Morgunblaðið - 17.11.1961, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 17.11.1961, Blaðsíða 22
23 M n t> r r’ w n r á i> r f) 'F'östuáagijr 17. nóv. 1961 A5 Hálogalandi 6 leikir yngri flokka i handknattleik HÁLOGALANDSHÚSIÐ er, þótt gamalt og ófullkomið sé, oft vett vangur spennings og fjörs. Senni lega er enginn blettur i bænum Valsmaðiír hindrar ÍR-ing. En dómarinn dæmdi Val knöttinn. — Myndir Sveinn Þormóðsson. vettvangur annars eins, hvort sem Iitið er til kvikmyndahúsa eða danssala. Hálogalandshúsið er líka oft fjölsótt — stundum svo að það ætlar að springa utan af fólksskarariúm. • 3 leikir í 2. flokki karla. I fyrrakvöld fóru frani að Há Svona ungir geta dómarar ekki um. sjá logalandi 6 leikir í ReyKjavíkur- mótinu í handkhattleik. Voru það allt jeikir yngri aldursflokka en margir hverjir góðir og bar- átta í þeim mikil. Leikmenn í 2. aldursflokki karla léku þrjá leiki. Léku fyrst Valur og ÍR í b-riðli a-liða. Þetta var jafn leikur, barátta mikil og spenningur. Valsmenn páðu að sigra eins og búizt var við. Þeir skoruðu 7 mörk geng 5. Vals- menn og Vikingar eru nú jafnir í þessum riðli og verða að leika aukaleik um það hvorir fara í úrslitaleikinn. — Svo jöfn er keppnin milli þeirra að marka- talan er einnig jöfn ásamt stiga- fjölda liðanna. Fram og Þróttur léku einnig í 2. flokki karla. Þar varð minna um mörk en Fram tókst að tryggja sér sigurinn með 5 gegn 3. Loks léku KR og Armann og það var tvísýnasti leikurinn. Ar manni tókst að tryggja sér bæði stigin, skoraði 9 mörk gegn 8. • 3 kvennaleikir. 1 2. aldursflokiki kvenna fóru einnig fram 3 leikir. Ar- mann lék við Þrótt og það var eins leikur kattarins við músina. Armann vann með 16 mörkum gegn 2. Fram og KR léku í sama flokki. Fram hafði öll tök á leiknum, skoraði 4 mörk gegn engu. Valsstúlkurnar og Víkings- stúlkurnar léku einnig í 2. flokki Víkingar sigruðu með 4 mörkum gegn 2. Víkingar, sem senda lið í alla flokka á mótinu hafa enn ekki tapað leik. að kenna. Sundmót skólanna SUNDMOT skólanna hið fyrra á skólaárinu verður háí. í Sundhöll iinni 28. nóv. n.k. IFRN sér um mótið, en sundkennarar skólanna í Sundhölldnni munu raða niður sérstökum æfingatímum skól- anna. Keppt verður sem fyrr í ung- lingaflokki og eldri flokki. Ung- lingar teljast nemendur 1. og 2. bekk unglinga-, mið- eða gagn- fræðaskóla. Nú verður hins veg- ar tekin upp sú breyting að nem- endum unglingabekkjanna verður ekki leyft að keppa í eldri flokki, þó skólinn sendi ekki unglinga- flokk. I unglingaflokki verður keppt í 10x331/3 m boðsundi stúlkna og í 20x33 1/3 m boðsundi drengja. I eldri flokki verða keppnis- greinar hinar sömu. Keppt er um bikara í öllum greinunum fjórum, um nýjan bik ar í boðsundi stúlkna unglinga- flokks, um bikar sem Gagnfr.sk. Laugarnesskóla vann í fyrra í unglingaflokki pilta. Stúlkur eldri flokks keppa um bikar sem IBR gaf og er nú í vörzlu Flensbargax-skólans. Pilt- ar eldri flokks keppa um bikar IFRN og sem Menntaskólinn hef- ur tvívegis unnið. Ársþing FRÍ um helgina ÁRSÞÍNG Frjálsíþróttasambands Islands verður haldið nú um helg ina. Þingið hefst kl. 4 á laugardag inn (á morgun) og á sunnudag hefst síðari fundurinn kl. 2 e.h. Þingið verður haldið að Grundar stíg 2. Stjórn Kaupmannasamtakanna og fra»>’.Vvæmdastjóri, talið frá vinstri: ísleifur Jónsson, Jón Mathiesen, Sigurður Magnússon, foruiaður, Björn Guðmundss. og Sveinn Snorrason. L.: Ól.K.M. Kaupmenn hlynntir tolla- breyfingunni Buizt við að lœkkunin taki til jólavara STJÓRN Kaupmannasamtakanna ræddi í gær við blaðamenn út af frumvarpi til laga um breyt- ingar á tollalögunum, sem nú liggur fyrir Alþingi, og afstöðu samtakanna til þess. Á blaða- mannafundinum kom fram, að kaupmenn innan samtakanna eru hlynntir iagabreytingunni, þrátt fyrir að verzlunin verður fyrir verulegri eignaskerðingu vegna þeirra vörubirgða, sem hún á óseldar og kenr.st ekki hjá að selja á verði. sem er sambærilegt við þá lækkun verðlagsins sem af aðflutningsgjaldalækkuninni leiðir. Á fundinum kom einnig fram, að verði frumvarpið samþykkt innan tíðar. mundu jólavörurn- ar svonefndu verða seldar á nýju ▼erði. Taldi sjórn Kaupmanna- samtakanna að verðlag myndi lækka mjög fljótt eftir samþykkt frumvarpsins. Frjáls samkeppni ákveði vöruverð. Sigurður Magnússon, formaður Kaupmannasamtakanna, sagði, að innan Alþingis, í blöðum og víðar hefði komið fram tor- tryggni og efasemdir í garð verzl unarinnar í sambandi við hið nýja frumvarp. Þessar raddir fullyrtu, að frumvarpið opnaði leiðir til að auka gróða kaup- manna. Þessum fullyrðingum kvaðst formaðurinn vilja vísa á bug sem algjörum staðleysum. Kvað hann eðlilegast að frjáls samkeppni réði vöruverði- Verzl- uninni hefði verið sýnt það traust í sumar á ákveða sölulaun sín sjálf að því er tekur til nokkurs hluta þess varnings, er hún ann- ast dreifingu á. Hún hefði ekki brugðist því trausti og væri stað ráðin í- að láta sitt ekki eftir liggja og halda á málum þessum af skynsemi og sanngirni. V erðla>gsmyndunin okkur óhagstæðari. Sveinn Snorrason, framkvæmda stjóri Kaupmannasamtakanna, rakti í stuttu máli verðlagsmynd unina hér á landi, kvað hana und anfarna tvo áratugi mjög frá- brugðna því sem gerist hjá ná- grönnum okkar austan hafs og vestan og til muna óhagstæðari hinum almenna neytanda. Ætti sívaxandi hlutdeild hins opin- bera í vöruverði með alltof háum aðflutningsgjöldum, óraunhæfu og um of einstrengingslegum verðlagsákvæðum, innflutnings- höftum og ofsköttun hér mes.ta sök. Orsakir síhækkandi vöruverðs. Sveinn Snorrason benti á að aðflutningsgjöld hefðu farið sí- hækkandi og næmu í sumum til- vikum allt að fjórföldu fobverði vörunnar. Verðlagsyfirvöldin hafi ætíð haft lítinn skilning á þörfum verzlunarinnar og meginverkefni þeirra að skera niður sölulaun verzlunarinnar eftir því, sem á- lagið til hins opinbera hafi hækk að, og verðlagsgrundvöllurinn að öðru leyti hækkað fyrir aðgerðir hins opinbera eins og gengislækk anir. Þá hafi verðlagslöggjöfin bann að hækkanir vörubirgða er verð lagsgrundvöllurinn hafi hækkað, og bannákvæði þetta verkað sem beint eignarnám hjá verzluninni. Afnám verðlagsákvæða hagkvæmust- Verzlunin teldi nú, að afnám verðlagsákvæða af þeim vöru- tegundum, sem aðflutningsgjálda lækkunin tekur til, sé hagkvæm- asta leiðin bæði fyrir neytand- ann og vel rekna verzlun og með því muni myndast samkeppni um sem lægsta álagningu, en sá njóti að lokum viðskiptanna, sem hag stæðust kjör byði. Hagur hins al- menna neytanda við aukið inn- flútningsfrelsi hefði komið skýrt í ljós, svo að eitt dæmi af mörg um sé tekið þegar leðurskófatn- aður og hreinlætistæki frá jafn- keypislöndunum svokölluðu lækk uðu um 35—40%. eftir að inn- ffutningur var gefinn frjáls. Tónleikar Ragnars Björnssonar I MEIRA en þrjá áratugi mátti heita að Pall Isólfsson hefði „einkaleyfi ' á að halda organtón- leika hér a landi, enda bar hann svo iangt af starfsbræðrum sínum í stétt organleikara að menntun og hæfni, að naumast mun nokkr- um öðrum hafa komið til hugar að efna tii einleikstónleika á hljóðfæri hans Síðustu árin hef- ir sú breyting orðið á þessu, að fram hafa komið nokkrir ungir organleikarar, sem eru ótviræðir hæfileikamenn og hafa notið ágætrar skólunar innan lands og utan. Allir eru þessir ungu menn nemendur Páis Isólfssonar. Einn R. G. Waage lætur aí starfi íþróttaráðunauts GEIR HALLGRlMSSON, borgar stjóri, skýrði frá því á fundi bæj arstjórnar Reykjavíkur í gær, að Benedikt G. Waage, sem fyrir nokkrum árum var ráðinn íþrótta ráðunautur Reykjavíkur, hefði nú látið af störfum vegna aldurs. þeirra er Ragnar Björnsson, en hann hefír einnig getið sér góð- an orðstír fyrir önnur tónlistar- störf, einkum kórstjórn, svo sem alkunnugt er. A organtónleikum Ragnars í Dómkirkjunni 1 gærkvöldi lék hann þrjú stór organverk: Introduktion og passacagliu eftir Pál Isólfsson, Tilbrigði eftir Liszt um stef eftir Bach (Weinen, klag- en) og Fantasíu og fúgu um nafn- jð BACH eftii Max Reger. Öll eru þessi verk í rómantískum anda, og sannast sagna er það, að mjög þarf að stllta rómantíkinni í hóf, ef sá andi á að fára vel í orgel- Sterkt lið LUNDÚNUM, 16. nóv. — A mið vikudaginn kemur leika Englend ingar og Norður-Irar landsleik í knattspyrnu á Wembley og hafa fyrrnefndu stillt upp þessu liði: Tom Springett Sheffield W., Jimmy Armfield Balckpool, Ray Wilson, Huddersf., Bobby Robson West Br., Peter Swan Sheff. W., Ron Flowers Wolverhampt., Bryan Crawford Ipswich, Johnny Haynes Fulham og Bobby Charlton Mancherster U. verkum. Svo tigin og „hlutlaus" er þessi dror.tning hljóðfæranna, að henni iætui .ekki vel að túlka hin fíngerðari blæbrigði mann- legra kennda. Hið stórbrotna Og „monumentala“ er hennar vett- vangur. Þótt Franz Liszt hafi ef til vill verið mestur pianósnillingur allra tíma og Max Reger væri tvímæla- iaust eitt merkasta tónskáld á fyrsta fjórðungi þessarar aldar, orkar þó naumast tvímælis, að Páll Isólfsson muni vera mestur organleikari þeirra þriggja. Sú mun líka vera skýringin á þvi, að af þessum þremur stó'rverkum ber verk Páis orgelbúninginn bezt að mörgu leyti. Auk þess er hér um að ræða stórvel samið verk; passacagliu-stefið er fastmótað Og í ágætu jafnvægi og gagnröddun- in í flestum tilbrigðum frjó og lifandi og sumstaðar með mikl- um tilþrifum. Ragnar Björnsson lék öll þessi vandasömu verkefni kunnáttu- lega og með meiri festu og myndugleiK en áður hefir gætt I organleik hans. Hann er ört vax- andi listamaður. Aheyrendur — sem því miður voru alltof fáir — áttu eftirrmnnilega stund í dóm- kirkjunni í gærkvöldi. Jón, Þórarinsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.