Morgunblaðið - 17.11.1961, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 17.11.1961, Blaðsíða 17
Föstudagur 17. nóv. 1961 MORGU'NBLAÐIÐ 17 Steingrímur Davíðs- son sjötugur NÚ A TlMUM er Oftast um marg ar leiðir að ræða, þegar ungur maður velur sér lífsstarf, en fyr- ir hálfri öld var íslenzkt þjóð- líf svo fábreytt, að ekiki var margra kosta völ. Gekk þá marg ur aðra götu eja girnzt hafði og #tundum var aðeins um einstigi að ræða, en það einstigi lá ekki alltaf til þess óskalands, sem hafði blasað við í dagdraumum. örlögin eru á ýmsa lund og leiða mann oft til annars landnáms en setlað var í fyrstu. Vinur minn t»g samstarfsmaður Steingrímur Davíðsson, sem er sjötugur í dag, hefur áreiðanlega haft bæði iöngun, metnað og dugnað til iangskólanáms í æsku, ef þess hefði verið kostur, en fyrir hon- um lá það að ganga ungur til margsháttar verka heima í hér- aði feðra sinna og veljast þar til fjölbreytilegra forustustarfa. — Hann er af gömlum og góðum húnvetnskum ættum, sem eg hirði ekki að rekja hér, enda gerði eg það, er hann varð sex- tugur. Steingrímur tók próf frá Kenn araskólanum 1915, var fyrstu ár- in á eftir farkennari í Skaga- firði og í Vindlhælishreppi, en gerðist skólastjóri við barnaskól- ann á Blönduósi 1920 og gegndi J>ví starfi í næstum fjóra ára- tugi. Snemma varð hann viðrið- inn margs konar félagsmál í hér- aðinu, einkum innan ungmenna- félaganna og samvinnufélaganna og var þar lengi í stjórn. Þá hafði hann mikil afskipti af Btjórnmálum, var um skeið for- maður Framsóknarflokksins í Austur-Húnavatnssýslu, en gat um síðir ekki átt samleið með tionum og gerðist einn af for- ustumönnum Sjálfstæðisflokks- ins í héraði. Mikið munaði um hann, hvar sem hann beitti sér, enda er hann kappsmaður mik- ill, geðríkur og harður í horn að taka, en nokkuð viðkvæmur af svo miklum bardagakappa að vera. Hann var snemma valinn í hreppsnefnd og var oddviti Blönduóáhrepps í um það bil tvo ératugi, en í stjórn Rafveitu Austur-Húnavatnssýslu frá byrj- un og þar til er fyrirtækið var selt ríkinu fyrir nokkrum árum. Oft stóð um hann nokkur styr og töldu sumir hann ógætinn í fjármálum, enda má vera, að framfarahugurinn hafi stundum borið forsjálnina ofurliða, en aldrei kom það að verulegri sök. í*á þótti hann og ráðríkur, svo að stundum olli það árekstrum, en ekki þarf ég að kvarta und- an því fyrir mitt leyti, því að í þá tvo áratugi, sem ég var for- maður skólanefndar, var sam- vinna okkar um skólamál alltaf ágæt, enda taldi ég mér skylt að styðja baráttu hans fyrir þvi að koma upp nýju skólahúsi, sem reist var af miklum myndarbrag, þótt nú sé það orðið of lítið, en Steingrímur beitti sér fyrir þeirri framkvæmd af miklum dugnaði. Annað aðalstarf Steingríms var yfirverkstjórn og umsjón með vegamálum héraðsins fyrir' hönd ríkis og sýslufélags. Því starfi hefur hann gegnt í 45 ár. Varla var um aðra akfæra vegi að ræða í héraðinu, er hann tók við því starfi, en kafla af þjóðveginum um Ása og Langadal, en nú er kominn sæmilegur bílvegur heim á öll byiggð ból þar. Stein- grímur var mjög vinsæll meðal verkamanna sinna, enda lét hann sér annt um þeirra hag og var nærgætinn stjórnandi. Steingrímur kvæntist 14. júlí 1918 Helgu, dóttur Jóns smiðs og bónda á Gunnfríðarstöðum, Hróbjartssonar, og konu hans Önnu, Einarsdóttur, sem kennd- ur var við Bólu, Andréssonar. Þeim Steingrími varð 14 barna auðið og lifa þar af 12, duglegt fólk og myndarlegt, eins og kyn stendur til á báðar hliðar. Öll eru börn þessi nú uppkömin, yngsti sonurinn við háskólanám. Frú Helga er hin mesta merkis- kona, mjög vel viti borin og hag- mælt vel, eins Og margir af af- komendum Bólu-Einars, föst í skapi, einbeitt og tryggðatröll. Þau hjónin hafa verið mjög sam- hent í blíðu og stríðu og veitti sízt af við að koma upp svo stór- um barnahópi á erfiðum tímum, áður en þjóðfélagið tók að létta þar nokkuð undir. Starfsskilyrði Steingríms sem skólastjóra voru þá hin hraklegustu, laun _lág og óviðunandi þrengsli í skólahús- inu. En frú Helga er ein af þeim konum, sem kunna að brýna xnlenn sína, þegar þess gerist þörf, en ekki síður að búa um sár þeirra og græða, þegar af hólmi er komið, og eru fáir jafningjar hennar í þeim efnum. Þau hjónin eignuðust fæðing- arstað frú Helgu, Gunnfríðar- staði, ög gáfu þá jörð nýlega til skógræktar, en hún liggur vel við til þess. Margir, einkum Húnvetningar, myndu kjósa að heimsækja Stein grím Davíðsson á þessum merkis- degi hans, en ekki munu þeir hitta þau hjón heima. Eg vil fyr- ir mitt leyti Og fjölskyldu minnar færa þeim þakkir fyrir langa og góða samfylgd, um leið og eg óska þeim og öllum þeirra mörgu afkomendum allra heilla. Stein- grími sér í lagi vil eg óska þess, að hérað okkar megi um ófyrir- sjáanlegan tíma njóta góðs af báðum meginþáttum ævistarfs hans, þeim öðrum að gera færan veg milli frænda og vina, og þeim hinum að beina æskulýð á þá *leið, sem liggur til þroska og manndóms. Þau urðu örlög hans að verða bæði brautryðjandi og leiðsögumaður. Njóti þeir gagns af, sem starf hans var helgað, en hann sjálfur heiðurs. P. V. G. Kolka. Ms. Skjaldbreið -__________ w &KIPAUTGCRB RÍKISINS fer til Ólafsvíkur, Grundafjarð- ar, Stykkishólms og Flateyjar hinn 21. þ. m. — Vörumóttaka í dag og árdegis á morgun. Félagslíi Skíðadeild KR Aðalfundur deildarinnar verð- ur haldinn í félagsheimilinu fimmtud. 23. þ. m- kl. 8.30. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin. VINNA Stúlka yfir 18 ára óskast til hjálpar móður. Nýtízku heimili. Önnur hjálp fyrir hendi. Einhver ensku- kunnátta nauðsynleg. Sendið svar ásamt mynd til Mrs- Edwina Kent, Fulwith Road, Harrogate, England. Afgreiðslustúlka oskast Stúlka vön afgreiðslustöríum, getur fengið atvinnu í sérverzlun strax. — Upplýsingar í síma 11788, eftir kl. 6 í kvöld. Heildverzlun óskar eftir að festa kaup á skrifstofuhús- næði 3—4 herbergi, helzt með lagerplássi á sama stað. Tilboð sendist afgreiðslu Morgunblaðs- ins fyrir 25. nóvember n.k. merkt: „Heildverzlun — 186“. Stúlkur Ódýrar hettukápur Verð aðeins kr. 790,— Fallegir poplinkiólar. Verð aðeins kr. 495.— Verzlunin (Miklatorgi við hliðina á ísborg) Sendisveinn óskast hálfan eða allan daginn. Bókaútgáfan HELGAFELL Veghúsastíg 7. — Sími 16837 NÝ SENDING Kvenkjólar mikið úrval Skólavörðustíg 17 — Sími 12990 í*ALL S. PALSSON Hæstaréttarlögmaður Rankastræti 7. — Sími 24-20(1 EGGERT CLAESSEN og GUSTAV A. SVEINSSON hæstaréttarlögmen... Þórshamri. — Sími 11171. Magnús Thorlacius næstaréttarlögmaður. Málflutningsskrifstofa. Aðalstræti 9. — Síroi 1-1875. GISLAVED H jólbarðar FYRIRIJGGJANDI í EFTIRTÖLDUM STÆRÐUM: Venjuleg dekk: 640x13 670x13 670x15 hvít Nælon-dekk: 750x14 Snjódekk: 640x13 590x14 750x14 560x15 670x15 Aðalsföðin h.t. KEFLAVIK Benzínafgreiðslan SViálverka- og lisimunauppboð verður haldið í Sjálfstæðishúsinu n.k. miðvikudag 22. nóv. kl. 5 e.h. — Listaverkin verða til sýnis á þriðjudag og miðvikudag. Enn er hægt að taka á móti málverkum og munum á þetta uppbóð. Listmunauppboð Sigurðar Benediktssonar, Austurstræti 12, sími 13715

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.