjallara, sameina bókasafn og hluta af stigapalli og þilja af enda af gangi, sem tengja á þennan hluta skólans við óbyggðu álm- una. En eins og gefur að skilja er þetta hvergi nærri fullnægj- andi og takmarkar þessi skort- ur kennsluhúsnæðis tölu þeirra nemenda, sem hefja nám hverju sinni. í heimavistinni eru 90 herbergi og eru þau enn ekki öll komin i notkun. Hvar á að fá hjúkrunarlið? Þó fjárveiting fáist á næsta ári, svo að hægt sé að halda byggingu skólans áfram, er ó- varlegt að áætla að minna en 5 ár taki að ljúka þeirri byggingu. Gagnsemi þeirrar stækkunar á skólanum kæmi þvi ekki í ljós hvað fjölgun útskrifaðra hjúkr- unarkvenna snertir fyrr en eft- ir 8 ár (5 ár í byggingu og 3 námsár). Nú eru 3 stórir spítalar í smíðum, Bæjarsjúkrahús Reykja víkur og viðbót við Landsspít- alann og Landakotsspítalann. Hvar ætla þessar stofnanir að fá hjúkrunarlið, þegar þær eru tilbúnar að taka til starfa, því að við núverandi aðstæður get- ur Hjúkrunarkvennaskólinn ekki útskrifað fleiri hjúkrunarkonur en gert hefur verið undanfarin fimm ár. Bersýnilegt er að til stórra og skjótra aðgerða þarf að grípa og lausnin er að bygging skól- ans verði haldið áfram nú þeg- ar og lokið sem allra fyrst. Féð úr hættu BÆ, Höfðaströnd, 7. *óv.: — Hér í Austur-Skagafirði er jörð nú að mestu snjólaus niður við sjóinn, en til fjalla og í dölum fram er ennþá töluverð fönn þar sem sumsstaðar gerði mittisfönn í áhlaupinu, sem kom um mán- aðamótin síðustu. Fé, sem var þá í afréttum, stóð í bjargleysu og var ekki hægt að kO'ma því til byggða. Er það nú ekki lengur í hættu. Alltaf er róið til fiskjar frá Hofsósi og fiskast mjög sæmi- lega. Ennþá er unnið að jarðvinnshl á vegum Búnaðarsambands Skag- firðinga, en á fáum stöðum nú- orðið. — Bjöm. Opnum í dag KJÓLADEILD á annari hæð DAGKJÓLAR PILS SÍÐDEGISKJÓLAR JERSEYKJÓLAR ■ ■ ■ ■ . ... ., ,• . . , ..... o. : - i KV ÖLDKJÓLAR PRJÓNAKJÓLAR SAUMUM EINNIG EFTIR MÁLI Falleg snið — Vönduð vinna — Hagkvœmt Sími 18646 Sími 18646 9

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.