Morgunblaðið - 17.11.1961, Page 20

Morgunblaðið - 17.11.1961, Page 20
2C MORGUNRLAÐ1Ð Fostudagur 17. nóv. 1961 Dorothy Quentin: Þöglaey 43 Skdldsaga ingnum var hún að rifja upp íyrir sér einkenni gulusóttar. Þér eruð læknir öskraði Garcia hvel.lt og veifaði höndum. Hvers konar læknir eruð þér að leyfa .... að sjá ekki.... að vita ekki .... bablaði hann samhengis- laust og enn var andlitið ösku- grátt. Ég hef séð það í Venezu- ela, bætti hann við,.... og það var hræðilegt! Já, víst er það hryllilegt, sam- þykkti André rólega, og við höf- um ekki fengið þetta hingað í iifandi manna minnum, svo að nú gétum við búizt við faraldri- Hann leit upp þreytta og tekna andlitinu og ávarpaði nú Frankie í fyrsia sinn beinlínis. Það kom fiskiskip innfæddra manna frá Cayenne hingað í i.iorgun og lenti í Bellefleur seinnipartinn. Þar var maður um borð, sem hafði marið sig á hendi og þurfti bráðrar aðgerðar. Og þú gerðir að honum.... Hann svaraði beizklega: Það var eins vonlítið og verða mátti, og enn getum við ef til vill haft heppnina með okkur. Ég var að einbeita mér að meiddu hendinni og drepið í henni hefði auðvitað verið næg ástæða til ástands mannsins. En guli liturinn, sem er glöggt einkenni sóttarinnar, kom ekki fyrr en fyrir klukku- stund- Til allrar hamingju hafði ég einangrað manninn, en skips- félagar hans hafa verið úti um allt, í kránum við höfnina og víðar, áður en ég gat sett þá í sóttkví. Síðan sneri hann sér að Garcia, sem sýndist hafa minnk- að um allan helming, og sagði kuldalega: Ég/ ræð yður til að fara sem allra fyrst um borð í skipið yðar, herra minn. í>ér er- uð heppinn, að áhöfn yðar skuli ekki hafa komið nærri mönnun- um af bátnum. En það hafið þér sjálfur! Lofið mér að komast! Garcia var aumk unarverð sjón í skelfingu sinni. Frankie leit undan og mætti þá augnatilliti Sols, sem var hug- hreystandi. Hann og ég og kann- ske fáein önnur gætum hjálpað André, hugsaði hún. Þér hafið nóg svigrúm til að komast leiðar yðar, herra minn, sagði André kuldalega og færði sig til hliðar, og þér þurfið ekki að halda, að ég hafi ekki gert nauðsynlegar varúðarráðstafanir. En ég er eini læknirinn hér á eynni, svo að ég kem til að hafa nó|; að gera. Ég verð að hugsa fyrir áhöfn- inni minni og verð því að fara, því miður, sagði Garcia og flýtti sér að afsaka sig við alla við stadda og flýtti sér svo út um dyrnar og út á akbrautina bak við húsið. Simone stökk á fætur og hljóp á eftir honum- Taktu mig með þér! öskraði hún eins og vitfirrt. Þú skuldar mér peninga og þú lofaðir naér atvinnu. Ég get orðið þér að miklu gagni! Garcia reif sig lausan með ofsa. Snertu mig ekki! Þú lætur eins og vitlaus og bullar eins og fábjáni. Þú gætir vel verið búin að taka sóttina þegar. Slepptu mér! Þetta var vandræðaleg sjón fyrir alla áhorfendur. André stikaði yfir svalirnar til stúlk- unnar, sem hékk á handlegg Garcia og hóf hana á loft og setti hana síðan niður á stein- bekkinn. 'Farið þér burt, herra minn, sagði hann hörkulega og Spánverjinn flýtti sér burt, án þess að líta um öxl. Frankie sagði við Sol: Ég ætla að ná honum í eitthvað að drekka; hann hefur víst fulla þörf á því. Síðan gengu þau iijn í húsið saman- André stóð kyrr og horfði á skjálfandi stúlkuna á bekknum. Svo að þú ætlaðir að fara með honum — vel vitandi hverskonar maður hann er — og þú ætlaðir að taka við peningum frá honum. Hann dró skeyti upp úr vasanum og las það áherzlulaust: „Juan Mendoza dæmdur í dag í tru ára fangelsi fyrir eiturlyfjasölu, og við höfum vörð í öllum höfnum vegna hr. X, sem er við þetta riðinn.“ Frankie var kunningi hans! öskraði stúlkan illgirnislega. Hún ætlaði að selja honum Laurier og láta hann gera það að gistihúsi og skemmtisitað á þessari indælu eyju ykkar — spilavíti! Og eitUrlyfjakrá líka, býst ég við! Frankie ætlaði með honum til Caracas á morgun....! 0,sei sei nei. Frankie rétti glas að André og aumkaði hann nú af öllu sínu hjarta. En þegar hann tæmdi það rétt eins og ósjálfrátt og þakkaði fyrir sig um leið, sá hún ekkert nema fyr- irlitningu í svip hans. Fyrirlitn- ngu á stúlkunni, sem lá þarna í hnipri á steinbekknum. Þá sagði Frankie, hátt og snjallt: Ég ætlaði að yfirgefa eyna á morg- un og eftirláta þér Laurier, André, fyrir sjúkrahús- Hr. Rougemont hefur með það allt að gera. Þetta er satt. sagði Sol. Frank- ie ætlaði að verða okkur sam- ferða. Ég veit þetta allt. André sneri sér frá Simone og hallaði sér upp að pipartré, og lokaði snöggv ast augunum. Hún getur haldið áfram með það að verða j rkur samferða, sagði hann. Það verð- ur víst ekki svo hollt að vera hérna næstu vikurnar. Svo opn- aði hann augun og brosti allt í einu til Frankie. Mclntosh skip- stjóri sagði mér, þegar ég skip- aði honum að færa skipið sitt út úr höfninni. Það bíður svo utan- skers til að taka farþegana um borð.... þig og Sol.... brosið hvarf af andliti hans er hann leit á Simone... .hún ætti að verða ykkur samferða- Ég fer ekki neitt. Þetta hús gæti verið ágætis sóttvarnarhús, og við getum brælt það út á eftir. Hefurðu nægilegt serum? Ég býst við, að hér þurfi að bólu- setja fjölda manns. Frankie var að telja ýms atriði upp fyrir sér á fingrunum og var niðursokkin í það. Það er gott, að ég skuli hafa tólf svefnherbergi tilbúin, sagði hún. André leit á hana. Þú þarft ekki að missa af Laurier, þó að þú farir. Edvard frændi gerði aldrei ráð fyrir drepsótt. Þú þarft víst á öllum höndum að halda, sem þér standa til boða. Frankie var allt í einu orðin reið- Hún hljóp til Simone og hristi hana. Jafnvel þú gætir orðið að gagni! Ég ætla að verða hér kyrr þangað til í næstu ferð Eydrottn- ingarinnar, sagði Sol allt í einu. Strákarnir geta séð um þetta litla, sem eftir er að taka af myndinni. Bert kam. það allt saman utanbókar og ég á orðið rétt á frii. André sagði hörkulega við Simotie: Það er hætt við, að allt komist í uppnám hjá þeim inn- fæddu, ef þessi maður deyr, og hann er alveg dauðvona. Ef þið Francoise og mamma viljið standa við hlið mér og hjálpa við hjúkrunina, án þess að sýna af ykkur nokkurn ótta, þá kveð- ur það allan óróa niður. En ef ekki.... þá getur hann orðið al- veg eins og skógareldur.... ög banvænn! Hún starði á hann og svörtu augun í föla andlitinu voru full haturs. Ég fer með Eydrottning- unni! sagði hún. Haldið þið, að mér sé ekki sama um þennan bölvaðan innfædda skríl! Og ég er þegar búin að fá alveg nægan óróa, bjáninn þinn. Hún barði sér ákaft á brjóst og þaut út úr garð- inum, og þau heyrðu fótatak hennar, er hún hljóp eftir ak- brautinni- Ég skal ná í hana fyrir þig, sagði Frankie, sem vissi vel, hví- líkum vandræðum svona ofsa- hræðsla gæti valdið. Komdu henni þá um borð i Eydrottninguna, það er það skársta, sem hægt er að gera fyrir Simone Fauvaux, sagði André með einkennilega form- föstum hátíðleik. Þau heyrðu öll ámátlega skrölt ið í gamla bílskrjóðnum, þegar Simone steig á benzínið. Hún hefur tekið bílinn minn, sagði André ^g virtist undrandi- Það var heldur ekkert smáræði í hans augum að stela bíl- frá lækni að starfi. ^ntltvarpiö Föstudagur 17. nóvember 8:00 Morgunútvarp (Bæn: Séra Jósef Jónsson. — 8:05 Morgunleikfimi. Valdimar Örnólfsson «>g Magnús Pétursson. — 8:15 Tónleikar. — 8:30 Fréttir. — 8:35 Tónieikar — 9:10 Veðurfregnir — 3 20 Tónl. 12:00 Hádegisútvarp (Tónleikar. — 12:25 Fréttir og tilkynningar). 13:15 Lesin dagskrá næ^tu viku. 13:25 ,,Við vinnuna": Tónleikar: 15:00 Síðdegisútvarp (Fréttir og +ilk. Tónleikar — 16:00 Veðurfr. Ton« leikar — 17:00 Fréttir). 17:40 Framburðarkennsla í esperanto og spænsku. 18:00 ,,í>á riðu hetjur um héruð": Guðmundur M. í>orláksson tal- ar um Gretti sterka Ásmundar- son. 18:20 Veðurfregnir — 18:30 Þingfrétt- ir — Tónleikar. 18:50 Tilkynningar — 19:30 Fréttir. 20.00 Daglegt mál (Bjarni Einarsson cand. mag.). 20:05 Efst á baugi (Björn Jóhannsson og Tómas Karlsson). 20:35 Frægir söngvarar; IV: Elisabeth Schumann syngur. 21:00 Upplestur: Snorri Sigfússon fyrr um námsstjóri les ljóð. 21:10 Gestur í útyarpssal: Elisabeth Haraldsdóttir Sigurðsson leikur á píanó. a) Sónata op. 79 eftir Beethoven. b) Moment musicales 1 cis-moll eftir Schubert. 21:30 Útvarpssagan: „Gyðjan og ux- inn“ eftir Kristmann Guðmunds- son; XXVII. (Höfundur les). 22:00 Fréttir og veðurfregnir. 22:10 Um fiskinn (Thorolf Smith frétta maður). 22:30 Á síðkvöldi: Létt-klassísk tón- list. a) Fimm þættir í þjóðlagastil op. 102 eftir Schumann. — (Enrico Mainardi leikur á selló og Gúnther Weissenbom á píanó). b) Ludwig Weber syngur óperu- aríur eftir Weber og Mozart. c) „Masquerade", svíta eftir Khatsjatúrjan (Hljómsveit tón listarháskólans í París leikyr; Blareau stjórnar). 23:15 Dagskrárlok. Laugardagur 18. nóvember 8:00 Morgunútvarp (Bæn. — 8:05 Morgunleikfimi. — 8:15 Tónleik- ar. — 8:30 Fréttir. — 8:35 Tón- leikar. — 9:10 Veðurfregnir. — 9:20 Tónleikar. 10:00 Veðurfr.), 12:00 Hádegisútvarp (Tónleikar. — 12:25 Fréttir og tilk.). 12:55 Óskalög sjúklinga (Bryndís Sig- urjónsdóttir). 14:30 Laugardagslögin. — (15:00 Frétt- ir og tilkynningar). 15:20 Skákþáttur (Guðmundur Arn- laugsson). 16:00 Veðurfregnir. — Bridgeþáttur (Stefán Guðjohnsen). 16:30 Danskennsla (Heiðar Ástvalds- son)„ 17:00 Fréttir. — >etta vil ég heyra; í>orsteinn Sveinsson héraðsdóms- lögmaður velur sér hljómplötur. 17:40 Vikan framundan: Kynning á dagskrárefni útvarpsins. 18:00 Útvarpssaga barnanna: „Á leið til Agra“ eftir Aimée Sommer- felt; IX. (Sigurlaug Björnsdótt- ir). 18:20 Veðurfregnir. 18:30 Tómstundaþáttur bama og ung- linga (Jón Pálsson). 18:55 Söngvar 1 léttum tón. 19:10 Tilkynningar. 19:30 Fréttir. 20:00 Tónleikar: Fílharmoníusveit Vín arborgar leikur slavneska dansá eftir Dvorák; Rafael Kubelik stjórnar. 20:30 íslenzk leiklist: I: ,J>ess vegna skiljum við“ eftir Guðmund Kamban; í þýðingu Karls ísfelds. — Leikstjóri: Helgi Skúlason, Leikendur: Arndís Bjömsdóttir, Þorsteinn Ö. Stephensen, Helga Valtýsdóttir, Gísli Halldórsson, Rúrik Haraldsson, Helga Bach- mann, Sigríður Hagalín, Þóra Friðriksdóttir, Róbert Arnfinns- son, Haraldur Bjömsson og Guð rún Stephensen. 22:00 Fréttir og veðurfregnir. . . 22:10 Danslög, þ. á. m. leikur hljóm- sveit Sverris Garðarssonar. Söng kona: Inger ÖstergárdT 01:00 Da^skrárlok. Ég þoli ekki að sjá þig þræla svona mikið, Jóna mín. Ég ætla að fá mér blund. Pir Xr Xr GEISLI GEIMFARI X- X- >f e£r TH£ VÉTHUU/X uorsi O/J PLAA/£r A MEruUSOLAH, MECCA EOX SEMOK þiL. c/r/ze/js NOW TELL ABOUT PR. ÖAR AMP YOUR FRIENP BECTWA COLBV,.,/MISS ' / í Methulux-gistihúsinu á stjörn- unni Methusalem, sem er eftir- lætisstaður eldri borgara.... — Segið mér nú allt um Gar lækni og vinkonu yðar, Bertu \ Colby, ungfrú Fox. — Kallaðu mig Lúsí frænku, Roger. Mundu »ð þú ert frændi minn! •— Jæja, Lúsí frænka, hvað um Gar lækni? — Hann hefur náð töfravaldi yfir Bertu. Hún talar um að arf- leiða hann að eignum sínum til rannsókna á andlegum og tilfinn- anlegum áhrifum ellinnar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.